Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.04.2015, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 02.04.2015, Qupperneq 6
2. apríl 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 VEISTU SVARIÐ? 1. Hvað á veiðigjald á makríl að hækka mikið? 2. Hvar á landinu eru vatnsgæði lökust? 3. Hvaða teikning á að liggja til grundvallar nýju Alþingishúsi? SVÖRIN BÖRGERINN 160gr sérvalið nautakjöt, hamborgarabrauð Örvars, brasseraðuxabrjóst, reykt chili-majó, andafitukartöflur REYKTUR ÞORSKUR LINGUEE Létteldað egg, kartöflusmælki, blaðlaukur, Beurre Blanc sósa ANDARSALAT Confit andarlæri, appelsínur, pak choi, cashew hnetur, gulrætur SKÓLAVÖRÐUSTÍGUR 40 · 101 REYKJAVÍK · KOLRESTAURANT.IS Borðapantanir í síma 517 7474 eða info@kolrestaurant.is HÁDEGIÐ Á KOL SJÁVARÚTVEGUR Nýting sjávar- afla hér á landi er með því allra besta sem gerist í heiminum þótt Íslendingar séu ekki sú þjóð sem hvað mest veiðir á heimsvísu. Þetta kemur fram í úttekt í nýjasta tölu- blaði efnahagsritsins Vísbendingar. Þar kemur fram að undanfarin ár hafi Ísland verið í 15. til 20. sæti yfir þau lönd sem mestum sjávar- afla landa í heiminum. Sé bara litið til Evrópska efnahagssvæðisins sést hins vegar hversu þungt sjávarút- vegurinn vegur í samanburði við nágrannalöndin. Nýjar tölur Eurostat, evrópsku hagstofunnar, sýna að fiskveiðar Íslands árið 2013 námu tæplega 1,4 milljónum tonna, sem er næstmesti aflinn á Evrópska efnahagssvæð- inu (EES) á eftir Noregi sem veiddi rúmar 1,9 milljónir tonna. Í þriðja sæti er svo Spánn með veiðar upp á rúm 882 þúsund tonn. Innan EES er Ísland því með um einn sjötta af heildarveiðunum, líkt og bent er á í Vísbendingu, en Norðmenn veiddu nærri fjórðung. „Þessi tvö EES-ríki, Ísland og Nor- egur, veiða samtals um 40 prósent af heildarveiði á svæðinu,“ segir í ritinu. Bent er á að yrði Ísland full- gildur aðili að Evrópusambandinu þá yrði landið þar mesta fiskveiði- landið með milli fjórðung og fimmt- ung aflans. „Ætla má að sjónarmið landsins myndu vega þungt í grein- inni,“ segir þar jafnframt. Þá kemur fram í samantekt Vís- bendingar að hér sé afli nýttur með skilvirkari hætti en víðast annars staðar. Nýting aflans sé best í Dan- mörku, á Íslandi og í Noregi. „Og hinar þjóðirnar eru langt á eftir. Sérstaklega vekur athygli að Spán- verjar eru miklu neðar. Íslendingar eru með um það bil fjórum sinnum betri nýtingu á sínum flota en Spán- verjar og Hollendingar.“ Þetta er sagt benda til þess að hagkvæmnin í íslenskum sjávarútvegi sé miklu meiri en hjá þessum þjóðum. „Væri sjávarútvegur innan Evrópusam- bandsins rekinn á samkeppnis- grunni væri staða íslensku útgerð- anna mjög góð, enda eiga íslenskar útgerðir fyrirtæki innan Evrópu- sambandsins.“ Í grein Vísbendingar er líka slegið á sögusagnir um að íslensk- um sjávarútvegi kynni að stafa hætta af spænska fiskveiðiflotanum yrði af aðild Íslands að Evrópusam- bandinu. Vegna reglunnar um hlut- fallslegan stöðugleika myndu aðeins íslenskar útgerðir hafa veiðiheim- ildir í íslenskri landhelgi. Svipaðar sögur af Spánverjum hafi gengið bæði í Bretlandi og Danmörku. „En á báðum stöðum hefur þó útgerð- in haldist í eigu og forsjá heima- manna.