Fréttablaðið - 01.05.2015, Page 58

Fréttablaðið - 01.05.2015, Page 58
1. maí 2015 FÖSTUDAGUR | SPORT | 42 Við fundum styrk í áfallinu og það rak okkur áfram. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari karlaliðs KR. visir.is Meira um leiki gærkvöldsins FÖSTUDAG KL. 21:00 HEFST Í KVÖLD RAGNAR MARGEIRSSON SPORT FÓTBOLTI FH-ingum var í fyrra- dag spáð sigri í Pepsi-deildinni í sumar en FH-liðið fékk langflest stig í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna. Fimm síðustu ár og í sjö skipti af síðustu átta hafa meistaraefnin fallið á prófinu og misst af Íslandsmeistaratitlinum um haustið. Þannig fór fyrir KR-ingum í fyrra sem og í tvö síðustu skipti sem FH-ingum hefur verið spáð titlinum um vorið (2011 og 2013). FH var líka síðasta liðið sem stóð undir pressunni en FH-ing- ar urðu Íslandsmeistarar undir stjórn Heimis Guðjónssonar sum- arið 2009 eftir að hafa verið spáð titlinum fyrir mótið. FH-liðið frá 2013 er líka eina liðið, frá og með þeim tíma þegar fyrst voru tólf lið í deildinni sumarið 2008, sem tókst að vinna sinn leik í fyrstu umferð eftir að hafa verið spáð meistaratitlinum. FH hefur sex sinnum áður verið spáð titlinum og staðið undir meistarapressunni í þrjú af þess- um skiptum. Liðið kláraði titilinn 2005, 2006 og 2009 en missti af honum 2007, 2011 og 2013. Það ætti svo sem ekki að koma FH-ingum á óvart að vera spáð Íslandsmeistara- titlinum enda hefur Hafnar- fjarðarliðið verið efst í þess- ari árlegu spá á öllum oddaárum frá og með 2005. Stjarnan varð Íslandsmeistari í fyrra þrátt fyrir að vera aðeins spáð fjórða sætinu fyrir mótið. Þetta var aðeins í fimmta sinn í þrjátíu ára sögu spárinnar þar sem meistararnir komust ekki inn á topp þrjú í spánni. Stjörnumenn komust þar í hóp með KA (spáð 5. sæti 1989), Víkingi (4. sæti, 1991), ÍA (5. sæti, 2001) og KR (4.sæti, 2002) sem urðu öll Íslandsmeist- arar þrátt fyrir að vera neðar en í þriðja sæti í spánni. - óój Meistarastimpillinn er erfi ður Aðeins eitt lið af síðustu átta hefur staðið undir því að vera spáð titlinum. LIÐ SEM SPÁÐ VAR TITLINUM UNDAN- FARIN ÁTTA ÁR 2007 - FH Endaði í 2. sæti Íslandsmeistari: Valur 2008 - Valur Endaði í 5. sæti Íslandsmeistari: FH 2009 - FH Endaði í 1. sæti Íslandsmeistari: FH 2010 - KR Endaði í 4. sæti Íslandsmeistari: Breiðablik 2011 - FH Endaði í 2. sæti Íslandsmeistari: KR 2012 - KR Endaði í 4. sæti Íslandsmeistari: FH 2013 - FH Endaði í 2. sæti Íslandsmeistari: KR 2014 - KR Endaði í 3. sæti Íslandsmeistari: Stjarnan ATLI GUÐNASON. Gengið síðustu sex tímabil | 2009 2. sæti | 2010 4. sæti | 2011 1. sæti | 2012 4. sæti | 2013 1. sæti | 2014 3. sæti ● Íslandsmeistari 26 (síðast 2013) ● Bikarmeistari 14 (síðast 2014) PEPSI DEILDIN 2015 Hefst 3. maí 1. FH 2. KR 3. Stjarnan 4. Breiðablik 5. Fylkir 