Fréttablaðið - 02.04.2015, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 02.04.2015, Blaðsíða 2
2. apríl 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 STJÓRNMÁL „Það er virkilega ánægjulegt að sjá að þetta fallega hús Guðjóns Samúelssonar muni loks rísa á þessum stað, þar sem það fellur vel inn í umhverfið og prýðir miðborgina,“ segir Sig- mundur Davíð Gunnlaugsson for- sætisráðherra um tillögur sínar um viðbyggingu á Alþingisreitnum sem Fréttablaðið greindi frá í gær. Ríkisstjórnin hefur afgreitt þingsályktunartillögu forsætis- ráðherra um hvernig minnast skuli aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands árið 2018, en þar er meðal annars lagt til að byggt verði við Alþingishúsið eftir göml- um teikningum Guðjóns, auk þess sem Sigmundur vill reisa nýja Valhöll á Þingvöllum og ljúka við byggingu fyrir Stofnun Árna Magnússonar. Sigmundur segir það mun hag- kvæmara að byggja nýtt hús svo hægt sé að hýsa alla starfsemi Alþingis á einum stað, en nú fari háar fjárhæðir í að leigja húsnæði í kringum Austurvöll sem hann segir einn dýrasta reit landsins. Ríkisstjórnin afgreiddi tillöguna á mánudag og var hún lögð fyrir þingflokka stjórnarflokkanna í kjölfarið. Hún hefur ekki enn verið afgreidd af þingflokki sjálfstæðis- manna. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins telja sjálfstæðismenn til- lögurnar of dýrar í framkvæmd og enga þörf á þeim gífurlegu fram- kvæmdum sem í þeim felast. Sigmundur er samt sem áður ákveðinn að um sé að ræða mikil vægar framkvæmdir. „Ekki er síður síður mikil- vægt að hús íslenskra fræða verði loks reist, þar sem þjóðin og ferða- menn geta meðal annars kynnst þjóðargersemunum, handritun- um,“ segir Sigmundur. Samkvæmt upplýsingum úr forsætisráðuneytinu á Háskóli Íslands til peninga til að leggja á móti kostnaði ríkisins við bygg- inguna og talið er að almenn sam- staða sé um að klára það hús þegar möguleiki gefst. Að auki hafi ríkið fengið trygg- ingabætur þegar Valhöll á Þing- völlum brann árið 2009 sem hægt væri að nýta til að hefja fram- kvæmdir þar. Húsið myndi nýt- ast við þjónustu við ferðamenn á svæðinu og auka virðissköpun. Þar á bæ eru menn því ósammála afstöðu þingflokks sjálfstæðis- manna um of dýrar framkvæmdir. fanney@frettabladid.is Sigmundur telur bygg- ingarnar mikilvægar Þingflokkur sjálfstæðismanna hefur ekki afgreitt tillögu um byggingu nýrrar Valhallar á Þingvöllum, Stofnun Árna Magnússonar og viðbyggingar við þing- húsið. Forsætisráðherra telur byggingarnar mikilvægar og að til séu fjármunir. UMDEILD TILLAGA Ríkisstjórnin afgreiddi þingsályktunartillögu forsætisráðherra um nýjar byggingar á mánudag en þingflokkur sjálfstæðismanna hefur ekki enn afgreitt hana þar sem hún er of dýr. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM EFNAHAGSMÁL Einstaklingum, hjónum og sambúðarfólki verður heimilt að leigja út lögheimili sitt auk einnar annarrar fasteignar í allt að átta vikur á ári samkvæmt frumvarpi sem Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskipta- ráðherra, hefur lagt fyrir Alþingi til breytinga á lögum um veit- ingastaði, gististaði og skemmt- anahald. Heimilt verður að leigja lög- heimili og frístundahús í allt að 8 vikur samtals á ári. Markmið- ið er að fækka leyfislausum og óskráðum gististöðum og draga þannig úr svartri atvinnustarf- semi. - kbg Dregið úr svartri starfsemi: Má leigja lögheimilið út TRÚMÁL Hinn 1. janúar síðastlið- inn voru sóknarbörn í þjóðkirkj- unni 242.743 eða 73,8 prósent mannfjöldans. Fyrir tíu árum voru þau rúmlega 8.000 fleiri og hefur því sóknarbörnum fækkað um 3,2 prósent síðastliðinn ára- tug. Hagstofan greinir frá. Kaþólska kirkjan er næstfjöl- mennasta trúfélagið með 11.911 félagsmenn. Flest hinna trú- og lífsskoðunarfélaganna eru smá og einungis fríkirkjurnar þrjár ná því að vera með yfir eitt pró- sent mannfjöldans innan sinna raða. Einstaklingar utan trú- og lífsskoðunarfélaga voru 18.458. - fbj 18.458 utan trúfélaga: Fækkað um 3,2% í kirkjunni LÖGREGLUMÁL Þaulskipulagt rán var framið um hábjartan dag í markaði Samhjálpar í Ármúla í byrjun síðastliðins mánaðar. Starfsmenn Samhjálpar höfðu komið fyrir þvottavél og þurrk- ara í starfsmannarými mark- aðarins í Ármúla. Maður kom á sendiferðabíl og sagðist vera að sækja tækin fyrir