Fréttablaðið - 06.05.2015, Side 28
| 8 6. maí 2015 | miðvikudagur
Kristín Jóhannsdóttir, samskipta-
stjóri Nasdaq Iceland, ákvað eftir
tíu ára starf hjá Kauphöllinni að
breyta til og opna eigin almanna-
tengslaskrifstofu.
Nýja fyrirtækið hennar hefur
fengið heitið Apríl almanna-
tengsl. Kristín hefur þó ekki að
fullu sagt skilið við fyrri vinnu-
stað sinn því að hún hefur samið
um ráðgjafarstörf fyrir Nasdaq á
Íslandi, ásamt því að taka að sér
önnur verkefni.
Eftir stúdentspróf ákvað Krist-
ín að verða kennari. Að loknu
námi kenndi hún á unglinga-
stigi í sex ár, bæði á Dalvík og
í Reykjavík. Eftir það fór hún
svo til Skotlands í meistaranám í
almannatengslum við University
of Stirling.
Kristín, sem alla jafna er köll-
uð Kitta, er alin upp á Dalvík. „Ég
hugsa að það móti alla að hafa
alist upp fyrir norðan. Maður ólst
upp í þessu umhverfi sem er frið-
sælt og fallegt og maður kann að
meta þá nánd við náttúruna sem
maður hefur þar. Mér þykir alltaf
gott að koma heim og ég á föður
þar,“ segir hún. Hún segir að upp-
runi hennar hafi mótað hana af
því að hún fór ung að vinna og
sjá fyrir sér. „Það var algengt á
Dalvík og örugglega í fl eiri smá-
bæjum,“ segir hún. Ef Dalvíking-
ar vilji mennta sig þá þurfa þeir
að fara að heiman fi mmtán ára
gamlir. „Og það getur verið svo-
lítið erfi tt,“ segir Kristín.
Kristín segir að áhugamál sín
séu einkum þau að elda fyrir fjöl-
skylduna og kæra vini. Hún les
einnig mjög mikið, fjölbreytt
efni, skáldsögur, reifara, vinnu-
tengt og ljóð. Þessa dagana er
hún meðal annars að lesa ljóð
eftir Ingunni Snædal vinkonu
sína.
Þá segist Kristín einnig hafa
gaman af innanhúsbreytingum
og hönnun. „Fjölskyldan fær oft
að njóta fjölbreyttra pælinga
minna í formi breytinga á heim-
ilinu. Þetta getur oft verið mjög
skemmtilegt og skapandi. Oft
fyrir mig meira en aðra reynd-
ar,“ segir hún. Kristín segist líka
gjarnan vilja gefa sér meiri tíma
fyrir jóga. Hún segist helst vilja
hafa nóg fyrir stafni og fólkið sitt
i kringum sig, fjölskyldu og vini.
„Maður er manns gaman,“ segir
Kristin
Kristín á sér leynda hæfi leika.
Hún lærði ekki bara að verða
kennari og almannatengill, held-
ur er hún líka með fi mmta stig í
söng. „Tónlist er mér hugleikin,“
segir hún en neitar því þó að hún
syngi reglulega fyrir aðra. Hún
sé meira að syngja fyrir sjálfa sig.
Heimildir Markaðarins herma
þó að Kristín troði reglulega upp
á Fiskideginum mikla á Dalvík,
sem haldinn er ár hvert. Og hljóti
jafnan góðar undirtektir.
Kristín er gift Rúnari Dýr-
mundi Bjarnasyni og eiga þau
þrjú börn saman.
jonhakon@frettabladid.is
Gaman að elda fyrir
fjölskyldu og kæra vini
Kristín Jóhannsdóttir hætti störfum hjá Nasdaq Iceland í síðustu
viku eftir tíu ára starf. Hún hefur stofnað Apríl almannatengsl.
