Morgunblaðið - 02.12.2014, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.12.2014, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 2014 Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Ísland er meðal fimm landa þar sem lífslíkur eftir greiningu krabba- meins eru hvað bestar. Þetta kemur fram í nýrri grein í breska lækna- blaðinu The Lan- cet og byggist á gögnum frá krabbameins- skrám sem ná til rúmlega 25 millj- óna einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein í 67 löndum frá árunum 1995 til 2009. Skoðaðar eru lífslíkur eftir fimm ár frá greiningu. Sjúkdómaflokk- arnir eru tíu talsins, þar á meðal, krabbamein í brjóstum, kynfærum kvenna, meltingarvegi, lungum, barnaæxli o.fl. Í heild batnar árangurinn í tíma, þar sem lífslíkur sjúklinga aukast í flestum löndum. Það má þakka hvort tveggja betri greiningu og meðferð. „Ísland er framarlega í krabbameinslækningum þegar litið er á lífshorfur, nánast óháð sjúk- dómaflokkum og er þar á pari við lönd þar sem lífshorfur eru bestar eins og Svíþjóð, Sviss og Bandarík- in,“ segir Helgi Sigurðsson, prófess- or við Háskóla Íslands og yfirlæknir krabbameinslækninga við Landspít- alann. Getum við haldið áfram að vera á þessum stað í ljósi þeirrar stöðu sem er í heilbrigðiskerfinu? „Það eru blikur á lofti. Ef við ætlum að halda þessari stöðu þá verðum við að halda áfram að bæta okkur og sækja fram. En eins og staðan er núna þá erum við að staðna,“ segir Helgi. Svipuð útkoma Þessar niðurstöður sem nefndar hafa verið CONCORD 2 eru svip- aðar þeim sem birst hafa áður í samanburði á milli Evrópulanda og Bandaríkjanna og sem ganga undir heitinu EUROCARE. Þar eru líka tekin saman gögn um lífslíkur sjúk- linga allra Evrópulanda, fimm ár frá greiningu, með svipuðum niðurstöð- um. Með bestu lífslíkur eftir greiningu Morgunblaðið/ÞÖK Krabbameinslækningar Staðan er góð en ekki má sofna á verðinum.  Krabbameinslækningar eru framarlega hér þegar litið er á lífshorfur, nánast óháð sjúkdómaflokkum  Verðum að halda áfram að sækja fram en erum að staðna, segir yfirlæknir krabbameinslækninga Helgi Sigurðsson Í gær var brugðist skjótt við því að jólatréð sem stóð á Austurvelli og var gjöf til Reykjavíkurbúa frá vinum vorum og frændum í Ósló í Noregi, eyðilagðist í veðurofsanum um helgina. Norska tréð var fjarlægt af Austurvelli, en Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tók að sér að fella nýtt jólatré sem stóð á landi Skógræktarfélags Reykjavíkur við Rauðavatn. Ljós hins nýja jólatrés verða tendruð á sunnudaginn á Austurvelli við árlegan fögnuð borgarbúa. Jólunum bjargað og nýtt jólatré sótt í skóginn Óslóartréð eyðilagðist í óveðrinu Morgunblaðið/Golli Hrannar Pétursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri samskiptasviðs hjá Vodafone, hefur verið ráðinn til forsætisráðu- neytisins í tvo mánuði. Áform- að er að taka til heildarendur- skoðunar stefnu Stjórnarráðsins í upplýsinga- og samskipta- málum og mun Hrannar stýra því. Stjórnarráðið ætlar að horfa á samfélagsmiðla til að reyna að ná betur til ungs fólks og horfir sérstaklega til Eistlands í þeim efnum en landið þykir framarlega á samfélags- miðlum. Lögreglan hefur einnig slegið í gegn meðal fólks með lif- andi og skemmtilegum upplýs- ingagjöf. Stjórnarráðið vill þannig efla upplýsingagjöf og skerpa á áherslum í samskiptum við al- menning, fjölmiðla og hags- munaaðila í atvinnulífinu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í tilkynningu sem Stjórnaráðið sendi frá sér í gær. Hrannar stýrir sam- skiptum Hrannar Pétursson Í rannsókninni sem nefnist CONCORD-2 og birtist í hinu virta tímariti LANCET eru born- ar saman krabbameinsskrár í 67 löndum. Þar kemur m.a. fram að Ísland er meðal fimm landa þar sem lífslíkur eru 70% eða meiri eftir meðferð við krabbameini í kynfærum kvenna, fimm árum eftir greiningu. Hin fjögur lönd- in eru: Máritíus, Suður-Kórea, Taívan og Noregur. Minnstu lífs- líkur eftir greiningu á þessu til- tekna krabbameini eru í Líbíu í Afríku. 