Fréttablaðið - 02.04.2015, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 02.04.2015, Blaðsíða 4
2. apríl 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 SPURNING DAGSINS 30% afsláttur af öllu páskaskrauti STJÓRNMÁL „Lagahringl á ekki að viðgangast á svona viðkvæmum sviðum. Þetta frumvarp er vont og meingallað um flest og mun skaða leigumarkaðinn og gera hann erf- iðari og ófriðsamlegri,“ segir Sig- urður Helgi Guðjónsson, formað- ur Húseigendafélagsins, um nýtt húsaleigulagafrumvarp Eyglóar Harðardóttur félagsmálaráðherra. Sigurður segir frumvarpið, sem var afgreitt úr ríkisstjórn á mánu- dag, vera afturhvarf til laga sem giltu til ársins 1994 áður en ný lög voru samþykkt sem, að hans sögn, hafa virkað vel í yfir 20 ár og fundu jafnvægi milli leigusala og -taka. „Húsaleigulögin eru leik- reglurnar sem gilda á þessum markaði. Þetta kemur til dæmis framboði á leiguhúsnæði eða leigu- bótum ekkert við. Ég er búinn að harka í þessum bransa í um 40 ár, sem lögmaður, kennari og próf- dómari í húsaleigurétti. Ég myndi gefa þessari löggjöf falleinkunn,“ segir Sigurður. Hann segir nokkur atriði frum- varpsins beinlínis háskaleg. „Það er mjög vanhugsað að fella niður ákvæði sem undanskilur lögin frá leigu til ákveðinna hópa, það er sérstakra félagasamtaka, eins og til dæmis námsmanna, aldraðra eða öryrkja. Þetta ákvæði er forsenda þess að félagasamtök sem leigja til þessara hópa geti stundað sína starfsemi. Þetta mun rústa leigustarfsemi til dæmis Félagsbústaða, Félagsstofnunar stúdenta og fleiri,“ segir Sigurður og bætir við að mun fleira megi gera athugasemdir við í þessu frumvarpi. Sigurður gerir einnig athuga- semdir við að ekkert samráð hafi verið haft við Húseigendafélagið við samningu frumvarpsins. „Við erum tæplega 100 ára félag en frumvarpið er samið af fólki sem hefur enga reynslu af húsa- leigu, löggjafarstarfsemi eða laga- smíð. Þetta er úr öllum tengslum við raunveruleikann,“ segir Sig- urður og bætir við að breyting- arnar sem í frumvarpinu felast séu annaðhvort til óþurftar eða eyðileggingar. „Hvers vegna að laga það sem ekki er bilað? Frumvarpið í heild er vont og viðvaningslegt og eyði- leggur allar helstu réttarbætur laganna frá árinu 1994. Þá hafði leigumarkaði næstum því verið útrýmt og leigusalar létu húsnæði frekar standa autt en að leigja það út. Ég vona að þessa frumvarps bíði þrautameðganga og andvana fæðing,“ segir Sigurður. fanney@frettabladid.is Telur ný húsaleigulög meingölluð og vond Formaður Húseigendafélagsins gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp til breyt- inga á húsaleigulögum. Undanþága fyrir sérstök félagasamtök á borð við samtök námsmanna, öryrkja og aldraðra sé afnumin sem muni rústa leigustarfsemi þeirra. LAGAHRINGL Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins, segir að frumvarp um breytingar á húsaleigulögum muni skaða leigumarkaðinn og gera hann ófriðlegan. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Ég vona að þessu frumvarpi bíði þrauta- meðganga og andvana fæðing. Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins. KJARAMÁL „Það er ábyrgðarleysi ef menn reyna ekki til þrautar að semja áður en kemur til áfloga,“ segir Páll Halldórsson, formaður Bandalags háskólamanna. Samn- inganefndir BHM og ríkisins fund- uðu í gærmorgun án þess að við- ræðum miðaði áfram. Páll segir að samninganefnd rík- isins hafi boðað til fundar aftur í næstu viku. „Það skella á verkföll í næstu viku og ríkið virðist ekki hafa áhuga á að koma í veg fyrir þau,“ segir Halldór „Ríkið hefur ekki komið með neitt tilboð en þetta snýst ein- faldlega um að það komi ein- hverjir fjármun- ir í þetta.“ Kröfugerð BHM hefur legið fyrir frá því í janúar og Páll segir að viðræðurnar séu í raun framhald frá viðræðunum í fyrra en að ríkið bjóði ekkert umfram 3,5 prósenta launahækkun. Ef ekkert þokast áfram eru verkfalls aðgerðir óumflýjanlegar. „Fólk virðist vera að draga þann lærdóm að ef eitt- hvað á að miða áfram í þessum málum þá þurfi átök til, við sjáum til dæmis að Starfsgreinasamband- ið hefur einnig boðað til aðgerða,“ segir Páll. BHM hefur boðað til verkfalla á þriðjudag en deilt hefur verið um lögmæti þeirra. Vonast er til að úrskurður um lögmæti verkfall- anna liggi fyrir á mánudag. - srs Verkföll vofa yfir á meðan ekkert þokast í samningum ríkisins og BHM: Segir ríkið sýna ábyrgðarleysi PÁLL HALLDÓRSSON SÝRLAND Vígamenn Íslamska ríkisins réðust inn í flóttamanna- búðirnar Yarmouk í Sýrlandi í gær. Flóttamannabúðirnar hýsa um átján þúsund Palestínumenn sem eru á flótta frá heimalandi sínu. Skotbardagar hafa átt sér stað á milli vígamannanna og íbúa flóttamannabúðanna sem eru í Damaskus, höfuðborg Sýrlands. Þetta er fyrsta árás Íslamska ríkisins svo nærri höfuðborg- inni en samtökin hafa lagt undir sig stóran hluta búðanna. Fólk í flóttamannabúðunum býr við afar léleg skilyrði en þær höfðu áður orðið fyrir loftárásum sýr- lenska stjórnar hersins. - srs ISIS ræðst á Damaskus: Hertóku flótta- mannabúðir YARMOUK Afar bág skilyrði eru í búð- unum. SAMFÉLAGSMÁL Matís og Sól- heimar í Grímsnesi hafa undirrit- að samstarfssamning um eflingu sjálfbærra samfélaga á Íslandi. Samstarfið felur í sér að auka starfshæfni og nýsköpun við vinnslu og sölu matvæla og efla matarhandverk á Íslandi. Eins að bjóða innlendum og erlendum samstarfsaðilum upp á að nýta aðstöðuna á Sólheimum. Fyrirhugað er að opna matar- smiðju að Sólheimum. Hún, líkt og aðrar matarsmiðjur Matís, þjóna öllum þeim matvælafrumkvöðl- um og -framleiðendum sem áhuga hafa á vöruþróun en auk þess mun hún nýtast heimamönnum til framleiðslu og nýsköpunar. - shá Sólheimar og Matís: Vilja efla sjálf- bær samfélög SÓLHEIMAR Matarsmiðja Matís verður stofnsett. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR MANNRÉTTINDI Að minnsta kosti 607 manns voru teknir af lífi á síð- asta ári í samtals 22 löndum. Kína er þó undanskilið, þar sem Kín- verjar birta ekki tölur um aftökur. Talið er að Kínverjar hafi tekið meira en þúsund manns af lífi. Fyrir utan Kína voru Íranar og Sádi-Arabar stórtækastir í þess- um efnum. Þá voru að minnsta kosti 2.466 manns dæmdir til dauða á síðasta ári í samtals 55 löndum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Amnesty Internation- al, sem hvetur Kínverja til að birta sínar tölur. - gb Aftökur í 22 löndum: Sex hundruð manns líflátin Sverrir, voru menn að gera úlfalda úr mýflugu? „Já, úlfaldinn er allavega hólpinn.