Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.04.2015, Qupperneq 56

Fréttablaðið - 02.04.2015, Qupperneq 56
2. apríl 2015 FIMMTUDAGUR| SPORT | 40 Ég er svakalega stoltur af þeim árangri sem ég náði hjá ÍBV. Félagið er komið á kortið sem stórveldi. Gunnar Magnússon visir.is Meira um leiki gærkvöldsins SPORT HANDBOLTI „Það er engin drama- tík í þessari ákvörðun heldur bara breytingar á fjölskylduhögum,“ segir Gunnar Magnússon en hann mun láta af þjálfun Íslands- og bikar meistara ÍBV eftir tímabilið. „Konan mín er kennari og það kom í ljós fyrir stuttu að það væru margir að koma til baka í skólann og því liti ekki vel út með vinnu hjá henni næsta vetur. Það er svona aðalástæðan fyrir því að við höfum ákveðið að flytja í bæinn. Við höfum verið á fimm ára flakki og vorum farin að huga að því að fara til Reykjavíkur þar sem fjöl- skyldan er.“ Undir stjórn Gunnars hefur lið ÍBV komið gríðarlega á óvart. Liðið varð Íslandsmeistari í fyrra og svo bikarmeistari á dögun- um. Liðið er því handhafi beggja stærstu titlanna. Þessum árangri náði Gunnar með lið sem fáir þorðu að spá svo góðu gengi. Ætlaði að taka ár í viðbót „Okkur hefur liðið alveg ótrúlega vel í Vestmannaeyjum og þetta hefur auðvitað verið algjört ævin- týri,“ segir Gunnar þakklátur fyrir góða tíma en hann ætlaði sér samt að staldra við örlítið lengur í Eyjum. „Planið var að taka eitt ár í við- bót en svo kom þetta upp á með vinnu konunnar og þá tókum við þessa ákvörðun.“ Gunnar segist ekkert hafa rætt við félög í bænum en hugur hans stefnir þó klárlega á að halda áfram í þjálfun. Miðað við það sem hann hefur afrekað í Eyjum ætti ekki að vera neinn skortur á eftispurn. Framhaldið óráðið „Þetta er tiltölulega nýkomið upp þannig að ég fer að skoða fram- haldið bara í kjölfarið. Svo er tímabilinu auðvitað ekki lokið hjá okkur og við ætlum að koma grimmir inn í úrslitakeppnina þar sem við höfum titil að verja,“ segir Gunnar en hann er einnig fyrrver- andi bankamaður og útilokar ekki að taka upp þráðinn þar síðar. „Ég á klárlega eftir að fara í bankann aftur enda er það líka eitthvað sem mig langar að gera. Það verður þó ekki alveg á næst- unni enda stefnir hugurinn á að vera áfram í þjálfun.“ Það leynir sér ekki er maður talar við Gunnar að hann hefur notið tímans í Eyjum í botn. Mjög stoltur „Ég er svakalega stoltur af þeim árangri sem ég náði hjá ÍBV og þeirri vinnu sem hefur verið í gangi. Ég geng mjög sáttur frá borði. Ekki bara út af gengi meistaraflokksins heldur líka út af yngriflokkastarfinu sem hefur blómstrað. Það hefur verið gaman að eiga þátt í því líka. ÍBV er komið á kortið sem stórveldi í handbolta,“ segir Gunnar og bætir við að þessi árangur sé nú ekki allur sér að þakka enda sé vel stað- ið að hlutum í Eyjum. „Þetta stendur ekki og fellur með einum manni. Þetta er vel rekið félag og margir efnilegir strákar sem hafa verið að koma upp. Ég hef fulla trú á því að ÍBV eigi eftir að vera í fremstu röð áfram. Ég fer svo héðan með frá- bærar minningar og þykir ólíklegt að ég eigi eftir að upplifa annað eins og þegar við unnum titlana og sigldum svo inn til Vestmanna- eyja. Það var alveg einstakt. Eyja- menn eru ótrúlegir og hér er sam- heldnin mikil. Þeir hugsa vel um sitt fólk og stemningin ólík því sem er víða.