Morgunblaðið - 02.12.2014, Side 24

Morgunblaðið - 02.12.2014, Side 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 2014 Í dag, 2. desem- ber, er 60 ára afmæl- isdagurinn hennar frænku minnar og við ættum að vera að fagna, en í þess stað eru tár og söknuður. En minningarnar eru margar, allt frá því við vorum litlar stelpur að gista heima hjá hvor annarri og til fullorðinsáranna þar sem við héld- um áfram að vera saman án þess endilega að gista hvor hjá annarri. Reyndar gisti hún oftast hjá mér þegar hún kom til Reykjavík- ur eftir að hún flutti til Egilsstaða. Hún fékk bara lykilinn að íbúðinni og þar með var gestgjafahlutverki mínu lokið. En þetta var einmitt það sem henni fannst best. En gott var að hafa hana skemmti- legu og allt um vefjandi frænku mína. Með hvatninguna, jákvæðn- ina og ljúfu leiðbeininguna. Þegar hún flutti suður og keypti hús í hverfinu mínu í Kópa- voginum urðu samverustundirnar fleiri. Hún hringdi og vildi fá mig með sér út að skokka, á göngu- skíði eða í göngutúr, bara til að spjalla, yndislegar stundir og allt- af kom ég ríkari heim. Síðasti göngutúrinn okkar var hringinn í Fossvogsdalnum í sept- ember. Við vorum í hóp sem við köll- uðum „sóknarnefndarfundi“ og vorum við fimm frændsystkini sem bjuggum í göngufæri hvort frá öðru, við hittumst ásamt mök- um einu sinni á ári, grilluðum og áttum kvöldstund saman. Annar hópur var til, „jóla- frænkuklúbburinn“, þar sem við systkinadætur hittumst oftast sunnudagskvöldstund á aðvent- unni. Tvisvar fórum við í helgarferð að hausti, hún útvegaði bíl og Inga Rósa Þórðardóttir ✝ Inga RósaÞórðardóttir fæddist 2. desem- ber 1954. Hún lést 16. október 2014. Útför Ingu Rósu fór fram 23. októ- ber 2014. keyrði. Í haust ætl- uðum við í þá þriðju, við ákváðum að ræða þetta ekki vegna veikinda Ingu Rósu, en þá var það hún sem vildi fara en sagðist reyndar ekki keyra í þetta skiptið, hún var alltaf að skipuleggja, líka úr sjúkrarúminu, en ferðin var ekki farin. Síðustu helgina í júlí sl. var haldið lítið ættarmót í fallega Vatnsdalnum okkar. Áttum við þar saman góða helgi. Hún ásamt Guðmundi sínum, Berglindi dótt- ur sinni og fjölskyldu ásamt fleir- um, gengu yfir Marðarnúpsfjallið. Hún fór ekki hratt yfir enda orðin fárveik, en áfram gekk hún í marga klukkutíma. Við systkinin vorum stödd á Spáni í ágúst þegar við fengum fregnir af veikindum hennar. Því- lík harmafregn. Hún sagði okkur systkinunum að hún vildi hafa okkur með sér í „bátnum“ sínum og átti hún þar við að við værum líka hennar nánasta fjölskylda og fengjum að vera með henni í bar- áttunni sem framundan var. En baráttan var ótrúlega stutt, en þetta gerði hún eins og annað í þessu lífi með reisn og kvaðst vera tilbúin. Minningar, góðar minningar var það sem hún safnaði og minnti aðra á að gera líka. Síðustu bestu minninguna mína á ég af spítalan- um þegar inn kemur hjúkrunar- fræðingur sem segist koma seinna þegar hún sé ein. Þá segir hún: þú getur alveg talað við mig þótt hún sé hér, hún er frænka mín og við erum eins og systur. Þessi orð eru greypt í huga mér og ylja mér um ókomna tíð. Í kvöld, á afmælisdegi hennar, ætlum við að hittast „jólafrænku- klúbburinn“ og heiðra minningu hennar. Elsku besta mín, ég sakna þín. Þín frænka og systir, Rósa Sólveig. Útför Bjargar var gerð frá Víði- staðakirkju í Hafn- arfirði 18. nóvember 2014.