Fréttablaðið - 06.05.2015, Side 37

Fréttablaðið - 06.05.2015, Side 37
MIÐVIKUDAGUR 6. maí 2015 | MENNING | 21 Borealis Band er umfangsmikið verkefni sem er ætlað að höfða til íbúa vestnorrænu höfuð- borganna. Þrír ungir tónlistar- menn frá hverju landi taka þátt og þar af alltaf einn söngvari frá hverju landi. Íslenski söngvar- inn er Unnsteinn Manuel Stefáns- son og hann segir að það sé búið að vera mjög gaman að taka þátt í verkefninu. „Það er svo gaman að kynnast fólki og við erum með svo nátengda sögu. Við byrjuðum í Þórshöfn þar sem við æfðum upp prógrammið í þrjá daga og héldum svo tónleika á fjórða degi. Þaðan fórum við til Kaupmannahafnar þar sem við spiluðum á Norður- atlantsbryggju og loks til Græn- lands og spiluðum í Nuuk. Það var alveg frábært að koma þang- að enda fólkið alveg yndislegt. Síðustu tónleikarnir verða svo í Hörpu á föstudagskvöldið og það má enginn missa af því. Það væri svo gaman að sjá verða framhald á þessu verk- efni með nýju fólki. Það er nefni- lega frábært að fá að kynnast tón- listarmönnum af þessu svæði og við eigum svo margt sameigin- legt og við getum líka lært margt hvert af öðru. Sjálfur fattaði ég til að mynda ekki Ísland fyrr en ég kom til Færeyja sem eru eins og smækkuð mynd af Íslandi.“ - mg Ég fattaði Ísland í Færeyjum Vestnorrænir tónlistarmenn halda tónleika í Hörpu á föstudagskvöldið. BOREALIS BAND Unnsteinn Manuel og félagar í Borealis Band á sviðinu í Hörpu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Föstudagur 8. maí kl. 9 – 11 Norræna húsið Opin dagskrá í tilefni af Norrænu höfuðborgaráðstefnunni í Reykjavík dagana 7.-8. maí. Dagskráin er hluti af hátíðahöldum vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna. Erindi flytja frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands og velgjörðarsendiherra tungumála á vegum UNESCO, Brynhildur Davíðsdóttir prófessor í umhverfis- og auðlindastjórnun við Háskóla Íslands og Hrönn Egilsdóttir, doktorsnemi við Háskóla Íslands sem rannsakað hefur súrnun sjávar. Fundarstjóri er Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar. Allir velkomnir Fimmtudagur 7. maí kl. 16.30 – 18.00 Tjarnarsalur Ráðhúss Reykjavíkur KONUR OG LOFTSLAGSBREYTINGAR BORGIR OG LOFTSLAGSBREYTINGAR Í tilefni af Norrænni höfuðborgaráðstefnu 2015 sem haldin er í Reykjavík dagana 7. – 8. maí kynnir Reykjavíkurborg tvo opna fundi þar sem rætt verður um loftslagsbreytingar í heiminum og aðgerðir gegn þeim út frá sjónarhorni norrænu höfuðborganna. Fundirnir eru öllum opnir. NORRÆN HÖFUÐBORGARÁÐSTEFNA 2015 Opinn fundur borgarstjóra norrænu höfuðborganna þar sem þeir fjalla um viðbrögð og aðlögun höfuðborganna að loftslagsbreytingum. Fundarstjóri er Ellý Katrín Guðmundsdóttir borgarritari. Allir velkomnir Stoppleikhópurinn býður til sannkallaðrar hátíðarsýningar í Gerðubergi í kvöld á verkinu „Upp, upp“ – Æskusaga Hall- gríms Péturssonar eftir Valgeir Skagfjörð. Leikhópurinn hefur í vetur farið víða um landið við góðar undirtektir en nú er komið að síðustu sýningu og segir Egg- ert Kaaber leikari og einn af forsvarsmönnum hópsins að upphaflegt tilefni verksins hafi verið 400 ára afmæli Hallgríms. „Leikritið segir æskusögu Hall- gríms Péturssonar og er að stærstum hluta byggt á bók- inni Heimanfylgju eftir Stein- unni Jóhannesdóttur sem öðrum fremur hefur gert Hallgrími Péturssyni og konu hans, Guð- ríði Símonardóttur, skil í verkum sínum.“ Leikarar í sýningunni eru auk Eggerts þau Katrín Þor- kelsdóttir og Valgeir Skagfjörð en sá síðastnefndi er einnig höf- undur handrits og leikstjóri. Eggert segir verkið sniðið að ungum áhorfendum og miða að því að veita börnum og ungling- um innsýn í lífsbaráttu Íslend- inga á 17. öld og hvaða merkingu það hafði fyrir ungan dreng eins og Hallgrím Pétursson að alast upp í Skagafirði á þeim tíma. „Hvaða áhrif hafði það á hann að dvelja á biskupssetrinu að Hólum í Hjaltadal og ganga í skóla á æðsta menntasetri landsins og kynnast því merka fólki sem þar bjó? Stórviðburðir sögunnar á borð við Kötlugos, farsóttir, hamfaraveður, galdra- brennur og Tyrkjaránið settu svip sinn á uppvöxt þessa mesta stórskálds þjóðarinnar. Þetta er mikið að melta fyrir þá sem eru á unglingsárum í dag. Krökkunum finnst einnig gaman að sjá og heyra að Hall- grímur þótti vera baldinn og hrekkjóttur þegar hann var á þeirra aldri, en við fylgjum honum fram til þess tíma sem hann heldur til Danmerkur í nám. Þess má geta að Stoppleikhús- ið, sem samanstendur alfarið af atvinnuleikurum, er tuttugu ára um þessar mundir. Á þessum tuttugu árum höfum við sett upp 25 íslensk leikverk og við erum stolt af þessum árangri. Okkur finnst því sérstaklega skemmti- legt að geta boðið fólki í leik- húsið í kvöld því það er enginn aðgangseyrir. Hins vegar hvetj- um við fólk til þess að panta sér miða í síma 898-7205 svo það komi ekki að yfirfullu húsi í Gerðubergi í kvöld og þurfi frá að hverfa því það verður aðeins þessi eina sýning.“ - mg Bjóða í leikhús HALLGRÍMUR PÉTURSSON Tilgátu- mynd af Hallgrími ungum eftir Sigur- björgu A. Eiðsdóttur. 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 3 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 3 B -0 D 5 C 1 6 3 B -0 C 2 0 1 6 3 B -0 A E 4 1 6 3 B -0 9 A 8 2 8 0 X 4 0 0 1 A F B 0 4 8 s _ 5 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.