Fréttablaðið - 06.05.2015, Síða 2
6. maí 2015 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 2
NÁTTÚRA Þótt veturinn hafi verið
hvimleiður fyrir okkur mann-
fólkið hefur hann verið ágætur
fyrir geitunginn á höfuðborgar-
svæðinu og því kemur hann vel
undan vetri. Þetta er mat Erlings
Ólafssonar, skordýrafræðings
hjá Náttúrfræðistofnun. „Vet-
urinn hefur verið með ágætum
fyrir þá, góð og langvarandi
snjóþekja en litlar sem engar
frosthörkur,“ segir Erling. „Þeir
fara öllu jöfnu ekki af stað fyrir
alvöru fyrr en upp úr miðjum
maímánuði.“ Holugeitungurinn
og trjágeitungurinn eru einu
tegundirnar sem lifa hér á landi.
Trjágeitungurinn er dreifður
um allt land en holugeitungur-
inn er bundinn við suðvestur-
hornið, frá Meðalfelli í Kjós allt
austur til Hellu, auk þess sem
hans hefur einnig orðið vart
norður á Akureyri. „Trjágeitung-
urinn er harður af sér og lætur
bjóða sér ýmislegt,“ segir Erling.
„Hins vegar gæti holugeitung-
urinn átt erfiðara uppdráttar ef
seint vorar. Hann hefur átt erfið
ár og mig grunar að hann gæti
mögulega verið á útleið eins og
húsageitungur og roðageitungur
sem hurfu fyrir nokkrum árum.
Það verður því áhugavert að sjá
hvernig tegundinni reiðir af í
sumar.“
Holugeitungur fannst fyrst
hér á landi í Reykjavík árið 1977.
Á einungis áratug hafði hann
náð að breiða verulega úr sér
og leggja undir sig nánast allt
höfuð borgarsvæðið. - sa
Holugeitungurinn hefur átt mörg erfið ár og líklegt er að hann hverfi alfarið að mati skordýrafræðings:
Veturinn verið góður fyrir trjágeitunginn
FRIÐARSPILLIR Mörgum er í nöp við
geitunginn. Trjágeitungurinn er harð-
gert dýr sem lætur bjóða sér margt
og því líklegt að hann komi ágætlega
undan vetri. MYND/ERLING ÓLAFSSON
SAMFÉLAG Hin árlega álfasala SÁÁ hefst í dag og stendur fram á sunnu-
dag. Álfasalan er stærsta fjáröflunarverkefni SÁÁ og hefur frá 1990
skilað samtökunum um 550 milljónum króna í hreinar tekjur. „Salan á
álfinum skiptir algjörlega sköpum. SÁÁ reiðir sig mikið á sjálfsaflafé
í starfseminni. Ríkið greiðir fyrir 1.530 innlagnir ári en innlagnir hafa
farið í 2.200,“ segir Rúnar Freyr Gíslason verkefnisstjóri.
Að sögn Rúnars vinna um eitt þúsund manns um land allt við álfasöl-
una næstu daga, þar á meðal fjölmargir hópar á vegum íþróttafélaga,
skóla og ýmissa samtaka sem fá sölulaun.
Álfurinn fyrir unga fólkið er slagorð álfasölunnar í ár eins og undan-
farin ár. Með því er lögð áhersla á að styðja við og efla meðferðarúrræði
fyrir unga fíkla og aðstandendur, þar á meðal börn alkólhólista. - ibs
Um eitt þúsund manns vinna við álfasölu SÁÁ næstu daga:
Ágóðinn í þágu ungra fíkla
SELJA ÁLFINN Um fimmtíu nemendur í 9. og 10. bekk í Norðlingaskóla í Reykjavík
selja álfinn fyrir SÁÁ og styrkja um leið gott málefni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
SAMGÖNGUR Umferð um Víkur-
skarð hefur stóraukist eftir hrun
og stefnir í að umferðin verði meiri
en spár gerðu ráð fyrir þegar ráð-
ist var í gerð Vaðlaheiðarganga.
Umferð það sem af er þessu ári er
25 prósentum meiri en á sama tíma
í fyrra.
