Fréttablaðið - 06.05.2015, Side 12

Fréttablaðið - 06.05.2015, Side 12
6. maí 2015 MIÐVIKUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞRÓUNARSTJÓRI: Tinni Sveinsson tinni@365.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Andri Ólafsson andri@365.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS Ég á marga vini og nána ættingja sem hafa glímt við alvarlega og oft króníska sjúkdóma, en alkóhólismi er sá sjúkdóm- ur sem svo margir þeirra hafa glímt við. Enda er oft sagt að þetta sé fjölskyldu- sjúkdómur sem getur gengið í erfðir og hefur jafnframt mjög mikil áhrif á aðra fjölskyldumeðlimi. Ég á ættingja sem hafa verið við dauðans dyr og jafnvel dáið vegna þessa sjúkdóms. Ég hef líka fengið að sjá bata margra vina og vandamanna, séð og upp- lifað hvernig þeir fengu rétta sjúkdóms- greiningu og hafa blómstrað allar götur síðan í sinni edrúmennsku. Á þeirri vegferð hefur SÁÁ spilað stórt hlutverk. Ég er óendanlega þakklát fyrir að búa í landi þar sem boðið er upp á slíka þjón- ustu og SÁÁ býður upp á, óháð efnahag og stöðu. Ég hef nefnilega líka búið víða um heim og verð að segja að sú mikla vinna sem hér hefur átt sér stað að frum- kvæði SÁÁ til að fjarlægja skömmina sem oft fylgdi þessum sjúkdómi og búa hér til faglega nálgun er einstök og afar mikilvæg í litla þorpinu sem við búum við hérlendis. Vogur hefur eins og svo margar aðrar heilbrigðisstofnanir liðið fyrir fjárskort vegna fjármálahrunsins og ljóst er að það skortir mikið á til að hægt sé að veita öllum þá nauðsynlegu þjónustu sem þörf er á, biðlistarnir tala sínu máli. Ég fæ mér alltaf nokkra álfa, bæði vegna þess að þeir eru algerar dúllur og við kaup á álfum styð ég við mikil- vægt innra starf og þjónustu við þá sem leita aðstoðar hjá SÁÁ. Á vef SÁÁ kemur fram að tekjur af álfasölunni hafi til dæmis kostað uppbyggingu unglinga- deildar við sjúkrahúsið Vog, starfsemi fjölskyldumeðferðar og einnig hafa tekjur af álfinum gert SÁÁ kleift að þróa úrræði fyrir börn alkóhólista, unga fíkla og fjölskyldur. Álfar eru algjörar dúllur ➜ Ég hef nefnilega líka búið víða um heim og verð að segja að sú mikla vinna sem hér hefur átt sér stað að frumkvæði SÁÁ til að fjar- lægja skömmina sem oft fylgdi þessum sjúkdómi og búa hér til faglega nálgun er einstök og afar mikilvæg í litla þorpinu sem við búum við hérlendis. SAMFÉLAG Birgitta Jónsdóttir pírati ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9-17. Netfang: fastmark@fastmark.is - www.fastmark.is Jón Guðmundsson, sölustj. og lögg. fast.sali. Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fast.sali. Óðinsgata 4 - 3ja herbergja íbúð. Eignin verður til sýnis frá kl. 17.15 – 17.45 OPIÐ HÚS Falleg og vel skipulögð 82,4 fm. íbúð á 3. hæð að meðtalinni sér geymslu á frábærum stað við Óðinsgötu. Útsýnis nýtur frá íbúðinni yfir borgina, að Snæfellsjökli og víðar. Baðherbergi er nýlega endurnýjað og með þvottaaðstöðu. Tvö rúmgóð herbergi. Húsið að utan er nýlega málað og í góðu ástandi. Verð 34,9 millj. Verið velkomin. Köld kveðja Hún var fremur köld kveðjan sem Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar- innar, fékk frá einum virtasta rithöfundi þjóðarinnar, Jóni Kalman Stefánssyni, í grein sem hann skrifaði á Kjarnann í gær, á 15 ára afmælisdegi Samfylkingarinnar. Jón leggur þar til að Vinstri grænir, Björt framtíð og Samfylkingin renni saman í breiðfylkingu undir stjórn Katrínar Jakobsdóttur, formanns VG. „Við getum annaðhvort haldið uppteknum hætti, gengið sundruð til næstu kosninga og þannig tryggt áframhaldandi misskiptingu. Eða fylkt okkur á bak við þann eina stjórnmála- mann sem hefur getu og vinsældir til að leiða breið- fylkingu í anda R-listans: Katrínu Jakobsdóttur,“ skrifar Jón. Sammála Össur Skarphéðinsson, þingmaður Sam- fylkingarinnar, ræddi frumvarp fjármála- ráðherra um að leggja niður Bankasýsluna undir liðnum störf þingsins á Alþingi í gær. Hann vildi inna Frosta Sigurjónsson, þingmann Framsóknar, um afstöðu hans og þingflokks Framsóknar til frumvarps- ins, sem ályktaði á flokksþingi sínu að ekki ætti að leggja niður Bankasýsluna og að Landsbankinn verði áfram í eigu ríkis- ins. Össur er ósáttur við frumvarpið og sagði þá Frosta hafa verið sammála um það