Fréttablaðið - 02.04.2015, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 02.04.2015, Blaðsíða 42
2. apríl 2015 FIMMTUDAGUR| TÍMAMÓT | 26TÍMAMÓT Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, KRISTÍN SVAVA AGNARSDÓTTIR frá Ísafirði, lést 31. mars á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Svavar Garðarsson Guðlaug Björnsdóttir Agnes Margrét Garðarsdóttir barnabörn, barnabarnabörn Agnes Agnarsdóttir Hjaltlína Agnarsdóttir Erna Agnarsdóttir Margrét Martinez Agnarsdóttir Sigmundur Agnarsson Útfararþjónusta síðan 1996 Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, VALDIMAR TÓMASSON Suðurtúni 19, Álftanesi, andaðist á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ, þriðjudaginn 24. mars. Útförin fer fram frá Neskirkju þriðjudaginn 7. apríl kl. 15.00. Guðrún Júlíusdóttir Sólborg Valdimarsdóttir Einar Ingi Valdimarsson Alda Ingibergsdóttir Þórarinn Valdimarsson Veronica Valdimarsson Guðrún Sigríður Loftsdóttir Skarphéðinn Þór Hjartarson stjúpbörn, tengdafaðir, barnabörn og langafadrengur. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HELGI EYSTEINSSON kaupmaður, Sléttuvegi 13, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Eir þriðjudaginn 31. mars. Jarðarförin verður auglýst síðar. Kristín Jónsdóttir Jóna Helgadóttir Eysteinn Helgason Kristín Rútsdóttir Matthildur Helgadóttir Tómas Óli Jónsson Guðleif Helgadóttir Haraldur Sigurðsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, EBBA INGIBJÖRG E. URBANCIC kennari, Goðheimum 8, Reykjavík, lést þriðjudaginn 31. mars á Landakots- spítala. Jarðarförin verður auglýst síðar. Pétur Urbancic Ásta Melitta Urbancic Tómas Óskar Guðjónsson Viktor Jóhannes Urbancic Gunnhildur Úlfarsdóttir Anna María Urbancic Finnur Árnason Linda Katrín Urbancic Gísli Guðni Hall Elísabet Sigríður Urbancic Lose Kjeld Lose Árni Grétar, Pétur Marteinn, Ebba Katrín, Jóhannes Bjarki, Marteinn Pétur, Sigrún Ebba, Oliver Páll, Tómas Ingi, Viktor Pétur, Guðjón Páll, William Ari og Christian Mar Verzlunarskóli Íslands fagnar 110 ára afmæli næsta haust. Á þeim tímamót- um mun skólinn taka gríðarmiklum breytingum því horfið verður frá fjögurra ára námi til stúdentsprófs. Nýnemar sem innritast í skólann nú í vor og hefja nám við Verzlunarskól- ann munu ljúka námi á þremur árum. „Gífurlega mikil vinna hefur verið í gangi innan veggja skólans síðustu ár við að endurskipuleggaj allt námið frá grunni með það að markmiði að stytta námstíma nemenda um eitt ár. Stytt- ing námstímans er sett upp á þá leið að ekki er slegið af kröfum um hæfi nemenda til frekara náms þegar skóla lýkur hjá okkur,“ segir Ingi Ólafsson, skólastjóri Verzlunarskóla Íslands. Aðdragandi þessara breytinga er nokkuð langur. Hugmyndir um stytt- ingu stúdentsprófs niður í þrjú ár birtust í skýrslu menntamálaráðu- neytisins árið 2003 þar sem þessar hugmyndir eru viðraðar og skoðaðar nokkuð ítarlega. „Það er svo um vorið 2013 að skóla- nefnd felur mér formlega sem skóla- stjóra að kanna hvort það væri mögu- leiki á að stytta námstímann um eitt ár. Þá fyrst lagðist ég yfir málið af einhverju viti og haustið eftir komu um fimmtíu starfsmenn skólans að hugmyndinni og afraksturinn varð síðan ljós nú um áramótin,“ segir hann. Ingi viðurkennir fúslega að í upp- hafi hafi hann ekki haft miklar mætur á þessum hugmyndum um styttingu stúdentsprófs. „Í sannleika sagt leist mér ekkert á þetta. Þegar þessi hugmynd spratt fyrst upp hafði ég allt á hornum mér og taldi þetta ógerlegt með öllu. En þegar ég fór að skoða þetta af einhverju viti viður- kenni ég að ég hafði ekki kynnt mér þetta nógu vel áður. Nú teljum við þetta gerlegt án þess að slá af kröf- um til náms.