Fréttablaðið - 02.04.2015, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 02.04.2015, Blaðsíða 16
| SKÍRDAGUR | 16 2. apríl 2015 FIMMTUDAGUR Ég komst að því að mér þóttu íþróttir leiðin- legar en hafði rosalega gaman af því að dansa. Það er mjög margt sem spírar hérna, við köllum þetta oft dans- gróðurhús. Það er svo margt sem spírar hér, stækkar svo, verður of stórt fyrir þetta hús og fer annað og blómstrar. Ég fæ aldrei leiða á þessu. Ég man aldrei eftir að hafa kviðið því að fara í vinnuna, ég er svo heppin. Aldur er svo afstæður. Mér finnst ég alveg eins vera 55 ára eða yngri. Mér bregður stundum hvað ég er orðin gömul. Allt iðar af í húsi í litlum bakgarði á Skólavörðu-stíg. Þar hefur Kram-húsið verið rekið undan-farin þrjátíu ár og slagorðið verið „orku- stöð í miðbænum“. Hafdís Árnadóttir er stofnandi og eigandi Kramhússins þar sem dansinn hefur dunað í þrjá ára- tugi og fjölbreytt lista- og menn- ingarlíf hefur fengið að blómstra. Hún verður 77 ára í haust en er hvergi nærri hætt að kenna enda er það hreyfingin sem heldur henni gangandi. Hafdís fékk á dögunum heiðurs viðurkenningu á Samfélags- verðlaunum Fréttablaðsins fyrir að hafa með ævistarfi sínu stuðlað að betra samfélagi. Það er líf og fjör í Kramhúsinu þegar blaðamann ber að garði. Tvær konur á miðjum aldri eru að spjalla saman eftir tíma. Þegar spurt er um Hafdísi eru hæg heimatökin, starfskona fer út á tröppur Kramhússins og kallar upp í átt að íbúð á annarri hæð, á ská á móti Kramhúsinu. „Ég kem,“ kallar Hafdís niður af annarri hæðinni og er komin niður innan skamms. Leið okkar liggur upp í íbúð hennar sem er rúmgóð og björt með útsýni yfir port Kramhússins öðrum megin og Bergstaðastræti og Skólavörðustíg hinum megin. Íbúðin ber svo sannarlega merki fjölmenningar. Munir frá fjarlæg- um löndum á víð og dreif í bland við gömul íslensk tekkhúsgögn. „Þetta er voða frjálst hérna hjá okkur. Hér fæðast hugmyndirnar, við köllum þetta hugmyndaborð- ið,“ segir Hafdís og bendir á stórt borð inni í eldhúsi. Hér hafa starfs- menn aðstöðu til að fara yfir málin og íbúðin nýtist í ýmislegt annað. Um daginn var til dæmis kenndur þar danstími vegna þess að báðir salir Kramhússins voru bókað- ir. Þessa dagana er líka verið að undir búa afmælissýningu hússins sem fer fram 12. apríl í Gamla bíó og um 100 nemendur taka þátt í. „Það þarf að huga að mörgu en það skiptir ekki endilega máli að dans- sporin séu öll á hreinu, bara að það sé gaman og fólk skemmti sér vel.“ Þóttu íþróttir leiðinlegar Hafdís er fædd árið 1938 og ólst upp á Hjalteyri í Eyjafirði. „Þar sem allt snerist um síldina,“ segir hún hlæjandi. Hafdís fór svo í íþróttakennaranám á Laugarvatni en fann fljótt að íþróttakennslan átti ekki vel við hana. „Ég komst að því að mér þóttu íþróttir leiðin- legar en hafði rosalega gaman af því að dansa.“ Eftir íþróttakennaranámið kenndi hún þó íþróttir í nokkur ár, í Vestmannaeyjum og Reykjavík. „Íþróttakennslan átti ekkert við mig. Mér fannst þetta mjög íhalds- samt og eftir einhverjum formúl- um sem höfðuðu ekki til mín. Þá fór ég til Danmerkur að kynna mér dans, kóreógrafíu og nútíma- dans,“ segir hún. Þar stundaði hún nám við skóla Lis Bur meister sem kenndi það sem kallaðist rytme- gymnastik eða dans innan íþrótta- geirans. Ónýtt húsnæði Þar var hún í ár en eftir að hún kom heim stofnaði hún Leikfimi- skóla Hafdísar Árnadóttur en þá var það sem stundum var kallað frúarleikfimi að ryðja sér til rúms hér á landi og nokkrir skólar voru stofnaðir á svipuðum tíma. Árið 1972 þegar samtök áhugafólks um leiklistarnám stofnuðu Leiklistar- skóla SÁL var Hafdís fengin til að leiða líkamsbeitingarkennslu og líkamsþjálfun. Þegar Leiklistar- skóli Íslands var stofnaður nokkr- um árum síðar varð hún kenn- ari þar og kenndi þar allt þar til fyrir nokkrum árum. Auk þess ól hún syni sína tvo upp, þá Ingólf og Árna Ólaf Ásgeirssyni. „Ég var rosalega dugleg að fara á alls konar námskeið úti. Þar kynntist ég kennurum alls staðar að, kynntist afró, spuna og öllu því sem leiddi svo seinna inn í Kram- húsið.