í desember. „Þá virtumst við vera sammála því viðhorfi sem ég hef hér lýst og hv. þingmaður lýsti því í viðtali við ríkissjónvarpið 11. desember að hann teldi að stofnunin ætti að vera til áfram,“ sagði Össur. Spennan magnast Frosti svaraði engu um sína eigin af- stöðu. Hann sagði hins vegar flokksþing Framsóknar vissulega hafa ályktað um að betur færi á því að Bankasýslan annist meðferð eignarhlutar ríkisins í fjármála- fyrirtækjum en ekki fjármálaráðherra, „meðal annars til að tryggja armslengdar- sjónarmið“. „Þingflokkur Framsóknar- flokksins leggst ekki gegn því að svona frumvarp fái þinglega meðferð og þá umræðu sem eðlileg er. Þingflokkurinn leggst ekki gegn því að frumvarpið sé rætt en þingmenn geta haft ýmsa fyrirvara við efni þess,“ sagði Frosti. Það verður spennandi að sjá hvort Framsókn muni hindra að frumvarp fjármálaráðherra samstarfsflokks þeirra nái fram að ganga. fanney@frettabladid.is L andsvirkjun hefur á síðustu fimm árum greitt niður lán um 82 milljarða króna um leið og fjárfest hefur verið fyrir 68 milljarða, að því er fram kemur í viðtali við Hörð Arnarson, forstjóra fyrirtækisins, í Markaðnum sem fylgir Fréttablaðinu í dag. Hann segir fyrirtækið stöðugt vera að styrkja sig. Eftir tvö til þrjú ár verði það komið í þá stöðu að geta borgað eiganda sínum, ríkinu, verulegan arð, sem innan fárra ára þaðan í frá gæti verið kominn upp í 10 til 20 milljarða króna á ári. Og jafnvel meira, eftir því hvernig raforku- verð þróist. Í gær fór fram ársfundur Landsvirkjunar, sem nú er á fimmtugasta aldursári, og komin á þann aldur að fara að uppskera árangur uppbyggingar undan- genginna áratuga. Augljóst ætti að vera hverjum sem er hvílík flónska væri að selja frá sér eign sem fyrirséð er að skili þjóðinni jafn miklum arði. Verðmiðinn í slíkum samningum hlyti þá að vera svo ógnarhár að spurningar vöknuðu um hvort yfirhöfuð væri gott að fá slíka innspýtingu í einu lagi inn í ríkisreksturinn. Enda virðast orð Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á ársfundinum í gær endurspegla að hugmyndir um sölu fyrir- tækisins hafi verið lagðar á hilluna. Viðraði hann hugmyndina um að stofnaður yrði sérstakur auðlindasjóður, varasjóður gegn alvarlegum hagsveiflum, sem í rynnu arðgreiðslur til ríkisins úr orkugeiranum. Hugmyndin virðist skynsamleg, sem og útfærslan sem ráðherrann leggur upp með. „Til að byrja með kæmi til greina að orkuauðlindasjóðurinn væri gegnumstreymissjóður, nýttur til að greiða niður skuldir ríkisins og styðja við fjármögnun mikilvægra innviða á borð við framkvæmdir Landspítalans eða uppbyggingu í menntakerfinu,“ sagði Bjarni á fundinum, en meginhugsunin yrði eftir sem áður að byggja upp myndarlegan höfuðstól og styrkja þannig efnahagslega stöðu landsins. „Sjóðurinn getur verið mikilvægt hagstjórnartæki þar sem tryggt væri að við legðum til hliðar í uppsveiflu en sjóðurinn væri til staðar til að blása lífi í hagkerfið í niðursveiflu.“ Um leið benti Bjarni réttilega á að víðtæka samstöðu þyrfti um stofnun auðlindasjóðsins og ef marka má viðbrögð forystufólks annarra flokka á þingi í forsíðufrétt blaðsins þá er sú samstaða til staðar, enda hafa svipaðar hugmyndir áður verið uppi. Reyndar hafa þær þá jafnvel verið um víðtækari sjóð en nái til orkuauð- lindanna einna, líkt og í þeirri útfærslu sem Ólína Þorvarðardótt- ir hafði orð á á þingi í janúarlok. Hún stakk upp á því að sjóðurinn næði til auðlinda bæði lands og sjávar, sem hljómar jafnvel enn skynsamlegar. Formaður Samfylkingarinnar segir sjóð sem þennan enda lengi hafa verið stefnumál Samfylkingarinnar og formaður VG tekur vel í málið, en helst þannig að undir væru auðlindirnar sem ein heild. Píratar og Björt framtíð eru sömuleiðis ánægð með hug- myndina. Útfærslan skýrist væntanlega í meðförum þingsins. En miðað við undirtektirnar er ekki eftir neinu að bíða. Góð hugmynd fær fínar undirtektir: Ekki er eftir neinu að bíða Óli Kristján Ármannsson olikr@frettabladid.is 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 3 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 3 B -0 D 5 C 1 6 3 B -0 C 2 0 1 6 3 B -0 A E 4 1 6 3 B -0 9 A 8 2 8 0 X 4 0 0 1 A F B 0 4 8 s _ 5 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.