“ Ekki tilbúinn í A-landsliðið Gunnar er einnig aðstoðarþjálf- ari landsliðsins en hann hefur verið lengi í þjálfarateymi lands- liðsins. Óvissa er með framhald- ið hjá Aroni Kristjánssyni lands- liðsþjálfara og menn því farnir að spá í framhaldið fari svo að hann hætti. Væri Gunnar tilbúinn að taka skrefið og verða aðalþjálfari ef eftir því væri leitað? „Ég myndi ekki telja mig tilbú- inn í það á þessari stundu. Ég ætla að skoða þau mál í rólegheitunum í sumar en ég sé tilbúinn að starfa áfram í kringum landsliðið ef Aron verður áfram,“ segir Gunnar en hann hefur notið þess að vinna með landsliðinu. „Þetta er búið að vera ótrúlega gaman og ég hef líka lært mjög mikið sem þjálfari. Ég er því tilbú- inn að vera áfram ef til mín verður leitað.“ henry@frettabladid.is Búið að vera algjört ævintýri Gunnar Magnússon hefur ákveðið að kveðja lið ÍBV eft ir tímabilið. Hann gengur stoltur frá borði enda er ÍBV Íslands- og bikarmeistari í dag. Gunnar hefur ekki rætt við önnur félög og framtíðin er alveg óráðin. KRAFTAVERKAMAÐUR? Margir eru á því að Gunnar hafi unnið kraftaverk með því að taka stóru titlana með ÍBV. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI Liðin fjögur í Pepsi-deild karla í fótbolta sem nældu sér í Evrópusæti á síðustu leiktíð þurfa að fara að búa til pláss á banka- reikningnum fyrir milljónirnar sem mun rigna yfir þau í sumar. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, í samstarfi við samband félagsliða í álfunni, ECA, stóð að verulegri hækkun á verðlaunafé í Meistaradeildinni og Evrópu- deildinni, jafnt í aðalkeppnunum sem forkeppnunum. Hækkunin í Evrópudeildinni er veruleg og er bilið nú minna á milli hennar og Meistaradeildarinnar. Í heildina er hækkunin í Evrópudeildinni 65 prósent. Íslandsmeistarar Stjörnunnar tvöfalda verðlaunaféð sem þeir fengu í Evrópudeildinni í fyrra bara með því að mæta til leiks í Meistaradeildinni. Stjarnan háði fjögur einvígi í Evrópudeildinni á síðustu leiktíð og fékk fyrir það í heildina 530 þúsund evrur eða sem nemur 78 milljónum króna á núvirði. Stjarnan fær 300 þúsund evrur (45 milljónir króna) fyrir komandi einvígi sitt í annarri umferð for- keppni Meistaradeildarinnar auk þeirra 250 þúsund evra sem öll lið fá sem komast ekki í riðlakeppn- ina. Það gerir í heildina 550 þús- und evrur eða 81 milljón króna sem Stjarnan fær þótt hún tapi fyrsta einvíginu. Bikarmeistarar KR, FH og Vík- ingur fara í fyrstu umferð for- keppni Evrópudeildarinnar og fá fyrir það miklu meira en áður. Í fyrra fengu liðin í fyrstu umferð- inni 120 þúsund evrur eða 18 millj- ónir króna og 130 þúsund evrur fyrir umferðina á eftir því. Nú fá þessi lið 200 þúsund evrur fyrir leikinn í fyrstu umferðinni en það gera 30 milljónir króna. Komist liðin áfram fá þau 210 þús- und til viðbótar og 220 þúsund komist þau jafnlangt og Stjarnan í fyrra. Þá innbyrða liðin 630 þús- und evrur eða 93 milljónir króna. Sextíu milljónir fá liðin vinni þau eitt einvígi en falli svo úr leik í annarri umferðinni sem er ekki