Fréttablaðið - 01.05.2015, Síða 10
1. maí 2015 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 10
HEILBRIGÐISMÁL Sjúkrahússýking
af völdum Vancomycin-ónæmra
enterókokka er komin upp á Land-
spítalanum. Tveimur skurðdeild-
um af þremur hefur verið lokað,
samtals 36 rúmum, og öllum
aðgerðum nema bráðaaðgerðum
frestað. Mjög ónæmisbældir ein-
staklingar, til að mynda á gjör-
gæslu og krabbameinsdeildum
spítalans, eru sérstaklega við-
kvæmir gagnvart sýkingunni.
Átta sjúklingar eru enn inni á
annarri sýktu deildinni og kom-
ast ekki af henni fyrr en meðferð
þeirra er lokið. Lilja Stefánsdótt-
ir, framkvæmdastjóri skurðlækn-
ingasviðs, segir erfiðleika vegna
sjúkrahússýkingar bætast við
álag vegna yfirstandandi verk-
falls. „Deildirnar verða hreinsað-
ar og sýni ræktuð. Við vitum ekki
hver staðan er fyrr en um og upp
úr helgi.
Sýkingin bætist ofan á verk-
fallsaðgerðir, þetta er vissulega
erfitt ástand. Við höfum verið svo
lánsöm að við höfum fengið for-
gang á þessa vinnu í samvinnu við
Félag lífeindafræðinga sem eru í
verkfalli, þetta er gríðarlegt álag á
þá, jafnt og sjúkraliða, hjúkrunar-
fræðinga, ræstingarfólk, svo ekki
sé talað um sjúklinga.“
Markmiðið er að uppræta sýk-
ingar af þessu tagi. „Hér á Íslandi
höfum við ákveðið að uppræta
sýkingar sem þessar úr umhverfi
sjúklinga. Það eru ekki öll lönd
sem hafa ákveðið að gera það. Þær
valda hraustu og heilbrigðu fólki
engum vandræðum, en sjúklingum
sem eru verulega ónæmisbældir
eða langtímaveikir er hætt við að
sýkjast af þessum bakteríum.“
Lilja segir allt reynt til að lág-
marka truflun af sýkingunni.
„Við á skurðlæknasviði höfum
lagað okkar flæði að því sem við
erum að gera. Við reynum að færa
starfsfólk til og höfum sett fleiri
rúm á þessa einu deild sem er opin.
Við höfum hent öllu aukalegu út af
þeirri deild sem er opin og setjum
rúm alls staðar þar sem er hægt.
Við erum líka búin að opna sex
rúm á dagdeild sem sólarhrings-
rúm.“
Umfangsmikið hreinsunarstarf
fer nú fram á Landspítalanum.
Þar er allt þrifið og mörgu þarf
að henda, húsgögnum sem ekki er
hægt að þrífa, áteknum vörum og
skrifborðsvörum svo dæmi séu
tekin. „ Hreinsunarferlið er afar
víðtækt. Deildirnar eru þrifnar
með sérstöku hreinsiefni. Allt er
þrifið, þá meina ég bókstaflega
allt sem ekki er hent. Það þarf
að henda áteknum vörum og öllu
sem er ekki gerlegt að þrífa, skrif-
borðsmottum, húsgögnum og slitn-
um dýnum.“ kristjanabjorg@frettabladid.is
Sjúkrahússýking
á tveimur deildum
Aðeins ein skurðdeild á Landspítalanum er opin. Hinum tveimur hefur verið lokað
vegna sjúkrahússýkingar af völdum ónæmra enterókokka. Hreinsun stendur yfir.
E nterókokkar eru bakteríur sem eru mikilvægur hluti af eðlilegri örveruf-
lóru ristils. Þær geta einnig verið í fæðingarvegi hjá konum og finnast oft í
umhverfi. Þessar bakteríur geta valdið sýkingum og sýklalyfið Vancomycin
er oft notað til að meðhöndla sýkingar af völdum enterókokka. Í sumum
tilfellum hefur bakterían myndað ónæmi gegn Vancomycini og kallast þá
Vancomycin-ónæmur enterókokkur eða VÓE (VRE=vancomycin resistant
enterococci). Sýkingar af völdum VÓE verða oftast hjá sjúklingum á sjúkra-
húsum.
Á Íslandi er ekki algengt að fólk fái VÓE en erlendis er það vel þekkt. Skv.
sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) var ein af hverjum átta sýkingum
á sjúkrahúsum af völdum enterókokka og 30 prósent af þeim voru af
völdum VÓE.
Hvers konar sýkingar getur VÓE orsakað?
VÓE getur lifað í meltingarfærum
einstaklinga og í fæðingarvegi kvenna
án þess að valda sýkingu/sjúkdómum,
þ.e. einstaklingur er sýklaður en ekki
sýktur. VÓE getur þó stundum valdið
sýkingum í þvagfærum, blóðsýkingum
og sárasýkingum.
Eru einhverjir í sérstakri áhættu á
að fá VÓE?
Einstaklingar sem eru í aukinni áhættu á að sýkjast af VÓE:
• Mjög ónæmisbældir einstaklingar (gjörgæsludeildir, krabbameinsdeildir)
• Einstaklingar sem hafa verið meðhöndlaðir með Vancomycini eða
öðrum sýklalyfjum um lengri tíma
• Einstaklingar sem eru sýklaðir af VÓE
Enterókokkar og sjúkrahússýkingar
VILJA ÚTRÝMA SÝKINGU Á Landspítalanum stendur yfir umfangsmikið hreinsunarstarf, en upp er komin sjúkrahússýking á
skurðdeild. NORDIC PHOTOS/GETTY
SAMFÉLAGSMÁL Ríkisstjórnin
ákvað á fundi sínum í gærmorgun
að styrkja Skáksamband Íslands
um 25 milljónir króna af ráðstöf-
unarfé ríkisstjórnarinnar.