Ég sit hér að leita að réttum orð- um til að lýsa því hver Björg var í lífi mínu. Efst í huga er að hún hætti aldrei að vera tengdamamma mín, þrátt fyrir að ég og sonur hennar skildum fyrir 26 árum. Við eigum henni og mömmu minni það að þakka að við héld- um vinskap okkar í öll þessi ár. Ég var alltaf ein af fjölskyld- unni og velkomin á hennar heimili hvenær sem var. Hún var mér og syni mínum alltaf góð. Hún sýndi í verki að ekkert í lífinu kemur í staðinn fyrir fjöl- skyldu, að ekkert myndi að- skilja okkur. Hún sýndi að son- ur minn yrði alltaf hennar. Núna síðustu árin urðu þau nánari og á hverjum föstudegi fór hann á ball með henni á Hrafnistu, þar sem hún dvaldi. Stundum fór ég með honum á Björg Sigþrúður Sigurðardóttir ✝ Björg Sigþrúð-ur Sigurðar- dóttir fæddist í Njarðvík við Borg- arfjörð eystri 16. maí 1918. Hún lést á Hrafnistu í Hafn- arfirði 9. nóvember 2014. ballið og á eftir var boðið upp á kaffi og pönnukökur. Ekki var mikið um dans hjá mér en ég sat með henni og horfði á fólkið dansa. Björg kunni öll lögin og söng með hljómsveitinni sem var eflaust hennar leið til að dansa og láta hug- ann reika. Björg var komin í hjólastól en bar með sér styrk og fegurð sem ég held að hafi ekki farið framhjá neinum sem hitti hana. Stuttu áður en hún dó fékk ég tækifæri til að sýna henni mína ást og mitt þakklæti í verki. Ég kom í heimsókn til hennar á spítalanum og þegar hún sá mig sagði hún mjög skýrum rómi: „Komdu hérna“ og tók í höndina á mér og spurði hvar sonurinn væri. Hún bað mig að vera hjá sér um stund og það var kyrrð í þessu handabandi, við þurftum engin orð. Hún var yndisleg, hún tengdamamma mín, og hennar verður sárt saknað. En minn- ingarnar lifa og hún mun aldrei gleymast. Hvíldu í friði, elsku Björg mín, þar til við hittumst á ný. Fanney Guðjónsson. ✝ Eggert Jóns-son Melstað fæddist 16. október 1928 á Hallgils- stöðum í Arnarnes- hreppi. Eggert andaðist 11. nóv- ember 2014 á dval- arheimilinu Hlíð. Foreldrar hans voru hjónin Albína Pétursdóttir og Jón Stefánsson Mel- stað. Systkini Eggerts, Unndór, Pétur, Ragnheiður, Valdimar, Stefán og Dýrleif, eru öll látin. Eftirlifandi eiginkona Egg- erts er Ragna Gunnhildur Jó- hannesdóttur frá Neðri-Vindheimum á Þelamörk. Dóttir þeirra er Anna Margrét. Sonur hennar er Jónas Freyr Sigurbjörns- son og dóttir hans Hanna María. Fyrsta heimili Eggerts og Rögnu var á Hallgils- stöðum en frá árinu 1957 voru þau búsett á Akureyri. Útför hans fór fram frá Akureyrarkirkju 20. nóvember 2014. Margt fer í gegnum hugann þegar ég hugsa um þau tæp- lega 70 ár sem við áttum sam- leið. Þegar ég var 11 ára og Eggert var að ljúka gagn- fræðadeild á Laugum vorum við smástrákar á sundnám- skeiði og lékum okkur oft í fótbolta. Þá var Eggert ekki of stór til að vera í fótbolta með okkur strákunum. Þetta segir dálitla sögu en eftir þessu lifði Eggert jafnan. Hann var ekki of stór til að taka þátt í leikjum hinna minni. Margar stundir höfum við átt saman bæði í leik og starfi. Hlið við hlið