Fréttablaðið - 01.05.2015, Page 4
1. maí 2015 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 4
Flestir sem ég tala við
eru inni á þessari línu, það
þorir bara enginn að segja
frá því.
Kristján Loftsson,
stjórnarformaður HB Granda
Halldór, þarf plan B
fyrir A-hlutann?
„Það er plan D.“
Halldór Halldórsson, oddviti sjálfstæðis-
manna í borgarstjórn, gagnrýnir milljarða-
halla á A-hluta borgarsjóðs en fagnar árangri
af Planinu svokallaða fyrir Orkuveituna sem
tilheyrir B-hluta borgarinnar.
FJÁRMÁL „Efnið var það að lífeyris-
sjóðirnir skipti sér ekki af aðal-
fundum í félögum sem þeir fjár-
festa í,“ segir Kristján Loftsson,
einn eigenda HB Granda, um til-
lögu sem hann lagði fram á árs-
fundi Gildis lífeyrissjóðs 15. apríl.
Tillaga Kristjáns var of seint fram
komin til að teljast tæk á fundin-
um, en hann hyggst vinna þess-
ari skoðun fylgi innan Samtaka
atvinnulífsins (SA) og vill að þau
leggi fram álíka tillögur í fleiri
sjóðum.
„Aðalmálið er það að lífeyris-
sjóðir eiga að fjárfesta. Þeir eiga
að hugsa um hag fjárfesta og það
er ekki þeirra hlutverk að skipta
sér af hlutafélögum sem þeir fjár-
festa í. Ef þeir eru óánægðir með
félögin eiga þeir bara að selja hlut
sinn í þeim.“
Sigurður Bessason, formaður
Eflingar, er algjörlega andsnúinn
þessari nálgun, en verkalýðshreyf-
ingin á sína fulltrúa í stjórnum líf-
eyrissjóða.
„Ég benti á það að ég tel þetta
vera algjörlega ranga nálgun og
það hefur sýnt sig að það er mjög
eðlilegt að lífeyrissjóðirnir reyni
að gæta sinna mála. Þeir eiga nátt-
úrulega að gera það á öllum víg-
stöðvum,“ segir Sigurður.
Hann segir að þvert á móti eigi
lífeyrissjóðirnir að beita sér fyrir
góðum málum innan félaganna
sem þeir eiga hlut í.
„Ég tel að það geri þeir sem
fulltrúar þess fjár sem er inni í
lífeyrissjóðunum og stjórnir líf-
eyrissjóðanna eigi ævinlega að
hafa skoðun á því sem gerist inni í
fyrir tækjum, bæði hvað varðar til-
lögur sem liggja fyrir og síðan að
koma með góðar tillögur inn á árs-
fundi sem geta verið gagnlegar.“
Kristján segir hins vegar að líf-
eyrissjóðirnir eigi ekki að vera
með puttana í rekstri fyrirtækja.
„Þessir gæjar ætla að gína yfir
Vill lífeyrissjóði áhrifalausa
Kristján Loftsson vill að lífeyrissjóðir skipti sér ekkert af aðalfundum félaga sem þeir eiga í. Séu þeir ósáttir
geti þeir einfaldlega selt sinn hlut og farið. Sjóðirnir verða að gæta sinna mála, segir formaður Eflingar.
LÍFEYRISÞEGAR Nái tillaga Kristjáns hljómgrunni verða fulltrúar lífeyrisþega áhrifalausir í stjórnum þeirra fyrirtækja sem sjóð-
irnir eiga í. Kristján vill að sjóðirnir hugsi fyrst og fremst um hag fjárfesta og arð af fjárfestingum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri
Samtaka atvinnulífsins, segir samtökin fyrst
og fremst vilja beina því til fulltrúa í stjórnum
lífeyrissjóða að þeir marki sér skýra stefnu um
það hvernig þeir beiti sér og það sé með skýrum
og fyrirsjáanlegum hætti hvernig þeir séu virkir
sem hluthafar. Þegar lífeyrissjóðirnir eigi upp í
40 til 50 prósenta hlut í skráðum fyrirtækjum sé
mikilvægt að þeir hafi skoðun.
