Morgunblaðið - 02.12.2014, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 2014
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Meiri hátt-ar eld-gos hef-
ur staðið
mánuðum saman
í óbyggðunum
norðan við Vatnajökul. Þar
hefur runnið mesta hraun
sem upp hefur komið í land-
inu um aldir. Þó munar
minnstu að flestir hafi
gleymt þessu gosi. Það er
helst þegar áttin er óhag-
stæð einhverjum landshlut-
anum og stundum öllu land-
inu sem hin ofsafengnu
eldsumbrot koma upp í hug-
ann.
Steinsnar frá holuhraun-
inu nýja er Bárðarbunga og
kvikugöng sögð liggja á
milli. Þar gengur mikið á.
En þau ósköp lúta eiginlega
sömu lögmálunum og eld-
gosið mikla norðan við.
Jarðskjálftar af stærri gerð-
inni, rúmlega 5 á Richters-
kvarða, eru daglegt brauð í
Bárðarbungu og jafnvel al-
gengari en það. Og nú sein-
ast var okkur sagt að nýir
mælar sýndu að kvikan
mikla í þessari ofureldstöð
væri ekki eins langt undan
og áður hefði verið talið.
Miklu grynnra væri á henni
en gömlu mælarnir virtust
sýna. Þetta tvennt ætti að
tryggja að hver einasti mað-
ur í landinu væri á tánum.
En á móti kemur að það er
ekki er hægt að vera á tán-
um mánuð eftir mánuð.
Leikmennirnir í landinu
geta ekki annað en treyst
því að þeir, sem betur
kunna, séu á tánum fyrir þá
og allur fjöldinn geti verið
með hugann við sitt daglega
amstur.
Þótt þessi svefngengils-
lausn sé, ef til vill, hin eina
færa má spyrja sig hvort al-
menningi hafi verið kynnt
nægjanlega, hvernig hann
skuli bregðast við fari allt á
versta veg. Einhvern tíma,
þegar eldsumbrot af stærri
gerðinni urðu á þessum
slóðum, hrikti heldur betur
í. Stórbrotin náttúrfyrir-
bæri, sem nú er dáðst að,
minna þó um leið á aflið og
eyðileggingarmáttinn sem
ofurgos, ekki síst undir
jökli, getur leyst úr læðingi.
Áhrif hugsanlegs stórgoss
geta birst með mismunandi
hætti og ekki endilega gefið
hvaða landshluti, sem til
greina kemur, verður í vegi
þess.
Meðan ráðrúm
gefst kynni að
vera óhjá-
kvæmilegt að
fara vel og mark-
visst yfir þá
hættu sem þjóðin þarf að
búa sig undir, bæði há-
markshættu og eins ef betur
tækist til.
Ástæðulaust er að ætla að
með öflugu fræðsluátaki
væri ýtt undir óróa og jafn-
vel skelfingu.
Talsmenn almannavarna
hafa verið aðgengilegir fjöl-
miðlum og þeir hafa staðið
vel að sínum kynningum en
eru auðvitað hlaðnir störf-
um. Jarðfræðingar og aðrir
sérfræðingar hafa einnig
verið viðræðugóðir og upp-
lýsandi.
Þeir síðarnefndu komast
auðvitað ekki hjá því að
ítreka þá óvissu sem ríkir.
Þekkingu á þessu sviði hef-
ur miðað vel fram, en margt
er á huldu og spár vand-
meðfarnar. Þótt æði margt
virðist benda til enn stærra
goss gæti það einnig látið
bíða eftir sér í smástund, í
jarðfræðilegum skilningi,
ár, áratugi eða jafnvel leng-
ur.
En þar sem vísbending-
arnar hafa staðið svo lengi
sem raun ber vitni um og
verið svo sterkar og afger-
andi, hljóta allir að taka þær
mjög alvarlega. Því hlýtur
að vera réttlætanlegt að láta
um stund eins og nær
öruggt sé að stórgos bresti á
innan skamms tíma, á vana-
legt almanak mælt, og fara
rækilega yfir það með þjóð-
inni hvernig rétt sé að
bregðast við þegar það ger-
ist og takmarka það tjón
sem ella yrði, að svo miklu
leyti sem það er í mannlegu
valdi.
Komi svo ekki gos þá er
það fagnaðarefni. Og menn
byggju að undirbúningi þess
sem ekki varð.
Íslendingar eyddu millj-
örðum króna í það fyrir tæp-
um tveimur áratugum að
undirbúa sig rækilega til að
koma í veg fyrir 2000 ára
vandann, sem var með öllu
óþarft. Voru þeir ekki einir
um að hafa verið hafðir í
það. Hættan á mesta gosi á
Íslandi í sögulegri tíð er því
miður ekki skálduð eins og
tölvuvandinn mikli var. Því
er sjálfsagt að undirbúa sig
vandlega fyrir slíka vá.
