Fréttablaðið - 16.04.2015, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 16.04.2015, Blaðsíða 44
16. apríl 2015 FIMMTUDAGUR| MENNING | 36 „Það eru mörg spennandi atriði á dagskrá Tectonics,“ segir Berg- lind María Tómasdóttir tónlistar- kona sem er allt í öllu í sambandi við Tectonics í Hörpunni. Hátíð- in er haldin af Sinfóníuhljómsveit Íslands og á henni eru átta tón- leikar, þar af tvennir með hljóm- sveitinni í Eldborg. Á henni eru frumflutt fimm ný íslensk verk, samin sérstaklega fyrir hátíðina. Á opnunartónleikunum í kvöld klukkan 18 er spilað á heima- smíðuð hljóðfæri. Það gerir skosk kona sem heitir Shara Kenching- ton. „Við fluttum inn rúm 200 kíló af hljóðfærum frá Skotlandi sem hún er búin að setja saman, mjög mikil draslhljóðfæri, tengd við garðslöngur, pumpur, hjólaparta og allt mögulegt. Þetta eru atriði sem eru ekki síður fyrir augu en eyru,“ lýsir Berglind María. Eitt íslensku verkanna er Kúa- kyn í hættu eftir Magnús Pálsson, það verður flutt á lokatónleikunum á morgun sem hefjast klukkan 20. Berglind María lýsir því frekar. Kúakyn í hættu er mikið marg- miðlunarverk, það er fyrir hljóm- sveit, það er fyrir talkór og það er fyrir tvo leikara. Í því er líka myndband, kýrin Malagjörð frá Hæli á þar stórleik. Hún er voða falleg. Svo kemur lyktarskyn líka við sögu, þannig að þetta er verk fyrir flest skilningarvit, nema kannski sjötta skilningarvitið!“ Ilan Volkov er listrænn stjórn- andi hátíðarinnar og allt efnið er valið af honum, að sögn Berglind- ar Maríu. „Fyrir utan íslensku verkin fimm eru þar verk sem hafa verið frumflutt á öðrum Tec- tonics-hátíðum sem Volkov hefur átt frumkvæði að á síðustu árum, bæði í Skotlandi og Ástralíu, þann- ig að þetta er heimsklúbbur!“ segir hún og heldur áfram að lýsa dag- skránni. „Eitt þriggja atriða á tónleikun- um klukkan tíu í kvöld er að Anna Þorvalds, sem er stjörnutónskáld- ið okkar, flytur eigin tónlist á inn- viði flygils og notar auk þess alls konar græjur. Svo er Bergrún Snæbjörns líka með flott atriði á lokatónleikunum annað kvöld, hún er meistari vídeóhljóðverka.“ gun@frettabladid.is Kúakyn í hættu og fl eiri kyndug verk Dagskrá tónlistarhátíðarinnar Tectonics í Hörpu í dag og á morgun er forvitnileg. Berglind María Tómasdóttir er verkefnastjóri þar. Á ÆFINGU Hér er Nýlókórinn á sviðinu í Eldborg að æfa verk Magnúsar Pálssonar og kýrin Malagjörð frá Hæli sómir sér vel í bakgrunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HÁTÍÐ Í UPPSIGLINGU Berglind María verkefnisstjóri og Shara Kenchington tón- smiður innan um sérsmíðuð hljóðfæri þeirrar síðarnefndu. Við fluttum inn rúm 200 kíló af hljóðfærum frá Skotlandi sem hún er búin að setja saman, mjög mikil draslhljóðfæri, tengd við garðslöngur, pumpur, hjólaparta og allt mögulegt. Þetta eru atriði sem eru ekki síður fyrir augu en eyru. 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 4 F B 0 6 4 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 3 F -0 1 8 C 1 6 3 F -0 0 5 0 1 6 3 E -F F 1 4 1 6 3 E -F D D 8 2 8 0 X 4 0 0 6 A F B 0 6 4 s _ 1 5 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.