stóðum við saman í söng og er mér sér- staklega minnisstætt sam- starf okkar í 12 tenórum. Það var sérstaklega ánægjulegt og eftirminnilegt samstarf. Oft minntist þú á þegar við smíð- uðum kerruna á mettíma. Það ver skemmtilegt eins og fleira. Það eru margar stundir er ég hugsa til baka sem ég minnist en alltaf var það vinskapurinn og gleðin sem upp úr stóð. Eggert minn, bestu kveðjur ber ég þér frá grúppunni og hafðu þökk fyrir öll okkar kynni. Elsku Ragna mín og fjöl- skylda. Ykkur vil ég votta alla mína samúð með ástarkveðj- um. Ljúfar myndir laða fram sem leiftur okkar daga. Á þig veit ég ekkert vamm en allt vildir þú laga. Með vinarkveðju, Jón Hólmgeirsson. Eggert Jónsson Melstað Nú er kær svilkona mín látin. Hún bjó við mjög erfiðan sjúk- dóm, liðagigt, mestan hluta ævi sinnar og var sýnu verst síð- ustu 10 til 15 árin, þar sem hún gat ekki stigið í fæturna og þar af leiðandi var hún bundin hjólastól. Ekki heyrði maður hana kvarta yfir sínu líkamlega ástandi sem er hreint ótrúlegt miðað við hennar stöðu. Ég hef verið innan við 12 ára þegar ég kynntist Dísu fyrst, þegar hún kemur í Sveinbjarn- argerði, sem eldabuska, þar sem Axelína tengdamóðir okkar Herdís Guðrún Jónsdóttir ✝ Herdís GuðrúnJónsdóttir fæddist í Suður- Þingeyjarsýslu 6. september 1940. Hún lést 22. nóv- ember 2014. Útför Herdísar fór fram frá Sval- barðskirkju, Sval- barðsströnd, 29. nóvember 2014. þurfti að leita læknis og var ekki heima um tíma. Þá voru örlög hennar ráðin er hún tók saman við Jóhann- es Halldórsson og hafa þau búið sam- an í yfir 50 ár. Hann hefur staðið við hlið hennar sem klettur alla tíð. Þau eignuðust tvö börn, þau Halldór og Ingibjörgu. Þau byggðu sér hús á Veigastöðum sem heitir Vaðlafell. Ég ólst upp á Veigastöðum og man vel eftir þegar þau fluttu í Vaðla- fell, fannst það spennandi að ung hjón með tvö börn myndu flytja í allra næsta nágrenni. Margar ferðir voru farnar á milli húsa, kökur og kaffi á boð- stólum, enda Dísa frábær kokk- ur, sérstaklega man ég eftir bakkelsinu hennar. Hún hafði verið á Húsmæðraskólanum á Hallormsstað og kunni þetta allt saman. Þegar hún kom í kvenfélagið á Svalbarðsströnd var hún sett í að baka flatbrauð og það gerði hún í mörg ár á meðan hún gat. Eftir að hún gat ekki staðið við að baka lengur lagði hún kvenfélaginu lið með því að vera ritari eða gjaldkeri í stjórn félagsins. Dísa hafði mjög fallega og læsi- lega rithönd, hún skrifaði dag- bækur alveg fram á síðasta dag. Það var alloft sem hægt var að fá að leita til hennar um dagsetningar að atburðum eða veðri, ef menn vildu rifja það upp einhverra hluta vegna. Það sem einkenndi Dísu einna mest var hvað hún var hlédræg, allt að því feimin. Hún var greind kona og hugur hennar var skýr. Hún kunni mikið af ljóðum og hafði mjög gaman af að lesa bækur, átti jafnvel til að yrkja vísur, en því hélt hún auðvitað ekki á lofti, frekar en öðru sem hún gat leyst vel af hendi. Ég mun allt- af minnast þess hvernig hún hló, innilega og af öllu hjarta. Það var alltaf svo gaman að segja henni einhvern brandara. Þetta var sjúkraþjálfarinn hennar búinn að finna út, það var oftar en ekki sem maður fékk að heyra nýjasta brand- arann