Fréttablaðið - 02.04.2015, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 02.04.2015, Blaðsíða 54
2. apríl 2015 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 38 BAKÞANKAR Atla Fannars Bjarkasonar „Þetta er svo kúl aldur, þær eru svona alveg í einhverju fullkomnu millibilsástandi. Eru meðvitaðar en langt frá því að vera fullorðnar og einhvern veginn ekki enn þá börn,“ segir danshöfundurinn og dansar- inn Ásrún Magnúsdóttir, sem vinn- ur nú að nýju dansverki og leitar að unglingsstelpum sem hafa áhuga á að taka þátt í verkefninu. Verkið ber vinnuheitið Teenage Girls og að sögn höfundarins fjallar það um að vera unglingsstelpa í dag, Unglingsstelpur eru aðalmálið Ásrún Magnúsdóttir, dansari og danshöfundur, vinn- ur að dansverki með unglingsstelpur í aðalhlutverki. VAR EINU SINNI UNGLINGSSTELPA Ert þú unglingsstelpan sem Ásrún leitar að fyrir dansverkið Teenage Girls? FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SERIAL (BAD) WEDDINGS MYNDIN SEM ALLIR ERU AÐ TALA UM SÝND ÁFRAM VEGNA FJÖLDA ÁSKORANA Í HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI AKUREYRI! Sýnd með íslensku tali í 2D og 3D Sýningartímar á midi.is og laugarasbio.is GLEÐILEGA PÁSKA OPIÐ ALLA PÁSKANA! siSAM en sá hópur samfélagsins veitir henni mikinn innblástur. „Það er aðallega af því að ég hef verið að kenna unglingsstelpum í allan vetur og hef verið svo inspír- eruð af þeim. Svo er The Virgin Suicides ein uppáhaldsmyndin mín.“ Hún segir tengslin við unglings- stelpur þó aðallega myndast af því að hún hafi sjálf verið ein slík á ákveðnum tíma í sínu lífi og langi til þess að gefa þeim rödd. „Þótt ég sé enginn sérfræðingur í unglings- stelpum þá hef ég verið slík sjálf og það erum við sem höfum verið það og þær sem eru það í dag sem erum eina fólkið sem veit hvernig það er,“ segir hún hress. Að undanförnu hefur Ásrún undir búið verkefnið með því að skrifa niður ýmiss konar minning- ar frá sínum unglingsárum og segir það áhugavert hversu mörg atvik og aðstæður séu sameiginleg upplifun allra þeirra sem gengið hafa í gegn- um þetta tímabil. „Ég hef verið að skrifa alls konar minningar frá unglingsárunum og svo las ég þetta upp fyrir hóp af fólki og það voru mjög margar fyrrver- andi unglingsstelpur sem tengdu við það,“ segir Ásrún hress og bætir við að hún muni mögulega nota eitthvað af eigin upplifunum og minningum í verkið, en hún hefur einnig verið í samstarfi við sumarbúðaverkefnið Stelpur rokka. „Planið er að búa til eina risastóra unglingsstelpuhljóm- sveit sem dansar, syngur, spilar og performerar, allt í senn.“ Þær stelpur og foreldrar þeirra sem hafa áhuga á að taka þátt í verk- efni Ásrúnar geta sent henni póst á netfangið asrunm@gmail.com. Engin krafa er gerð á reynslu af því að dansa, leika eða spila á hljóðfæri, einungis áhugi á því að koma fram. gydaloa@frettabladid.is Það kom Nancy Shevell, eigin- konu bítilsins Pauls McCartney, mjög á óvart þegar hann hóf sam- starf við rapparann Kanye West. McCartney gerði nýverið lagið Four- FiveSeconds ásamt West og söngkon- unni Rihönnu en Shevell var ekki skemmt. Sérstak- lega fer fyrir brjóstið á henni orðanotkunin í laginu sem henni þykir ekki vera upp á marga fiska. McCartney sjálfur er ekki sammála eiginkonu sinni og segir West fyrst og fremst listamann. Eiginkona Bítils undrandi PAUL McCARTNEY Vika er liðin frá því að byltingin hófst og við erum búin að sjá þingmann og borgarfulltrúa taka þátt í átakinu, geirvartan var frelsuð í Hraðfréttum í Ríkissjónvarpinu og fjöl- miðlar víða um heim hafa fjallað um bylt- inguna á Íslandi sem hófst Verzlunarskóla Íslands. Af öllum stöðum! Það er bara stórkost- legt – byltingar eru ekki rauðir dagar á daga- talinu. Maður fær ekki boð í opnunar- partí byltingarinnar á Facebook. ÉG hefði getað tekið byltingunni sem ógnun við ótvíræða forrétt- indastöðu mína sem hvítur karl- maður yfir meðalhæð. Gerði- þaðekki. En ég fór hins vegar í bíó um daginn. Þar sem ég beið í röð eftir afgreiðslu í sjoppunni voru tveir ungir menn að spjalla saman. Annar lýsti yfir ánægju sinni með pistla sem drengur, sem ég man ekki hvað heitir, skrifaði sem einhvers konar illa orðað og vanhugsað svar við brjóstabaráttunni svoköll- uðu. „Einhver verður að standa í þessu,“ sagði annar drengurinn og hinn kinkaði kolli. ÉG velti fyrir mér hvort þeir væru svona þröngsýnir og for- pokaðir ef þeir vissu að þetta er viðhorf lúsera í réttindabarátt- um. Þetta eru náungarnir sem Rosa Parks neitaði að standa upp fyrir árið 1955. Sömu náungar og reyndu að stoppa Kathrine Switz- er þegar hún varð fyrsta konan til að taka þátt í Boston-maraþoninu árið 1967. Á sögulegri mynd sést þegar skipuleggjandi hlaupsins reynir að koma í veg fyrir þátt- töku hennar. Þessir menn eru í besta falli hlægilegir í dag. EN auðvitað eru ógeðslega marg- ir hneykslaðir. Annars væri þetta hvorki gaman né að virka. Munið þið eftir hófstilltu byltingunni sem með virðingu fyrir ríkjandi viðhorfum að vopni ögraði rót- grónum hugmyndum og breytti að lokum heiminum? Viðhorf lúsera 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 4 F B 0 6 4 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 3 E -2 8 4 C 1 6 3 E -2 7 1 0 1 6 3 E -2 5 D 4 1 6 3 E -2 4 9 8 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 0 6 4 s _ 1 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.