FAGMAÐUR FRAM Í FINGURGÓMA
DALVÍKINGUR Kristín segir að það hafi mótað sig að alast upp fyrir norðan.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Kristín er kona sem allir vildu hafa í sínu liði.
Hún bíður ekki eftir að hlutirnir gerist af sjálfu sér
heldur einhendir sér í verkefnin af fítonskrafti.
Hún er fagmaður fram í fingurgóma, er leitandi
og óhrædd við að kasta sér út í djúpu laugina –
allt í þeim tilgangi að gera betur í dag en í gær.
Kristín nýtur sín hvergi betur en í mannlegum
samskiptum. Hún gefur afskaplega mikið af sér, eins og þeir sem
hafa átt í samskiptum við hana, innan sem utan Kauphallarinnar,
geta borið vitni um.
Kristín er hreinskiptin. Hún segir skoðun sína umbúðalaust en
er alltaf tilbúin að sjá fleiri en eina hlið á málunum. Þannig hafa
mismunandi sjónarmið getað tekist á án þess að nokkur væri sár
á eftir. Samstarfið við hana hefur verið í senn gefandi og lærdóms-
ríkt.
Páll Harðarson, forstjóri Nasdaq á Íslandi
„Við erum á fullu í markaðssetn-
ingu á lambakórónunni í Rúss-
landi. Við sendum svolítið út í
haust og höfum verið að dreifa því
til nokkurra aðila í veitingabrans-
anum,“ segir Ágúst Andrésson,
forstöðumaður Kjötafurðastöðvar
Kaupfélags Skagfi rðinga. Í stuttu
máli má segja að lambakóróna sé
í raun fi lle með rifjum.
Kaupfélag Skagfirðinga flutti
í fyrra um 60-70 tonn af lamba-
kjöti til Rússlands. Þar af voru
um sjö tonn af lambakórónu. „Það
er mikill markaður fyrir lamba-
kjöt í Rússlandi þannig og það eru
ákveðin tækifæri fyrir okkur að
markaðssetja vöruna þar,“ segir
Ágúst.
Hann segir að Rússland sé ekki
stærsti markaður fyrir Kaupfélag
Skagfi rðinga í dag, en sennilegast
sá markaður þar sem fyrirtækið
ver mestum peningum til mark-
aðssetningar núna. Þetta er gert í
gegnum fyrirtækið Icecorp í Pét-
ursborg sem er dótturfélag Kjöt-
afurðastöðvarinnar. „Við erum
að selja mikið til Spánar,“ segir
Ágúst. Þá sé líka fl utt mikið til
Noregs í heilum skrokkum, en
ekki sé mikið markaðsstarf á bak-
við það. „En við erum að senda um
200 tonn til Bandaríkjanna,“ segir
hann svo.
„Rússland er einn af þeim mörk-
uðum sem við leggjum áherslu á
núna og ætlum að gera núna á
næstu árum. Að reyna að byggja
upp markað fyrir íslenskt lamba-
kjöt og íslensk matvæli í gegnum
fyrirtækið okkar Icecorp í Péturs-
borg.“
Ágúst segir að kreppan í Rúss-
landi hafi vissulega haft áhrif á
viðskiptin, fjárflæðið og annað
slíkt. „Við höfum alveg þurft að
lifa við það. En það sem er kannski
mikilvægt í þessu er að gefast ekki
upp heldur líta á þetta sem lang-
tímaverkefni, því að þarna eru
náttúrulega gríðarleg tækifæri til
lengri tíma litið. Vörunni okkar er
vel tekið og við erum með áætlan-
ir um að byggja þetta hratt og vel
upp á næstu árum,“ segir hann.
jonhakon@frettabladid.is
Kaupfélagið setur
stefnuna á Rússland
Kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga leggur mesta áherslu á
markaðssetningu í Rússlandi. Kreppan þar setur strik í reikning-
inn. Forstöðumaðurinn segir þó mikilvægt að horfa til lengri tíma.