Á árinu 2014 var umferðin 8,6
prósentum meiri en árið þar á
undan. Því er ekkert lát á aukn-
ingu umferðar um svæðið. Verði
áframhald á þessari miklu aukn-
ingu verður slegið nýtt met í
umferðarmagni yfir skarðið.
„Núgildandi met var sett árið
2010 þegar um 1.250 bílar fóru um
skarðið að meðal tali á degi hverj-
um. Þessi þróun er vel í samræmi
við umferðarspá Vegagerðarinnar
sem gerð var 2012,“ segir Friðleif-
ur Ingi Brynjarsson, sérfræðingur
hjá Vegagerðinni. „Allt eins gæti
farið svo að um 470 þúsund bifreið-
ar fari um Víkurskarðið á þessu ári
sem er nokkru meira en spár gerðu
ráð fyrir. Líklegasta spá gerði ráð
fyrir um 1.230 bifreiðum á dag í
ár en þessi umferðaraukning gæti
skilað um 1.270 bifreiðum á sólar-
hring að meðaltali.“
Pálmi Kristinson verkfræðing-
ur vann óháða úttekt á forsendum
Vaðlaheiðarganga í lok árs 2011. Þá
var hans mat á þá leið að innheimta
veggjalda myndi ekki standa undir
kostnaði við göngin. Bæði væri
heildarkostnaður þeirra háður
of mikilli óvissu og spár um um-
ferðar magn væru of háar. Líklegt
er að heildarkostnaður við göngin
verði meiri en ráð var fyrir gert í
upphafi en spár um umferðarmagn
hafa hins vegar ræst og gott betur
en það.
Vaðlaheiðargöng, sem nú er
verið að vinna að, stytta leið-
ina frá Akureyri og austur fyrir
Vaðlaheiði og munu draga veru-
lega úr umferð um skarðið og
umferðin færist nær alfarið í hin
nýju göng. Þessi aukning gæti þá
styrkt rekstrarforsendur Vaðla-
heiðarganga.
Gerð Vaðlaheiðarganga hefur
lítið miðað undanfarið eftir að vatn
fór að flæða inn í göngin Fnjóska-
dalsmegin. Enn rennur mikið vatn
í göngin eða um 420 lítrar á sek-
úndu. Valgeir Bergmann, fram-
kvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga
hf., segir líklegt að menn hefjist
ekki handa við að bora fyrr en um
miðjan mánuðinn. „Við erum farnir
að hefja prufanir á dælum Fnjóska-
dalsmegin og unnið er að öðrum
tilfallandi verkefnum á meðan við
getum ekki haldið gangagreftri
uppi. Það eru þó störf sem þarf að
vinna svo við nýtum tímann vel,“
segir Valgeir. sveinn@frettabladid.is
Umferð meiri en
spár gerðu ráð fyrir
Heildarumferð um Víkurskarð er meiri en spár um umferð um Vaðlaheiðargöng
gerðu ráð fyrir. Umferð það sem af er ári er 25 prósentum meiri en á sama tíma í
fyrra. Göngin hafa ekki lengst síðan vatn fór að streyma inn í þau að austanverðu.
VAÐLAHEIÐARGÖNG Sú umferðaraukning sem sást á tölum Vegagerðarinnar gæti
gefið til kynna að umferð um Vaðlaheiðargöng verði meiri en spár gerðu ráð fyrir.
FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN
1050
1200
1350
2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015
UMFERÐ YFIR VÍKURSKARÐ 2008-2015
NOREGUR Færri sænskir hjúkr-
unarfræðingar halda nú til Nor-
egs til að vinna en áður. Í fyrra
fengu 878 atvinnuleyfi í Noregi
eða nær 400 færri en í hittifyrra.
Árin 2008 til 2009 voru þeir um
2000.
Mette Langvik, stjórnandi hjá
ráðningarskrifstofunni Man-
power í Noregi, segir kjör hjúkr-
unarfræðinga hafa batnað í Sví-
þjóð. Manpower reynir nú að fá
danska hjúkrunarfræðinga til
starfa í Noregi, að því er greint
er frá á vef Dagens Næringsliv.