„Ég held að það væri ekki sérlega heppilegt
að sjóðirnir væru algjörlega skoðanalausir
þegar eignarhlutur þeirra er orðinn jafn mikill
og raun ber vitni. Það gæti þýtt að í einhverjum
tilvikum yrðu smáir hluthafar of áhrifamiklir í
stefnumótun fyrirtækja. Einn af þeim lær-
dómum sem sjóðirnir drógu af hruninu er að
þeir þyrftu að fylgjast vel með og beita sér með
virkum hætti í hluthafahópi fyrirtækjanna, en
gæti þess þó að vera fyrirsjáanlegir og faglegir í
aðkomu sinni.“
Skoðanaleysi ekki heppilegt
ÞORSTEINN
VÍGLUNDSSON
ATVINNA Sigurður Erlingsson,
forstjóri Íbúðalánasjóðs, hefur
óskað eftir því við stjórn sjóðs-
ins að láta af störfum og hefur
stjórnin fallist á beiðni hans.
Þetta kemur fram í tilkynningu
til Kauphallarinnar.
Stjórn Íbúða-
lánasjóðs mun
á næstunni aug-
lýsa starf for-
stjóra laust til
umsóknar og
mun hann fá það
hlutverk að leiða
breytingar sem
kunna að verða
á starfsemi
sjóðsins við breytta skipan hús-
næðismála.
Þar til gengið hefur verið frá
ráðningu nýs forstjóra mun stað-
gengill forstjóra, Gunnhildur
Gunnarsdóttir, gegna störfum
forstjóra og mun fráfarandi for-
stjóri verða henni til ráðgjafar.
- jhh
Staðgengillinn tekur við:
Forstjóri ÍLS
hættir störfum
DÓMSMÁL Hæstiréttur þyngdi
í gær dóm yfir karlmanni sem
fundinn var sekur í Héraðsdómi
Norðurlands eystra um líkams-
árásir og þjófnað á hendur fyrr-
verandi sambýliskonu sinni í októ-
ber í fyrra. Var hann dæmdur í
fimmtán mánaða skilorðsbundið
fangelsi og gert að greiða konunni
800 þúsund krónur.
Maðurinn var ákærður fyrir
fimm líkamsárásir gegn kon-
unni, stórfelldar ærumeiðingar í
hennar garð og þjófnað með því
að hafa í tvígang millifært í heim-
ildarleysi peninga á sinn reikning
í gegnum heimabanka hennar.
Dómurinn taldi sannað að mað-
urinn hefði gerst sekur um lík-
amsárásirnar gegn konunni, sem
hann hafði verið sýknaður af í
héraðsdómi. Var hann meðal ann-
ars dæmdur fyrir að hafa slegið
konuna, tekið hana hálstaki og
sett hné í kvið hennar þegar hún
var gengin rúma 21 viku með
barn sitt og ákærða.
- sks, vh
Hæstiréttur þyngdi dóm yfir manni sem var ákærður fyrir fimm líkamsárásir:
Veittist ítrekað að óléttri konu
ÞYNGDUR Dómur yfir manninum var
þyngdur í Hæstarétti. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
NÍGERÍA Hermálayfirvöld í Nígeríu segjast
hafa frelsað fleiri fanga úr herbúðum Boko
Haram síðastliðinn miðvikudag.
Talsmaður hersins segir að níu herbúðir
samtakanna hafi verið eyðilagðar í áhlaupi
hersins og 160 manns voru frelsaðir úr haldi
á miðvikudaginn.
Úr hópi borgara lét ein kona lífið og átta
særðust í aðgerðunum. Einn stjórnarhermað-
ur lést í átökunum og nokkrir úr liði Boko
Haram.