“ Kramhúsið var stofnað árið 1984 en þá var Hafdís orðin þreytt á því að vera ekki með fast hús- næði undir kennsluna en hún hafði flakkað úr einu húsnæði í annað með dansleikfimitíma sína. „Ég var á hlaupum út um allt. Við vorum alltaf í einhverjum hús- næðis vandræðum og oft var ég með tíma í húsnæði sem hentaði engan veginn undir kennsluna. Ég rakst á auglýsingu þar sem var verið að auglýsa húsið. Þetta var gamalt smíðaverkstæði. Rosalega niðurnítt og eiginlega bara ónýtt.“ Mikil vinna Mikla vinnu þurfti til þess að koma húsnæðinu í stand en það var eitthvað sem heillaði. Hafdís og samstarfsmaður hennar og þáverandi sambýlismaður, Gylfi Gígja, tóku það í gegn. „Staðurinn var svo freistandi. Húsið var allt öðruvísi en maður var vanur og í passlegri stærð. Við sáum einhver tækifæri í þessu.“ Fljótlega kom í ljós að mikil þörf var á húsnæðinu og aðsóknin frá fyrsta degi mjög mikil. „Það var svo mikil aðsókn og það sem við vorum með var frekar nýtt og óþekkt. Það var svo mikið af fólki sem vildi gera eitthvað annað og nýtt.“ Dansgróðurhús Hafdís segist alltaf hafa verið heppin með það að hafa haft gott starfsfólk. Meðal fyrstu kenn- ara í skólanum var nafna hennar, Hafdís Jónsdóttir, sem nú á World Class. „Dísa var fyrsti danskenn- arinn hér og var rosalega vinsæl. Svo var Anna Richards sem kenndi spuna,“ segir hún og nefnir fleiri um leið og hún flettir veglegri bók um sögu Kramhússins sem kom út fyrir stuttu. „Það er svo gott að geta séð þetta allt hérna, það er svo margt sem hefur gerst og maður man þetta ekki allt,“ segir hún hlæjandi. Fljótlega bættist barnastarf við flóruna. Allt frá fyrstu stundu kom mikið af kennurum að utan og þeir kenndu nýja strauma og stefnur. Ekkert þótti of framandi. Og reyndar hefur það alltaf verið sérkenni Kramhússins að þar fá hugmyndir að blómstra. „Það er mjög margt sem spírar hérna, við köllum þetta oft dans- gróðurhús. Það er svo margt sem spírar hér, stækkar svo, verður of stórt fyrir þetta hús og fer annað og blómstrar. Til dæmis Kvenna- kór Reykjavíkur, Sirkus Íslands og ótal leikhópar sem hafa byrj- að hérna,“ segir hún brosandi en um árabil var nánast eina leiklist- arkennsla landsins, fyrir utan Passlega kærulaus og flæðandi Hafdís Árnadóttir stofnaði Kramhúsið fyrir þrjátíu árum. Þrátt fyrir að eiga þrjú ár í áttrætt segist hún aldrei fá leiða á kennslunni og ætlar sér að starfa eins lengi og hún getur enda segir hún aldur afstæðan. Hún segir alla geta dansað. Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is Í KRAMHÚSINU Hafdís fór í Íþróttakennaraskólann á Laugarvatni en komst fljótlega að því að íþróttakennslan átti ekki við hana. Þá fór hún utan til að læra dans. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SAMFÉLAGSVERÐLAUN FRÉTTABLAÐSINS HEIÐURSVERÐLAUN ÁRIÐ 2015 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 4 F B 0 6 4 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 3 C -B F D C 1 6 3 C -B E A 0 1 6 3 C -B D 6 4 1 6 3 C -B C 2 8 2 8 0 X 4 0 0 1 A F B 0 6 4 s _ 1 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.