Fréttablaðið - 06.05.2015, Qupperneq 22
| 6 6. maí 2015 | miðvikudagur
Landsvirkjun stendur á tímamót-
um nú þegar fi mmtíu ár eru liðin
frá stofnun fyrirtækisins. Upphaf
rekstursins má rekja til þess þegar
Búrfellsvirkjun var reist árið 1965.
Hörður Arnarson forstjóri leit yfi r
farinn veg og kynnti framtíðarsýn
fyrirtækisins á ársfundi sem var
haldinn í gær.
Umfangsmikil framkvæmd
„Í heildina þá teljum við að fyrir-
tækið standi á traustum grunni,
sem hefur verið lagður á þess-
um fi mmtíu árum. Það hafa verið
teknar margar farsælar ákvarð-
anir, en oft erfi ðar ákvarðanir og
fl óknar ákvarðanir,“ segir Hörður
Arnarson, forstjóri Landsvirkjun-
ar, í samtali við Markaðinn. Hann
nefnir sem dæmi að það hafi verið
mikil ákvörðun að ráðast í Búr-
fellsvirkjun. Umfangið á fram-
kvæmdinni hafi verið mikið og það
verið óvissu háð að byggja fl ókna
vatnsafl svirkjun í jökulfl jóti sem
hafði ekki verið gert áður, hátt
uppi á hálendi Íslands. Efnahags-
legt umfang framkvæmdarinnar
hafi verið gríðarlega mikið. „Menn
hafa tekið fjölmargar svona ákvarð-
anir í sögu Landsvirkjunar sem
hafa síðan reynst farsælar. Hönn-
un virkjana hefur undantekningar-
laust gengið vel og reksturinn hefur
einnig gengið vel og síðan erum við
með langan líftíma á þeim. Eins og
til dæmis Búrfellsvirkjun sem er
bara eins og ný í dag. Sogsvirkjan-
ir, sem eru enn þá eldri, sjötíu ára
gamlar, þær eru ekkert farnar að
gefa eftir,“ segir hann.
Hörður segir að þetta hafi alls
ekki verið augljóst þegar Búr-
fellsvirkjun var byggð. „Þá töldu
menn að þetta væri trúlega ein-
hver síðasta vatnsafl svirkjun sem
yrði byggð fyrir stóriðju. Þá var
kjarnorkan að koma inn og þá töldu
menn að kjarnorkan myndi leysa öll
heimsins vandamál. Það hefur alls
ekkert orðið raunin og þessir endur-
nýjanlegu orkugjafar eru að sækja
í sig veðrið og sérstaklega vatnsafl -
ið,“ segir Hörður.
Sterkari fjárhagur fyrirtækisins
Hörður segir að fjárhagur Lands-
virkjunar hafi styrkst mikið. „Á síð-
ustu fi mm árum hefur fyrirtækið
greitt niður lán að upphæð 82 millj-
arðar samtímis því að fjárfesta
fyrir um 68 milljarða,“ segir Hörð-
ur. Fjármunamyndunin sé því um
150 milljarðar og eiginfjárhlutfallið
komið í um fjörutíu prósent. „Þannig
að fyrirtækið er stöðugt að styrkja
sig, en við verðum að halda áfram
að styrkja fjárhaginn. Við skuld-
um enn þá of mikið. Ef við höldum
áfram núna í svona tvö til þrjú ár
að greiða niður skuldir þá teljum
við okkur vera komin á þann stað
þar sem fyrirtækið þarf að vera.
Þá erum við líklega komin á þann
stað að fyrirtækið getur endurfjár-
magnað lán sem eru á gjalddaga á
hagkvæman hátt og án ríkisábyrgð-
ar. Þá hefur fyrirtækið möguleika á
að borga verulegan arð,“ segir Hörð-
ur. Hann bendir á að fyrirtækið hafi
greitt um einn og hálfan milljarð á
ári undanfarin fjögur ár.
„Sem er ágætisarðgreiðsla í
hugum margra en fyrir fyrirtæki
á stærð við Landsvirkjun, með þær
eignir og með það eigið fé, þá er
það lágt. En það er eingöngu af því
að við höfum verið að borga niður
lánin. Við höfum fyrst og fremst
verið að nota alla þá peninga sem
hafa myndast hjá fyrirtækinu í
lækkun skulda,“ segir Hörður. En
þegar aðgengi að endurfjármögn-
un verði betra þá geti eigandinn,
það er íslenska ríkið, ákveðið að í
staðinn fyrir að fyrirtækið greiði
niður lánin þá sé hægt að auka arð-
greiðslur. Eftir tvö til þrjú ár geti
fyrirtækið farið að greiða stigvax-
andi meiri arð og hann geti innan
fárra ára verið kominn upp í 10 til
20 milljarða króna á ári miðað við
núverandi rekstur. Arðgreiðslurn-
ar gætu orðið enn hærri ef raforku-
verð hækkar.
