Fréttablaðið - 16.04.2015, Side 46

Fréttablaðið - 16.04.2015, Side 46
16. apríl 2015 FIMMTUDAGUR| MENNING | 38 FIMMTUDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Gjörningar 14.00 Styrmir Örn Guðmundsson flytur gjörninginn Death Show á Hótel Holti. Gjörningurinn er hluti af myndlistarhá- tíðinni Sequences VII og verður einnig fluttur klukkan 17.00. Tónleikar 17.30 Helgi Hrafn Jónsson og Tina Dickow halda tónleika í Bókasafni Seltjarnarness. Á dagskrá eru lög sem Helgi og Tina hafa samið sjálf og útsetningar þeirra á tónlist annarra. Aðgangur er ókeypis. 20.00 Mr. Silla og hljómsveitin Kriki spila á Húrra í kvöld. Miðaverð er 1.500 krónur. 21.00 Hljómsveitin Kraðak spilar á Hlemmur Square í kvöld. 21.00 Mankan spilar á rafspunatón- leikum í Mengi. Í Mankan eru þeir Guðmundur Vignir Karlsson og Tómas Manoury. Miðaverð er 2.000 krónur. 21.00 Gloryride og Aeterna spila á Dillon í kvöld. 22.00 Hljómsveitin Autonomouse heldur tónleika á Ob-La-Dí-Ob-La-Da, Frakkastíg 8. Aðgangur er ókeypis. Leiklist 20.00 Leikhópurinn Spindrift sýnir Carroll: Berserkur í Tjarnarbíói í kvöld. Miðaverð er 3.500 krónur. Hátíðir 18.00 Tónlistarhá- tíðin Tectonics hefst í Hörpu. Tón- listaröfl úr álíkum áttum mætast og skekja þá hug- mynd sem við höfum af sinfón- ískri tónlist. Miða- verð er frá 3.000 krónum. 20.00 Hátíð til verndar hálendi Íslands í Háskólabíói. Stuttar ræður í bland við tónlist, myndbönd og skemmtiatriði, Meðal þeirra sem koma fram er hljóm- sveitin AmabAdamA. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. Kvikmyndir 18.00 Norska kvikmyndin Børning sýnd í Norræna húsinu á Norrænni kvik- myndahátíð. Aðgangur er ókeypis og er myndin sýnd með enskum texta. 20.00 Sænska kvikmyndin Återträffen sýnd á Norrænni kvikmyndahátíð sem nú fer fram í Norræna húsinu. Aðgangur er ókeypis og er myndin sýnd með enskum texta. Uppákomur 20.00 Íslandsmeistaramót í pinball haldið á Fredda, Ingólfsstræti 2. 20.00 Gongnæring í jógasal Ljósheima. Byrjað verður á stuttri hugleiðslu áður en slökun hefst. Spilað verður á þrjú gong en viðburðurinn varir í tvær klukkustundir. Miðaverð er 2.000 krónur. 20.00 Haltu kjafti og skrifaðu býður ungum rithöfundum og skáldum að koma saman og skrifa í eina klukku- stund á Lofti Hosteli í Bankastræti. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. 20.00 Draumakvöld Vanadísar í Foreldrahúsi, Suðurlandsbraut 50. Draumakvöldin eru örnám- skeið þar sem unnið er með drauma og leitast við að skilja þá, njóta og hafa af þeim gagn. Leiðbeinandi er Valgerður H. Bjarna- dóttir. Verð á drauma- kvöldin er 3.000 krónur. Uppistand 21.00 Úrslitakvöld uppistandskeppninnar Fyndnasti nemi Háskóla Íslands í Stúdentakjallar- anum. Kynnir er Steiney Skúladóttir. 22.00 Tilraunaupp- istand á Íslenska rokkbarnum í Hafnarfirði. Frítt inn. Tónlist 21.00 Dj Miss Myth þeytir skífum á Boston í kvöld. 21.00 Geimfarar með dj-set á Prikinu í kvöld. 21.00 Dj Smutty Smiff þeytir skífum á Lebowski Bar í kvöld. 21.00 Dj Alfons X og Kristinn Kerr þeyta skífum á HúsDJús Kaffibarsins í kvöld. 