Fréttablaðið - 16.04.2015, Síða 32

Fréttablaðið - 16.04.2015, Síða 32
FÓLK| TÍSKA Það er fátt klassískara en gallabuxur og hvítur bolur en þó eru ýmis tilbrigði til og að undanförnu hefur yfir- bragðið verið frjálslegra en oft áður. Bolirnir hafa víkkað og buxurnar eru sjúskaðri. Þó að stíllinn eigi að virka áreynslu- laus þýðir það ekki að hann sé ekki úthugsaður. Sé fötunum raðað saman hugsunar- laust getur það auðveld- lega orðið klúðurslegt og hreinlega lummó. Eins og meðfylgjandi myndir sýna er efri parturinn yfir- leitt hvítur eða grár og er lykilatriði að girða hann til hálfs ofan í buxurnar. Þó hann sé víður þarf samt að vera á honum kvenlegt snið. Buxurnar eiga helst að vera rifnar við hné en sumar eru þó rifnar alveg upp á mið læri. Við þetta ganga bæði strigaskór og hælar. Til gamans má geta þess að samkvæmt könnun sem tíma- ritið Glamour gerði fyrir nokkrum árum þykir karlmönnum konur taka sig best út í gallabuxum og einföldum bol. Það þarf því ekki allt- af að leita langt yfir skammt. ÁREYNSLULAUST EN ÚTPÆLT KLASSÍK Til að tolla örugglega í tískunni er ráð að verða sér úti um rifnar gallabuxur, víðan stuttermabol eða skyrtu og stóra handtösku. AMANDA SEYFRIED HILARY DUFF Það verður konunglegt brúð- kaup í Svíþjóð í sumar þegar Karl Filippus prins og Sofia Hellqvist ganga í það heilaga. Brúðkaupið fer fram 13. júní í Slottskyrkan í Stokkhólmi. Þar sem ekki er um krónprinsbrúðkaup að ræða er gestalistinn smærri í sniðum. Boðskortin hafa þegar verið send út. Sofia og Karl Filippus opin- beruðu trúlofun sína í fyrrasum- ar. Sofia er ekki af konunglegum ættum, heldur komin af verka- fólki aftur í ættir. Hún er uppalin í Älvdalen í Dölunum í Svíþjóð. Verðandi prinsessan fæddist 6. desember 1984. Hún er þekkt í Svíþjóð sem fyrirsæta og að hafa komið fram í raunveruleika- þáttum í sjónvarpi. Parið hefur verið í sambandi frá árinu 2010. Prinsinn er fæddur 13. maí 1979 og er eini sonur sænsku konungs- hjónanna. Það er hins vegar eldri systir hans, Viktoría, sem erfir krúnuna. Lögum þess efnis var breytt stuttu eftir að Karl Filippus fæddist en áður höfðu aðeins drengir rétt til krúnunnar. KONUNGLEGT BRÚÐKAUP Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook Opið virka daga kl . 11–18 Opið laugardaga k l. 11-16 Fylgist með okkur á Skipholti 29b • S. 551 0770 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 4 F B 0 6 4 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 3 D -B B A C 1 6 3 D -B A 7 0 1 6 3 D -B 9 3 4 1 6 3 D -B 7 F 8 2 8 0 X 4 0 0 2 A F B 0 6 4 s _ 1 5 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.