Fréttablaðið - 06.05.2015, Síða 20
| 4 6. maí 2015 | miðvikudagur
Algjör umbreyting hefur orðið á hluta-
bréfamarkaðnum frá árinu 2009, segir
Páll Harðarson, forstjóri Nasdaq Ice-
land. „Það hafa komið inn mörg öfl ug
félög, markaðsverðið hefur fjórfaldast
á þessum tíma. Farið úr 200 milljörðum
í 800 milljarða,“ segir Páll í samtali við
Markaðinn. Þetta þýði það að markaðs-
virði félaga sé komið upp í 40 prósent af
landsframleiðslu.
„Það stefnir í það innan fárra ára að
markaðurinn verði það afl í þjóðfélag-
inu sem hann er í löndunum í kringum
okkur og þessi stuðningur við atvinnu-
lífi ð sem við viljum að hann verði,“ segir
Páll. Á sama tíma og markaðsvirðið
hefur fjórfaldast hafa viðskiptin þrettán-
faldast.
Á árinu 2009 hafi dagleg viðskipti
numið 100 milljónum króna, en nú
séu þau komin upp í 1.300 milljónir. Á
vissum tímabilum geti viðskipti orðið
enn meiri. „Eins og í kringum uppgjör
félaga. Í slíkum tilfellum eru viðskipt-
in í kringum tveir milljarðar. Þetta er
gjörbreytt ásýnd og auðvitað hefst þetta
fyrir alvöru með skráningu Haga síðla
árs árið 2011 þannig að þetta er í raun og
veru ekkert langur tími. Þetta er í þrjú
og hálft ár sem þessi uppbyggingarfasi
hefur staðið yfi r,“ segir Páll.
Í liðinni viku hófust viðskipti með bréf
í fasteignafélaginu Eik. Það var þriðja
fasteignafélagið sem var skráð á markað.
Þar eru jafnframt skráð þrjú trygginga-
félög, auk annarra félaga. „Skoðanaskipt-
in verði áhugaverðari, að því leyti til held
ég, að það sé áhugavert að vera með mörg
félög í hverri grein,“ segir Páll. Hann
segir jafnframt að auðvelt sé að færa sig
á milli greina, jafnvel milli hlutabréfa
og skuldabréfa. Það séu að myndast fjöl-
breyttari fjárfestingarkostir sem geri
markaðinn skilvirkari, áhugaverðari
fyrir fjárfesta og meira aðlaðandi kost
bæði fyrir fagfjárfesta og almenna fjár-
festa. „Og ég á alveg von á því að þessi
þróun haldi áfram,“ segir Páll.
Í vetur gaf Kauphöllin út ritið Aukin
virkni og gagnsemi íslensks verðbréfa-
markaðar. „Við höfum fylgt þessu eftir
og rætt þetta áfram meðal hagsmuna-
aðila, en þessar tillögur eru að nokkru
leyti sprottnar upp úr samtali við aðila á
markaði. Við höfum átt í viðræðum við
stjórnvöld og höfum fengið ágætar við-
tökur,“ segir Páll. Hann segir fyrstu við-
brögð stjórnvalda vera jákvæð og telur
að almennt sé skilningur á því meðal
stjórnvalda að þetta skipti máli.
„Ein af þessum tillögum sneri að
möguleika lífeyrissjóða til þess að fjár-
festa á markaðstorgi fjármálagjörn-
inga. Ég get ekki séð betur en að það sé
þverpólitískur stuðningur við það frum-
varp sem er inni á þingi sem myndi
leiða til þess að lífeyrissjóðirnir fengju
aukaheimild upp á fi mm prósent af sínu
eignasafni til þess að fjárfesta á mark-
aðstorgum fjármálagerninga. Það frum-
varp er komið í gegnum tvær umræður
á þingi og ég geri mér góðar vonir um að
það fari í gegn,“ segir Páll.
Þá hafi Kauphöllin einnig átt í viðræð-
um við stjórnvöld um tillögur sem gera
það auðveldara og ódýrara fyrir smærri
fyrirtæki að koma inn á markaðinn. „Þar
höfum við átt samtal og mín upplifun er
sú að þessar tillögur hafi mætt góðum
skilningi en engar ákvarðanir verið tekn-
ar af hálfu stjórnvalda,“ segir Páll.
jonhakon@frettabladid.is
Algjör umbreyting á örfáum árum
Forstjóri Nasdaq á Íslandi segir mikla breytingu hafa orðið á Kauphöllinni á örfáum árum. Verðmæti félaga
hefur aukist úr 200 milljörðum í átta hundruð milljarða og viðskipti aukist úr 100 milljónum á dag í 1.300.
