Morgunblaðið - 02.12.2014, Síða 22

Morgunblaðið - 02.12.2014, Síða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 2014 ✝ Gunnar H.Melsted fædd- ist á Patreksfirði 13. febrúar 1919. Hann lést í Selja- hlíð 17. nóvember 2014. Foreldrar hans voru Ólína Jakobs- dóttir, f. 10.8. 1877, d. 1.3. 1963, og Halldór H. Mel- sted, f. 20.2. 1870, d. 11.12. 1954. Systkini hans voru Elías, f. 1906, Birna, f. 1910, Lilja, f. 1912, og Páll, f. 1914. Þau eru öll látin. Hinn 18. október 1942 kvænt- ist hann Unni Eyjólfsdóttur Mel- sted, f. 18.11. 1921, d. 23.8. 1998, Guðjónsson, þau eiga einn son. 6) Steinunn, f. 25.1. 1951, maki Jón G. Ólafsson, látinn, þau eiga tvö börn. 7) Halldóra, f. 21.1. 1955, látin, maki Ólafur Jónsson, þau eiga þrjú börn. 8) Unnur, f. 17.3. 1957, maki Guðmundur B. Al- bertsson, þau eiga þrjár dætur. 9) Þóra, f. 16.12. 1959, maki Þórður Sturluson, þau eiga tvo syni. Barnabörnin eru 28, barna- barnabörnin 52 og barnabarna- barnabörnin sex. Gunnar fluttist tveggja ára til Reykjavíkur þar sem hann bjó alla tíð síðan. Vann ýmis störf, s.s. við sjómennsku, þar til hann nam bifvélavirkjun hjá Ræsi. Starfaði hann hjá H. Ben., Sveini Björnssyni og síðast hjá Gunnari Ásgeirssyni og Velti. Útför Gunnars fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 2. desember 2014, og hefst athöfnin kl. 13. og eignuðust þau níu börn. Þau eru: 1) Eyjólfur, f. 29.11. 1942, kvæntur Adel- heid Melsted og eiga þau tvö börn, með fyrri konu, Birnu Sigurjónsdóttur, á hann þrjú börn. 2) Guðrún Erla, f. 18.9.1944, maki Hjálmar Gunnars- son, þau eiga fimm syni. 3) Ólína, f. 11.4.1946, maki Guðmundur Jónsson, þau eiga fjögur börn. 4) Auður, f. 30.4. 1947, látin, maki Kristian Wes- tergaard, þau eiga þrjú börn, þau slitu samvistum. 5) Erna, f. 30.11. 1949, maki Ásmundur Þegar við systkinin setjumst niður og hugsum til afa þá er margs að minnast. Við munum eftir afa á mismunandi tímum enda aldursbilið breitt. Einhvern veginn er það að lengi vel eru afi og amma órofa minning. Þau voru ótrúlega samheldin hjón, afi tók þátt í öllum heimilisstörfum enda barnahópurinn stór. Hádegissnarlið var honum heilög stund, minningin um afa, sem skýst heim úr vinnunni til að fá skyr með rjóma og smur- brauðshlaðborð og nælir sér í kríu yfir hádegisfréttunum, er okkur öllum minnisstæð. Afi vissi vel hvernig hann vildi hafa hlutina, hann var mikið snyrti- menni, vel tilhafður og sléttrak- aður á hverjum degi. Allt var í röð og reglu, allir hlutir áttu sér sinn stað og hann passaði upp á að taka til áður en húshjálpin kom við. Engan grunaði að undir vel straujaðri skyrtunni leyndist þjóðfáninn húðflúraður á upp- handlegginn, leifar frá sjó- mannstíð hans á Gullfossi, tíma sem hann minntist með ákveðnum söknuði. Allt sem hann tók sér fyrir hendur var unnið af alúð og vandvirkni, límbönd á jólapakka og skrautskrifuð kort bera þess skýrt merki. Hann bjó samt yfir miklu umburðarlyndi og hafði skilning á að ekki vildu allir hafa hlutina eins. Afi var mikill