Suma hættu kom-
umst við ekki hjá að
taka mjög alvarlega }
Erum við nægjanlega
undirbúin?
Í
sland býr að ríkum arfi sem sagnaland
og þjóðin telur sig almennt bókmennta-
þjóð. Fyrir mína parta get ég alveg
tengt við það enda hafa góðar bækur
verið vinir mínir frá því í frumbernsku.
Með þeim hef ég átt ótal glaðar stundir og á enn,
hamingjunni sé lof. Þegar ég var smápolli var
stærðar teiknimyndasaga um Múmínálfana á
finnsku eitt mitt dýrasta djásn. Svo glataði ég
því máli niður og tók að lesa um margvíslegar
söguhetjur Ole Lund Kierkegaard og óborgan-
leg ævintýri þeirra. Á táningsárum féll ég kolf-
latur fyrir Ilminum eftir Patrick Süskind og hin-
um óbærilega léttleika Milans Kundera. Svo
man ég þegar ég sýtti það mjög að The Crimson
Petal and The White eftir Michel Faber væri
ekki nema um 800 blaðsíður; ég hefði þegið ann-
að eins! Seinna hélt ég vöku fyrir öðrum for-
eldrum sem sváfu á flatsæng í félagsheimili í Vest-
mannaeyjum – Shell-mótið, sjáið þið til – því mér gekk
afleitlega að bæla niður í mér hláturinn við lestur á Góða
dátanum Svejk. Sá sem ekki hlær að Otto Katz herpresti
þarf læknisskoðunar við.
Ótal aðrir einstaklingar sem tilheyra bókaþjóðinni eiga
svipaðar minningar gegnum sín ár af minnisstæðum kynn-
um af góðum bókum. Kannski heldur menntamálaráðherra
að þess vegna megi bókaþjóðin og útgáfan í landinu alveg
við því að bókaskattur sé hækkaður? Það er þá ekki rétt
hugsað. Þó að mörgum hafi gefist ágætlega að skrifa og
gefa út hér landi er ólíklegt að fólk komist í verulegar álnir
af þeim starfa. Samt vildum við ekki vera án
bóka fyrir okkar litla líf. Þess vegna eiga stjórn-
völd að hlúa að útgáfu og styrkja hana á alla
lund. Ráðamenn skella skollaeyrum við því þeg-
ar fólk varar við því að umrædd skattahækkun
muni reynast útgáfubransanum erfið, en taka
hinsvegar fullt mark á því þegar útgerðin ber
sig aumlega og segir greinina leggjast af ef
gjaldtaka úr þeim ranni verður aukin. Útgerð-
arfélagið Samherji skilaði 22 milljarða hagnaði
á síðasta ári; það er fagnaðarefni út af fyrir sig
en mér er til efs að nokkurt bókaforlag starfi í
umhverfi slíkra upphæða. Er ekki eitthvað vit-
laust gefið í þessu öllu saman?
Burtséð frá því að bókaþjóðin elskar bæk-
urnar sínar þá felst í fyrirætlaðri tvöföldun á
bókaskatti talsvert áhyggjuefni fyrir háskóla-
nema. Ef af þessari hækkun verður mun syrta
verulega í álinn hjá þeim og er vart á það bætandi.
Það hlýtur að teljast annarlegt að bókmenntaþjóð, með
höfuðborg sem státar af því að vera bókmenntaborg
UNESCO, ætli að veitast að bókaútgáfu með þeim hætti
sem ætlunin segir til um. Fólk MUN leyfa sér færri bækur,
fólk MUN gefa sjaldnar bækur og þegar salan dregst sam-
an og færri sjá færi í skrifum, þá MUN fólk hugsa sig tvisv-
ar um áður en það sest niður og skrifar eitthvað fyrir okkur
hin. Er þetta ekki eitthvað öfugsnúið? Mér finnst sem svo
hljóti að vera.
Búum betur um bækurnar, kæra bókaþjóð.
jonagnar@mbl.is
Jón Agnar
Ólason
Pistill
Búum betur um bækurnar
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
Með Grænu skrefunuminnleiðum við stefnuríkisins um vistvæninnkaup og grænan
ríkisrekstur,“ segir Birna Magna-
dóttir, verkefnisstjóri fræðslu hjá
Ríkiskaupum, en hún situr einnig í
stýrihóp um vistvæn innkaup og
grænan ríkisrekstur.
Margar ríkisstofnanir taka þátt
í verkefninu Græn skref í ríkis-
rekstri. Með því er verið að innleiða
stefnu um vistvæn innkaup og græn-
an ríkisrekstur þar sem hann er
efldur með kerfisbundnum hætti.
