Fréttablaðið - 06.05.2015, Side 27

Fréttablaðið - 06.05.2015, Side 27
 7 | 6. maí 2015 | miðvikudagur Hörður segir að einkum þrennt veki áhuga Landsvirkjunar á að skoða lagningu sæstrengs. ● Það er í fyrsta lagi ábyrg nýting á íslenska orkukerfinu. „Hlutverk Landsvirkj- unar er að hámarka afrakstur af þeim náttúruauðlindum sem fyrirtækjum er trúað fyrir. Það sem er kannski sláandi í svona lokuðum orkukerfum er að það er ákveðin sóun í kerfinu. Við teljum að tíu prósent af orkugetu núverandi virkjana séu að meðaltali vannýtt. Það sem við erum í raun og veru að segja er að ef þetta væri gert þá myndu tvær heilar Blönduvirkj- anir koma í ljós sem eru til staðar í kerfinu, en við getum ekki nýtt,“ segir Hörður. Út frá ábyrgri nýtingu náttúruauðlinda sé æskilegt að kanna mögu- leikana. ● Í öðru lagi þurfi orkuöryggið í landinu að vera betra. „Það er tvenns konar orkuöryggi sem við eigum við. Í fyrsta lagi ef það verða náttúruhamfarir eins og við vorum alvarlega minnt á út af eldglæringunum í Bárðarbungu. Hvað gerist ef hluti af okkar orkuvinnslu dettur út í einhverja daga? Þá er það þannig að við erum með notkun, eins og í álverunum, sem er það við- kvæm að þau þola ekki truflanir og tjónið gæti orðið það mikil. Eins það að við erum að finna fyrir mikilli eftirspurn frá fjölbreyttum iðnaði, gagnaver- um, fiskimjölsverksmiðjum og almennum iðnaði, þá getur orðið eftirspurn sem verður meiri en framboðið. Þessi eftirspurn getur vaxið mjög hratt og það eru ekki gerðir neinir samningar. Hún bara vex í orkukerfinu og það tekur okkur þrjú til fjögur ár að byggja upp virkjun og þá getur orðið umframeftirspurn í kerfinu,“ segir Hörður. Ef það væri tenging við annað kerfi sem gæti flutt orku fram og til baka þá yrði orkuöryggi stóraukið. Bæði til að takast á við náttúruhamfarir eða alvarlegar bilanir og eins til að tryggja það að það myndist ekki ójafnvægi á markaðnum. „Þetta er það sama og aðrar þjóðir eru meðvitaðar um og er drifkrafturinn í orkustefnu allra þessa landa,“ segir Hörður. ● Hörður segir í þriðja lagi að sæstrengur gæti orðið mjög arðbær. Þeir 10-20 milljarðar sem búist er við að hægt verði að greiða í arð myndu aukast verulega ef kerfið yrði nýtt betur. ÞRJÁR ÁSTÆÐUR FYRIR FREKARI ATHUGUNUM ár að kanna hvort það geti verið vænlegt að leggja sæstreng áður en mótaðar tillögur um slíkt verða lagðar fram. Hörður segir að gert sé ráð fyrir að 35-40 prósent af þeirri orku sem yrði fl utt út um sæstreng væri umframorka sem yrði annars ekki nýtt, svo kæmi til önnur orka eins og vindorka eða jarðvarmi. Að auki þyrfti að koma til orka frá hefðbundnum virkjunum, sem gæti orðið þriðjungur af orkunni. Það myndi því þurfa að koma til fl eiri virkjana ef sæstrengur yrði lagður. Eftirspurnin meiri en framboðið Hörður segir þó að lagning sæstrengs sé hluti af framtíðarsýn. Öll vinna Landsvirkjunar núna snúist um sölu á raforku til iðnfyr- irtækja. Hann bendir á að eftir- spurn eftir orkunni sé að aukast. „Við erum að sjá mun meiri eftir- spurn en við höfum séð áður. Það er að gerast í fyrsta skipti núna að eftirspurnin er meiri en framboð- ið. Og það er komið til að vera að okkar mati,“ segir Hörður. Hann segir að þessi þróun hafi staðið yfi r í fjögur til fi mm ár og skýrist af ákveðnum aðstæðum í raforku- kerfi heimsins. „Það eru fl eiri og fl eiri fyrirtæki sem vilja horfa til Íslands. Við erum að horfa til kís- ilmálmiðnaðarins, gagnaveranna og jafnvel eldsneytisframleiðslu og fl