fjölskyldumaður og afkomendurnir nálgast nú hundrað. Þrátt fyrir háan aldur fylgdist hann vel með hverjum og einum og hafði áhuga á því sem við og fjölskyldur okkar vor- um að fást við. Við eigum margar góðar minningar frá afa og ömmu, litlu plast–Volvóbílarnir sem leyndust í fölsku ruslalúgunni í Ásgarði, ferðinni til Taílands og sverðun- um úr þeirri ferð sem héngu á veggnum. Plöturnar með Ómari Ragn- arsyni ómuðu í bland við Harry Belafonte, í símann var alltaf svarað „fimmáttasjötólftíu“ og manni heilsað með orðunum „sæll lagsi“, jafnvel þótt maður væri ekki fiskur. Þegar við hugsum til baka hef- ur afi sýnt okkur hve mikilvægt er að geta tekist á við vandamál af æðruleysi, vera til staðar fyrir sína nánustu og horfa sífellt til framtíðar með björtum augum. Takk fyrir allt, afi. Gunnar Björn Melsted, Björg Melsted, Páll Melsted, Óðinn Melsted og Freyja Melsted. Elsku afi, þegar ég kvaddi þig eftir afmælisveisluna hans Nonna fann ég á mér að það væri stutt í kveðjustund og mér hlýn- ar í hjartanu þegar ég hugsa til þess þegar þú breiddir út faðm- inn og vildir kveðja mig í annað sinn, þegar þú varst að fara. Minningarnar um þig eru svo ótal margar og þykir mér vænt um þær allar. Þegar ég kom í pössun til ykkar ömmu í Hvassa- leitinu, feluleikirnir sem við fór- um í, þegar ég faldi mig á bak við stólinn í stofunni, eða á milli hurðanna tveggja út á svalir. Það sem ég hlakkaði alltaf til hádeg- ismatarins, að sjá ykkur ömmu setja tannkrem (kavíar) ofan á brauð, ég man þið skáruð brauð- ið niður í nokkra bita og mér fannst það alltaf jafnfyndið, að þið bituð ekki í brauðið eins og annað fólk. Kapphlaupið út að hliði í Katlagili, til þess að taka á móti ykkur ömmu, fá að sitja í á leiðinni til baka og þiggja Men- tos. Ein stærsta minning mín um þig var heima í Hraunbænum, Katrín og Nonni voru að passa mig þegar ég læsti mig inni á baði að prufa varaliti sem mamma heitin átti. Eftir að hafa makað honum öllum á mig, ekki aðeins á varirnar heldur allt and- litið, þurfti ég að þrífa hann af. Ég notaði heila Nivea-kremdollu framan í mig og stóð svo öll bleik í framan, þegar þú náðir að brjótast inn á baðherbergi til mín. Eftir þrif var andlitið á mér eins og fölbleik perla og hend- urnar silkimjúkar. Ég er svo þakklát og stolt fyr- ir gott samband okkar á milli síð- ustu árin. Allar sögurnar sem þú sagðir mér þegar ég kom að klippa þig og allt hrósið sem ég fékk frá þér. Þegar þú sagðir eitthvað við mig, um útlit mitt eða annað, þá vissi ég að það væri marktækt, því þú sagðir alltaf nákvæmlega það sem þér fannst, þótt það hafi verið stund- um óheppilegt, óviðeigandi eða leiðinlegt að heyra. Sem dæmi þegar þú komst rúllandi til mín í hjólastólnum þínum í skírninni hans Sölva Þórs míns, aðeins 11 dögum eftir að ég átti hann og þú virtir mig fyrir þér og sagðir svo: „Elskan mín, hefurðu fitnað?