Fréttablaðið - 06.05.2015, Side 10

Fréttablaðið - 06.05.2015, Side 10
6. maí 2015 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 10 Til hvers að flækja hlutina? 365.is | Sími 1817 SJÁLFKRAFA í BESTA ÞREP! FYRIRTÆKJALAUSNIR Net, borðsími, farsími og Office 365 frá 12.100 kr. á mánuði. Fyrirtækjapakki Símans inniheldur Internet, borðsíma- og farsímaþjónustu, ásamt Office 365 skýþjónustu sem tryggir nýjustu útgáfur af forritum og aðgang að vinnuskjölum hvar sem er. Fullkomin yfirsýn og fyrirsjáanlegur rekstrakostnaður með föstu mánaðargjaldi. Hafðu samband í síma 800 4000 eða á 8004000@siminn.is. Þú getur meira með Fyrirtækjalausnum Símans E N N E M M / N M 6 6 3 5 0 Allt sem fyrirtækið þarf í einum pakka Óskar R. Harðarson hdl. og löggiltur fasteignasali Verð: 22,9 millj. 119,0 m² sumarhús Hallkelshólar8 0 1 S e l f o s s Nánari upplýsingar veitir Jórunn Skúladóttir, Sölufulltrúi jorunn@miklaborg.is sími: 845 8958 Lágmúla 4 www.miklaborg.is Land Hallkelshóla í Grímsnes og Grafningshreppi Innst í botnlanga Um 70 km frá Reykjavík Tveir sólpallar / Eigin borhola Laust strax ÞÝSKALAND Þýski blaðamaðurinn Jürgen Todenhöfer, sem kominn er yfir sjötugt, dvaldi á síðasta ári hjá vígamönnum „Íslamska ríkisins“ í Sýrlandi og Írak, samtals í tíu daga og varð fyrsti vestræni blaðamað- urinn sem slapp þaðan heill á húfi. Um helgina birti hann á vef- síðu sinni opið bréf til Abu Bakr al Bagd adí, leiðtoga samtakanna, en sá er nú sagður alvarlega særður eftir loftárás í síðasta mánuði. Todenhöfer þakkar Bagdadí kærlega fyrir að hafa tekið vel á móti sér og staðið í einu og öllu við loforð um að sér yrði ekki gert mein. Niðurstaða sín eftir þessa tíu daga heimsókn sé síðan sú að flestar gerðir Íslamska ríkis- ins séu andstæðar íslamstrú: „Þú ættir að gefa ríki þínu nýtt nafn og kalla það And-íslamska ríkið,“ segir Todenhöfer. Hann segir síðan að Bagdadí sjálfur sé alger andstæða Múhameðs spámanns: „Múhameð var miskunnsamur, þér eruð miskunnarlaus. Múham- eð var framsýnn byltingarmaður, þér eruð aftur haldssamur fortíð- arsinni.“ Todenhöfer vitnar óspart í Kór- aninn, sem hann segist hafa lesið oft sér til ánægju þrátt fyrir að vera kristinnar trúar. Hann segir að Bagdadí brjóti nánast öll boð- orð Kóransins, ekki síst þetta: „Ef maður drep- ur mann, þá er það eins og hann hafi drepið allt mannkyn. En ef hann bjargar mannslífi, þá er eins og hann hafi bjargað öllu mannkyninu,“ og bein- ir síðan máli sínu beint að Bagdadí: „Þú hefur aldrei bjargað mannslífi. Alltaf bara drepið án allrar mis- kunnar. Þú skaðar þar með allan hinn íslamska heim. Þú ert núna versti óvinur íslams.“ Todenhöfer hefur oft ferðast til átakasvæða í Mið-Austurlöndum og skrifað um það nokkrar bækur. Í gær birti Todenhöfer síðan áskorun til Vesturlandabúa, sem haldið hafa til Írans eða Íraks að berjast með „Íslamska ríkinu“. „Enginn gleðst meira yfir ódæð- um ykkar en óvinir íslams. Stund- um gæti maður haldið að þið væruð uppfinning þeirra,“ segir í áskorun- inni. gudsteinn@frettabladid.is Segir vígamönnum ISIS til syndanna Jürgen Todenhöfer hefur birt opið bréf til leiðtoga hins svokallaða „Íslamska ríkis“, sem hann segir að ætti að heita „And-íslamska ríkið“. Todenhöfer hefur oft ferðast til átakasvæða í Mið-Austurlöndum og heimsótti vígasveitir ISIS á síðasta ári. ABU BAKR AL BAGDADÍ Leiðtogi „Íslamska ríkisins“, sem nú er sagður liggja alvar- lega sár eftir loftárás í síðasta mánuði. NORDICPHOTOS/AFP JÜRGEN TODENHÖFER 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 3 F B 0 4 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 3 B -8 3 D C 1 6 3 B -8 2 A 0 1 6 3 B -8 1 6 4 1 6 3 B -8 0 2 8 2 8 0 X 4 0 0 3 A F B 0 4 8 s _ 5 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.