óalgengt hjá íslenskum liðum. Komist eitthvert lið alla leið í riðlakeppni Evrópudeildarinnar, annaðhvort Stjarnan með því að vinna tvö einvígi í meistaradeild- inni eða hin þrjú með því að vinna fjóra leiki í forkeppni Evrópudeild- arinnar, fara ævintýralegar upp- hæðir að streyma inn. Öll þau félög sem komust í riðla- keppni Evrópudeildarinnar fá að minnsta kosti 2,4 milljónir evra eða sem nemur 345 milljónum króna. Við það bætast svo veru- legar upphæðir fyrir stigasöfnun. Það er morgunljóst að framveg- is verða þau lið sem komast í Evr- ópukeppni mun betur stæð en áður og verður baráttan um efstu sætin enn mikilvægari sem og bikar- keppnin, en bikarmeistaratitill er öruggt sæti í forkeppni Evrópu- deildarinnar. - tom Milljónum rignir yfi r íslensk lið í Evrópu Verðlaunafé í Meistaradeildinni og Evrópudeildinni hækkar verulega frá og með næsta tímabili. MILLJÓNAMARK Sigurmark Ólafs Karls Finnssonar gegn FH tryggði Stjörnunni a.m.k. 81 milljón. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI KÖRFUBOLTI Það ræðst í dag hvaða lið mæta KR og Tindastóli í undanúrslitarimmunum tveimur í Domino‘s-deild karla. Þá fara fram oddaleikirnir í síðustu tveimur viðureignum 8-liða úrslitanna. Haukar eru í einstakri stöðu því þeir geta náð því að verða annað liðið í sögunni til að vinna einvígi í úrslitakeppninni eftir að hafa lent 2-0 undir. Eina liðið sem hefur afrekað það er einmitt andstæðingur Haukanna í dag, lið Keflavíkur. Það gerðu Suðurnesjamenn í undanúrslit- unum árið 2008 er liðið skellti ÍR, 3-2, eftir að hafa lent 2-0 undir en Keflvíkingar fóru þá alla leið og urðu Íslandsmeistarar. Leikur liðanna á Ás- völlum hefst klukkan 16.00 í dag. Þá taka Njarðvíkingar á móti Stjörnumönnum í Ljónagryfjunni. Rimma liðanna hefur verið hnífjöfn og skemmtileg en allir leikirnir í henni hafa ráðist á lokamínútunum. Stefan Bonneau, Bandaríkjamaður- inn í liði Njarðvíkur, hefur verið afar áberandi í úrslitakeppninni og ljóst að það mun mikið mæða á honum í kvöld. Ef Keflavík vinnur í kvöld mætir liðið KR í undanúrslitum og Tinda- stóll þá sigurliðinu í rimmu Njarð- víkur og Stjörnunnar. Það snýst hins vegar við ef Haukarnir hafa betur gegn Keflavík. Leikurinn í Hafnarfirði hefst klukkan 16.00 og í Njarðvík fer veislan af stað kl. 19.15. Báðir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. - esá Haukar geta jafnað árangur Kefl avíkur HÁSPENNA Tveir oddaleikir fara fram í úrslitakeppninni í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ÚRSLIT DOMINO‘S-DEILD KVENNA HAUKAR - KR 69-52 (39-17) Haukar: LeLe Hardy 25/21 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 10, Sólrún Inga Gísladóttir 8, Dag- björt Samúelsdóttir 6, Þóra Jónsdóttir 6/7 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 5, Rósa Pétursdóttir 2, Rakel Rós Ágústsdóttir 2, Guðrún Ámundadóttir 2, Dýrfinna Arnardóttir 2, Anna Lóa Óskarsdóttir 1. KR: Simone Holmes 15, Bergþóra Holton Tómasdóttir 11, Björg Einarsdóttir 6/5 fráköst/7 stoðsendingar, Þórkatla Dagný Þórarinsdóttir 6/5 fráköst, Þorbjörg Friðriksdóttir 5, Sólrún Sæmundsdóttir 5, Sara Magnúsdóttir 4/4 fráköst. BREIÐABLIK - SNÆFELL 