6. Valur Spá Fréttablaðsins 7. Víkingur 8. Keflavík 9. Fjölnir 10. ÍA 11. ÍBV 12. Leiknir EINKUNNASPJALDIÐ VÖRNIN ★★★★★ SÓKNIN ★★★ ★★ ÞJÁLFARINN ★★★★★ BREIDDIN ★★★ ★★ LIÐSSTYRKURINN ★★★★★ HEFÐIN ★ ★ ★ ★ ★ KR HAFNAR Í 2. SÆTI ➜ Binni bjartsýni ➜ Nýju andlitin KR varð síðast meistari fyrir tveimur árum og ætlar sér titilinn í 27. sinn í sumar. Liðið kemur mikið breytt til leiks með nýjan þjálfara, Bjarna Guðjónsson, sem fór ekki vel út úr fyrstu tilraun sinni sem þjálfari í efstu deild. KR missti sterka menn en hefur fengið mjög sterka leikmenn móti og á klárlega að berjast við FH um Íslandsmeistaratitilinn. KR varð bikarmeistari í fyrra. Miklu var til tjaldað hjá KR til að landa Pálma Rafni Pálmasyni sem snýr aftur úr atvinnumennsku eftir sjö ár í Noregi. Pálmi er ekki að koma heim á niðurleið, eiginlega þvert á móti. Síðasta tímabil hans í norsku úrvalsdeildinni með Lilleström var hans besta í atvinnumennskunni og því má búast við miklu af þessum frábæra miðjumanni hjá KR. Hann fór í atvinnumennskuna frá Val þar sem hann varð Íslandsmeistari árið 2007. Við erum ekki Fram Ég tek bara undir með Kristni Kjærnested. Það skiptir engu máli þó Bjarni féll með Fram. Við erum KR og hann veit hvernig hlutirnir virka hjá KR. Jacob Schoop OB, Dan. Kristinn J. Magnússon Vík. Pálmi Rafn Pálmason Nor. Skúli Jón Friðgeirsson Sví. Sören Fredriksen AaB, Dan. Rasmus Christiansen Nor. Fylgstu með þessum Rasmus Christiansen er að jafna sig af meiðslum en ætti að styrkja vörn KR mikið ef hann er heill. Var síðast í ÍBV árið 2012 og var þá besti miðvörður deildarinnar. ➜ Siggi svartsýni FH er betra lið Við erum með góðan mannskap en FH er með sterkari kjarna og betri þjálfara. Við verðum í baráttunni en FH tekur þetta. ➜ Lykilmaðurinn í sumar KÖRFUBOLTI Finnur Freyr Stefáns- son stendur uppi sem sigurvegari eftir langt tímabil með KR sem virtist ætla að taka óvænta stefnu undir lokin eftir mikla yfirburði framan af vetri. KR tapaði fyrst fyrir Stjörnunni í úrslitaleik bikarsins í lok febrú- ar á lokamínútunum, eftir að leik- stjórnandinn Pavel Ermolinskij fór út af meiddur. KR-ingar þurftu í raun að læra að spila án hans og lentu í kröppum dansi gegn Njarðvík í undanúrslitum úrslita- keppninnar þar sem liðið komst í lokaúrslitin gegn Tindastóli eftir tvíframlengdan oddaleik. KR-ingar unnu svo Stólana 3-1 í úrslitunum og Finnur Freyr varð um leið fyrsti þjálfari KR sem vinnur tvo Íslandsmeistaratitla í röð síðan Gordon Godfrey gerði það árið 1968. Þýðir ekkert að vera hræddur „Það eru fánar inni í sal og ég var strax byrjaður að pæla í þessu um leið og við unnum síðast. Markmið- ið var að ná öðrum strax og það er gríðarlega sætt að það tókst,“ sagði Finnur Freyr í samtali við Frétta- blaðið í gær. Hann er uppalinn í KR og þessi 32 ára þjálfari þekkir vel hvað það þýðir að vera þjálfari meistara- flokks karla. „Ég ákvað strax og ég tók starfið að mér að sætta mig við pressuna sem því fylgir. Það þýðir ekkert að vera hræddur. Ef maður verð- ur rekinn þá tekur maður því bara. Ég hef fulla trú á því sem ég geri og ef mér tekst að ná mínu fram þá er það frábært. Ef ekki, þá er það bara gott og blessað.