21.00 Trúbadorarnir Hjálmar og Dagur verða á English Pub í kvöld. 21.00 Dj Magga Indian-Maack þeytir skífum á BarAnanas í kvöld. 22.00 Dj KGB þeytir skífum á Dolly í kvöld. 22.00 Trúbadorinn Hreimur verður á American Bar í kvöld. Leiðsögn 12.15 Leiðsögn í Listasafninu, Ketilhúsi um yfirlitssýningu Iðunnar Ágústs- dóttir. Guðrún Pálína Guðmunds- dóttir fræðslufulltrúi leiðir gesti um sýninguna. Aðgangur er ókeypis. 17.00 Leiðsögn um sýningu Sequences VII í Loftsson, Hringbraut 121. Sýningin er opin til 22.00 í kvöld. Fyrirlestrar 08.15 Útskriftarráðstefna Tómstunda- og félagsmálafræðinga, Lifum og leikum okkur, er haldin Háskóla Íslands í Stakkahlíð. 10.00 Michael Evan Goodsite heldur erindi í stofu 201 í Odda þar sem hann mun fjalla um hvort hernaðarstarfsemi geti stuðlað að innleiðingu grænnar tækni og gegnt hlutverki í viðbrögðum við loftslagsbreytingum. Erindið fer fram á ensku og allir eru velkomnir. 12.10 Alan Boldon, listamaður, sýning- arstjóri og fræðimaður, flytur erindið How to work with others: interdisciplin- ary collaboration and grand challenges í Listaháskóla Íslands Þverholti 11, fyrir- lestrasal A. 17.00 Ráðstefnan Listin að deyja fer fram í Hátíðarsal Háskóla Íslands. Að ráðstefnunni standa Háskóli Íslands, Landspítalinn, Krabbameinsfélagið, Þjóðkirkjan, Ný dögun, Læknafélag Íslands, Félag íslenskra hjúkrunarfræð- ina, Lífið– samtök um líknarmeðferð og Hollvinasamtök líknarþjónustu. Allir velkomnir. 18.00 Hallgrímur Magnússon læknir flytur fyrirlestur í Lifandi markaði um meltingarveginn. Miðaverð 4.900 krónur. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@ frettabladid.is Kolvetnaskert, próteinríkt og fitulaust Hentar fyrir LKL mataræði H VÍ TA H Ú SI Ð / S ÍA Tónlistarmennirnir og söngvar- arnir Helgi Hrafn Jónsson og Tina Dickow halda tónleika í Bókasafni Seltjarnarness í kvöld. Þau hafa lítið látið fyrir sér fara hér á Íslandi en farið í tónleika- ferðalög um Evrópu og Bandarík- in ýmist saman, sem sólólistamenn eða í för með öðrum tónlistar- mönnum. Tónleikastaðurinn í dag er sjálf- sagt minni en þau eiga að venj- ast en á dagskrá tónleikanna eru frumsamin lög auk útsetninga þeirra á tónlist annarra. Saman hafa Helgi Hrafn og Tina unnið að sjö hljómplötum og einn- ig samið tónlist fyrir dönsku kvik- myndirnar Old Boys og Someone You Love og uppskáru þau dönsku kvikmyndaverðlaunin fyrir báðar myndirnar. Tónleikarnir eru framlag Helga til Seltjarnarnesbæjar en hann var útnefndur bæjarlistamaður Sel- tjarnarness árið 2015. Frítt er inn á tónleikana sem líkt og áður kom fram verða í Bóka- safni Seltjarnarness og hefjast klukkan 17.30. - gló Tónleikar á bókasafni Flytja eigin lög og útsendingar á tónlist annarra. SPILA Á TÓNLEIKUM Helgi Hrafn og Tina Dickow spila á tónleikum í Bókasafni Seltjarnarness. 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 4 F B 0 6 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 3 E -6 D 6 C 1 6 3 E -6 C 3 0 1 6 3 E -6 A F 4 1 6 3 E -6 9 B 8 2 8 0 X 4 0 0 4 A F B 0 6 4 s _ 1 5 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.