Félag Nýskráningardagur
Marel hf. 29.6.1992
HB Grandi hf. 15.12.1992
Nýherji hf. 30.10.1997
Össur hf. 11.10.1999
Icelandair Group hf. 14.12.2006
Føroya Banki P/F 21.6.2007
Hagar hf. 16.12.2011
Reginn hf. 2.7.2012
Eimskipafélag Íslands hf. 16.11.2012
Fjarskipti hf. 18.12.2012
Vátryggingafélag Íslands hf. 24.4.2013
Tryggingamiðstöðin hf. 8.5.2013
N1 19.12.2013
Sjóvá-Almennar tryggingar hf. 11.4.2014
Reitir fasteignafélag hf. 9.4.2015
Eik fasteignafélag hf. 29.4.2015
Skráð félög í Kauphöllinni
FAGNAÐ Það þótti ærin ástæða til að fagna þegar Fasteignafélagið Eik var skráð á Markað í síðustu viku.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Fallorka ehf., sem er að stærstum
hluta í eigu Akureyrarkaupstað-
ar, skilaði yfi r 100 milljóna króna
hagnaði í fyrra.
Félagið framleiðir rafmagn til
endursölu á Eyjafjarðarsvæð-
inu og byggir upp raforkuver til
framleiðslu. Andri Teitsson, fram-
kvæmdastjóri Fallorku, er ánægð-
ur með árangurinn og segir félagið
í stakk búið til að efl a raforku-
framleiðslu enn frekar. „Allt hélst
í hendur á síðasta starfsári. Fram-
leiðsla í virkjunum okkar í Djúpa-
dal gekk áfallalaust fyrir sig og
markaðsstarf gekk einnig vel. Við
erum stolt af því að geta boðið gott
verð á rafmagni til almennings
um þessar mundir en okkar verð
eru hagstæðari en það sem stóru
fyrir tækin í landinu eru að bjóða,“
segir Andri.
Fallorka mun á næstu misserum
hefjast handa við byggingu nýrr-
ar virkjunar ofarlega í Glerár-
dal, ofan Akureyrar, og verður
miðlunarlón inni í dalnum sem á
að gefa af sér rúmlega þrjú mega-
vött. „Við erum þessa dagana að
hefja útboð á vél- og rafbúnaði
fyrir nýja virkjun ofan Akureyr-
ar. Ef allt gengur að óskum verður
sú virkjun tekin í notkun snemma
árs 2017,“ segir Andri. Með þess-
um framkvæmdum opnast mögu-
leikar almennings á því að nýta
sér Glerárdalinn sem fólkvang. „Í
leiðinni munum við leggja nýjan
göngustíg inn Glerárdalinn sem
mun gera dalinn mun aðgengilegri
fyrir Eyfi rðinga og ferðamenn til
útivistar.
Fallorka á Akureyri skilaði 100 milljóna króna hagnaði í fyrra. Félagið framleiðir rafmagn til endursölu á Eyjafjarðarsvæðinu og byggir upp raforkuver til framleiðslu:
Útboð búnaðar í Glerárdalsvirkjun í pípunum
AKUREYRI Fallorka framleiðir og selur rafmagn og er að öllu leyti í eigu Norðurorku á Akur-
eyri. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Hið gamalgróna fyrirtæki Þykkva-
bæjarkartöfl ur hf. er til sölumeð-
ferðar hjá KPMG. Þetta staðfestir
Markús Ársælsson, stærsti eigandi
fyrirtækisins.
„KPMG er með fyrirtækið í sölu-
meðferð og leitar nú að áhugasömum
kaupendum. Fyrirtækið stendur vel
á þessum tíma og við erum aðeins
að velta þessu fyrir okkur,“ segir
Markús.
KPMG hefur verið með fyrirtækið
í sölumeðferð í um fjórar vikur og
ætlar KPMG að taka nokkrar vikur
til viðbótar til að fi nna fjárfesta sem
vilja kaupa fyrirtækið.
Hagnaður varð á rekstri félagsins
á árinu 2013 sem nam 13,5 milljón-
um króna samanborið við 25 millj-
óna króna tap árið áður.
Á fjórða tug einstaklinga eru hlut-
hafar í fyrirtækinu sem hefur sér-
hæft sig á síðustu árum í fullvinnslu
á kartöfl um til neytenda. Rúmlega
tuttugu starfsmenn vinna hjá fyrir-
tækinu í dag.
Friðrik Magnússon, framkvæmda-
stjóri fyrirtækisins, vildi ekki ræða
við blaðamann um sölu fyrirtækisins
þegar eftir því var leitað. - sa
Taka sér nokkrar vikur til að finna mögulega fjárfesta að fyrirtækinu:
Þykkvabæjar til sölu
UPPSKERA Þykkvabæjar er stórtækt fyrirtæki
í kartöfluframleiðslu.
Rekstrarvörur
1
5
-0
9
-2
0
1
5
1
0
:2
3
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
3
C
-1
3
0
C
1
6
3
C
-1
1
D
0
1
6
3
C
-1
0
9
4
1
6
3
C
-0
F
5
8
2
8
0
X
4
0
0
6
A
F
B
0
4
8
s
_
5
_
5
_
2
0
1
5
C
M
Y
K