Hörður segir markmiðið vera að
ná betri styrk til þess að fyrirtækið
geti endurfjármagnað sig án ríkis-
ábyrgðar. „Já, við teljum að það sé
forsendan fyrir því að við borg-
um eigandanum okkar arð. Það er
að við þurfum ekki að biðja hann
um ábyrgð. Það er ákveðin mót-
sögn að okkar mati í því að fjár-
magna sig með ábyrgð eiganda en
að greiða honum um leið arð. En
það er að sjálfsögðu alltaf eigand-
inn sem ákveður þetta. Eigandinn
hefur stutt vel við fyrirtækið með
því að taka lítinn arð út úr því. Það
hefur gert því kleift að vaxa mikið
með byggingu virkjana og núna að
lækka skuldirnar sem var nauð-
synlegt eftir mikið uppbyggingar-
tímabil sem lauk árið 2007,“ segir
Hörður.
Keyptu hlut sveitarfélaganna
Allt til ársins 2006 áttu Reykja-
víkur borg og Akureyrarbær helm-
ingshlut í Landsvirkjun á móti
ríkinu, en í nóvember það ár var
undirritaður samningur um kaup
íslenska ríkisins á hlutum sveitar-
félaganna. Skipti breytt eignarhald
máli?
„Það var ýmislegt í stjórnar-
háttum fyrirtækisins sem breytt-
ist á sama tíma. Ég held að það hafi
myndast betri sátt um stjórnun
Landsvirkjunar. Stjórn Landsvirkj-
unar hefur um langt árabil verið
mjög samhent, sem er mjög mikil-
vægt. Áður fyrr voru oft pólitísk-
ar deilur teknar inn í stjórnina. En
um leið og eignarhaldið breyttist
tókst eigandanum að koma bættum
stjórnarháttum í stjórnina,“ segir
Hörður.
Stjórnendur Landsvirkjunar hafa
áhuga á að leggja sæstreng til Bret-
lands, eruð þið og eigandinn að tala
sama máli þar?
„Já, það myndi ég segja. Það
sem við erum að leggja áherslu
á er að þetta mál verði skoðað af
fullri alvöru. Við teljum að það séu
mjög áhugaverð tækifæri bara út
af ástandi í orkukerfi nu í Bretlandi.
Það er mikill áhugi í Bretlandi í dag
að skoða sæstreng til Íslands. Þeir
eru að tengja sig við Noreg, Dan-
mörku, Holland, Þýskaland, Írland.
Þeir eru að tengja sig við öll þessi
lönd af því að orku öryggi Bretlands
er í hættu,“ segir Hörður.
„Við teljum að það sé sterkur
stuðningur við að skoða þetta mál.
En það er vissulega mikilvægt að
skoða þætti eins og hvaða áhrif
þetta hefur á orkuverð til heim-
ila og hvaða áhrif þetta hefur á
starfsumhverfi orkufreks iðnaðar,
hvaða umhverfi sáhrif þetta hefur
og svo framvegis,“ segir Hörður.
Hann leggur áherslu á að Lands-
virkjun sé ekki að hvetja til þess
að sæstrengur verði lagður held-
ur að málið sé skoðað gaumgæfi -
lega. Það séu núna mjög góðar
aðstæður í Bretlandi til þess að
leggja sæstreng þangað. „Niður-
staðan gæti leitt til þess að þetta
sé ekki rétt á þessum tímapunkti,
en það er hins vegar afar líklegt að
það verði lagður sæstrengur milli
Íslands og Bretlands einhvern tím-
ann,“ segir Hörður. Hann segir að
það muni taka minnst tvö til þrjú
Stefna á fjármögnun án ríkisábyrgðar
Fimmtíu ára afmæli Landsvirkjunar var fagnað á ársfundi í Hörpu í gær. Forstjórinn reiknar með að arð-
greiðslur margfaldist á næstu árum. Hann telur að stjórnmálamenn geti náð breiðri sátt um auðlindamál.
VILL SKILA MEIRU Hörður segir að miðað við stærð fyrirtækisins og styrk eigi það að geta skilað miklu meiri arði. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Ég held að það
hafi mynd-
ast betri sátt um
stjórnun Landsvirkj-
unar.
1
5
-0
9
-2
0
1
5
1
0
:2
3
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
3
B
-C
8
F
C
1
6
3
B
-C
7
C
0
1
6
3
B
-C
6
8
4
1
6
3
B
-C
5
4
8
2
8
0
X
4
0
0
4
A
F
B
0
4
8
s
_
5
_
5
_
2
0
1
5
C
M
Y
K