ættaðan frá Ingimar sjúkraþjálfara. Síðari árin þurfti hún á mikilli umönnun og hjúkrun að halda og komu þar margir að, t.d. frá Heimaþjón- ustu og Heimahlynningu. Öllu þessu fólki var Dísa óendanlega þakklát og mikil vinátta og kærleikar bundust með þessu fólki, sem reyndist henni svo vel. Þakka þér, Dísa mín, fyrir þína góðu og hlýju samfylgd og þakka þér fyrir að sýna okkur að það er hægt að tileinka sér þolinmæði, þakklæti og glað- værð þrátt fyrir að líf og heilsa bjóði ekki beint upp á það. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem) Ég og fjölskylda mín öll vott- um Jóhannesi og fjölskyldu hans okkar dýpstu samúð. Bjarney. Málefni mæðra og barna voru Bryn- dísi mjög hugleikin og þeim helgaði hún krafta sína. Hún sat í stjórn Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur um árabil. Þar voru á ferðinni kraftar sem nýttust vel Bryndís Guðmundsdóttir ✝ Bryndís Guð-mundsdóttir fæddist 17. júlí 1925. Hún lést 5. nóvember 2014. Út- för Bryndísar fór fram 14. nóvember. í Mæðrastyrks- nefnd, svo við- kvæmt sem það starf er. Bryndís var víðsýn, yfirveguð, rösk og róleg, bæði til geðs og gerðar, og eru spor hennar því greypt í vitund okkar. Með kærri þökk frá samstarfskonum í Mæðrastyrks- nefnd Reykjavíkur. Ragnhildur G. Guðmundsdóttir formaður. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR S. GUÐMANNSSON (NUNNI), Kleppsvegi 46, Reykjavík, sem lést 27. nóvember, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 4. desember kl. 15.00. Sérstakar þakkir til alls starfsfólks heimahlynningar LSH. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð líknardeildar og heimahlynningar. . Anna S. Guðmundsdóttir, Haukur Gunnarsson, Elín J.G. Hafsteinsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Bjarni Jóhannesson, Hildur Gunnarsdóttir, Hjalti Jensson, Þorgerður Gunnarsdóttir, Guðmundur Kjartansson, Magnús Gunnarsson, Monika Borgarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓR GUÐJÓNSSON, M.S., fyrrverandi veiðimálastjóri, andaðist að morgni mánudagsins 24. nóvember á Landspítalanum. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 3. desember kl. 13.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeir sem vilja minnast Þórs láti Minningarsjóð Landspítala njóta. . Kári Halldór Þórsson, Jenný E. Guðmundsdóttir, Elsa Margrét Þórsdóttir, Stefán Þór Þórsson, Hildur Jörundsdóttir, Elín Helena Petersdóttir, Marc Leff, Guðmundur Þór Kárason, Sigrún Lilliendahl, Elsa Ída Stefánsdóttir, Carsten G. Jensen, Jódís Káradóttir, Karl Óskar Snickars, Sara Mathilda Snickars, Jonas Rönqvist, Ragnheiður Káradóttir, Sonja Snickars, Zarah Holmberg, Margrét Helga Stefánsdóttir, Erik Martin, Hrappur, Bjartur, Orri, Emma Hildur og Tinna. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, INGIBJÖRG PÉTURSDÓTTIR hjúkrunarkona, áður til heimilis Einilundi 1, Garðabæ, lést á Landspítalanum Fossvogi að morgni sunnudagsins 30. nóvember. Útför hennar verður auglýst síðar. Ólafur Tryggvi Magnússon, Magnús Karl Magnússon, Ellý Katrín Guðmundsdóttir, Atli Freyr Magnússon, Steinunn Gestsdóttir, Ásdís Magnúsdóttir, Viðar Halldórsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.