Fréttablaðið - 16.04.2015, Side 52

Fréttablaðið - 16.04.2015, Side 52
16. apríl 2015 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 44 ELÍSABET HILMARSDÓTTIR starfsmaður Reykjavík INK „Mér finnst mikið hafa dregið úr því að það sé eitthvert eitt trend í gangi. Vissulega hafa þessi minni tattú verið vinsæl, eins og fjaðrirnar, „infinity“-merkið og mandölurnar, en það er ein- hvern veginn allt í gangi. Fólk er hins vegar að fá sér stærri flúr en áður til dæmis á lærin og handleggina eins og „sleeve“ eða álíka. Við erum líka mikið að fela gömul tattú, eins og træbal- tattú sem voru svo vinsæl,“ segir hún. Dregið hefur úr því að fólk fái sér flúr sem hefur einhverja merkingu. „Það þarf ekkert endilega að vera einhver meining eða tenging á bak við tattúið. Nú skiptir meira máli að þetta sé fallegt, og þetta er eiginlega eins og að fá sér listaverk á líkamann fyrir lífstíð.“ FJÖLNIR GEIR BRAGASON hjá Íslenzku húðflúrstofunni „Það koma vissulega tískusveiflur í þessu. Fyrir nokkrum árum var fólk hrætt við að fá sér stórt flúr, vegna þess að það var ekki viður- kennt af samfélaginu. Fólk byrjaði að fá sér lítil flúr og kom svo og bætti við. Í dag hins vegar kemur fólk inn og fer beint í „sleeve“ eða yfir allt bakið. Það er orðið mun viðurkenndara í samfélaginu að vera með stór flúr,“ segir Fjölnir, en hann hefur verið starfandi sem húðflúrari stanslaust síðan 1995. „Þetta hefur breyst svo mikið síðan það komu meiri listamenn inn í þennan bransa. Fyrir fimm- tán árum var maður að gera bara træbal, Kínatákn eða stjörnu- merki allan daginn, en þetta er miklu fjölbreyttara í dag. Tattúin sem voru stór hér áður eru eiginlega orðin litlu tattúin í dag.“ INGÓLFUR B. HEIMISSON Ingó á Bleksmiðjunni „Ég er eiginlega bara í því að gera ermar þessa dagana. Tattúin eru að stækka mikið og þeir sem fá sér ermi, enda oftar en ekki á því að tengja allan hringinn. Svo fá þeir sér hina ermina líka og svo jafnvel bak og bringu líka,“ segir Ingó. Hann hefur starfað sem húðflúrari síðan 1999. „Hérna áður var maður næstum eingöngu að gera træbal-tattú eða armbönd í kringum handlegginn. Nú er fólk að koma meira með hugmyndir til okkar sem við teiknum svo upp í sameiningu.“ Hann segist ekki hafa orðið var við einhverja ákveðna tísku í húðflúri undanfarið. „Það er allur gangur á því hvað er vinsælt, en þessi „underboob“-tattú hjá stelpunum og mandölur hafa samt verið að aukast undanfarið.“ Listaverk á líkamann fyrir lífstíð Tíska í húðfl úri breytist eins og önnur tíska. Fyrir fi mmtán árum þótti enginn maður með mönnum nema að skarta træbal- tattúi á handlegg eða neðst á mjóbakinu. Í dag hefur húðfl úrið stækkað og sífellt fl eiri fá sér ermi eða þekja allt bakið. INSTAGRAM VINSÆLT HÚÐFLÚR Á INSTAGRAM TÖFF Ermatattú geta verið mjög töff. LITRÍKAR „SKÁLM AR“ eru vinsælar á fótleggi. SMEKKLEGT Mandölur eru vinsælar hjá báðum kynjum. „UNDERBOOB“ Þessi staðsetning verður sífellt vinsælli. ÞAKINN Algengt er að þeir sem byrja á ermi á handleggj- um þeki bakið líka. Húðflúrtískan breytist gegnum árin FLOTTUR David Beckham skartar ermi á báðum handleggjum. NORDICPHOTOS/GETTY TRIBAL Þessi tegund húðflúrs var ein sú vinsælasta hér áður. MJÓBAK Tattú neðst á mjóbaki var vinsælt fyrir um fimmtán árum. Adda Soffía Ingvarsdóttir adda@frettabladid.is Kynning á MPM-námi í HR 16. apríl kl. 12-13 í stofu V101 Skráning á mpm@ru.is „Í náminu lærir maður að tileinka sér þankagang og tæknilega þekkingu sem nýtist í hvaða starfi sem er. Rík áhersla á leiðtogafærni og samskipti hefur jafnframt nýst mér afar vel í mínu starfi.“ Gunnar Pétur Hauksson Sölu- og markaðsstjóri Applicon MEISTARANÁM Í VERKEFNASTJÓRNUN 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 4 F B 0 6 4 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 3 E -4 5 E C 1 6 3 E -4 4 B 0 1 6 3 E -4 3 7 4 1 6 3 E -4 2 3 8 2 8 0 X 4 0 0 3 B F B 0 6 4 s _ 1 5 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.