Fréttablaðið - 06.05.2015, Side 4
6. maí 2015 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 4
Í dag og á morgun stendur yfir allsherjarvinnustöðvun aðildarfélaga
Starfsgreinasambandsins. Félögin sem þar eru undir eru
● AFL Starfsgreinafélag, Aldan stéttarfélag, Báran stéttarfélag, Drífandi
stéttarfélag, Eining-Iðja, Framsýn stéttarfélag, Stéttarfélagið Samstaða,
Stéttarfélag Vesturlands, Verkalýðsfélag Akraness, Verkalýðsfélag Grindavíkur,
Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur, Verkalýðs- og sjómannafélag
Sandgerðis, Verkalýðsfélag Snæfellinga, Verkalýðsfélag Suðurlands, Verkalýðs-
félag Vestfirðinga og Verkalýðsfélag Þórshafnar.
● Aðgerðir félaganna hafa mestanpart áhrif utan höfuðborgarsvæðisins (ein-
hverjar ferðir atvinnubílstjóra út á land falla þó niður). Aðgerðirnar ná hins
vegar til bróðurparts landsins að öðru leyti og hafa áhrif á fjölda vinnustaða.
Meðal annars verður röskun á póstþjónustu á landsbyggðinni.
Þá stendur enn ótímabundið verkfall hjá hluta aðildarfélaga Bandalags
háskólamanna (BHM). Í dag er 30. dagur í verkfalli fimm þeirra:
● Félag geislafræðinga– en verkfall þeirra hefur meðal annars áhrif á starfsemi
Landspítalans í þá veru að ekki er hægt að framkvæma margvíslegar rann-
sóknir sem krefjast röntgenmyndatöku.
● Félag lífeindafræðinga– verkfall þeirra hefur sömuleiðis áhrif á framkvæmd
rannsókna á Landspítalanum, en lífeindafræðingar starfa á rannsóknastofum
sjúkrahúsa og fyrirtækja í erfðagreiningu og lyfjaiðnaði, auk stofnana sem
þjóna landbúnaði.
● Félag íslenskra náttúrufræðinga á Landspítala– náttúrufræðingar í heilbrigðis-
þjónustu koma meðal annars að hlutum sem snerta frumu- og sameinda-
líffræði, eðlis- og efnafræði, lífeðlis- og lífefnafræði, erfðafræði og líftækni,
örveru- og veirufræði, ónæmisfræði, blóðbankafræði, vefjafræði, meinafræði,
faralds fræði, tölfræði og kerfislíffræði.
● Ljósmæðrafélag Íslands á Landspítala (þri., mið. og fim.)– verkfall ljósmæðra
raskar starfsemi kvennadeildar, en undanþágur hafa verið veittar, svo sem
vegna keisaraskurðaðgerða.
● Stéttarfélag lögfræðinga hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu– verk-
fallið veldur því að ekki er hægt að ganga frá alls kyns opinberum skiptum,
gjaldþrota- eða skiptum dánarbúa, skilnuðum, hjónavígslum og fleiri hlutum.
● Þann 9. apríl hófst ótímabundið verkfall félaga í Ljósmæðrafélagi Íslands á
Sjúkrahúsinu á Akureyri. Þar er verkfall á mánudögum og fimmtudögum. Og
eru þær aðgerðir því á 28. degi.
Þá hefur verkfall í dag staðið í 17 daga hjá eftirtöldum félögum, en það
hófst 20. síðasta mánaðar:
● Félag íslenskra náttúrufræðinga á Matvælastofnun– verkfallið hefur áhrif á
margvíslega starfsemi stofnunarinnar, svo sem vegna eftirlits með plöntu-
heilbrigði, matvælaöryggi og neytendavernd.
● Stéttarfélag háskólamanna á matvæla- og næringarsviði á Matvælastofnun–
verkfall háskólamanna raskar margvíslegu eftirliti og rannsóknum sem unnar
eru hjá MAST.
● Dýralæknafélag Íslands– verkfallið hefur stórfelld áhrif á matvælaframleiðslu
því uppáskrift dýralækna og eftirlit þarf við hvers konar slátrun og einnig
vegna innflutnings dýraafurða. Þá raskast eftirlit sem
haft er með heilbrigði og velferð dýra.