“ Ég er svo þakklát fyrir það að þeir Mikael og Sölvi fengu að kynnast þér og hversu falleg persóna þú varst. Alltaf stutt í fjörið og minnist ég þá helst kappsins ykkar Mikaels, þú í hjólastólnum og hann á hlaupa- hjólinu úti í göngutúr með Þóru og Tóta. Elsku afi, minning þín lifir í hjarta mínu og sögunum um þig sem ég ætla að vera dugleg að rifja upp með strákunum mínum. Við minnumst þín í bænum okk- ar á kvöldin og óskum þess að þú, ásamt mömmu, ömmu og Ve- gasi, lítir eftir okkur hér á jörðu og passir upp á okkur ásamt öll- um þeim sem við elskum. Hvíldu í friði afi minn, við strákarnir mínir elskum þig. Sumir hverfa fljótt úr heimi hér skrítið stundum hvernig lífið er, eftir sitja margar minningar þakklæti og trú. Þegar eitthvað virðist þjaka mig þarf ég bara að sitja og hugsa um þig. þá er eins og losni úr læðingi lausnir öllu við. Þó ég fái ekki að snerta þig veit ég samt að þú ert hér, og ég veit að þú munt elska mig geyma mig og gæta hjá þér. Og þegar tími minn á jörðu hér, liðinn er þá ég burtu fer, þá veit ég að þú munt vísa veg og taka á móti mér. (Ingibjörg Gunnarsdóttir) Eyrún Erla Ólafsdóttir. Ég kem upp í hesthús á sunnudagsmorgni. Jeppi Gunn- ars stendur fyrir utan. Ég kem inn í hesthúsið, hestarnir eru að éta morgungjöfina og gefa frá sér róandi hljóð. Rás 1 heyrist hljóma í útvarpinu. Klassísk tón- list. Það er eins og tíminn standi í stað. Gunnar finn ég niðri í hlöðu þar sem hann er að bera leðurfeiti á reiðtygin. Gunnar fagnaði komu minni og sagði að það væri heitt á könnunni á kaffi- stofunni. Ég sagðist hafa komið með bakkelsi og sagðist Gunnar koma að vörmu spori. Síðan var sest að kaffidrykkju, málin rædd og brotin til mergjar. Gunnar var fróður um gamla tíma og hesta- mennskuna hér áður fyrr og kunni frá mörgu skemmtilegu að segja. Góðar minningar eru frá mörgum slíkum stundum í hest- húsinu. Við vorum fjórar fjölskyldur sem áttum saman hesthús á Heimsenda við Kjóavelli í Kópa- vogi, sem nú heitir Sprettssvæði. Það var um veturinn 1998-99 að það atvikaðist að Gunnar Mel- sted fékk að hafa Blesa sinn í hesthúsinu hjá okkur gegn því að annast morgungjafir í húsinu. Ástæða þess var sú að fyrr á árinu 1998 hafði Gunnar misst eiginkonu sína sem hann hafði annast í veikindum hennar og vildi nú freista þess að stunda hestamennsku á ný sem hann hafði gert á árum áður. Ég þekkti Gunnar ekki neitt á þess- um tíma en samþykkti þennan ráðahag í hesthúsinu fyrir orð frænda míns sem átti húsið með mér. Seinna kom reyndar í ljós að Gunnar var faðir Þóru, sem var góð vinkona eiginkonu minn- ar, Kristínar. Þetta átti eftir að verða mikið gæfuspor fyrir okk- ur, fjölskyldurnar fjórar, en þetta samstarf stóð alveg til árs- ins 2006 og bar þar aldrei skugga á og eftir því sem á leið varð samstarfið umfangsmeira. Gunn- ar fékk fljótlega að vera með tvo hesta og sá nú ekki bara um morgungjafir heldur var svona nokkurs konar umsjónarmaður í húsinu, sá um það sem þurfti að dytta að, viðraði hestana yfir daginn, var til staðar ef kalla þurfti á dýralækni, járninga- mann o.s.frv. Þannig var það að Gunnar var orðinn sá maður sem ég hafði