57-92 (35-57) Breiðablik: Arielle Wideman 23/10 fráköst, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 10/7 fráköst, Berglind Ingv- arsdóttir 9/, Hlín Sveinsdóttir 5, Aníta Árnadóttir 3, Elín Karlsdóttir 3, Jóhanna Sveinsdóttir 2, Isabella Ósk Sigurðardóttir 2/10 fráköst. Snæfell: Kristen McCarthy 42/4 fráköst, Gunn- hildur Gunnarsdóttir 20/10 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 6, Berglind Gunnarsdóttir 6, Hildur Sigurðardóttir 6, María Björnsdóttir 5/4 fráköst, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 5, Anna Lárusdóttir 2. HAMAR - KEFLAVÍK 61-111 (31-59) Hamar: Sydnei Moss 17, Salbjörg Sævarsdóttir 15, Þórunn Bjarnadóttir 11/5 fráköst/5 stoðsendingar, Helga Ingvarsdóttir 8, Vilborg Óttarsdóttir 5, Jenný Harðardóttir 3, Hafdís Ellertsdóttir 2. Keflavík: Carmen Tyson-Thomas 30/14 fráköst Marín Davíðsdóttir 16, Sandra Þrastardóttir 13, Emelía Gunnarsdóttir 11, Sara Hinriksdóttir 11, Bryndís Guðmundsdóttir 8, Hallveig Jónsdóttir 6, Lovísa Falsdóttir 4, Thelma Ágústsdóttir 4, Svan- hvít Snorradóttir 3, Bríet Hinriksdóttir 3, Irena Jónsdóttir 2. GRINDAVÍK - VALUR 80-77 (39-43) Grindavík: Petrúnella Skúladóttir 28/10 fráköst, Kristina King 18 Pálína Gunnlaugsdóttir 1 Lilja Ósk Sigmarsdóttir 7, Guðlaug Júlíusdóttir 4/5 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 3, Jeanne Sicat 2. Valur: Taleya Mayberry 28/5 fráköst, Ragna Mar- grét Brynjarsdóttir 16, Kristrún Sigurjónsdóttir 11/7 fráköst, Sara Diljá Sigurðardóttir 8/5 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 7, Ragnheiður Benónís- dóttir 7. LOKASTAÐAN Snæfell 28 25 3 2196:1728 50 Keflavík 28 22 6 2350:1827 44 Haukar 28 18 10 1981:1832 36 Grindavík 28 17 11 2005:1992 34 Valur 28 15 13 2070:1990 30 Hamar 28 6 22 1554:2118 12 KR 28 5 22 1696:1967 11 Breiðablik 28 3 24 1723:2121 7 NÆSTU LEIKIR UNDANÚRSLIT, 1. LEIKUR SNÆFELL - GRINDAVÍK 8. APRÍL KL. 19.15 KEFLAVÍK - VALUR 8. APRÍL KL. 19.15 HANDBOLTI Lokaumferðin í Olís-deild karla í handbolta fer fram í kvöld og kemur þá endanlega í ljós hvaða lið mætast í úrslitakeppninni. Aðeins ein viðureign er örugg en það er viðureign deildarmeistara Vals og Fram sem hafnar í áttunda sæti sama hvernig fer í kvöld. Afturelding er búin að tryggja sér annað sætið og mætir ÍBV eins og staðan er fyrir umferðina. Eyjamenn geta þó með sigri á FH komist í 25 stig og náð sjötta sætinu af Akureyri tapi norðanmenn fyrir ÍR í Austurbergi. Vinni Akureyri aftur á móti kemst liðið í 27 stig og upp fyrir Hauka afgreiði þeir ekki fallið lið HK. FH getur náð þriðja sætinu af ÍR með sigri á ÍBV svo fremi að ÍR tapi fyrir Akureyri, en þá mætast væntanlega ÍR og Haukar í úrslitakeppninni. Ljóst er því að margt getur breyst en líkurnar eru töluverðar á Hafnar fjarðar slag í átta liða úrslitum. Allir leikir kvöldsins hefjast klukkan 19.30. Margt getur breyst í lokaumferðinni 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 4 F B 0 6 4 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 3 E -C 6 4 C 1 6 3 E -C 5 1 0 1 6 3 E -C 3 D 4 1 6 3 E -C 2 9 8 2 8 0 X 4 0 0 7 B F B 0 6 4 s _ 1 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.