Fréttablaðið - 06.05.2015, Side 13

Fréttablaðið - 06.05.2015, Side 13
MIÐVIKUDAGUR 6. maí 2015 | SKOÐUN | 13 FLUTTIR Velkomin í einn stærsta sýningarsal notaðra bíla á landinu að Kletthálsi 13. Enn betri þjónusta í enn betra umhverfi. HEKLA notaðir bílar. Klettháls 13 · HeklaNotadirBilar.is · 590 5040 Samkvæmt svonefndu makrílfrumvarpi sjávar- útvegsráðherra er gert ráð fyrir því að úthlut- að verði veiðiheimild- um (kvótum) í makríl, til veiða innan og utan efnahagslögsögunnar, að meginstefnu á grundvelli aflareynslu á almanaks- árunum 2011-2014. Þótt sú ákvörðun að miða úthlutun kvóta við afla- reynslu sé vafalaust umdeild, getur hún vart komið á óvart í ljósi sögu íslenskrar fisk- veiðistjórnar og meginreglna gildandi laga. Öðru máli gegnir um þá ráðagerð frumvarpsins að úthluta veiðiheimildum með því fororði að „óheimilt sé að fella þær úr gildi, að hluta eða öllu leyti, með minna en sex ára fyrirvara“. Þótt úthlutun kvóta í makríl eigi í orði kveðnu að vera „tímabundin“ gerir frumvarpið ráð fyrir því að veiðiheimildir haldist óbreyttar nema til komi uppsögn í formi lagabreytingar sem tekur gildi sex árum síðar. „Úthlutun samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt“ Með setningu ótímabundinna laga um fiskveiðistjórn árið 1990 urðu veiðiheimildir útgerðar- manna varanlegar í þeim skiln- ingi að þeim var ekki lengur markaður sérstakur gildis- tími. Hins vegar lá skýrt fyrir að þessi réttindi voru fengin útgerðarmönnum með þeim fyrir vara að úthlutun samkvæmt lögunum myndaði ekki eignar- rétt eða óafturkallanlegt for- ræði þeirra yfir veiðiheimild- um (sbr. nú 3. málslið 1. gr. laga 116/2006 um fiskveiðistjórn). Með lögum nr. 151/1996 um fisk- veiðar utan fiskveiðilögsögu Íslands voru meginreglur kvóta- kerfisins rýmkaðar til veiða utan efnahagslögsögunnar en jafn- framt áréttað að úthlutun kvóta vegna þessara veiða myndaði ekki eignar rétt frekar en gerðist innan lögsögunnar. Makrílfrumvarp sjávarútvegs- ráðherra verður ekki skilið á aðra leið en að úthlutun kvóta í makríl eigi ekki að lúta þeim almenna fyrirvara íslenskrar fiskveiðistjórnarlöggjafar sem áður ræðir. Frá lagalegu sjónar- miði fer þannig vart á milli mála að tryggja á útgerðum „ákveð- inn fyrirsjáanleika“ (eins og það er orðað) með því að stofna til réttinda sem njóta verndar eignarréttarákvæðis stjórnar- skrárinnar. Hér er því um að ræða róttæka stefnubreytingu um grundvallaratriði íslenskrar fiskveiðistjórnar. Hversu mikil vernd í raun? Frá stjórnskipulegu sjónarmiði verður heimild löggjafans til þess að setja lög, breyta lögum og afnema þau ekki af honum tekin með almennum lögum. Stofnun eignarréttinda, svo sem frumvarpið gerir ráð fyrir, þýðir því fyrst og fremst að umtals- verðar skerðingar á veiðiheim- ildum geta haft bótaskyldu í för með sér – ekki að breytingar séu útilokaðar. Ákvörðun bóta á grundvelli eignarréttarákvæð- is stjórnarskrár er síður en svo einfalt mál, ekki síst ef staðan er sú að réttindi hafa ekki verið alfarið tekin af mönnum og þeir geta að meginstefnu haldið áfram starfsemi sinni. Einnig fer ekki á milli mála að