einna mest samband við meðan hestar voru á húsi. Hann lýsti fyrir manni hvernig hest- arnir höfðu það. Manni leið vel að vita af hestunum í umsjá Gunnars. Gunnar var snyrti- menni og gerði kröfu til þess að bæði hann sjálfur og hestarnir hans væru vel til hafðir, kembdir og greiddir og reiðtygin hrein og mjúk. Stundum þegar keppni stóð fyrir dyrum hjá Áslaugu, dóttur minni, og við mættum í hesthúsið til að drífa okkur að gera klárt þá hafði Gunnar að- eins tekið hestinn og snyrt hann örlítið og strokið og gefið mátu- lega þannig að allt væri nú eins og best verður á kosið. Á þessum tíma fórum við í marga góða útreiðartúra, bæði sleppitúra í Kjósina og eins er minnisstæð hestaferð í Borgar- fjörð með Gunnari. Þar naut Gunnar sín vel, hans létta lund, umhyggjusemi fyrir samreiðar- mönnum og eðlislæg hjálpsemi. Í þessum ferðum þvældist aldurs- munur ekki fyrir því þar var Gunnar elstur fæddur 1919 og dóttir mín Áslaug yngst fædd 1990 en allir nutu ferðarinnar og félagsskaparins. Ég heimsótti Gunnar síðast í sumar en þá var nokkuð langt síðan við höfðum hist. Hann var nú bundinn við hjólastól þar sem taka hafði þurft annan fótinn af við hné. En það var sama þægi- lega viðmótið, hressileikinn og glampinn í augunum var á sínum stað. Sú góða vinátta sem ég og mín fjölskylda mynduðum á þessum tíma kenndi manni það að það er aldrei of seint að eignast nýja vini og kynnast góðu fólki. Að fá að kynnast þessum aldna höfð- ingja og deila með honum sam- eiginlegu áhugamáli gerði mann hvort tveggja í senn að betri manni og hestamanni. Gott er að enda þessi stuttu minningarbrot með lofsöngnum um góða hirðinn á Heimsenda sem Samúel Örn Erlingsson, orti við þekktan sálm (Lofið vorn Drottin, hinn líknsama föður á hæðum), í tilefni af 85 ára afmæli Gunnars, en Samúel var með okkur í hesthúsinu einn veturinn. Við syngjum enn þann dag í dag þennan sálm við ýmis tækifæri m.a. í hestaferðum og minnumst þá gjarnan Gunnars með hlýhug og þakklæti og drekkum hans skál. Lofum nú Gunnar, við öll skulum taka vel undir, alföður hrossa og hirði vorn morguns um stundir, honum sé þökk, hyllum hann þakklát og klökk, allar hann lofum á lundir. Ljúf er hans höndin, þar leikur í tómstund og vinna, ljúflega gefur og kembir og lætur vel finna. Vildi ég mest, bráðlega breytast í hest, mér blíðlega mundi hann sinna. (Samúel Örn Erlingsson.) Sigurbjörn Magnússon. Gunnar H. Melsted ✝ Jóna ÞuríðurGuðmunds- dóttir fæddist 5. apríl 1924. Hún lést á Hjúkrunar- heimilinu Eir 23. nóvember 2014. Jóna fæddist á Bakka á Seltjarn- arnesi þar sem for- eldrar hennar, Jó- hanna Þórðardóttir og Guðmundur Jónsson, bjuggu. Ólst hún upp á Seltjarnarnesinu og bjó þar alla sína ævi nema síðustu fjögur árin sem hún dvaldist á Hjúkrunarheimilinu Eir. Jóna gekk í Mýrarhúsa- skóla og árið 1945 hóf hún tveggja vetra nám við Hús- mæðraskólann á Hallormsstað þar sem hún eignaðist sínar bestu vinkonur. Jóna var ógift og barnlaus. Hún átti einn bróður, Kjartan Einarsson, f. 1914, d. 