Fyrr í vikunni frelsaði herinn 300 konur
og börn úr haldi samtakanna en engin
kvennanna var úr hópi skólastúlknanna sem
samtökin námu á brott í apríl í fyrra. Alls
hafa 13 herbúðir verið eyðilagðar vikunni.
Þúsundir manna hafa látið lífið eftir að
hersveitir Boko Haram hófu skærur sínar í
norðausturhluta Nígeríu árið 2009.
Markmið hreyfingarinnar er að stofna
íslamskt ríki í Nígeríu. Á undanförnum mán-
uðum hefur nígeríski herinn ásamt herafla
nágrannaþjóða tekið aftur mikið landflæmi
sem samtökin höfðu áður sölsað undir sig. - srs
Nígeríski herinn hefur eyðilagt þrettán herbúðir samtakanna Boko Haram:
Frelsuðu fleiri fanga úr haldi
FAGNAÐ Stjórnarhermenn fagna því að hafa eyðilagt herbúðir fyrr í
mánuðinum. AFP/NICHOLE SOBECKI
STJÓRNMÁL Birgitta Jónsdóttir,
kapteinn Pírata, hefur lagt fram
fyrirspurn til forseta Alþingis
um fjarskiptaupplýsingar alþing-
ismanna.
Þar spyr hún hvernig varðveislu
gagna sem snúa að símreikningum
alþingismanna sé háttað, hvaða
starfsmenn Alþingis hafi aðgang
að símreikningum eða fjarskipta-
upplýsingum alþingismanna, hvort
símreikningar innihaldi upplýs-
ingar um hvaða númer hafi verið
hringt í, hve lengi símtöl standi og
hvaða númer hafi verið send sms-
skilaboð í.
Einnig spyr hún hve lengi þessi
gögn séu varðveitt hjá þinginu og
hvernig þeim sé eytt. - vh
Fyrirspurn um fjarskiptagögn:
Spyr um síma-
upplýsingar
FRAMKVÆMDIR Ásgeir Kolbeins-
son verður í forsvari fyrir nýja
eigendur sem gert hafa leigusamn-
ing um rekstur Nasa við Austur-
völl. Skipulagsbreytingar á húsinu
verða kynntar á blaðamannafundi
í lok maí. Þar segir að hugsanlegt
sé að einhverjir viðburðir verði á
Nasa í maí, áður en framkvæmdir
á húsinu hefjast.
Breytingar á húsinu verði marg-
víslegar og notkunarmöguleikar
þess hámarkaðir. Nasa var lokað í
júní 2012. - sks
Húsið fer í notkun aftur:
Nasa opnað á ný
við Austurvöll
SIGURÐUR
ERLINGSSON
öllu. Við kynntumst því á fundum
í gamla daga þegar Lífeyrissjóð-
ur verslunarmanna sagðist styðja
mann sem er í púra samkeppni í
útflutningi á sjávarafurðum við
HB Granda.“
Hann segist munu beita sér
fyrir því að SA flytji álíka tillögur
í fleiri lífeyrissjóðum og mun end-
urflytja tillöguna að ári hjá Gildi
ef með þarf. En hefur hann stuðn-
ing innan SA?
„Flestir sem ég tala við eru inni
á þessari línu, það þorir bara eng-
inn að segja frá því.“
kolbeinn@frettabladid.is
SPURNING DAGSINS
Nú stærriog safameiri
*Þú velur Coca-Cola,
Coca-Cola light
eða Coca-Cola zero
1499 tvennankr.
Heill grillaður
kjúklingur
og 2 lítrar af Coca-Cola*
– fyrst og fre
mst
ódýr!
1
5
-0
9
-2
0
1
5
1
0
:2
3
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
3
9
-E
A
0
C
1
6
3
9
-E
8
D
0
1
6
3
9
-E
7
9
4
1
6
3
9
-E
6
5
8
2
8
0
X
4
0
0
3
B
F
B
0
6
4
s
_
3
0
_
4
_
2
0
1
5
C
M
Y
K