Fréttablaðið - 06.05.2015, Síða 42

Fréttablaðið - 06.05.2015, Síða 42
6. maí 2015 MIÐVIKUDAGUR| SPORT | 26 MEISTARADEILDIN UNDANÚRSLIT, FYRRI LEIKUR JUVENTUS - REAL MADRID 2-1 1-0 Álvaro Morata (8.), 1-1 Cristiano Ronaldo (27.), 2-1 Carlos Tévez, víti (58.). Í KVÖLD BARCELONA - BAYERN MÜNCHEN 18.45 Sýndur beint á Stöð 2 Sport og Sport HD. HANDBOLTI Afturelding og Haukar hefja leik í úrslitaeinvígi Olísdeildar karla í handbolta í kvöld. Fyrsti leikurinn verður í N1-höllinni í Mosfellsbæ og hefst klukkan 19.30. Fréttablaðið fékk Guðlaug Arnarsson, þjálfara Fram, til að rýna í úrslitarimmuna. Hvernig fer hléið með liðin? „Haukarnir hafa verið ofboðslega sannfær- andi í úrslitakeppninni en það er spurning hvernig þetta langa hlé fer með þá, hvort þeir nái að halda dampi eða ekki. Það hefði verið best fyrir þá ef úrslitin hefðu byrjað sem fyrst eftir undanúrslitin,“ sagði Guð- laugur, en tvær vikur eru síðan Haukar spiluðu síðast á meðan Mosfellingar léku oddaleik við ÍR 26. apríl sem þeir unnu á ævintýralegan hátt. „Fyrsti leikur gæti einkennst af því að liðin eru að koma úr löngu fríi. En þetta verður hörkurimma og allir leikirnir verða spennandi. Bæði lið spila sterka vörn, eru með góða markmenn og búa yfir mikilli breidd sem þjálfararnir hafa nýtt vel. Þetta eru sennilega þau lið sem eru með mestu breiddina í deildinni,“ sagði Guðlaugur en bæði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, og kollegi hans hjá Aftureldingu, Einar Andri Einarsson, hafa spilað á mörgum mönnum í úrslitakeppninni. Stuðningsmenn Aftureldingar hafa eflaust legið á bæn undanfarna daga og vonast til að Jóhann Gunnar Einarsson verði klár í slaginn fyrir úrslitaeinvígið en þessi öfl- ugi leikmaður meidd- ist á öxl í öðrum leiknum gegn ÍR. Af þeim sökum missti hann af öllum leik þrjú og langstærst- um hluta af fimmta leiknum. Hann lék þó með í fjórða leiknum sem Afturelding vann og tryggði sér það með oddaleik á heima- velli. Örvhentu skytturnar mikilvægar „Það hefur mikil áhrif á leik Aftur eldingar ef hann er ekki með,“ sagði Guðlaugur um Jóhann, sem er í algjöru lykilhlutverki í sóknarleik Mosfellinga, auk þess sem hann býr yfir mikilli reynslu. „Það sýnir samt styrk liðsins að það fór í gegnum ÍR án Jóhanns. Ungu strákarn- ir þeirra hafa styrkst mikið í vetur,“ bætti Guðlaugur við. Önnur örvhent skytta, Árni Steinn Steinþórsson, vaknaði heldur betur til lífsins í úrslitakeppninni eftir erf- iðan vetur. Árni stimplaði sig ræki- lega inn í átta-liða úrslitunum gegn FH, þar sem hann skoraði 18 mörk í tveimur leikjum, en sóknarleik- ur Hauka er allt annar og betri þegar Selfyss- ingurinn nær sér á strik. „Árni er bú i n n a ð vera frá - bær í úrslita- keppninni og sýndi loksins sitt rétta andlit. Það breytir Hauka- liðinu ef hann er heitur, því þá eru þeir með skotógn báðum megin fyrir utan. Fyrir vikið verður sóknarleikurinn hættulegri,“ sagði Guðlaugur, sem hefur einnig hrifist af frammistöðu hins tvítuga Janusar Daða Smárasonar sem skorar og leggur upp mörk jöfnum höndum. Haukar líklegir í kvöld Guðlaugur segir að heimavallar- rétturinn gæti skipt sköpum en frábær stemning hefur verið á leikjum Aftureldingar í úrslita- keppninni. Þrátt fyrir að Mosfellingar séu með heimavallarréttinn spáir Guðlaugur Haukum sigri í kvöld. „Ég held að Hauk- ar vinni fyrsta leik- inn og taki frum- kvæðið í einvíginu. Þá mun reyna mikið á Aftureldingu,“ sagði Guðlaug ur. ingvithor@365.is Hefði verið betra fyrir Hauka að byrja lokaúrslitin strax Guðlaugur Arnarsson, þjálfara Framara, býst við hörkurrimmu milli Aft ureldingar og Hauka um Íslandsmeistaratitilinn í Olís deild karla. KÖRFUBOLTI „Stefnan er alltaf að stíga næsta skref. Við höfum verið að vinna eftir fjögurra ára áætlun og næsta skref er að komast í úrslit,“ segir Ívar Ás- grímsson en hann skrifaði undir nýjan samning við Hauka í gær um að þjálfa karlalið félagsins. Emil Örn Sigurðarson verður áfram aðstoðarmaður hans og svo mun Pétur Ingvarsson koma inn í teymið. „Pétur verður okkur innan handar í greiningu á leikjum og líka með okkur á bekknum.