Skáksamband Íslands kemur til
með að halda Evrópumót lands-
liða í skák næstkomandi nóvem-
ber og mun styrkféð nýtast til
þess.
Margir sterkustu skákmenn
heims verða líklega meðal þátt-
takenda. Þar má nefna Norð-
manninn Magnus Carlsen,
Armenann Levon Aronian og
Ítalann Fabiano Caruana, sem
eru líklegir til að tefla fyrir hönd
þjóða sinna.
„Við gerum ráð fyrir því að það
verði um 500 manns sem sækja
mótið og hver um sig verði í ellefu
nætur,“ segir Gunnar Björnsson,
forseti Skáksambands Ísland.
Mót af þessari stærðargráðu
kallar á sérstök skákborð og sett
svo hægt sé að senda beint út
frá mótinu á netinu. „Stærstur
hluti þessa styrks fer líklega í að
útvega græjurnar sem þarf.“ Að
auki er unnið að því hörðum hönd-
um að RÚV verði með dagskrá í
kringum mótið.
„Það er klárt mál að styrkurinn
mun koma að góðum notum og við
erum þakklát stjórnvöldum fyrir
hann. Vonandi verður mótið lyfti-
stöng fyrir skákina hér á landi,“
segir Gunnar. - jóe
Margir sterkustu skákmenn heims eru væntanlegir á Evrópumót landsliða:
Ríkisstjórnin styrkir skákmót
Á SKÁKDEGINUM Vonast er til að
mótið verði lyftistöng fyrir skákina hér
á landi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
MENNTAMÁL Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og nemendur úr Kletta-
skóla tóku fyrstu skóflustunguna að nýbyggingu við skólann í gær.
Erla Gunnarsdóttir, skólastjóri Klettaskóla, segir að framkvæmd-
irnar muni gjörbylta starfi skólans til batnaðar og skapa nýja mögu-
leika. Með nýbyggingu og endurbótum á núverandi húsnæði verða
meiriháttar breytingar á aðstöðu, aðgengi og þjónustu við nemendur.
Að loknum jarðvegsframkvæmdum í sumar taka byggingafram-
kvæmdir við með haustinu. Þeim verður að fullu lokið haustið 2018.
Heildarkostnaður framkvæmda er um 2,6 milljarðar króna. - shá
Ráðist í 2,6 milljarða króna umbætur á skólanum í gær:
Klettaskóli fær betra húsnæði
SAMHENT
Borgar-
stjóri og
nemendur
Klettaskóla
hófu fram-
kvæmdir í
gær.
MYND/RVK
MENNTAMÁL Áslaug Hulda Jóns-
dóttir, framkvæmdastjóri Hjalla-
stefnunnar, var kjörin formaður
SSSK, Samtaka sjálfstæðra skóla
á aðalfundi sem haldinn var í
gær.
Áslaug Hulda tekur við emb-
ættinu af Sigríði Önnu Guðjóns-
dóttur, skólastjóra Skóla Ísaks
Jónssonar, sem sinnt hefur for-
mennsku og varaformennsku
fyrir samtökin síðastliðin sex ár.
Varaformaður var kjörin Ólöf K.
Sívertsen, fagstjóri Skóla ehf. - aí
Samtök sjálfstæðra skóla:
Áslaug kjörin
formaður SSSK
VIÐSKIPTI Charles E. Cobb, fyrr-
verandi sendiherra Bandaríkj-
anna á Íslandi, getur ekki fjár-
fest í sprotafyrirtækinu Carbon
Recycling International hér á landi
þar sem Seðlabanki Íslands veit-
ir honum ekki leyfi til þess vegna
gjaldeyrishafta.
Sendiherrann fyrrverandi á
töluverða fjárhæð fasta í skulda-
bréfum í íslenskum krónum. Sem
erlendur eigandi krónueigna þarf
hann heimild Seðlabankans til að
skipta þeim í gjaldeyri eða færa á
milli fjárfestingarflokka.
Heimildir fréttastofu herma að
Cobb hafi ritað Bjarna Benedikts-
syni fjármálaráðherra bréf þar
sem hann kvartar undan seina-
gangi við meðferð umsóknar sinn-
ar hjá Seðlabankanum. Honum
hafa ekki borist svör í heilt ár.
Cobb undrast seinaganginn
en hann hefur einungis hug á að
styðja við upprennandi sprotafyr-
irtæki á Íslandi og taka þátt í upp-
byggingu atvinnulífsins.
Sindri Sindrason, stjórnarfor-
maður Carbon Recycling Inter-
national, segist ekki getað tjáð sig
um einstök mál en segir það oft
gerast að erlendir krónueigendur
geti ekki fjárfest á Íslandi þar sem
ekki hafi fengist heimild frá Seðla-
bankanum.
Charles E. Cobb var sendiherra
á Íslandi frá árinu 1989 til 1991.
- þþ, srs
Seðlabanki svarar ekki beiðni krónueiganda:
Fær ekki að fjárfesta
CARBON RECYCLING Stjórnarformaður fyrirtækisins segir algengt að fólk geti ekki
fjárfest. MYND/CRI
1
5
-0
9
-2
0
1
5
1
0
:2
3
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
3
A
-5
6
A
C
1
6
3
A
-5
5
7
0
1
6
3
A
-5
4
3
4
1
6
3
A
-5
2
F
8
2
8
0
X
4
0
0
7
A
F
B
0
6
4
s
_
3
0
_
4
_
2
0
1
5
C
M
Y
K