70% lífslíkur 67 LÖND BORIN SAMAN Karl Eskil Pálsson karlesp@simnet.is Stöðugildum hjá sveitarfélögum landsins hefur fjölgað ár frá ári, samkvæmt Árbók sveitarfélaga. Þann 1. apríl á þessu ári voru stöðugildin samtals 20.362 en á sama tíma í fyrra voru stöðugildin samtals 20.132. Þeim fjölgaði því um 230 á einu ári, sem er svipaður fjöldi stöðugilda og hjá Borg- arbyggð. Ef litið er fimm ár aftur í tím- ann, kemur í ljós að stöðugildum hjá sveitarfélögum landsins hefur fjölgað um 931, sem er álíka fjöldi og stöðugildin eru samtals hjá Garðabæ og Fljótsdalshéraði. Málefni fatlaðra ástæðan „Ástæðan er fyrst og fremst sú að sveitarfélögin tóku við þjónustu við fatlað fólk í byrjun 2011, sam- kvæmt samningi við ríkið. Starfs- menn ríkisins sem störfuðu við málaflokkinn voru um eitt þúsund og sú tala er nokkuð nálægt fjölg- un stöðugilda hjá sveitarfélög- unum á síðustu fimm árum,“ segir Gunnlaugur Júlíusson, hagfræð- ingur Sambands íslenskra sveitar- félaga. „Ef við tökum frá þennan málaflokk, hefur stöðugildum lík- lega fækkað eitthvað, þótt ég hafi þær tölur ekki alveg tiltækar. Ég get nefnt grunnskólann sem dæmi, þar hefur stöðugildum fækkað nokkuð á undanförnum árum, þar hefur verið ráðist í ýmsar hagræð- ingaraðgerðir,“ segir Gunnlaugur. Þjónustusvæðin vegna málefna fatlaðra eru 15 talsins á landinu en viðmiðunin er sú að á hverju svæði skuli vera að lágmarki átta þúsund íbúar. Þjónusta innan svæðisins er veitt af einstökum sveitarfélögum, byggðasamlagi eða öðru formlegu samstarfi sveit- arfélaga. Ljóst er að sveitarfélögin eru ekki sátt við fjárhagslega þáttinn varðandi yfirtökuna á málefnum fatlaðs fólks. Í bréfi Sambands ís- lenskra sveitarfélaga til fjár- laganefndar Alþingis kemur fram að halli sveitarfélaganna vegna málaflokksins gæti að óbreyttu numið 1,5 milljörðum króna á næsta ári. Í bréfinu kemur einnig fram að fjölgun notenda þjónust- unnar hafi verið yfir 10% á ár- unum 2011 til 2013, meðal annars vegna fleiri notenda þjónustu í yngsta aldurshópnum, eða yfir 30% frá því sveitarfélögin tóku við verkefninu. Jafnframt hafi þjón- ustustigið verið hækkað. Bent er á að biðlistar eftir þjónustu hafi styst á tímabilinu. Skerða þarf þjónustuna Í bréfi Sambands íslenskra sveitarfélaga til fjárlaganefndar segir að ríkið þurfi að leggja til rúmlega 3,1 milljarð króna á næsta ári til málaflokksins, umfram það sem nú er. Þar af þurfi að hækka útsvarstekjur sveitarfélaganna um 1,5 milljarða króna. „Þær fréttir sem fram hafa kom- ið síðustu daga um breytingar á fjárlagafrumvarpinu fela í sér að fjárlaganefndin ætli ekki að bregð- ast við þessum upplýsingum, sem þýðir væntanlega ekkert annað en að skera verður niður þjónustu við fatlað fólk, eða að sveitarfélögin dragi úr á öðrum sviðum. Það er þá á ábyrgð ríkisstjórnarinnar og Alþingis,“ segir Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands ís- lenskra sveitarfélaga. Stöðugildum hjá sveitarfélögum fjölgar  Vilja aukið fjármagn vegna málefna fatlaðra  Tap næsta árs að óbreyttu 1,5 milljarðar króna Stöðugildi hjá nokkrum sveitarfélögum Reykjavík Kópavogsbær Hafnarfjarðarbær Akureyrarbær Ísafjarðarbær Fljótsdalshérað Öll sveitarfélög landsins 7.286 1.571 1.278 1.470 269 245 19.431 7.493 1.713 1.390 1.582 264 247 20.132 7.647 1.747 1.393 1.538 271 244 20.362 Sveitarfélag 1.apríl 2009 1.apríl 2013 1.apríl 2014

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.