“ Sem fyrr ætla Haukarnir að byggja sitt lið upp á heima- mönnum en eru þó líka að leita að einhverri styrkingu. „Það er ekki hlaupið að því enda halda liðin í sína Ís- lendinga eins og gull. Við erum að skoða ýmsar leiðir og vonandi getum við tilkynnt um eitthvað á næstu dögum. Forgangur var þó að tryggja okkar stráka og við erum að klára samninga við alla okkar leikmenn á næstu dögum.“ - hbg Ætlum okkur alla leið í úrslit næst KÖRFUBOLTI „Þetta hefur verið í umræðunni síðan í mars og í huga mér lengur en það,“ segir besta körfuboltakona landsins, Helena Sverrisdóttir, en hún snýr nú aftur í íslenska boltann eftir átta ára útlegð erlendis þar sem hún spilaði fyrst í háskóla í Bandaríkjunum og síðan með liðum í Evrópu. Helena verður spilandi þjálfari hjá Haukum þar sem hún er alin upp. Hún er því komin heim og er hæstánægð með það. „Það er mikið gleðiefni að þetta hafi tekist. Ég fann eftir síðasta tímabil að mig langaði að koma heim enda búin að vera erlendis einn þriðja af ævinni. Ég vildi fara að tengjast vinum mínum aftur og vera nær fjölskyldunni minni.“ Þó að Helena sé komin heim þá lítur hún ekki á að atvinnumanns- ferlinum sé lokið og hún útilokar ekki að fara aftur út síðar. „Ég sé mig enn sem atvinnu- mann hér heima. Hér er ég að þjálfa á fullu ásamt því að spila. Körfuboltinn er áfram mín atvinna. Ég hef ekki lokað á neitt síðar enda er ég aðeins 27 ára gömul og á vonandi nóg eftir,“ segir Helena og brosir breitt. Ný áskorun Þessi frábæra íþróttakona er stolt af því sem hún hefur náð að afreka á atvinnumannsferlinum. „Ég er mjög ánægð með hann en maður vill alltaf meira og það er hluti af því að vera íþróttamað- ur. Nú er ég að taka nýrri áskor- un og það er hluti af því að þrosk- ast og þróast. Hér er allt annað umhverfi aftur og ég er bara rosa- lega spennt að takast á við þessa áskorun. Körfuboltinn hefur allt- af verið hluti af lífi mínu og ég sé það fyrir mér að það verði þann- ig um ókomna framtíð enda finnst mér rosalega gaman að þjálfa. Mér finnst ég ná vel til yngri leik- manna og svo bý ég yfir mikilli reynslu sem ég vil miðla.“ Helena er hluti af þriggja þjálfara teymi ásamt Ingvari Þór Guðjónssyni og Andra Þór Kristinssyni en þau eru öll jöfn. Þjálfaraþrenna sem er nýlunda á Íslandi. Gengur það upp? „Ég held að við séum öll með mismunandi hluti til að leggja á borðið og við verðum að læra hve- nær hver á að tala og allt það. Svo er ég að spila og þá er frábært að hafa tvo þjálfara á bekknum. Ég hef fulla trú á því að þetta muni ganga upp,“ segir Helena en hið unga Haukalið styrkist mikið með tilkomu hennar og hún útilokar ekki að fleiri leikmenn muni ganga í raðir félagsins á næstunni. Nýtrúlofuð og hamingjusöm Lífið leikur við hana þessa dag- ana. Hún er komin heim og er nýbúin að trúlofa sig en unnusti hennar er Finnur Atli Magnús- son, nýkrýndur Íslandsmeistari með KR. „Það eru allir að óska mér til hamingju þessa dagana og síð- ustu dagar hafa verið virkilega skemmtilegir,“ segir Helena en reyndi unnustinn ekkert að koma henni í KR? „Finnur reyndi aldrei að koma mér í KR. Hann veit hvernig staðan er. Ég er mikil Hauka- kona og fæðist inn í þetta félag. Pabbi minn var formaður hérna og ég er alin upp í íþróttahúsinu á Strandgötunni og síðar á Ásvöll- um. Mér líður best hér og Haukar voru alltaf fyrsti kosturinn. Ég fór auðvitað í KR-treyju í fyrsta skipti á ævinni um daginn þegar ég var að styðja hann. Það var erfitt fyrir mig en ég styð auðvi- tað minn mann.