Fréttablaðið - 06.05.2015, Síða 18
| 2 6. maí 2015 | miðvikudagur
Gengi félaga í Kauphöll Íslands
Á UPPLEIÐ
Félög sem hækkuðu
í verði
Á NIÐURLEIÐ
Félög sem lækkuðu
í verði
STÓÐU Í STAÐ
Félög sem stóðu
í stað
MESTA HÆKKUN
NÝHERJI
68,9% frá áramótum
MAREL
4,4% í síðustu viku
MESTA LÆKKUN
TM
-22,8% frá áramótum
TM
-6,2% í síðustu viku
6
9
1
Kjötvinnslufyrirtækið Kjarnafæði
á Svalbarðseyri býður 750 milljónir
króna í kjötvinnslufyrirtækið Norð-
lenska, auk yfi rtöku skulda. Þetta
herma heimildir Markaðarins. Eins
og komið hefur fram í fjölmiðlum
sendi Kjarnafæði Búsæld ehf., eig-
anda Norðlenska, kauptilboð á dög-
unum í allt hlutafé félagsins.
Norðlenska er samvinnufélag í
eigu þeirra bænda sem leggja inn
gripi til slátrunar. Bregði þeir búi er
hlutur þeirra keyptur á genginu 1.
Samkvæmt heimildum bauð Kjarna-
fæði í allt hlutafé á genginu 2,0 svo
um er að ræða tvöfalt hærra verð til
bænda.
Óskar Gunnarsson, formaður
stjórnar Búsældar ehf., segir tilboð-
ið í skoðun innan félagsins og afstaða
verður tekin til tilboðs Kjarnafæð-
is fyrir 21. maí næstkomandi. Sam-
kvæmt heimildum er óeining innan
stjórnarinnar um kauptilboðið. „Við-
ræður eru á byrjunarstigi. Við erum
að skoða þetta kauptilboð innan
stjórnarinnar og ég geri fastlega ráð
fyrir því að við munum boða til hlut-
hafafundar þar sem afstaða verður
tekin til kauptilboðsins. Ég get ekki
tjáð mig um upphæðir í þessu sam-
hengi enda er það trúnaðarmál á
þessu stigi málsins,“ segir Óskar.
Einkahlutafélag tengt Kjarnafæði
hefur í nokkurn tíma átt fasteign-
ir Norðlenska á Akureyri og hafa
umræður um sameiningu félaganna
staðið yfi r með hléum frá árinu 2008.
Norðlenska og Kjarnafæði eru bæði
stórir aðilar í kjötvinnslu á Íslandi.
Rekstur fyrirtækjanna hefur verið
þungur síðustu ár. Norðlenska tap-
aði um 50 milljónum á síðasta ári
og Kjarnafæði tapaði einnig um 40
milljónum. Kauptilboðið er liður í því
að ná hagræði í rekstri fyrirtækj-
anna til þess að vera samkeppnis-
hæfi r í verði á kjötafurðum innan-
lands.
Velta Norðlenska var rúmir 5
milljarðar á síðasta rekstrarári og
rekstrarhagnaður félagsins fyrir
afskriftir nam 147 milljónum króna.
50 milljóna króna tap varð hins
vegar á rekstrinum á móti 140 millj-
óna króna hagnaði á árinu 2013.
Aðstæður á markaði í framleiðslu
kjötafurða voru erfiðar í fyrra.
Gunnlaugur Eiðsson, framkvæmda-
stjóri Kjarnafæðis, segir markmið-
ið með tilboðinu að ná fram hag-
ræðingu innan greinarinnar. Hún
sé mikilvæg svo hægt sé að sækja
fram. sveinn@frettabladid.is
Bændum boðið tvöfalt
verð í Norðlenska
Gangi eigendur Norðlenska að yfirtökutilboði Kjarnafæðis í fyrir-
tækið fá þeir 750 milljónir í sinn hlut. Óeining innan stjórnar Bú-
sældar. Hluthafafundur tekur afstöðu til tilboðsins fyrir 21. maí.
Í SKOÐUN Kauptilboðið stendur til 21. maí og munu bændur þurfa að taka afstöðu innan
þess tíma.
Aðallisti Kauphallarinnar | Nasdaq Iceland
Félag Gengi í gær Frá áramótum Vikubreyting
Bank Nordic (DKK) 119,00 14,4% 0,0%
Eik fasteignafélag* 6,57 -3,4% -1,4%
Eimskipafélag Íslands 219,75 -7,3% -0,6%
Fjarskipti (Vodafone) 38,85 11,0% 2,5%
Hagar 42,00 3,8% 0,2%
HB Grandi 36,45 7,8% -0,4%
Icelandair Group 21,65 1,2% 1,9%
Marel 178,50 29,3% 4,4%
N1 25,95 11,9% -0,2%
Nýherji 8,75 68,9% 2,9%
Reginn 14,25 5,2% -0,3%
Reitir* 61,50 -3,1% -1,8%
Sjóvá 10,00 -16,3% -1,0%
Tryggingamiðstöðin 20,30 -22,8% -6,2%
Vátryggingafélag Íslands 7,88 -12,9% 3,4%
Össur 430,00 19,1% -3,6%
Úrvalsvísitalan OMXI8 1.385,83 5,7% 1,5%
First North Iceland
Century Aluminum 3.300,00 0,0% 0,0%
Hampiðjan 25,30 11,9% 1,2%
Sláturfélag Suðurlands 1,85 0,0% 0,0%
*Skráð á árinu (þróun frá útboðsgengi).