“ olikr@frettabladid.is SÁ GULI Þorsk- ur í kari á hafn- arbakka. Ísland er neðarlega á topp 20 lista þeirra þjóða sem mestum afla landa í heiminum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ísland er næstmesta fiskveiðilandið í EES Ef Ísland yrði fullgildur aðili að Evrópusambandinu þá yrðu Íslendingar stærsta fiskveiðiþjóðin með fjórðung til fimmtung heildarafla sambandsins. Tölur evr- ópsku hagstofunnar sýna að landið er með um einn sjötta heildaraflans á EES. Land Tonn Slóvenía 232 Kýpur 1.166 Rúmenía 1.617 Malta 2.355 Búlgaría 9.535 Belgía 25.377 Grikkland 63.625 Eistland 66.515 Litháen 74.803 Króatía 75.267 Lettland 115.759 Finnland 144.297 Ítalía 172.907 Svíþjóð 176.789 Portúgal 193.941 Pólland 195.477 Þýskaland 219.000 Írland 246.240 Holland 324.370 Tyrkland 339.047 Frakkland 528.732 Stóra-Bretland* 623.939 Danmörk 668.338 Spánn 882.309 Ísland 1.383.638 Noregur 1.943.912 Evrópusambandslönd samtals 4.730.975 *Eyjan Mön (6.357 tonna afli) meðtalin. Heimild: Eurostat Heildarfiskafli á EES-svæðinu 2013 SAMFÉLAGSMÁL „Þetta gekk svo vel upp að pabbi hringdi í mig í morg- un og vildi að ég tæki frá úlfalda- kjöt fyrir sig,“ segir Kristján Berg Ásgeirsson, eigandi Fiskikóngsins. Fréttablaðið greindi frá því í gær að Dagur B. Eggertsson, borg- arstjóri Reykjavíkur, hefði tekið fyrstu skóflustungu að mosku á lóð- inni við Sogamýri. Í athöfninni átti Félag múslima að hafa fórnað úlf- alda til að halda óvinveittum öflum frá moskunni og gæfi kjötið í Fiski- kónginum við Sogaveg. Ekkert varð þó af fórninni né skóflustungunni þar sem um aprílgabb Fréttablaðs- ins var að ræða. „Hér mættu um 40 til 50 manns,“ segir Kristján. „Fólk var í fyrstu pirrað en við leystum það út með tveimur kílóum af fiskibollum, síðan fór fólk bara út í bíl og hló að þessu. Þetta hefur verið mjög skemmtilegt og fiskibollufatið er alveg tómt,“ segir hann. Sveinbjörg Birna Sveinbjörns- dóttir, borgarfulltrúi Framsókn- ar og flugvallarvina, var ein þeirra sem féllu fyrir gabbinu en á Facebook-síðu sína setti hún eft- irfarandi stöðufærslu: „Ég hélt að það þyrfti að liggja fyrir bygg- ingarleyfi áður en „fyrstu skóflu- stungur“ væru teknar – en það er kannski bara misskilningur. Best að gúggla það,“ skömmu síðar átt- aði hún sig á því að um aprílgabb var að ræða og gantaðist með það sjálf. Fréttablaðið áréttar að frétt gær- dagsins var aprílgabb og biður þá sem hlupu apríl velvirðingar. - srs Þó nokkrir lögðu leið sína í Fiskikónginn til að gæða sér á framandi og spennandi kjötmeti: Vildu næla sér í úlfalda en fengu fiskibollur FISKIKÓNGAR Ekkert var um skóflu- stungu en fólk gat skóflað í sig fiski- bollum í staðinn FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR1. Um tvö hundruð prósent. 2. Fyrir austan og vestan. 3. Guðjóns Samúelssonar. 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 4 F B 0 6 4 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 3 E -2 8 4 C 1 6 3 E -2 7 1 0 1 6 3 E -2 5 D 4 1 6 3 E -2 4 9 8 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 0 6 4 s _ 1 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.