Fréttablaðið - 04.05.2015, Síða 48

Fréttablaðið - 04.05.2015, Síða 48
4. maí 2015 MÁNUDAGUR| SPORT | 28 visir.is Meira um leiki gærkvöldsins Jónína Waagfjörð - deildarstjóri hjá VIRK – SPORT ÚRSLIT ENSKA ÚRVALSDEILDIN LEICESTER - NEWCASTLE 3-0 1-0 Leonardo Ulloa (1.), 2-0 Wes Morgan (17.), 3-0 Leonardo Ulloa, víti (48.). LIVERPOOL - QPR 2-1 1-0 Philippe Coutinho (19.), 1-1 Leroy Fer (73.), 2-1 Steven Gerrard (87.). ASTON VILLA - EVERTON 3-2 1-0 Christian Benteke (10.), 2-0 Benteke (45.), 2-1 Romelu Lukaku, víti (59.), 3-1 Tom Cleverley (64.), 3-2 Phil Jagielka (92.). SUNDERLAND - SOUTHAMPTON 2-1 1-0 Jordi Gomez, víti (21.), 2-0 Gomez, víti (55.). SWANSEA - STOKE 2-0 1-0 J. Montero (76.), 2-0 Ki Sung-Yueng (92.). WEST HAM - BURNLEY 1-0 1-0 Mark Noble, víti (24.). MANCHESTER UNITED - WBA 0-1 0-1 Jonas Olsson (63.). CHELSEA - CRYSTAL PALACE 1-0 1-0 Eden Hazard (45.). TOTTENHAM - MANCHESTER CITY 0-1 0-1 Sergio Agüero (29.) STAÐA EFSTU OG NEÐSTU LIÐA Chelsea 35 25 8 2 69-27 83 Man. City 35 21 7 7 71-36 70 Arsenal 33 20 7 6 63-32 67 Man. United 35 19 8 8 59-35 65 Liverpool 35 18 7 10 49-38 61 Tottenham 35 17 7 11 55-50 58 Aston Villa 35 9 8 18 29-50 35 Newcastle 35 9 8 18 36-60 35 Hull City 34 8 10 16 32-45 34 Leicester 35 9 7 19 39-54 34 Sunderland 34 6 15 13 28-50 33 QPR 35 7 6 22 39-61 27 Burnley 35 5 11 19 26-53 26 ÚRSLIT UNDANKEPPNI EM 2016 SERBÍA - ÍSLAND 25-25 (13-11) Mörk Serbíu (skot): Davor Cutura 5 (5), Momir Ilic 5/1 (9/2), Nemanja Ilic 3 (3), Ilija Abutovic 3 (4), Marko Vujin 3 (12), Rastko Stojkovic 2 (2), Mijajlo Marsenic 2 (3), Darko Djukic 2 (4), Mi los Or bovic (1), Varin skot: Miroslav Kocic 14 (39/2, 36%), Dej an Mi losa vlj ev 1/1 (1/1, 100%). Hraðaupphlaup: 4 (Ilic 1, Abutovic 1, Stojkovic 1, Djukic 1) Fiskuð víti: 2 (Stojkovic 1, Cutura 1, ) Utan vallar: 2 mínútur. Mörk Íslands (skot): Vignir Svavarsson 5 (6), Stefán Rafn Sigurmannsson 4 (9), Aron Pálmars- son 4 (10), Róbert Gunnarsson 3 (4), Ásgeir Örn Hallgrímsson 3 (5), Guðmundur Árni Ólafsson 2 (2), Arnór Þór Gunnarsson 2/1 (6/2), Bjarki Már Gunnarsson 1 (1), Snorri Steinn Guðjónsson 1/1 (2/1), Björgvin Páll Gústavsson (1), Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 17/1 (42/2, 40%). Hraðaupphlaup: 11 (Vignir 5, Stefán Rafn 2, Ásgeir Örn 1, Guðmundur Árni 1, Arnór Þór 1, Bjarki Már 1) Fiskuð víti: 3 (Róbert 1, Ásgeir Örn 1, Snorri Steinn 1) Utan vallar: 8 mínútur. SVARTFJALLALAND - ÍSRAEL 33-27 STAÐAN Í RIÐLINUM Svartfjallaland 4 3 0 1 101-95 6 Ísland 4 2 1 1 123-91 5 Serbía 4 2 1 1 98-106 5 Ísrael 4 0 0 4 87-117 0 OLÍSDEILD KVENNA UNDANÚRSLIT, ODDALEIKUR GRÓTTA - ÍBV 24-22 (19-19, 11-9) FRAM - STJARNAN 17-21 (6-10) Grótta og Stjarnan leika til úrslita um Íslands- meistaratitilinn. Fyrsti leikurinn er í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi annað kvöld kl. 19.30. KÖRFUBOLTI Allar líkur eru á því að Helena Sverrisdóttir verði á mála hjá Haukum á næstu leiktíð. Um gríðarlega mikinn liðsstyrk yrði að ræða fyrir Hafnarfjarðarliðið enda hefur