KJÖTAFURÐASTÖÐ KAUPFÉLAGS SKAGFIRÐINGA.
Velta Fríhafnarinnar nam 8,6
milljörðum króna í fyrra, sam-
kvæmt ársreikningi sem nýlega
var birtur í ársreikningaskrá.
Hagnaður ársins nam um 17,4
milljónum króna og eignir nema
rétt tæplega 1,6 milljörðum króna.
Eiginfjárhlutfall er 49,3 prósent.
Hagnaðurinn er umtalsvert
minni í fyrra en hann var árið
áður en þá nam hann 73 milljónum
króna. Í ársreikningnum kemur
fram að nýr húsaleigusamningur
við Isavia ohf. tók gildi 1. janú-
ar 2015 og gildir hann til ársloka
2018. Þá er Fríhöfnin einnig með
húsaleigusamning vegna Dutyfree
Fashion.
Gjaldfærð húsaleiga beggja
þessara samninga á árinu 2014
nam rúmlega 2.879 milljónum
króna. - jhh
Velta Fríhafnarinnar 8,6 milljarðar króna í fyrra samkvæmt reikningi:
2,9 milljarðar í leigu
VERSLUN FRÍHAFNARINNAR Hagnaðurinn er umtalsvert minni í ár en hann var í fyrra.
Íslandshótel hafa ákveðið að fjölga
hótelherbergjum á Fáskrúðsfi rði
og verða með 47 herbergi. „Við
erum að opna 21 herbergi þar á
næsta ári í viðbót,“ segir Davíð
Torfi Ólafsson, framkvæmdastóri
Íslandshótela. Fosshótel, sem eru
í rekstri Íslandshótela, opnuðu
hótel í Franska spítalanum í fyrra
og þar eru nú 26 herbergi.
Nú verður byggt nýtt hús við
hlið Franska spítalans. „Það
stendur eitt og sér en er í raun
húsaþyrping, læknabústaðurinn,
franski spítalinn, kapellan og
sjúkraskýlið,“ segir Davíð Torfi .
Davíð Torfi segir að reksturinn
fyrir austan hafi gengið mjög vel.
Það hafi verið uppselt allt sumarið
í fyrra, en veturinn gengið merki-
lega vel líka. „Við bindum miklar
vonir við þetta svæði og alveg eins
með Vestfi rðina. Við rekum hótel á
Patreksfi rði og opnuðum það 2013.
Það hefur komið mjög vel út og
við höfum mikla trú á því svæði,“
segir Davíð Torfi .
Hann býst við því að þegar
vegasamgöngur batni á Vestfjörð-
um þá eigi ferðaþjónusta þar eftir
að vaxa enn meira.
- jhh
Íslandshótel hyggjast byggja við Franska spítalann og auka gistirými:
Fjölga herbergjum á
Fáskrúðsfirði um 21
Ég á þrjár systur og hún er
bara eins og fjórða systir
mín. Dásamleg vinkona
í alla staði. Fjölhæf með
eindæmum; saumar sér
galakjóla, sem klæða hana
fáránlega vel, án þess að
nota snið; töfrar fram stjörnumáltíðir sem
maður kemst ekkert í tæri við á venjulegum
veitingahúsum. Fádæma skemmtileg, kann
að vera til og hafa gaman og vera góð við
alla í kringum sig. Svo þyrftu fleiri að fá að
njóta sönghæfileika hennar sem hún hefur
erft frá föður sínum. Lífskúnstner sem ég er
þakklát fyrir að þekkja.
María Pálsdóttir, leikkona og vinkona.
1
5
-0
9
-2
0
1
5
1
0
:2
3
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
6
3
B
-E
1
A
C
1
6
3
B
-E
0
7
0
1
6
3
B
-D
F
3
4
1
6
3
B
-D
D
F
8
2
8
0
X
4
0
0
4
B
F
B
0
4
8
s
_
5
_
5
_
2
0
1
5
C
M
Y
K