1977, var hún til heimilis hjá bróður sínum og mág- konu, Unni Óla- dóttur, f. 1913, d. 1998, þar til hún flutti á Eiðistorg 3 árið 1985 og síðan á Skólabraut 5. Frænkur hennar, Kristín, f. 1945, Ás- dís, f. 1948, d. 2013, Guðrún, f. 1949, og Auð- ur, f. 1956, dætur Kjartans og Unnar, og þeirra afkomendur nutu góðs af sambýlinu. Jóna vann við verslunarstörf á Nes- inu bæði í Steinnesi og á Vega- mótum. Hún vann líka við að sauma lampaskerma og var sérlega flink við það. Hún end- aði starfsævina hjá Póstinum. Útför Jónu verður gerð frá Seltjarnarneskirkju í dag, 2. desember 2014, kl. 13. Jóna Þuríður Guðmundsdóttir var Seltirningur með stórum staf. Hún fæddist á Bakka á Sel- tjarnarnesi, bjó alla sína tíð á Nesinu, vann þar alla sína starfs- ævi og vonaði í lengstu lög að hún fengi að deyja á Nesinu. Jóna var líka frænka með stórum staf. Ég man ekki eftir öðru en Jónu frænku á heimili foreldra minna og nutum við systurnar frá Bakka eingöngu góðs af þeirri nærveru. Hún saumaði og prjónaði það sem okkur datt í hug, okkur fannst hún geta allt. Hún var nefnilega húsmæðraskólagengin frá Hall- ormsstað. Þar eignaðist hún líka sínar bestu vinkonur – vinátta sem enst hefur 70 ár. Síðustu 10 árin hefur gengið á ýmsu hjá Jónu frænku. Flest af því hristi hún af sér, ég sagði að það hefði verið út af því hversu geðgóð hún var en hún sagði bara: „Það er seigt í okkur Sel- tirningum.“ Síðustu árin dvaldi hún á Hjúkrunarheimilinu Eir þar sem hugsað var vel um hana, en lög- heimilið flutti hún aldrei af Sel- tjarnarnesinu. En nú er komið að leiðarlokum. Sumarlandið tekur vel á móti þér. Það vantar Jónu frænku þar. Skilaðu kveðju til minna. Fyrir allt sem okkur varstu ástarþakkir færum þér. Gæði og tryggð er gafstu í verki góðri konu vitni ber. (Ingibjörg Sig.) Þín frænka, Auður Eygló Kjartansdóttir. Jóna Þuríður Guðmundsdóttir Blómaverkstæði Binna | Skólavörðustíg 12 | Sími: 5613030 ALLAR SKREYTINGAR UNNAR AF FAGMÖNNUM Útfararþjónusta Hafnarfjarðar Sími: 565-9775 www.uth.is. uth@simnet.is. Við sjáum um alla þætti útfararinnar. Seljum kistur,krossa og duftker hvert á land sem er. Persónuleg þjónusta. Stapahrauni 5 Hafnarfirði. SÉRA BALDUR VILHELMSSON, Vatnsfirði við Djúp, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þann 3. desember klukkan 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á dvalar- og hjúkrunarheimilið Grund. . Hallfríður Baldursdóttir, Þorvaldur Baldursson, Ragnheiður Baldursdóttir, Kristján Bj. Sigmundsson, Stefán O. Baldursson, Guðbrandur Baldursson, Evlalía S. Kristjánsdóttir, Jóhann H. Jónsson, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, ELÍN JÓNA ÓLAFSDÓTTIR, Ársölum 5, Kópavogi, lést föstudaginn 28. nóvember. Útförin verður auglýst síðar. Björg Magnúsdóttir, Þorsteinn Guðmundsson, Magnús Jaroslav Magnússon, Hugrún L. Guðmundsdóttir, Dagmar Magnúsdóttir, Kristinn R. Árnason, Guðmundur, Guðmundur Örn, Bjarki Rafn, Hildur Jara og Rakel Lind.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.