Fréttablaðið - 16.04.2015, Síða 48
16. apríl 2015 FIMMTUDAGUR| MENNING BÍÓ | 40
HLUSTAÐU
HVAR SEM ER,
HVENÆR SEM ER
#BYLGJANBYLGJAN989
RÚNAR RÓBERTS
ER Í LOFTINU
ALLA VIRKA DAGA MILLI KL. 13:00 - 16:00
„Ég fékk hugmyndina að kvik-
myndinni í janúar síðastliðnum
og fór af stað,“ segir Jón Atli Jón-
asson, handritshöfundur og leik-
stjóri kvikmyndarinnar Austur.
Myndin fjallar um ungan mann
sem á einnar nætur gaman með
fyrrverandi unnustu og barns-
móður ofbeldisfulls glæpamanns,
sem bregst illa við þegar hann
fréttir af kynnum unga mannsins
og barnsmóður sinnar. Glæpa-
maðurinn fær vini sína með sér
í að nema unga manninn á brott
til þess að kúga út úr honum fé.
Glæpamennirnir fara með unga
manninn í kjallara og fer þá allt
úr böndunum.
„Mig langaði að gera mynd sem
endurspeglaði íslenskan raun-
veruleika,“ útskýrir Jón Atli, en
atburðarásin minnir óneitanlega
á mál sem hafa verið í fjölmiðlum
hér á landi undanfarið ár. „Okkur
fannst þessi mál áhugaverð og
ákváðum að þetta væri eitthvað
sem við vildum gera.“
Ferlið, að gera kvikmynd úr
hugmynd sem kviknaði í kolli
handritshöfundarins, var ekki
langt. „Ég skrifaði ekki ítarlegt
handrit að myndinni, því ég var
sjálfur að leikstýra,“ útskýrir
Jón Atli og bætir við: „Ég skrif-
aði enga díalóga. Ég gaf leikur-
um mjög frítt spil. Þannig hef ég
unnið með leikurum í leikhúsi. Ég
lít á þetta sem samvinnu og vil
frekar nýta leikarana í skapandi
vinnu en túlkandi.“
Frumraun sem leikstjóri
Austur er fyrsta myndin sem Jón
Atli leikstýrir en hann er reynslu-
mikill handritshöfundur, hann
skrifaði handritið að Djúpinu,
ásamt Baltasar Kormáki, Fölsk-
um fugli og Strákunum okkar
ásamt Róberti I. Douglas. „Ég
fékk danskan vin minn til þess að
stýra kvikmyndatöku og það gefur
myndinni annað yfirbragð.“
Helstu leikarar myndarinnar
eru Arnar Dan, Vigfús Þormar
Gunnarsson, Hjörtur Jóhann
Jónsson, Björn Stefánsson og
Ólafur Darri Ólafsson. „Ég var
búinn að vinna með þeim öllum í
leikhúsi, fyrir utan Björn. Hann
var því kannski stærsti „sénsinn“
sem ég tók, en hann kom sterk-
ur inn og stóð sig með prýði,“
útskýrir leikstjórinn og segir
ferlið að skrifa og leikstýra kvik-
mynd hafa verið skemmtilegt.
„Þetta var skapandi upplifun og
ég vona að áhorfendur verði sátt-
ir og sjái mynd sem er öðruvísi
en aðrar íslenskar kvikmyndir
sem þeir hafa séð áður.“
BÍÓFRÉTTIRAFMÆLISBARN DAGSINS
Martin Lawrence
Þekktastur fyrir: Bad Boys
FRUMSÝNINGAR
7,0/10 3,9/10 7,4/10 73%
Child 44 fyrst á Íslandi
Kvikmyndin Child 44 verður heimsfrum-
sýnd hér á landi um helgina. Myndin
fjallar um lögreglumann sem reynir að
klófesta fjöldamorðingja sem gekk laus
á Rússlandi seint á síðustu öld og er
hún byggð á sannsögulegum atburðum.
Myndin hefur fengið góða dóma
hjá The New York Times og Sunday
Telegraph.
Ástríkur á Goðabakka
Teiknimynd
Paul Blart: Mall Cop 2
Gamanmynd
Aðalhlutverk: Kevin James, Raini
Rodriguez, Eduardo Verástegui, Daniella
Alonso, Neal McDonough, David Henrie,
D.B. Woodside, Nicholas Turturro, Shelly
Desai
The Water Diviner
Drama
Aðalhlutverk: Jai Courtney , Olga
Kurylenko, Russell Crowe, Megan
Gale, Deniz Akdeniz, Isabel Lucas,
Yilmaz Erdogan, Damon Herriman,
Jacqueline McKenzie
ÍSLENSKIR
GLÆPIR
INNBLÁSTURINN
Leikstjórinn og handritshöfundurinn Jón Atli Jónasson gaf leiku-
rum lausan tauminn í kvikmyndinni Austur, sem frumsýnd er
um helgina. Hann vill endurspegla íslenskan raunveruleika. Gengi
nemur ungan mann á brott, eft ir að hann svaf hjá barnsmóður
glæpamanns. Austur frumraun Jóns Atla sem leikstjóri.
Ég skrifaði
enga
díalóga. Ég
gaf leik-
urum mjög
frítt spil.
Þannig hef
ég unnið
með leik-
urum í
leikhúsi. Ég
lít á þetta
sem sam-
vinnu og vil
frekar nýta
leikarana í
skapandi
vinnu en
túlkandi.
Kjartan Atli
Kjartansson
kjartanatli@365.is
FRUMRAUN Í
LEIKSTJÓRASTÓL
Austur er fyrsta
kvikmyndin sem Jón
Atli Jónasson leikstýrir,
en hann er reyndur
handritshöfundur.
FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Félagarnir Ástríkur og Steinríkur snúa
aftur í glænýrri og bráðskemmtilegri
teiknimynd. Nú afhjúpar Júlíus Sesar
nýjustu tilraun sína til þess að losa sig
við íbúa Gaulverjabæjar.
1
5
-0
9
-2
0
1
5
1
0
:2
4
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
6
3
D
-B
B
A
C
1
6
3
D
-B
A
7
0
1
6
3
D
-B
9
3
4
1
6
3
D
-B
7
F
8
2
8
0
X
4
0
0
2
A
F
B
0
6
4
s
_
1
5
_
4
_
2
0
1
5
C
M
Y
K