- ibs
Færri til starfa í Noregi:
Kjör í Svíþjóð
hafa batnað
VEÐUR
Í dag verður meira og minna það sama
uppi á teningunum, áfram bjart og fallegt,
en fremur svalt vorveður sunnan- og
vestantil, en kalt og ekki sérstaklega
vorlegt um að litast fyrir norðan og
austan. Hiti breytist lítið.
4°
4°
-1°
-2°
-1°
2
8
2
2
1
SJÁ SÍÐU 18
Þar sem ferðalagið byrjar
FERÐAVAGNAR
Verð frá 4.190.000 kr.
KJARAMÁL Ti lboð Samtaka
atvinnulífsins (SA) í yfirstand-
andi kjaraviðræðum felur í sér
23,5 prósenta hækkun dagvinnu-
launa á þriggja ára samnings-
tíma, að því er samtökin áréttuðu
í tilkynningu í gær.
„Innifalið í þeirri hækkun er
átta prósenta sérstök hækkun
dagvinnulauna, samhliða aukn-
um sveigjanleika vinnutíma og
lækkun yfirvinnuálags,“ segir í
tilkynningunni.
„Samkvæmt tilboði SA hækkaði
lægsti taxti aðildarfélaga Starfs-
greinasambandsins (SGS) um 47
þúsund krónur á mánuði á þremur
árum. Meðaldagvinnulaun félags-
manna aðildarfélaga SGS hækk-
uðu úr 260 þúsund krónum á mán-
uði í 320 þúsund krónur eða um 60
þúsund krónur og meðaldagvinnu-
laun fiskvinnslufólks úr 290 þús-
und krónum á mánuði í 360 þús-
und eða um 70 þúsund krónur.“
Þá hafi SA einnig boðið sér-
staka hækkun lágmarkstekju-
tryggingar fyrir fulla dagvinnu
sem næði 280 þúsund krónum á
mánuði í lok samningstímans.
Í samtali við fréttastofu sagði
Björn Snæbjörnsson, formaður SGS,
að hugmyndir SA feli í sér að lægsti
kauptaxti hækkaði um 28 þúsund
krónur á næstu þremur árum.
„Að öðru leyti áttu menn að
fá einhver átta prósent með því
að lengja dagvinnubilið frá sex
á morgnana til sjö á kvöldin og
yfirvinnuálagið færi úr 80 pró-
sentum (á dagvinnulaunin) í 50
prósent,“ sagði hann og kvað til-
boðið rýrt.
„Við værum kannski tilbúin
að skoða hlutina ef þetta væri til
eins árs.“
Sigurður Bessason, formaður
Eflingar og talsmaður Flóabanda-
lagsins, tók í svipaðan streng.
Raunin væri að félögin væru sjálf
að leggja til launahækkunina með
breytingum á yfirvinnutíma og
vaktavinnuálagi.
„Þannig að ég gat ekki og hef
ekki séð það sem lausn í þeirri
deilu sem hér er undir,“ sagði
hann.
- óká, hmp
SGS og Flóa hugnast lítt hækkun launa með lengingu dagvinnutíma:
Greinir á um ágæti tilboðs SA
SIGURÐUR
BESSASON
BJÖRN SNÆ-
BJÖRNSSON
LÖGREGLUMÁL Þrjú fíkniefna-
mál komu upp hjá lögreglunni á
Suðurnesjum aðfaranótt þriðju-
dags. Ökumaður, sem grunað-
ur er um akstur undir áhrifum
fíkniefna, var handtekinn og
sýnatökur leiddu í ljós neyslu
hans á kannabis og amfetamíni.
Annar ökumaður var handtek-
in en viðkomandi reyndist hafa
neytt kannabisefna. Þriðji maður-
inn var tekinn eftir að hafa hagað
sér dólgslega á skemmtistað í
bænum. Við öryggisleit fundust á
honum fíkniefni.
- vh
Lét dólgslega á skemmtistað:
Þrír teknir
með fíkniefni
1
5
-0
9
-2
0
1
5
1
0
:2
3
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
3
B
-2
A
F
C
1
6
3
B
-2
9
C
0
1
6
3
B
-2
8
8
4
1
6
3
B
-2
7
4
8
2
8
0
X
4
0
0
1
B
F
B
0
4
8
s
_
5
_
5
_
2
0
1
5
C
M
Y
K