Fréttablaðið - 06.05.2015, Síða 8
6. maí 2015 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 8
Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000
Akureyri • Sími 461 1099
www.heimsferdir.is
B
irt
m
eð
fy
rir
va
ra
u
m
p
re
nt
vi
llu
r.
H
ei
m
sf
er
ð
ir
ás
ki
lja
s
ér
ré
tt
t
il
le
ið
ré
tt
in
g
a
á
sl
ík
u.
A
th
. a
ð
v
er
ð
g
et
ur
b
re
ys
t
án
fy
rir
va
ra
.
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
•
N
M
68
74
4
Frá kr. 99.900
Frábært verð
Frá kr. 156.900
m/morgunmat
Netverð á mann frá kr. 156.900
m.v. 2 fullorðna og 2 börn í
herbergi. Netverð á mann frá
kr. 185.900 m.v. 2 fullorðna í
herbergi.
Frábært verð
Frá kr. 119.900
m/hálfu fæði
Netverð á mann frá kr. 119.900
m.v. 2 fullorðna og 1 barn í
herbergi. Netverð á mann frá
kr. 149.900 m.v. 2 fullorðna í
herbergi.
Frábært verð
Frá kr. 156.900
m/allt innifalið
Netverð á mann frá kr. 156.900
m.v. 2 fullorðna og 2 börn í
herbergi. Netverð á mann frá
kr. 208.900 m.v. 2 fullorðna í
herbergi.
Frábært verð
Frá kr. 99.900
m/hálfu fæði
Netverð á mann frá kr. 99.900
m.v. 2 fullorðnir og 1 barn í
herbergi. Netverð á mann frá
kr. 129.900 m.v. 2 fullorðnir í
herbergi.
10. maí í 13 nætur
Síðustu sætin
Stærsti sólstrandarstaður Marokkó
Agadir
Upplifðu
Agadir er einn af þessum einstöku áfangastöðum sem
maður verður að upplifa. Agadir er fyrst og fremst
áfangastaður sóldýrkenda og aðalaðdráttaraflið er auð-
vitað hin breiða og framúrskarandi hreina gullna strönd.
Hingað kemur fólk til að njóta sólarinnar og skyggnast
inn í einstaka menningu þessarar yndislegu og stoltu
þjóðar. Ekki þarf að fara langt til þess að upplifa menn-
ingu heimamanna, sem gjarnan er gjörólík því sem við
þekkjum. Agadir er staður andstæðna þar sem víst er
að ferðamaðurinn mun upplifa eitthvað nýtt og áður
óþekkt.
Royal Atlas
Iberostar Founty Bay
SÉRTILBOÐ
Kenzi Europa
SÉRTILBOÐ
Amadil Beach
FJÁRMÁL Bjarni Benediktsson fjár-
málaráðherra boðaði á ársfundi
Landsvirkjunar í gær vilja sinn til
þess að stofnaður verði orkuauð-
lindasjóður – varasjóður þjóðarinn-
ar sem hugsaður yrði til að jafna
út sveiflur í efnahagslífinu. „Ég tel
tímabært að við Íslendingar stofn-
um sérstakan orkuauðlindasjóð,
fullveldissjóð okkar Íslendinga sem
í myndi renna allur beinn arður af
nýtingu orkuauðlindanna.“
Bjarni tengdi hugmyndina beint
við þá staðreynd að Landsvirkjun
telur fyrirsjáanlegt innan fárra
ára að arðgreiðslur fyrirtækisins
tí- eða jafnvel tuttugufaldist á við
það sem fyrirtækið skilaði eiganda
sínum í arð eftir síðasta ár – eða
1,5 milljörðum króna. Eftir fund-
inn skýrði Bjarni frekar hugmynd
sína um að RARIK og Orkubú Vest-
fjarða féllu inn í þessa mynd enda
arðgreiðslugeta þar fyrir hendi
eins og hjá Landsvirkjun.
Hörður Arnarson, forstjóri
Landsvirkjunar, tíundaði á fund-
inum þá möguleika sem greina
má við sjónarrönd en hann talaði
á eftir Bjarna. Hann tók vel í hug-
mynd fjármálaráðherra um sjóð-
inn og taldi eðlilegt að gera slíkt
strax, þrátt fyrir að læra megi af
reynslu Norðmanna sem greiddu
ekki krónu inn á sinn vel þekkta
olíusjóð sjö fyrstu árin eftir að
hann var stofnaður.
Bjarni sagði að með því að leggja
arðgreiðslur Landsvirkjunar inn í
sérstakan sjóð væri kominn vísir
að sérstökum stöðugleikasjóði,
varasjóði sem gripið yrði til ef
jafna þyrfti út djúpar sveiflur í
hagkerfinu. Um mikið þolinmæðis-
verk væri að ræða en tímabært að
taka slíka ákvörðun í breiðri sátt.
„Til að byrja með kæmi til greina
að orkuauðlindasjóðurinn væri
gegnumstreymissjóður, nýttur til
að greiða niður skuldir ríkisins og
styðja við fjármögnun mikilvægra
innviða á borð við framkvæmdir
Landspítalans eða uppbyggingu í
menntakerfinu,“ sagði Bjarni en
bætti við að slík verkefni yrði að
afmarka með skýrum hætti, bæði
með tilliti til umfangs og tíma.