Helena verið fremsta körfuboltakona landsins um árabil. „Það er ansi líklegt en ekkert er staðfest enn, enda ekki búið að undirrita neitt,“ sagði Kjartan Freyr Ásmundsson, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, í samtali við Fréttablaðið. Líklegt er að Helena yrði einnig í þjálfarateymi liðsins auk þess að sinna þjálfun fyrir yngri flokka. Ef allt gengur að óskum er líklegt að gengið verði frá samningi við hana nú í vikunni. Helena spilaði í Póllandi á síðustu leiktíð en hefur einnig spilað í Slóvakíu og Ungverjalandi eftir að hún útskrifaðist úr TCU-háskólanum árið 2011. - esá Helena á heimleið í Hauka FÓTBOLTI Chelsea endurheimti enska meistaratitilinn eftir fimm ára bið með 1-0 sigri á Crystal Palace á heimavelli sínum í gær. Eden Hazard skoraði markið er hann fylgdi eftir eigin vítaspyrnu sem var varin. Enn eru þrjár umferðir eftir af tímabilinu en Chelsea er með þrettán stiga for- ystu á toppi deildarinnar. Þetta er fimmti meistaratitill Chelsea og sá fyrsti í fimm ár. Þrjá af titlunum hefur Chelsea unnið undir stjórn Jose Mourinho, sem tók aftur við starfi knattspyrnu- stjóra sumarið 2013 eftir sex ára fjarveru. Síðan að enska úrvals- deildin var stofnuð árið 1992 hefur aðeins Manchester United unnið fleiri titla (13) en Chelsea (4). Þetta var enn ein skrautfjöðrin í hatt Mourinho en hann hefur nú unnið alls átta meistaratitla með fjórum liðum (Porto, Chelsea, Inter og Real Madrid) á einungis tólf árum. Hann var hinn rólegasti í viðtölum við fjölmiðla eftir leik- inn í gær. „Hver einasti sigur er afleiðing mikillar vinnu og maður getur verið stoltur og ánægður af hverjum titli. Ég veit ekki hver þeirra er mikilvægastur. Þetta er sá nýjasti og ég ætla að reyna að ná í annan,“ sagði Mourinho. - esá Chelsea meistari á ný Með þrettán stiga forystu á toppi deildarinnar. STOLTUR John Terry, fyrirliði Chelsea, hefur átt frábært tímabil. Hér fagnar hann með Branislav Ivanovic eftir að titillinn var tryggður. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY HANDBOLTI Ísland er í góðri stöðu í undankeppni EM 2016 eftir að hafa fengið þrjú stig af fjórum mögu- legum gegn Serbíu undanfarna viku. Liðin skildu jöfn í Nis í gær, 25-25, eftir æsilegar lokamínútur. Strákarnir byrjuðu vel og voru með undirtökin framan af. Serb- arnir tóku þá völdin og voru tveim- ur mörkum yfir í hálfleik, 13-11. Ísland náði góðum spretti um miðj- an síðari hálfleikinn og komst yfir, 19-18, eftir fjögur mörk í röð en aftur náðu Serbarnir undirtök- unum. Allt útlit var fyrir sigur heima- manna þegar Momir Ilic kom Serbum þremur mörkum yfir, 25-22, þegar rúmar tvær mínútur voru eftir. En þá gekk allt á aftur- fótunum hjá heimamönnum og strákarnir refsuðu grimmt með hröðum upphlaupum. Ísland fékk meira að segja lokasókn leiksins þegar níu sekúndur voru eftir en náði ekki skoti að marki. „Ég hélt alltaf í vonina,“ sagði Gunnar Magnússon, aðstoðarþjálf- ari Íslands, við Fréttablaðið í gær. „Auðvitað leit þetta ekki vel út en strákarnir sýndu úr hverju þeir eru gerðir og komu til baka. Það var afar sterkt að ná þessu stigi og kemur okkur í góð mál í riðlinum. Það er enn í okkar höndum að kom- ast á EM í Póllandi og við ætlum okkur að vinna síðustu tvo leikina í riðlinum [gegn Svartfjallalandi heima og Ísrael ytra].