Samhjálp, en var ekki á vegum þeirra og ekk- ert hefur spurst til varningsins. Ránið hefur verið kært til lög- reglu. - vh Lögregla leitar þjófs: Rán um há- bjartan dag DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur staðfest niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um að verjendur í Aurum-málinu svokallaða fái ekki að kalla dómara málsins í héraði, þá Guðjón St. Marteinsson og Sverri Ólafsson, til skýrslutöku. Ástæðan fyrir kröfu verjendanna er meint vanhæfi Sverris Ólafsson- ar en á meðal málsgagna er tölvu- póstur sem inniheldur óbirta grein Guðjóns St. Marteinssonar sem fjallar um málið. Greinina birti hann ekki eftir að hafa rætt efni hennar við ríkissaksóknara og sérstakan saksóknara. Í greininni er fullyrt að Ólafur Þór Hauks- son, sérstakur saksóknari, hafi hringt í Guðjón og greint honum frá tengslum Sverris Ólafssonar og Ólafs Ólafssonar. Hvorki Guðjón né sérstakur sak- sóknari gerðu athugasemdir við hæfi Sverris sem dómara í málinu og gerði sérstakur saksóknari ekki athugasemd við hæfi hans við með- ferð málsins í héraðsdómi. Guðjón telur því sérstakan saksóknara fara með rangt mál þegar hann hafi neit- að að hafa vitað af tengslum Sverr- is Ólafssonar og Ólafs Ólafssonar þegar aðalmeðferð hófst. - srs Hæstiréttur staðfestir niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í Aurum-máli: Dómarar ekki til skýrslutöku ÓLAFUR ÞÓR HAUKSSON GUÐJÓN ST. MARTEINSSON EFNAHAGSMÁL Alls 540 einstaklingar urðu gjald- þrota í fyrra miðað við 369 árið áður og er fjölgun- in rúmlega 46 prósent. Ekki hafa nærri jafn marg- ir orðið gjaldþrota frá aldamótum og á síðasta ári. Svanborg Sigmarsdóttir, upplýsingafulltrúi Umboðsmanns skuldara, sagði í viðtali við Stöð 2 skýringuna geta verið umræðu um að fyrningar- frestur skulda verði lengdur á ný. Svanborg sagði í fréttum Bylgjunnar í hádeginu að skýringin væri helst tvenns konar: „Fram eftir ári var ekki ljóst hvort fyrningarfresturinn yrði áfram tvö ár árið 2015. Síðan varð það ljóst í september í ræðu forsætis ráðherra að svo yrði. En fólk fór kannski af stað samt þar sem það hafði áhyggjur af því að fyrningarfresturinn myndi lengjast.“ Fyrningar- fresturinn snýst um þann tíma sem kröfuhafar geta enn gengið að skuldaranum. Áður gátu kröfur verið „lifandi“ í nokkur ár en sá tími var styttur til að koma til móts við illa skuldsett fólk. Fleiri farið í gjaldþrot vegna styrkja „Hins vegar var það frá í febrúar í fyrra sem hægt var að sækja um fjárhagsaðstoð til að greiða skipta- kostnaðinn og það voru um 112 sem fengu þann- ig greiðslur í fyrra,“ segir Svanborg. Til að geta farið í gjaldþrotameðferð þarf að greiða opinbert gjald, um 250 þúsund krónur, sem margir hafa ekki efni á. Því er búist við að fleiri hafi en ella, vegna styrkjanna, getað valið gjaldþrotaleiðina, segir Svanborg. linda@frettabladid.is Gjaldþrotum fjölgar um fimmtíu prósent og náðu metfjölda á síðasta ári: Gjaldþrotum fjölgar á milli ára SVANBORG SIGMARSDÓTTIR Umræða um lengingu fyrn- ingarfrests gæti skýrt fjölgun gjaldþrota. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN JAPAN Elsta manneskja heims, Misao Okawa í Japan, lést úr hjarta- bilun 117 ára gömul. Hún lést á hjúkrunarheimili í Osaka, borginni sem hún fæddist í þann 5. mars 1898. Hún hélt upp á afmælið sitt fyrir nokkrum vikum í marsmánuði og var veislan sýnd í ríkissjónvarpi Japans. Hana lifa þrjú börn hennar, fjögur barnabörn og sex barna- barnabörn. Misao þakkaði langlífið átta tíma svefni á hverri nóttu og því að borða nóg af sushi, eftirlætisfæðu sinni. Misao hefur lifað fjóra keis- ara í Japan og tuttugu Bandaríkjaforseta. -kbg Misao Okawa látin 117 ára: Lifði fjóra keisara í Japan AFMÆLISVEISLA Misao hélt upp á 117 ára afmæli sitt í mars. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA VEÐUR Í dag verður vaxandi austanátt, allhvasst og slydda eða snjókoma sunnanlands seinnipartinn, en hægara og bjartviðri fyrir norðan. 1° -7° -2° -5° SJÁ SÍÐU 28 12 7 26-3° 2 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 4 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 3 C -E 7 5 C 1 6 3 C -E 6 2 0 1 6 3 C -E 4 E 4 1 6 3 C -E 3 A 8 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 0 6 4 s _ 1 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.