„Meginhugsunin með slíkum
sjóði væri sú, eins og áður segir,
að byggja upp myndarlegan höf-
uðstól, varasjóð okkar, og styrkja
þannig efnahagslega stöðu lands-
ins enn frekar. Sjóðurinn getur
verið mikil vægt hagstjórnartæki
þar sem tryggt væri að við legðum
til hliðar í uppsveiflu en sjóðurinn
væri til staðar til að blása lífi í hag-
kerfið í niðursveiflu.“
Bjarni sagði að jafnan yrði
aðeins hluti ávöxtunar sjóðs-
ins til ráðstöfunar til þjóðþrifa-
verka; fjárfestingar í innviðum,
rannsókna, þróun og menntun.
Þá myndi sjóður sem fjárfestir
erlendis styðja við gengi krónunn-
ar. svavar@frettabladid.is
Vill arð af orkuauð-
lindinni í varasjóð
Niðurgreiðslu ríkisskulda, sveiflujöfnunartæki í hagsveiflum, framkvæmdasjóð
mikilvægra framkvæmda og þjóðþrifaverka sér Bjarni Benediktsson fjármálaráð-
herra sem hlutverk orkuauðlindasjóðs sem hann vill stofna í breiðri sátt.
LYKILMENN Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, slógu á létta strengi
á fundinum. Jóhannes Nordal, fyrrverandi stjórnarformaður Landsvirkjunar, sat fundinn og var hylltur fyrir framlag sitt til fyrir-
tækisins sem stofnað var fyrir 50 árum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Til að byrja með
kæmi til greina að orku-
auðlindasjóðurinn væri
gegnumstreymissjóður,
nýttur til að greiða niður
skuldir ríkisins og styðja
við fjármögnun mikil-
vægra innviða á borð við
framkvæmdir Landspítal-
ans eða uppbyggingu í
menntakerfinu.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.
STJÓRNARANDSTAÐAN TEKUR VEL Í HUGMYND FJÁRMÁLARÁÐHERRA
„Ég tel stofnun svona sjóðs skynsamlega, sér-
staklega ef arðurinn er nýttur til dæmis til
fjárfestinga í innviðum og niðurgreiðslu
skulda,“ sagði Guðmundur Steingrímsson,
formaður Bjartrar framtíðar.
„Mér líst bara vel á þessar hugmyndir.
Við höfum talað mjög í þessum anda í
Bjartri framtíð,“ bætti Guðmundur
við, sem finnst mikilvægt að auka
arðinn af þeim auðlindum sem við
höfum og segist sáttur við stefnu
Landsvirkjunar í þeim efnum.
Guðmundur Steingrímsson
„Hugmyndin hljómar mjög áhugaverð. Það er eitt
af grunngildum Pírata að dæma hugmyndir
ekki eftir því hver ber þær á borð og ég væri
til í að heyra meira um þessar hugmyndir,“
sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokks-
formaður Pírata. Aukinheldur sagði Helgi
mjög mikilvægt að skoða vel allar
hugmyndir um hvernig megi verja
tekjum af auðlindanýtingu og það
beri að gera með þá staðreynd
í huga að þetta séu peningar
þjóðarinnar.
Helgi Hrafn Gunnarsson
„Ég myndi segja að ég horfi á þetta með jákvæð-
um hug og er reiðubúin til samstarfs. Þó með
þeim fyrirvara að Bjarni hefur ekki boðað
neina útfærslu á hugmyndinni,“ sagði Katrín
Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.
Katrín sagði þær hugmyndir sem
fjármálaráðherra varpaði fram um að
nýta sjóðinn í mikilvæga innviði í takt
við sínar hugmyndir sem og þær
hugmyndir sem hafa verið ríkjandi
þegar málið hefur áður verið rætt
á þingi.
Katrín Jakobsdóttir
„Ég fagna nýjum liðsmönnum ef í þessu felst
raunveruleg viðhorfsbreyting ríkisstjórnar-
innar, það væri auðvitað mikill viðsnúningur
en ánægjulegt engu að síður,“ sagði Árni Páll
Árnason, formaður Samfylkingarinnar.
Hann segir enn fremur að stefna flokksins
hafi lengi verið sú að koma ætti upp
auðlindasjóði þar sem gjaldtaka af
auðlindum væri samræmd. Árni
segir fjöldamörg verkefni kalla á
aukin fjárútlát og hægt væri að
nota sjóðinn í þau. - þea
Árni Páll Árnason
1
5
-0
9
-2
0
1
5
1
0
:2
3
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
4
K
_
N
Ý.
p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
3
B
-F
5
6
C
1
6
3
B
-F
4
3
0
1
6
3
B
-F
2
F
4
1
6
3
B
-F
1
B
8
2
8
0
X
4
0
0
5
A
F
B
0
4
8
s
_
5
_
5
_
2
0
1
5
C
M
Y
K