Verkefnið byggist á Grænum skref-
um Reykjavíkurborgar þar sem
rúmlega 100 vinnustaðir hafa stigið
skrefin. Skrefin eru fimm talsins. Af
þeim þrettán fyrirtækjum sem hafa
skráð sig hafa þrjú þeirra náð fyrsta
skrefinu. Það eru Landmælingar Ís-
lands, umhverfis- og auðlindaráðu-
neytið og Skipulagsstofnun.
„Við ákváðum að líta til Reykja-
víkurborgar þar sem vel hefur geng-
ið að taka þessi grænu skref og að-
laga rekstri ríkisstofnana,“ segir
Birna.
Stofnanir sem heyra undir fjár-
málaráðuneytið og umhverfis- og
auðlindaráðuneyti hófu verkefnið.
En verkefninu var formlega hleypt
af stokkunum í síðustu viku. Um-
hverfisstofnun tekur út hvert skref
stofnunarinnar og veitir vottun.
Stofnanirnar taka skrefin koll af
kolli. Birna segir að stefnt sé að því
að ná tilteknum fjölda fyrirtækja inn
á hverju ári. Hún segir eðli stofnan-
anna sjálfra hvort þær geti tekið öll
skrefin fimm.
Minni sóun m.a. á rafmagni
Þær aðgerðir sem Grænu skref-
in ná til snerta sex þætti, þ.e. inn-
kaup, miðlun og stjórnun, fundi og
viðburði, flokkun og minni sóun, raf-
magn og húshitun og loks sam-
göngur. Skrefin eru innleidd í fjór-
um áföngum, en fimmta og síðasta
skrefið sýnir helstu aðgerðir sem
þarf að innleiða til að byggja upp
umhverfisstjórnunarkerfi.
Birna bendir á að sterkar vís-
bendingar eru um að vistvænni
rekstur hafi ekki aðeins jákvæð
áhrif á umhverfi og starfsaðstæður
heldur getur hann einnig dregið úr
rekstrarkostnaði. Í því samhengi
bendir hún á að grænt bókhald hafi
sýnt að verulega hafi dregið úr
pappírsnotkun þeirra stofnana sem
skila slíku bókhaldi. Í grænu bók-
haldi ríkisstofnana, er safnað saman
upplýsingum um hvernig innkaup-
um á rekstrarvöru og þjónustu er
háttað m.t.t. þeirra þátta sem valda
neikvæðum umhverfisáhrifum.
„Hluti af þessu er að við viljum
að aðgerðirnar sem ríkið er að fara í
verði sýnilegar,“ segir Birna.
Vinnustaðurinn lifnaði við
„Við höfum verið að skrá inn í
grænt bókhald. Þegar við ákváðum
að taka þátt í Grænum skrefum lifn-
aði verkefnið meira við og fór að
tengjast meira inn í starfið í stofn-
uninni og hafði miklu jákvæðari
áhrif en maður gerði sér grein fyr-
ir,“ segir Magnús Guðmundsson,
forstjóri Landmælinga Íslands.
Samgöngusamningar eru hluti
af Grænu skrefunum og mæltust vel
fyrir hjá starfsfólki Landmælinga.
Þar er fólk hvatt til að hjóla eða nota
almenningssamgöngur.
Ríkisstofnanir geta farið inn á
vefsíðuna: graenskref.is og
skráð sig til leiks. Þar eru
greinagóðar leiðbein-
ingar um hvert skref
sem hægt er að fylgja
nákvæmlega.
Grænum skrefum
í ríkisrekstri fjölgar
Græn skref Allt er vænt sem vel er grænt. Umhverfið er í fyrirrúmi í
verkefninu. Ríkið fylgir fordæmi Reykjavíkurborgar.
„Þetta er jákvætt og skemmti-
legt verkefni fyrir allan hópinn
og hefur haft góð áhrif á vinnu-
andann og heilbrigt líferni
starfsmanna. Nálgunin er ein-
staklega jákvæð í því að draga
úr opinberum gjöldum og er
gert með starfsfólkinu en ekki á
móti. Þetta leiðir mann að því
að rýna betur í ákveðna hluti
sem betur mega fara eins og
t.d. rafmagnsreikninga og þess
háttar,“ segir Magnús Guð-
mundsson, forstjóri Landmæl-
inga. Stofnunin hefur fengið
verðlaunin, Stofnun árs-
ins og Fyrirmyndar-
stofnun. „Ég er
sannfærður um að
starfsánægjan og
það að umhverfis-
málin innan fyrir-
tækja séu í góðu
lagi, haldist í hend-
ur. Því margt
smátt gerir eitt
stórt.“
Jákvætt og
skemmtilegt
GRÆNU SKREFIN
Magnús
Guðmundsson