● Að auki stendur svo yfir verkfall Félags háskóla-
menntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins hjá
Fjársýslu ríkisins. Þær aðgerðir hófust 20. apríl
og standa til 8. þessa mánaðar. Í byrjun verkfalls
var veitt undanþága til þess að hægt yrði að
greiða út barnabætur, en viðbúið er að margvís-
legar greiðslur aðrar og afgreiðsla hjá Fjársýsl-
unni raskist haldi verkfall áfram.
VERKFALLSAÐGERÐIR SEM ERU Í GANGI
70%
starfsfólks KEA hótela
eru í Starfsgreinasambandinu (SGS).
Þeim átti mögulega að loka á meðan
verkfall gengur yfir.
2.000
fyrirtæki í ferðaþjónustu,
matvælaframleiðslu
og á fleiri sviðum víða um land verða
fyrir skakkaföllum vegna verkfalla SGS.
16
félög SGS eru í allsherjar-
verkfalli
í dag og á morgun og má búast við
að um tíu þúsund manns leggi niður
störf.
4.000
svínum hefur ekki
verið slátrað
vegna verkfalls dýralækna.
20%
hækkun á þremur árum
hefur verið lögð til í samningavið-
ræðum af hálfu Samtaka atvinnu-
lífsins (SA). Er mun minna miðað
við breytingar á vinnutíma segja
verkalýðsfélögin.
NOKKRAR STÆRÐIR TENGDAR VERKFALLSAÐGERÐUM OG KJARABARÁTTU
„Það er verið að þíða kjöt fyrir
okkur,“ segir Sigurður B. Sigurðs-
son, eigandi veitingastaðarins
Hanans, þar sem á boðstólum er
kjúklingakjöt. Sem kunnugt er
stöðvaðist öll slátrun í verkfalli
dýralækna og því kjötskortur fyrir
dyrum.
„En enn þá er þetta í lagi og
verður það hugsanlega næstu
sjö til tíu daga,“ segir
Sigurður, sem segist
enn sem komið
er ekki hugsa
mikið lengra
en fram
í þann
tíma sem hann er búinn að
tryggja veitingastað sínum
hráefni. „Þetta er eins og hjá
öllum hinum, það er bara
verið að vinna úr kistunni,
en það náttúrlega minnkar í
henni.“
Að þeim tíma liðnum segir
Sigurður menn verða
að leita annarra
lausna. „Af því
við erum ekki
pólitíkusar og
ráðum ekki
við þetta.“
Þá verði
bara
að bjóða grænmetisfæði eða eitthvað
ámóta til að halda rekstrinum gangandi.
„En ég er bjartsýnismaður og trúi ekki
öðru en að þeir klári þetta mál á ein-
hvern hátt. Þegar allir eru að skaðast þá
hljóta menn að vilja komast niður á ein-
hverja lausn.“ Hann sé hins vegar bara
þriðji aðili í launadeilu BHM og ríkisins
og fylgist með þróun mála á hliðar-
línunni og bregðist við framvindunni.
- óká
Reynslusögur almennings af áhrifum verkfallanna hér á landi:
Verður í lagi næstu 7 til 10 daga
Fréttablaðið leitar að sögum
sem tengjast verkfallsaðgerðum.
Láttu okkur endilega vita af skemmti-
legum, eða miður skemmtilegum,
sögum með því að senda okkur póst
á ritstjorn@frettabladid.is.
Verkfallsaðgerðir VR, aðildarfélaga
Landssambands íslenskra verzl-
unar manna (LÍV) og Flóabandalags-
ins (Eflingar, Hlífar og VSFK) hefj-
ast að óbreyttu 28. þessa mánaðar.
Í tilkynningu sem félögin sendu frá
sér í gær kemur fram að atkvæða-
greiðslu um aðgerðirnar eigi að
ljúka ekki síðar en 20. maí.
Fram kemur að félögin hafi verið
samningslaus í tvo mánuði og enn
hilli ekki undir nýjan kjarasamn-
ing. Þau vísuðu deilum sínum til rík-
issáttasemjara 17. apríl, en viðræð-
ur voru árangurslausar og var þeim
slitið undir lok apríl. „Á grundvelli
15. greinar laga númer 80 frá 1938
boða félögin nú til atkvæðagreiðslu
um verkföll á félagssvæðum sínum.“
Í tilkynningunni, sem Ólafía B.
Rafnsdóttir, formaður VR, Guð-
brandur Einarsson, formaður LÍV,
og Sigurður Bessason, formaður Efl-
ingar, skrifa undir, segir að ákvörð-
un um vinnustöðvun sé ekki auð-
veld og verkfallsvopninu aldrei beitt
nema í ýtrustu neyð.