“ Í ár fagnaði KR 50 ára afmæli fyrsta Íslandsmeistaratitils síns í körfubolta. Í því liði eru menn sem fylgjast náið með gangi mála í dag og er Finnur þakklátur fyrir það. „Þetta eru menn sem lögðu grunninn að þessu öllu. Þeir og fleiri sem hafa spilað með KR í gegnum tíðina hafa stutt dyggi- lega við okkur. Margir þeirra voru fremstu menn í stúkunni í Síkinu og fögnuðu titlinum með okkur. Þannig á það að vera.“ Styrkur í áföllunum Finnur segir að tapið gegn Stjörn- unni í bikarnum og meiðsli Pavels hafi verið áfall fyrir liðið. Áfall sem liðið komst ekki yfir í leikn- um sjálfum. „Auðvitað sat það í manni. Ég lét það samt ekki stoppa mig og við héldum áfram. Án Pavels tók KR miklum framförum – það tók tíma enda getur maður ímyndað sér hvað Tindastóll gerir án Darrels Lewis, Njarðvík án Loga Gunn- arssonar og Stjarnan án Justins Shouse? Við fundum styrk í áfall- inu og það rak okkur áfram.“ Það gekk svo á ýmsu gegn Njarðvík. Stefan Bonneau, sem Finnur kallar „martraðamanninn sinn“, lék KR grátt og í fjórða leik liðanna rúlluðu Njarðvíkingar yfir þá svarthvítu. „Ég tók áhættu í þeim leik og lét Michael Craion sitja í síðari hálf- leik. Hann var þreyttur og lemstr- aður eftir síðasta leik á undan og ég tók þessa ákvörðun. Ég fékk mikla gagnrýni fyrir hana og það var erfitt að taka hana en ég er handviss um að hún hafi verið rétt. Hann átti svo stórleik í oddaleikn- um,“ segir Finnur Freyr sem lætur sér fátt um finnast þó svo að gagn- rýnisraddir láti mikið í sér heyra. „Ég hlusta á fólkið sem er í innsta hring en mér er svo sama um annað. Þetta snýst ekki um mig heldur erum við ein stór fjöl- skylda leikmanna og annarra sem störfum í kringum þetta á einn eða annan hátt. Ég væri ekki hér án þeirra allra.“ Finnur Freyr hefur verið þjálf- ari hálfa ævina og neitar því ekki að sú tilhugsun heilli að þjálfa sterkt lið í atvinnumannadeild í Evrópu. „Það væri skemmtilegt en sem stendur er ég einbeittur í því sem ég er að gera hjá mínu félagi. Ég gæti ekki haft það betra en að þjálfa hjá mínu uppeldisfélagi. Það eru forréttindi að vera í þess- um hópi og ég hef lært heilmikið af því að vinna með þessum leik- mönnum. Maður er alltaf að læra.“ eirikur@frettabladid.is Sætti mig strax við pressuna Finnur Freyr Stefánsson er fyrsti þjálfari KR í 47 ár sem hlýtur tvo Íslandsmeistaratitla í röð. Hann segist hafa tekið vissa áhættu í undanúrslitunum gegn Njarðvík og kallar Stefan Bonneau martraðamanninn sinn. MEISTARI Finnur Freyr Stefánsson með bikarinn sem verður áfram í KR-heimilinu við Frostaskjól næsta árið hið minnsta. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR ÚRSLIT OLÍSDEILD KVENNA UNDANÚRSLIT, 4. LEIKUR STJARNAN - FRAM 26-21 Mörk Stjörnunnar: Sólveig Kjærnested 6/3, Helena Örvarsdóttir 4, Þórhildur Gunnarsdóttir 4, Nataly Valencia 3, Esther Ragnarsdóttir 3, Hanna Stefánsdóttir 3, Arna Almarsdóttir 1, Guðrún Bjarnadóttir 1, Alina Tamasan 1 (5). Varin skot: Florentina Stanciu 15/2 (34/4, 44%), Heiða Ingólfsdóttir 3 (5/1, 60%). Mörk Fram: Hulda Dagsdóttir 6, Elísabet Gunn- arsdóttir 4/2, Ragnheiður Júlíusdóttir 3, María Karlsdóttir 2, Steinunn Björnsdóttir 2, Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 2, Ásta Birna Gunnarsdóttir 1, Hekla Rún Ámundadóttir 1. Varin skot: Hafdís Lilja Torfadóttir 14 (38/3, 37%), Heiðrún Dís Magnúsdóttir 2 (4, 50%), Staðan í einvíginu er 2-2. ÍBV - GRÓTTA 21-34 Mörk ÍBV: Drífa Þorvaldsdóttir 5/2, Ester Óskars- dóttir 5, Sandra Dís Sigurðardóttir 2, Telma Silva Amado 2, Díana Dögg Magnúsdóttir 2, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 1, Kristrún Ósk Hlynsdóttir 1, Arna Þyrí Ólafsdóttir 1, Elín Anna Baldursdóttir 1, Vera Lopes 1. Varin skot: Ólöf Kolbrún Ragnarsdóttir 8 (23/1, 35%), Erla Rós Sigmarsdóttir 4 (17, 24%), Sara Dís Davíðsdóttir 3 (9, 33%). Mörk Gróttu: Karólína Bæhrenz Lárudóttir 9, Laufey Ásta Guðmundsdóttir 7, Sunna María Einarsdóttir 4, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 4, Lovísa Thompson 3, Eva Björk Davíðsdóttir 3/1, Arndís María Erlingsdóttir 2, Þórunn Friðriksdóttir 1, Ásthildur Friðgeirsdóttir 1, Guðný Hjaltadóttir. Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 11/1 (27/3, 41%), Elín Jóna Þorsteinsdóttir 2 (7, 29%). Staðan í einvíginu er 2-2. 1. DEILD KARLA UMSPILSKEPPNI, ODDALEIKUR VÍKINGUR - FJÖLNIR 26-19 Víkingur - Mörk (skot): Daníel Einarsson 5, Hjálmar Arnarsson 4, Arnar Theódórsson 4/1, Jón Hjálmarsson 3, Hlynur Óttarsson 3 , Jóhann Gunn- laugsson 3, Jónas Hafsteinsson 2, Ægir Jónsson 1, Sigurður Eggertsson 1. Varin skot: Magnús Erlendsson 31/3 (49/5, 63%), 1 (1, 100%), Einar Baldvin Baldvinsson 1 (2, 50%), Fjölnir - Mörk (skot): Kristján Örn Kristjánsson 5, Sveinn Þorgeirsson 4 , Bjarki Lárusson 3, Breki Dagsson 2, Brynjar Loftsson 2/1, Unnar Arnarsson 1, Bergur Snorrason 1, Sigurður Guðjónsson 1/1. Varin skot: Ingvar Kristinn Guðmundsson 10/1. Víkingur vann einvígið, 3-2, og fer upp um deild. 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 3 F B 0 6 4 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 3 A -5 6 A C 1 6 3 A -5 5 7 0 1 6 3 A -5 4 3 4 1 6 3 A -5 2 F 8 2 8 0 X 4 0 0 7 A F B 0 6 4 s _ 3 0 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.