Fréttablaðið - 16.04.2015, Síða 54

Fréttablaðið - 16.04.2015, Síða 54
16. apríl 2015 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 46 BAKÞANKAR Atla Fannars Bjarkasonar ÓSKALÖG SJÚKLINGA Hér er sveitin fyrir framan Landspíta- lann, en plata hennar heitir ein- mitt Óskalög sjúklinga. Frá vinstri: Guðmundur Jónsson, Heiðar Ingi Svans- son, Karl Örvarsson og Magnús Magnússon. FRÉTTABLAÐIÐ/ VILHELM Þeir eiga samtals fjórtán börn, einn meðlimurinn barnabarn og er annað á leiðinni. Þeir kalla sig Trúboðana, spila rokk og vilja berjast gegn stöðnun í lífi sínu. „Þegar ég komst á ákveðinn aldur leið mér eins og væri verið að slökkva á mér,“ segir Heið- ar Ingi Svansson, sem fékk hug- myndina að því að stofna rokk- sveit, þrátt fyrir að vera eldri en flestir aðrir rokkarar. Hann fékk þá Guðmund Jónsson, gítarleikara úr Sálinni hans Jóns míns, söngv- arann þjóðþekkta Karl Örvarsson og trommarann Magnús Magnús- son til þess að leika rokk einu sinni í viku. „Upphaflega hugmyndin var bara að koma saman og spila smá rokk og ról. Ég sannfærði félaga mína um að þetta væri sniðugri leið til þess að eyða tímanum en að stunda golf, fara í Oddfellow eða ganga í Frímúrararegluna. Nafn- ið kemur svo þannig til að fyrir okkur er þessi spilamennska ekki val heldur innri þörf sem stund- um af jafnmikilli ástríðu og trú- boðar sem boða trú sína. Meðlim- irnir eiga samtals fjórtán börn og á Heiðar sjálfur eitt barnabarn. „Og annað rétt ókomið,“ bætir hann við. Sveitin sendir nú frá sér sína fyrstu breiðskífu. „Þetta er afrakstur samstarfs okkar. Við ætluðum okkur ekki að gefa út efni í upphafi, en þeir sem heyrðu lögin okkar hvöttu okkur til að gefa þetta út. Leyfa fleirum en þeim sem vinna kvöldvaktir á bifreiðaverkstæðinu við hliðina á æfingahúsnæðinu okkar að heyra lögin.“ Á plötunni, sem ber titilinn Óskalög sjúklinga, má heyra tíu frumsamin lög. Rokkararnir gefa plötuna út sjálfir og geta áhuga- samir fundið þá í gegnum vef- síðuna Karolina Fund og keypt plötuna þar. „Við köllum þetta fyrirkomulag „beint frá bandi“,“ útskýrir Heiðar og vísar þar í hugtakið beint frá býli, þegar fólk kaupir ferskar vörur frá bændum. kjartanatli@frettabladid.is Ég sannfærði félaga mína um að þetta væri sniðugri leið til þess að eyða tímanum en að stunda golf, fara í Odd- fellow eða ganga í Frímúrararegluna. Rokka í stað þess að golfa Hljómsveitin Trúboðarnir samanstendur af fj órum feðrum sem eiga samtals fj órtán börn. Sveitin leikur poppskotið síðpönk. Markmið sveitarinnar er að berjast gegn stöðnun í lífi meðlima. .bio siSAM CHICAGO SUN-TIMES Í -K.M.Ó., FBL - Empire -H.S., MBL SÝNINGARTÍMAR Á MIDI.IS OG LAUGARASBIO.IS 30 Rock er á meðal bestu grín- þátta sem ég hef séð. Það er erfitt að finna lagskiptari þætti þar sem nánast hver einasta setning er svo fyndin að það verður hálfómögulegt að velja brandara til að hlæja að. Mann langar að hlæja að öllu en 20 mínútur af sam- felldum hlátri geta ekki verið hollar, þó mýt- unni um að hlátur- inn lengi lífið sé enn haldið á lofti af hags- munaaðilum (grínist- um, hlátur jógakennurum o.s.frv.). Í EINUM þætti spyr aðal- persóna þáttanna, hin stór- kostlega Liz Lemon, yfir- mann sinn, Jack Donaghy, hvort hann komi öðruvísi fram við hana vegna þess að hún er kona. Jack segist ekki gera það að öðru leyti en að borga henni örlítið minna en öðrum. Stórkostlegur brandari; hárbeittur og afhjúpandi um sam- félagslega meinið sem launamunur kynjanna er. ÞAÐ er hins vegar auðvelt að hlæja að brandaranum á allt öðrum forsendum. T.d. ef einhverjum finnst hreinlega fyndið að konur fái minna borgað en karlar fyrir sömu vinnu. Ég þykist vita að Tina Fey, skapari þáttanna og yfirlýstur fem- ínisti, hafi með brandaranum viljað benda á misréttið en það er samt aldrei hægt að tryggja að allir skilji brandarana eins. Áður en atriðið var tekið upp stóð hún því frammi fyrir tveimur kostum: Að taka séns- inn. Segja brandarann í von um að flestir skilji hann og sætta sig við þá sem misskilja hann fullkomlega. Eða sleppa því að segja hann. Bless- unarlega valdi hún fyrri kostinn. STUNDUM sé ég fólk hneykslast á gríni og segja að það megi alls ekki grínast með þetta og hitt. En þegar eitthvað „má ekki“ hætta for- sendur og samhengi að skipta máli. Og þetta snýst einmitt um það. Það myndi til dæmis ekki leysa neinn vanda að taka lyklaborðið af virkum í athugasemdum. Þess vegna ætti eina reglan um grín að vera að það sé fyndið. Og viðurlögin við broti á þessari allsherjarreglu yrðu þá verðskulduð og auðmýkjandi þögn. Á þetta að vera fyndið? 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 4 F B 0 6 4 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 3 E -E 8 D C 1 6 3 E -E 7 A 0 1 6 3 E -E 6 6 4 1 6 3 E -E 5 2 8 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 0 6 4 s _ 1 5 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.