“ Gunnar var ánægður með varnarleikinn í báðum leikjunum gegn Serbíu. „Markvarsla Björg- vins Páls [Gústavssonar] fylgdi með sem var mjög gott að sjá. Við náðum að dreifa álaginu í sókninni vel á milli manna sem okkur fannst gott að geta gert.“ Hvorki Alexander Petersson né Guðjón Valur Sigurðsson spiluðu með Íslandi í gær vegna meiðsla. „Það er mjög sterkt að ná í stig á þessum sterka útivelli án tveggja heimsklassamanna. Það sýnir mikinn styrk í okkar liði og gott að eiga þessa tvo menn inni fyrir leikina í sumar.“ eirikur@frettabladid.is Stigi bjargað í Serbíu Ísland var þremur mörkum undir þegar tvær mínútur voru til leiksloka í mikil- vægum leik gegn Serbíu í undankeppni EM 2016. Ísland skoraði þrjú síðustu mörk leiksins og fékk tækifæri til að skora úr lokasókn leiksins en tókst ekki. GOTT STIG Róbert Gunnarsson skoraði þrjú mörk gegn Serbum í gær. Hér er hann í baráttu inni á línunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR HNEFALEIKAR Floyd Mayweather er enn ósigraður á nítján ára atvinnu- mannaferli eftir að hafa haft betur gegn Manny Pacquaio í Las Vegas um helgina. Bardagi þeirra stóð yfir í tólf lotur og þurfti stigagjöf dómara til að fá niðurstöðu. Úrskurður þeirra var einróma, Mayweather í vil. Mayweather hefur nú barist 48 sinnum sem atvinnumaður og ávallt haft betur. Hann sagði eftir bardag- ann að hann myndi berjast aftur í september en að það yrði hans síðasti bardagi á ferlinum. - esá Mayweather hafði betur á stigum LYFTINGAR Fjölmörg Íslandsmet voru bætt á Íslandsmótinu í ólympískum lyftingum sem fór fram í Kaplakrika í Hafnarfirði um helgina. Þuríður Erla Helgadóttir, Ármanni, bætti Íslands- met með því að bæði snara 80 kg og jafnhenda 103 kg. Með árangrinum fór hún yfir 250 Sinclair-stig og er hún fyrst íslenskra kvenna til að ná þeim árangri. Andri Gunnarsson, Lyftingarfélagi Garðabæjar, náði bestum árangri í karlaflokki. Hann snaraði 150 kg og jafnhenti 180 kg. - esá Sögulegur árangur Þuríðar Erlu GOLF Birgir Leifur Hafþórsson og Ólafur Björn Loftsson voru báðir í hópi efstu manna á sterku golfmóti í Danmörku sem lauk á Jótlandi í gær. Mótið er hluti af Nordic Golf-atvinnu- mótaröðinni en Ólafur Björn náði sínum besta árangri á tímabilinu er hann hafnaði í 11.-13. sæti á fjórum höggum yfir pari. Birgir Leifur varð í 5.-9. sæti á tveimur höggum yfir pari en hann er að undirbúa sig fyrir keppni á Áskorendamótaröð Evrópu. - esá Birgir og Ólafur á meðal efstu manna 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 3 F B 0 5 6 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 3 9 -7 8 7 C 1 6 3 9 -7 7 4 0 1 6 3 9 -7 6 0 4 1 6 3 9 -7 4 C 8 2 8 0 X 4 0 0 7 B F B 0 5 6 s _ 3 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.