“ Fréttablaðið sagði frá því í gær að úlfalda hefði verið fórnað fyrir fyrstu skóflu- stungu að bænahúsi Múslima við Sogaveg. Gærdaginn bar vissulega upp á 1. apríl. ALÞINGI Ragnheiður Elín Árna- dóttir, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um að húshitunarkostn- aður íbúa sem ekki eiga kost á hitun með jarðvarma verði að fullu niðurgreiddur frá og með næstu áramótum. Hluti húshitunarkostnaðar hefur verið niðurgreiddur á undan förnum árum en með frum- varpinu á að stíga skrefið til fulls. Hækka þarf framlag til verkefnisins um 215 milljónir. Skrefið stigið til fulls: Húshitun verð- ur niðurgreidd STJÓRNMÁL Töluverðar breytingar eru á fylgi flokka milli mánaða en Píratar auka fylgi sitt um rösk- lega sex prósentustig, en nær 22 prósent þeirra sem tóku afstöðu segjast myndu kjósa Pírata færu kosningar til Alþingis fram í dag. Þetta kemur fram í nýjum Þjóð- arpúlsi sem Gallup gerði á lands- vísu dagana 26. febrúar til 30. mars. Helgi Hrafn Gunnarsson pírati segist vona að það séu áherslur flokksins á lýðræðis- umbætur sem skili þeim fylgis- aukningunni. „Ég held og vona að það séu áherslur okkar á lýð- ræðisumbætur sem leika stórt hlutverk. Það er lýðræðiskrísa á Íslandi þegar jafn fáir og raun ber vitni treysta Alþingi. Það er mjög alvarlegt mál og þetta geng- ur ekki til lengdar. Fólk er fljótt að kenna einhverju um, málþófi og spillingu til dæmis, en ég tel vandann djúpstæðari. Þetta er kerfið sjálft sem við vinnum eftir og þess vegna er það að mínu mati mjög mikilvægt að ráðast í lýðræðisumbætur og endurvekja umræðu um stjórnarskrána.“ Fylgi Bjartrar framtíðar minnkar um ríflega tvö pró- sentustig milli mánaða en nær 11 prósent segjast myndu kjósa flokkinn nú. Fylgi Framsóknar- flokksins stendur í stað en fylgi annarra flokka minnkar um 1,1- 1,3 prósentustig milli mánaða. Fjórðungur segist myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, næstum 16 prósent Samfylkinguna, nær 11 prósent Framsóknarflokkinn, liðlega 10 prósent Vinstrihreyf- inguna – grænt framboð. - kbg Píratar mælast enn með gott fylgi og eru nú næststærsti flokkurinn: Helgi segir ríkja lýðræðiskrísu PÍRATAR Á SIGLINGU Helgi Hrafn Gunnarsson segir lítið traust á Alþingi merki um djúpstæðan vanda og vonar að fylgisaukning við Pírata merki að fólk vilji lýðræðisumbætur. FRÉTTABLAÐIÐ/ÞÓRÐUR SVEINSSON VEÐUR Veðurfréttir í Frétta- blaðinu eru nú með breyttu sniði. Framvegis verður veðurkort dagsins á síðu 2, en nánari veður- fréttir aftar í blaðinu. Lang- tímaspá verður síðan að finna í helgarblaðinu. Það er veðurfyrirtækið Belg- ingur sem sér nú um veðurfrétt- irnar. Belgingur hefur yfir ára- tugar reynslu í gerð veðurspáa í hárri upplausn. Með þessu er ætlunin að efla veðurþjónustu og setja veðurfréttir fram með myndrænni hætti en áður. - kbg Stórefld veðurþjónusta: Belgingur tekur við veðurfréttum 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 4 F B 0 6 4 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 3 D -7 6 8 C 1 6 3 D -7 5 5 0 1 6 3 D -7 4 1 4 1 6 3 D -7 2 D 8 2 8 0 X 4 0 0 3 B F B 0 6 4 s _ 1 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.