“ Vorið 2018 mun Verzlunarskól- inn því útskrifa tvo stóra árganga úr skólanum sem að öllum líkindum verður met brautskráðra nýstúdenta við einn og sama skóla. Helmingur nemenda skólans mun því útskrif- ast á þessu ári eða um 600 stúdentar. „Það er ánægjulegt að við getum flýtt fyrir frekara námi okkar stúdenta á þennan hátt,“ segir Ingi. „Eins og við stillum upp náminu þá eiga okkar nemendur að geta sótt allar deildir háskólanna án vandkvæða eftir stúd- entspróf við Verzlunarskóla Íslands.“ sveinn@frettabladid.is Þrjú ár að klára nám við Verzlunarskóla Íslands Frá og með næsta hausti mun Verzlunarskólinn aðeins innrita nemendur í þriggja ára nám til stúdentsprófs. Mikil vinna hefur verið lögð í uppsetningu námsins innan skólans. INGI ÓLAFSSON Skólastjóri Verzlunarskólans segist ekki hafa haft mikið álit á hugmyndum um þriggja ára stúdentsnám fyrr en hann rann- sakaði málefnið sjálfur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI MERKISATBURÐIR 999 Gerbert d’Aurillac verður Silvester 2. páfi. 1453 Umsátrið um Konstantínópel hefst. 1801 Breski flotinn undir stjórn Nelsons flotaforingja gersigrar danska flotann við Kaupmannahöfn. 1805 Hans Christian Andersen fæðist. 1831 Lorenz Angel Krieger verður stiftamtmaður á Íslandi. 1902 Fyrsta kvikmyndahúsið er opnað í Kaliforníu í Bandaríkj- unum. 1982 Argentína gerir innrás á Falklandseyjar. Innrásin markar upphaf Falklandseyjastríðsins. 2004 Búlgaría, Eistland, Lettland, Litháen, Rúmenía, Slóvakía og Slóvenía verða fullgildir meðlimir í NATO. Í Hítardalsannál frá árinu 1725 var greint frá miklum jarðhræringum og jarðeldum við Heklurætur þann 1. og 2. apríl. „Um alla nóttina og fram til morguns þess 1. og 2. Aprilis, eður þessa fyrsta og annars dags í páskum, gengu skelfilegir jarðskjálftar um Árness- og Rangárvallasýslur, svo fólk klæddist aptur, þorði ekki við að haldast inni í húsum,“ sagði í annálnum. Þennan dag hófst eldgos suðaustan- megin við Heklu og er gosið talið til Heklugosa þar sem jarðeldarnir komu úr sama eldstöðvarkerfi og tilheyrir Heklu. Gosið varð þó lítið og olli engu tjóni á mönnum eða dýrum en jarð- skjálftahrinan sem fylgdi í kjölfarið á að hafa verið ægileg en í annálnum segir að bærinn Haukadalur á Rangárvöllum hafi hrunið vegna þeirra. Gosið, þrátt fyrir að vera lítið, stóð langt fram eftir vori. Ekki er vitað um legu eldstöðvanna en talið er að yngra hraun hafi breytt sig yfir þær í seinni tíð. ÞETTA GERÐIST 2. APRÍL 1725 Skelfi legir jarðskjálft ar HEKLA Gosið á myndinni er frá árinu 1947. LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 4 F B 0 6 4 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 3 E -F 2 B C 1 6 3 E -F 1 8 0 1 6 3 E -F 0 4 4 1 6 3 E -E F 0 8 2 8 0 X 4 0 0 8 A F B 0 6 4 s _ 1 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.