Sk
jó
ða
n ÚTGERÐIN á Íslandi greiðir allt of lágt veiðileyfagjald. Þar munar væntanlega 40 milljörðum hið minnsta á ári
hverju. Þetta eru alvöru peningar. Fyrir þá er hægt að
byggja hátæknisjúkrahús á tveimur og hálfu ári. Það
væri hægt að greiða spítalann niður á lengri tíma og
nota hluta fjárins til að lækka skatta á fatnað og mat-
væli, sem er besta búbótin fyrir heimilin.
ÚTGERÐARFYRIRTÆKI skila eigendum sínum tólffalt
hærri EBITDA en stærsta verslunarfyrirtæki lands-
ins. Þessi gríðarlegi hagnaður verður ekki skýrður
öðru vísi en svo að um einokunarhagnað sé að ræða.
Einokunin felst í næstum ókeypis aðgangi að mjög
verðmætri og takmarkaðri auðlind, sem þjóðin
öll á.
HAGNAÐUR íslenskrar útgerðar er utan vel-
sæmismarka. Ekki vegna þess hversu hár
hann er heldur vegna þess hvernig hann er
tilkominn. Íslenskir skattgreiðendur niður-
greiða í raun og veru útgerðina um 40
milljarða á ári. Þetta er mun hærri fjár-
hæð en rennur í niðurgreiðslur vegna landbúnaðar-
framleiðslu.
ÞVÍ er haldið fram að þjóðin hagnist á góðu gengi
útgerðarfyrirtækjanna þar sem þau greiði tekjuskatt
af hagnaði sínum. Tekjuskattur fyrirtækja er 20 pró-
sent. Ef 40 milljarðarnir skila sér óskiptir í hagnað
fyrir tækjanna fyrir skatta renna 8 milljarðar í ríkis-
sjóð. Eftir sitja þá 32 milljarðar hjá útgerðinni til að
fjárfesta í óskyldum rekstri og greiða sér ofurarð.
ÞETTA ástand er ekki ósvipað því að erlent konungs-
ríki hefði slegið eign sinni á Ísland, helgað sér fi skinn
í sjónum og konungur falið nokkrum sérvöldum fyrir-
tækjum að veiða fi skinn. Í stað þess að íslenska þjóðin
njóti afraksturs auðlindarinnar rennur sá afrakstur til
útvalinna.
EINHVER starfsemi er vissulega nauðsynleg í kringum
útgerðina og vinnslu hér á landi. Mörlandanum bjóð-
ast störf og einhverjir skattar eru greiddir til eyjar-
skeggja. Einokunargróðinn rennur hins vegar að mest-
um hluta til konungs og fyrirtækjanna sérvöldu.
Á ÖLDUM áður þekktu Íslendingar vel til svona fyrir-
komulags. Þá var fi skurinn í sjónum ekki talinn tak-
mörkuð auðlind enda veiðitækin ekki stórtæk. Þá starf-
aði hins vegar hin konunglega einokunarverslun, sem
ekki hafði aðrar skyldur við Íslendinga en að tryggja
skipakomur með vistir á vorin og haustin. Af borðum
einokunarkaupmanna hrutu brauðmolar til heima-
manna líkt og nú tíðkast af borðum útgerðarinnar.
VIÐ Íslendingar losnuðum úr viðjum einokunarversl-
unar konungs. Löngu síðar fengum við handritin heim
og töldum okkur fullburða, sjálfstæða þjóð. Nú erum
við komnir í vist hjá annarri einokunarverslun þó að
enginn sé kóngurinn í Kaupmannahöfn sem arðræn-
ir íslenska alþýðu. Er ekki kominn tími fyrir okkur
Íslendinga til að brjóta af okkur einokunarhlekkina?
Er ekki kominn tími til að við fáum kvótann okkar
heim?
Kvótann heim!
SKJÓÐAN er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert
mannlegt sér óviðkomandi.
Alls 30 háskólamenntaðir raun-
vísindamenn hafa verið ráðnir til
starfa á þessu ári hjá Hátæknisetri
systurfyrirtækjanna Alvogen og
Alvotech sem nú rís innan Vísinda-
garða Háskóla Íslands.
Búist er við að ráðnir verði að
minnsta kosti 20 raunvísindamenn
til viðbótar á árinu 2015. Alls hafa
um 80 starfsmenn verið ráðnir
til systurfyrirtækjanna, frá því
Alvogen hóf starfsemi á Íslandi
árið 2010.
„Það er ánægjulegt að geta
byggt upp starfsemi okkar hér á
landi og nýtt íslenska þekkingu við
uppbyggingu á alþjóðlegri starf-
semi okkar,“ segir Róbert Wessm-
an, forstjóri Alvogen.
Í nóvember 2013 hófust fram-
kvæmdir við nýtt Hátækniset-
ur sem verður um 13 þúsund fer-
metrar að stærð. Það verður tekið
í notkun á næsta ári. - jhh
Þrjátíu vísindamenn ráðnir í ár:
Ráða 20 til
viðbótar
1
5
-0
9
-2
0
1
5
1
0
:2
3
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
3
C
-1
C
E
C
1
6
3
C
-1
B
B
0
1
6
3
C
-1
A
7
4
1
6
3
C
-1
9
3
8
2
8
0
X
4
0
0
6
B
F
B
0
4
8
s
_
5
_
5
_
2
0
1
5
C
M
Y
K