Morgunblaðið - 02.12.2014, Side 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 2014
Dóra Dúna Sighvatsdóttir er nýkomin til landsins frá Dan-mörku, lenti upp úr hádegi í gær. „Ég var úti í sjö ár, er núkomin aftur heim, en ég starfa ennþá í Danmörku. Ég mun
því verða dugleg að fara fram og til baka, sem mér finnst mjög
skemmtilegt.“ Dóra Dúna átti og rak skemmtistaðinn Jolene í Kaup-
mannahöfn sem hún opnaði með Dóru Takefusa þegar hún var 23
ára gömul og nokkrum árum seinna opnaði hún einnig kaffihúsið
The Log Lady Café á Studiestræti í Kaupmannahöfn en er búin að
selja það, „Nú starfa ég sem viðburðastjóri í Kaupmannahöfn og
vinn einnig í Gottu á Laugaveginum.“
„Það hefur alltaf verið mikið flakk á mér, ég er fædd í Árósum í
Danmörku en er hálfur Vestmannaeyingur og ólst þar upp, en einn-
ig bjó ég í Frakklandi í þrjú ár sem barn. Svo var ég eitt ár í London
að læra handritagerð. En nú er ég komin heim í einhvern tíma sem
mér finnst alveg yndislegt, t.d.að geta hoppað í mat til mömmu á
sunnudögum.“
Dóra Dúna hélt upp á afmælið sitt í Kaupmannahöfn um helgina.
„Þar vorum við með 20 manna langborð og sjö rétta máltíð. Svo hélt
ég opið 600 manna partí í Sunday Club. Í starfinu mínu er ég vön að
halda svona partí og ég blandaði því í þetta sinn við afmælisveisluna
mína. Í dag fer ég í spa með mömmu og svo held ég lítið matarboð í
kvöld fyrir vini mína. Ég hélt svo stórt partí um helgina að ég vildi
hafa það kósi hér á Íslandi með vinunum.“
Dóra Dúna Sighvatsdóttir er þrítug í dag
Nóvember í Kaupmannahöfn Dóra Dúna stödd í Studiestræti.
Flakkar á milli Ís-
lands og Danmerkur
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Kópavogi Dagur Freyr Húnfjörð
fæddist 19. nóvember 2013. Hann vó
4.060 grömm og var 54 cm langur.
Foreldrar hans eru Guðrún Húnfjörð
og Þorsteinn Kr. Haraldsson.
Nýir borgarar
Stykkishólmi Gabríel Már Hoffmann
Elvarsson fæddist 28. september
2014 kl. 8.36. Hann vó 3.405 g og var
50 cm langur. Foreldrar hans eru
Svava Pétursdóttir og Elvar Már
Eggertsson.
B
erglind Svavarsdóttir
fæddist í Reykjavík
2.12. 1964 en ólst upp á
Akureyri. Hún gekk í
Barnaskóla Íslands sem
nú heitir því lágstemmda nafni
Brekkuskóli, var í Gagnfræðaskóla
Akureyrar og lauk stúdentsprófi frá
MA 1984.
„Það var nú ekki leiðinlegt að alast
upp á Akureyri; á veturna vorum við
á skíðum í Hlíðarfjalli og skautum á
Pollinum og á sumrin vorum við
meira og minna úti í leikjum en það
var alltaf gott veður á Akureyri.
Ég var í sumardvöl í Öxarfirði hjá
Kristveigu frænku minni í Lindar-
brekku þegar ég var 9 og 10 ára, æfði
þar frjálsar með Leifi heppna en
gerði ekkert gagn að öðru leyti.
Síðar vann ég hjá „bænum“, í kant-
steypunni, í sjoppunum hjá Kennedy-
unum og hjá Stebba Gull og Haddú á
Bautanum. Að öðru leyti áttu H-100
og Sjallinn huga minn allan á þessum
árum og neyttum við vinkonurnar
ýmissa bragða, ekki alltaf löglegra
(allt samt fyrnt) til að komast inn
áður en við náðum fullum aldri. Þá
var nú ekki heppilegt að eiga afmæli í
desember!“
Hjá nunnunum í Lyon
Eftir stúdentspróf flutti Berglind
suður, fór í HÍ og lauk embættisprófi
í lögfræði 1989. Hún hélt síðan til
Frakklands, undir yfirskini frönsku-
náms, var þar í kaþólskum einkaskóla
hjá nunnum í Lyon, segist örugglega
hafa getað fræðst meira um trúmál,
en hallaðist þó meira til námsástund-
unar á kaffihúsum Lyon-borgar:
„Þegar ég hélt heim tæpu ári síðar
Berglind Svavarsdóttir lögmaður – 50 ára
Í Barcelona Hér er fjölskyldan saman komin á góðri stund í Katalóníu í ágúst árið 2013.
Lífsglaður lögmaður
Vinkonurnar Fimmtugar og flottar eru þær, hér í Mývatnssveit.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Ármúli 32, 108 Reykjavík
Sími 568 1888
www.parketoggolf.is