“ henry@frettabladid.is Sé mig enn sem atvinnumann Helena Sverrisdóttir er komin heim og verður spilandi aðstoðarþjálfari hjá Haukum næsta vetur. Hún lítur enn á sig sem atvinnumann enda körfuboltinn hennar vinna. Hún útilokar ekki að fara aft ur út síðar. Helena Sverrisdóttir var kosin leikmaður ársins þrjú síðustu árin sín hér á landi og hjálpaði Haukum að vinna níu titla á þessum þremur tímabilum. Haukar unnu Íslandsmeistaratitilinn tvö síðustu árin sem Helena lék hér á landi, þá aðeins 18 og 19 ára gömul. Haukar höfðu aldrei unnið Íslands- meistaratitilinn fyrir þann tíma og aðeins einu sinni til viðbótar á þessum átta tímabilum sem eru liðin síðan Helena spilaði í Haukabúningnum. Helena var með 20,0 stig, 9,9 fráköst og 7,4 stoðsendingar að meðaltali í 79 leikjum með Haukum í efstu deild en hún á að baki fjögur tímabil í deildinni. Hún var með 21,2 stig, 7,3 fráköst og 9,8 stoðsendingar í leik þegar hún spilaði síðast í deildinni 2006-2007 en það tímabil vann Haukaliðið alla fimm titlana sem voru í boði. ➜ Níu titlar á þremur árum með Haukum HEIMA ER BEST Helena segir að það hafi aldrei annað komið til greina en að fara aftur í uppeldisfélag sitt. LOKAÚRSLIT OLÍS DEILD KVENNA GRÓTTA-STJARNAN 24-21 (11-12) Mörk Gróttu (skot): Eva Björk Davíðsdóttir 9/3 (12/4), Lovísa Thompson 5 (9), Arndís María Erlingsdóttir 4 (5), Laufey Ásta Guðmundsdóttir 3/1 (5/1), Sunna María Einarsdóttir 1 (4), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 1 (4), Þórunn Friðriks- dóttir 1 (1). Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 26/1 (47/2, 55%). Mörk Stjörnunnar (skot): Sólveig Lára Kjær- nested 6/1 (9/1), Helena Rut Örvarsdóttir 5 (15), Nataly Sæunn Valencia 3 (7), Sandra Sif Sigurjóns- dóttir 2 (2), Hanna Guðrún Stefánsdóttir 2 (5), Esther Viktoría Ragnarsdóttir 1 (5), Alina Tamasan 1 (6), Þórhildur Gunnarsdóttir 1 (6/1). Varin skot: Florentina Stanciu 13/1 (36/5, 36%). 1-0 fyrir Gróttu FIMMTÁN ÁRA MEÐ FIMM MÖRK Lovísa Thompson skorar í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN JANUS DAÐI SMÁRASON JÓHANN GUNNAR EINARSSON. AFGREIDDI REAL Carlos Tévez skoraði sigurmark Juventus úr vítaspyrnu sem hann fékk sjálfur en Argentínu- maðurinn átti einnig mikinn þátt í fyrra marki ítölsku meistaranna. Tévez er kominn með sjö mörk í Meistara- deildinni á leiktíðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY KÖRFUBOLTI Helena Sverrisdóttir verður ekki eina konan sem þjálf- ar í Dominos-deild kvenna næsta vetur því Margrét Sturlaugsdótt- ir hefur tekið við liði Keflavíkur af Sigurði Ingimundarsyni. Engin kona hafði þjálfað í kvennadeildinni undanfarin sjö tímabil fyrir utan að hinar bandarísku Lele Hardy og Crys- tal Smith sem voru spilandi þjálf- arar veturinn 2012-13. Margrét er líka fyrsta konan sem þjálfar í deildinni án þess að spila líka síðan að Gréta María Grétarsdóttir þjálfaði KR-liðið tímabilið 2003-04. -óój Ekki sú eina FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SPORT 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 3 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 3 B -F F 4 C 1 6 3 B -F E 1 0 1 6 3 B -F C D 4 1 6 3 B -F B 9 8 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 0 4 8 s _ 5 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.