ýmsar minniháttar skerðingar á veiði- heimildum eru heimilar hvað sem líður eignarréttarvernd. Auk þess yrði heimilt að skatt- leggja veiðiheimildir líkt og önnur eignarréttindi. Það er því býsna óljóst, og reyndar alfarið óútskýrt, hvaða raunverulegu vernd það er talið hafa í för með sér að „óheimilt sé að fella veiði- heimildir úr gildi“ með lögum. Rétt er að rifja upp að þrátt fyrir rúmar heimildir hefur ekki verið haggað við grundvallaratriðum kvótakerfisins á undanförnum áratugum. Einnig af þessari ástæðu er fullt tilefni til þess að spyrja hvaða væntingar menn hafi til inntaks aukinnar eignar- réttarverndar og „fyrirsjáan- leika“ á þessu sviði og þá hvort þessar væntingar séu fyllilega raunhæfar. Gegn stefnumótun í auðlindamálum? Þær hugmyndir sem fram hafa komið um grunnskipun auðlinda- mála á síðustu áratugum hafa gert ráð fyrir því að hvers kyns úthlutun nýtingarheimilda til einkaaðila, t.d. úthlutun kvóta í fiskveiðum, eigi ekki að skapa þeim eignarrétt (sjá nú síðast áfangaskýrslu stjórnarskrár- nefndar, júní 2014). Samkvæmt þessum hugmyndum verða hand- hafar kvótans að sætta sig við að fiskveiðistjórn snertir samfé- lagið allt – auðlindin er ótvíræð „þjóðareign“ í þessum skilningi – og hlýtur að vera meðal þess sem tekist er á um og ráðið er til lykta með lýðræðislegum hætti. Af þessu leiða hins vegar óhjá- kvæmilega ákveðnar takmarkan- ir á varanleika og fyrirsjáanleika nýtingarheimilda. Rekstrar- öryggi verður því að ná með sam- félagslegri sátt sem getur orðið grunnur að pólitískum stöðug- leika og varanlegum friði um fiskveiðistjórn. Það getur vart talist heppilegt skref í átt að fyrir sjáanleika á slíkum grunni að gera tilraun til þess að klappa kvótann í berg með illa undirbún- um lagakrókum, svo sem ætlunin virðist vera með makrílfrum- varpi sjávarútvegsráðherra. Kúvending í fi skveiðistjórn? SJÁVAR- ÚTVEGUR Skúli Magnússon lögfræðingur ➜ Makrílfrumvarp sjávarútvegsráðherra verður ekki skilið á aðra leið en að út- hlutun kvóta í makríl eigi ekki að lúta þeim almenna fyrirvara íslenskrar fi skveiði- stjórnarlöggjafar sem áður ræðir. Uppnefndur pilsfaldur Nýjasta newspeak bófaflokkanna í ríkisstjórn er „fyrir- sjáanleiki“, sem áður hét pilsfaldur ríkisins eða pilsfalda- kapítalismi. Það er sú séríslenzka andúð á frjálsum markaði, sem lýsir sér í, að ríkið skuli tryggja gróðafíklum gróðann. Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra segir, að fyrirsjáanleiki sé nauðsynlegur í því, sem áður hét kvótasetning. Núna heitir hún „hlutdeildarsetning“, samkvæmt newspeak. Kvótagreifarnir, sem kosta og eiga bófana og bófaflokk- ana tvo, hafa lengi hatað frjálsan markað meira en nokkurt annað fyrirbæri. Til þess að leyna sínum sósíalisma andskotans tala bófarnir newspeak á borð við fyrirsjáanleika. http://www.jonas.is Jónas Kristjánsson AF NETINU 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 3 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 3 B -4 8 9 C 1 6 3 B -4 7 6 0 1 6 3 B -4 6 2 4 1 6 3 B -4 4 E 8 2 8 0 X 4 0 0 2 A F B 0 4 8 s _ 5 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.