„En viðbrögð atvinnurekenda
gagnvart sanngjörnum kröfum
okkar eru slík að við eigum engra
annarra kosta völ. Atvinnurekend-
ur hafa ekki sýnt vilja til að koma
viðræðum í þann farveg að þær skili
árangri. Þær aðgerðir sem við greið-
um nú atkvæði um eru þannig eina
leið okkar til að knýja á um breyt-
ingar.“
Forsvarsmenn félaganna segjast
telja að stuðningur við fyrirhugað-
ar aðgerðir sé víðtækur og almenn-
ur meðal félagsmanna. „Markmið
okkar er ekki að valda tjóni, heldur
leggja áherslu á þær kröfur að jafn-
ræði ríki meðal launafólks í íslensku
samfélagi.“ Ekki verði unað við þá
stefnu sem ríki og sveitar félög hafi
markað í kjaramálum og valdi aukn-
um ójöfnuði. „Þessi stefna hefur
valdið misvægi í kaupmætti hópa
launafólks. Við þetta verður ekki
unað.“
Farið er fram á leiðréttingu kjara
félagsmanna sem lagt hafi sitt af
mörkum við gerð síðustu kjarasamn-
inga og sýnt ábyrgð. „Við öxlum hins
vegar ekki ein ábyrgð á stöðugleika
á vinnumarkaði. Það dugar skammt
að lýsa yfir góðæri, ef ávinningar
stöðugleika eiga einungis að falla í
skaut atvinnurekenda en launafólki
verði einungis skammtaðar lág-
markshækkanir,“ segir í bréfi for-
mannanna.
Byrjað verður á vinnustöðvunum í
tilteknum atvinnugreinum á félaga-
svæði VR, LÍV og Flóabandalags-
ins á tímabilinu 28. maí til og með
5. júní. Frá og með 6. júní hefst svo
ótímabundið allsherjarverkfall.
olikr@frettabladid.is
VR, LÍV og Flói eru
saman í aðgerðum
Fyrstu verkföll VR, LÍV og Flóabandalagsins hefjast 28. maí verði aðgerðir sam-
þykktar í atkvæðagreiðslu félagsmanna. Stefnt er að ótímabundnu allsherjarverk-
falli frá og með 6. júní, takist ekki samingar. Ekki dugi það eitt að lýsa yfir góðæri.
Hvenær? Hvað?
28. og 29. maí Hópbifreiðafyrirtæki frá miðnætti 28. til miðnættis 29.
30. og 31. maí Hótel, gisti- og baðstaðir frá miðnætti 30. til miðnættis 31.
31. maí og 1. júní Flugafgreiðsla frá miðnætti 31. til miðnættis 1.
2. og 3. júní Skipafélög og matvöruverslanir frá miðnætti 2. til miðnættis 3.
4. og 5. júní Olíufélög frá miðnætti 4. til miðnættis 5.
6. júní Ótímabundið allsherjarverkfall frá miðnætti
➜ Vinnustöðvanir VR, LÍV og Flóans
Á LEIÐ Í LAND Ljóst er að þjónusta við ferðamenn raskast mikið komi til verkfalla
VR, LÍV og Flóabandalagsins. Fyrstu aðgerðir snerta hópbifreiðafyrirtæki, 28. og 29.
maí. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
SIGURÐUR B.
SIGURÐSSON
VERKALÝÐSBARÁTTAN
!
Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000
www.heimsferdir.is Bir
t m
eð
fy
rir
va
ra
u
m
p
re
nt
vi
llu
r.
H
ei
m
sf
er
ði
r á
sk
ilj
a
sé
r r
ét
t t
il
le
ið
ré
tt
in
g
a
á
sl
ík
u.
A
th
. a
ð
ve
rð
g
et
ur
b
re
ys
t á
n
fy
rir
va
ra
.
Frá kr. 79.900
Lissabon
14. maí í 3 nætur
Netverð á mann frá kr. 79.900 á Hotel Skyna m.v. 2 í herbergi.
39.900
Flugsæti frá kr.
1
5
-0
9
-2
0
1
5
1
0
:2
3
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
3
B
-A
1
7
C
1
6
3
B
-A
0
4
0
1
6
3
B
-9
F
0
4
1
6
3
B
-9
D
C
8
2
8
0
X
4
0
0
3
B
F
B
0
4
8
s
_
5
_
5
_
2
0
1
5
C
M
Y
K