Fréttablaðið - 16.04.2015, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 16.04.2015, Blaðsíða 34
FÓLK|TÍSKA Söngkonan heimsfræga Patti Smith heldur tónleika í Eldborgarsal Hörpu um miðjan ágúst og hefst miðasala á tónleikana í dag. Í ár eru 40 ár síðan hún gaf út tímamótaverkið Horses en platan, sem jafnframt var frumburður hennar, er af mörgum talin ein af betri plötum rokksögunnar. Á tónleikunum í ágúst mun Patti Smith heiðra þennan áhrifamikla frumburð sinn auk þess sem hún flytur fjöl- mörg þekkt lög frá löngum og farsælum ferli sínum. Í för með henni verða tveir upprunalegir meðlimir hljómsveit- arinnar, þeir Lenny Kaye og Jay Dee Daugherty, ásamt bassa- og hljómborðsleikaranum Tony Shanahan sem hefur verið í hljómsveit hennar undanfarin 20 ár. Horses var gefin út lok árs 1975 og fékk strax góðar við- tökur gagnrýnenda og almennings enda voru Patti Smith og hljómsveit hennar nokkuð áberandi í tónlistarsenu New York-borgar á þeim tíma ásamt sveitum á borð við Blondie og The Ramones. Sem dæmi um stöðu Horses í rokksögunni má nefna að platan er í 44. sæti yfir 500 bestu plötur sögunnar að mati bandaríska tónlistartímaritsins Rolling Stone auk þess tímaritið Time segir hana vera meðal 100 bestu platna allra tíma. GUÐMÓÐIR PÖNKSINS Fjölmörg þekkt lög hennar prýða plötuna, þar á meðal Gloria, sem gefið var út á smáskífu í upphafi árs 1976, auk laganna Redondo Beach, Free Money og titillagsins Horses. Þekktasta lag hennar er þó án efa Because the Night, sem hún samdi í félagi við Bruce Springsteen, en lagið náði þrettánda sæti bandaríska vinsældalistans árið 1978. Patti Smith er oft kölluð Guðmóðir pönksins og sem slík einn af frumherjum þeirrar tónlistarstefnu ásamt ensku sveitunum Sex Pistols, The Clash og The Damned og bandarísku sveitunum Television og the Ramones. Platan er því ein lykilplatna í þróun pönksenunnar í New York á sínum tíma en hafði ekki síður mikil áhrif á marga unga og seinna meir heimsfræga tónlistarmenn. Meðal þeirra sem urðu fyrir miklum áhrifum frá meistara- stykki Patti Smith eru ekki minni nöfn en Michael Stipe úr R.E.M. og félagarnir Morrissey og Johnny Marr úr The Smiths. Tónleikarnir verða haldnir í Eldborgarsal Hörpu mánudaginn 17. ágúst og hefjast kl. 20.00. Miðasala á tón- leikana hefst í dag, fimmtudag, kl. 10 á harpa.is og í síma 528 5050. Miðaverð er 6.990 til 9.990 kr. Nánari upplýsingar um Patti Smith og feril hennar má m.a. finna á pattismith.net, á Facebook, á YouTube (#PattiSmith) og á Twitter (@pattismith). SÖGULEGIR TÓNLEIKAR Í HÖRPU TÓNLEIKUR KYNNIR Guðmóðir pönksins, Patti Smith, heldur tónleika í Hörpu í sumar þar sem frumburður hennar, Horses, verður í aðalhlutverki. Platan á 40 ára afmæli í ár og er af mörgum talin ein af betri plötum rokksögunnar. MEISTARAVERK Platan Horses er af mörgum talin ein af betri plötum rokksögunnar. MYND/ÚR EINKASAFNI FRUMHERJINN Patti Smith heldur tónleika í ágúst þar sem fyrsta plata hennar, Horses, verður í aðalhlutverki ásamt fleiri þekktum lögum. MYND/MAPPLERHORPE Alessandro Michele tók við í janúar sem nýr aðalhönnuður Gucci eftir að Fridu Giannini var sagt upp störfum. Hann þykir kynna breyttar áherslur til sögunnar sem sáust strax þegar haust- og vetrarlína Gucci fyrir 2015 var kynnt í Mílanó. Línan þykir hressilega sérviskuleg, eða „quirky“, og í allt öðrum anda en það sem áður hefur komið frá Gucci. Fyrirsæturnar stormuðu pallana með prjónahúfur og stór gleraugu, í kálfasíðum pilsum og blússum með bundnum kraga. Svolítið eins og samtíningur, hver úr sinni áttinni, sem Aless- andro fær þó til að ganga fullkomlega upp. SÉRVISKULEGUR GUCCI TÍSKA Haust- og vetrarlína Gucci fyrir 2015 þykir hressilega ólík öðru sem komið hefur frá tískurisanum. Fyrirsæturnar báru prjóna- húfur og stór gleraugu á tískupöllunum í Mílanó og yfirbragð línunnar var eins og vel heppnaður samtíningur. 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 4 F B 0 6 4 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 3 D -E 8 1 C 1 6 3 D -E 6 E 0 1 6 3 D -E 5 A 4 1 6 3 D -E 4 6 8 2 8 0 X 4 0 0 2 B F B 0 6 4 s _ 1 5 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.