eira,“ segir Hörður. Þetta hafi mjög jákvæð áhrif á raforkumark- aðinn. „Þetta er alveg ný staða og það er mjög krefjandi fyrir raf- orkuiðnaðinn að vera allt í einu kominn í stöðu þar sem er meiri eftirspurn en framboð. Þetta hefur jákvæð áhrif fyrir eiganda fyrir- tækisins, að raforkuverð í nýjum samningum hefur hækkað umtals- vert sem mun þá hafa jákvæð áhrif í endursamningum við eldri við- skiptavini. sem eru fram undan núna,“ segir Hörður. Afkoma Landsvirkjunar muni batna fyrir vikið. Hvaða virkjunarframkvæmdir eru fyrirsjáanlegar í framtíðinni? Nú verður byrjað á Þeistareykjum í sumar. „Næsta skref verður líklegast stækkun á Búrfelli,“ segir Hörð- ur. Þar verði byggð önnur virkjun við hliðina á Búrfelli og orkan nýtt betur þar. „Svo er það að horfa til rammaáætlunar, hvaða virkjana- kosti Alþingi heimilar að ráðast í. Næstu skref verða ákveðin með það til hliðsjónar,“ segir Hörður. Hann segir mikilvægt að hafa í huga að allar framkvæmdir Landsvirkj- unar hafi umtalsverð umhverfi s- áhrif, bæði á umhverfi og lífríki. „Við erum mjög meðvituð um það og við leggjum mikla áherslu á það þegar við ráðumst í framkvæmdir, að greina áhrif framkvæmdanna og erum í áratuga rannsóknum með verkefni áður en við förum út í hönnunina á þeim. Þegar við förum út í frumhönnun á þeim þá reynum við að draga úr neikvæð- um áhrifum og auka jákvæð eins og kostur er. Þegar við erum búin að því þá leggjum við þessa kosti fram,“ segir Hörður. Hann segir mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því að það sé ekki Lands- virkjun sem ákveði að fara í fram- kvæmdir. „Við höfum enga heimild til þess,“ segir hann. Fyrirtækið leggi fram tillögur í rammaáætl- un og í skipulagslöggjöf, þar sem vandað umsagnar- og samráðsferli fer fram og á grundvelli þess taki annars vegar Alþingi og hins vegar stjórnvöld ákvarðanir um það hvort heimilt sé að ráðast í virkjanirnar. Deilurnar há fyrirtækinu Rammaáætlun virðist valda miklum deilum á Alþingi og vera umdeilt mál, háir það fyrirtækinu? „Já, það gerir það. Að mínu mati eru allar forsendur til þess að okkur takist, eins og Norðmönn- um, að ná breiðri sátt allra helstu stjórnmálafl okka um þessi stóru auðlindamál; raforkuuppbygg- inguna, sæstrengina og eins um olíuna,“ segir Hörður. Hann segist telja að þrátt fyrir allt séu fl estir sammála um fjögur grundvallar- atriði. 1 Við viljum umfangsmikla vernd á mikilvægum náttúrusvæðum. 2 Við viljum frekari varfærna nýt- ingu orkuauðlinda í efnahagsleg- um tilgangi. 3 Ég held að við séum sammála um það að selja raforku til fjöl- breyttari viðskipavina. 4 Ég tel að við séum sammála um það að fá betra verð fyrir orkuna. „Ég held að ef menn myndu skoða sjónarmið mjög stórs hóps aðila þá rúmast þau innan þessa,“ segir Hörður. Það verði alltaf álita- mál um það hvar mörkin liggja um einstaka kosti. Þessir endur- nýjanlegu orkugjafar eru að sækja í sig veðrið, sérstaklega vatns- orka. fréttaþyrstir notendur Smelltu þér á Fréttablaðsappið og lestu blaðið hvar sem er og hvenær sem er Fáðu Fréttablaðið ókeypis í spjaldtölvuna og snjallsímann með Fréttablaðsappinu. Sláðu inn Fréttablaðið á Google Play, Windows store eða í App store og náðu í appið. 30.000 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 3 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 3 B -C 8 F C 1 6 3 B -C 7 C 0 1 6 3 B -C 6 8 4 1 6 3 B -C 5 4 8 2 8 0 X 4 0 0 4 A F B 0 4 8 s _ 5 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.