Morgunblaðið - 02.12.2014, Page 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 2014
Slökkvilið
höfuborgasvæðisins
Munið að slökkva
á kertunum
Látið kerti aldrei loga
innanhúss án eftirlits
Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaun-
anna voru kynntar við hátíðlega athöfn á Kjar-
valsstöðum í gær í 26. sinn. Tilnefnt er í flokki
barna- og unglingabóka, fagurbókmennta og
fræðibóka og rita almenns efnis, en fimm bæk-
ur eru tilnefndar í hverjum flokki.
Verðlaunaupphæðin fyrir þær þrjár bækur
sem hljóta Íslensku bókmenntaverðlaunin er
ein milljón króna hver. Íslensku bókmennta-
verðlaunin 2014 verða afhent um mánaðamótin
janúar-febrúar á komandi ári af forseta Ís-
lands, Ólafi Ragnari Grímssyni, á Bessastöð-
um.
Tilnefningar í flokki barna- og
ungmennabóka:
Síðasti galdrameistarinn eftir Ármann Jak-
obsson.
Hafnfirðingabrandarinn eftir Bryndísi
Björgvinsdóttur.
Nála – riddarasaga eftir Evu Þengilsdóttur.
Fuglaþrugl og naflakrafl eftir Þórarin Eld-
járn og Sigrúnu Eldjárn.
Maðurinn sem hataði börn eftir Þórarin
Leifsson.
Dómnefnd skipuðu þau Helga Ferdinands-
dóttir, sem var formaður, Árni Árnason og
Þorbjörg Karlsdóttir.
Eftirfarandi bækur eru tilnefndar
í flokki fagurbókmennta:
Þrír sneru aftur eftir Guðberg Bergsson.
Koparakur eftir Gyrði Elíasson.
Kok eftir Kristínu Eiríksdóttur.
Öræfi eftir Ófeig Sigurðsson.
Velúr eftir Þórdísi Gísladóttur.
Dómnefnd skipuðu þau Tyrfingur Tyrfings-
son, sem var formaður, Erna Guðrún Árna-
dóttir og Knútur Hafsteinsson.
Tilnefningar í flokki fræðibóka
og rita almenns efnis:
Hljóðin í nóttinni eftir Björgu Guðrúnu
Gísladóttur.
Sveitin í sálinni – Búskapur og ræktun í
Reykjavík 1930-1970 eftir Eggert Þór Bern-
harðsson.
Gunnlaugur Halldórsson – Arkitekt í rit-
stjórn Péturs H. Ármannssonar.
Lífríki Íslands – Vistkerfi lands og sjávar
eftir Snorra Baldursson.
Náttúra ljóðsins – Umhverfi íslenskra
skálda eftir Svein Yngva Egilsson.
Dómnefnd skipuðu þau Hildigunnur Sverr-
isdóttir, sem var formaður, Aðalsteinn Ingólfs-
son og Pétur Þorsteinn Óskarsson.
Formenn dómnefndanna þriggja munu velja
einn verðlaunahafa úr hverjum flokki ásamt
forsetaskipuðum formanni lokadómnefndar.
Samhliða tilnefningum til Íslensku bók-
menntaverðlaunanna mun dómnefnd á vegum
Bandalags þýðenda og túlka kynna þær fimm
þýðingar sem tilnefndar eru til Íslensku þýð-
ingaverðlaunanna. Bandalag þýðenda og túlka
hefur staðið fyrir Íslensku þýðingaverðlaun-
unum frá árinu 2005 og veitir forseti Íslands
þau á degi bókarinnar, 23. apríl ár hvert á
Gljúfrasteini.
Tilnefningar til Íslensku
þýðingaverðlaunanna 2014:
Listin að vera einn eftir Shuntaro Tanikawa
í þýðingu Gyrðis Elíassonar.
Út í vitann eftir Virginiu Woolf í þýðingu
Herdísar Hreiðarsdóttur.
Uppfinning Morles eftir Adolfo Bioy Cas-
ares í þýðingu Hermanns Stefánssonar.
Náðarstund eftir Hannah Kent í þýðingu
Jóns St. Kristjánssonar.
Lífið að leysa eftir Alice Munro í þýðingu
Silju Aðalsteinsdóttur.
Dómnefnd skipuðu þau Árni Matthíasson,
sem var formaður, María Rán Guðjónsdóttir
og Tinna Ásgeirsdóttir.
Íslensku bókmenntaverðlaununum var kom-
ið á fót árið 1989 í tilefni af 100 ára afmæli Fé-
lags íslenskra bókaútgefenda. Allir sem gefa út
bækur á Íslandi geta lagt fram bækur til verð-
launanna og greiða fyrir það ákveðið gjald.
silja@mbl.is
Fimmtán ólíkar bækur tilnefndar
Morgunblaðið/Kristinn
Ánægð Höfundar tilnefndu bókanna, frumsaminna og þýddra, tóku stoltir við viðurkenningarskjali og blómum við athöfn á Kjarvalsstöðum í gær.
Verðlaunaféð
nemur einni milljón
í hverjum flokki
Maríustund er yfirskrift tónleika í
Hafnarborg í dag kl. 12 þar sem
fram koma Hanna Þóra Guðbrands-
dóttir sópran og Antonía Hevesi pí-
anóleikari sem jafnframt er list-
rænn stjórnandi tónleikaraðar-
innar. Á efnisskránni eru ljóð,
bænir og aríur sem tengjast heil-
agri Maríu og jólunum.
Hanna Þóra lauk söngprófi frá
Söngskólanum í Reykjavík vorið
2005. Meðal hlutverka sem Hanna
Þóra hefur sungið eru Genovefa í
Systur Angelicu eftir Puccini,
Greifynjan í Brúðkaupi Fígarós eft-
ir Mozart, og Ines í Il Trovatore eft-
ir Verdi. Hún söng einsöng í Ragn-
heiði eftir Gunnar Þórðarson og
Friðrik Erlingsson og fór með hlut-
verk í Skáldinu og biskupsdóttur-
inni eftir Alexöndru Chernyshova
og Guðrúnu Ásmundsdóttur. Árið
2011 var Hanna Þóra útnefnd bæj-
arlistamaður Akraness.
Húsið verður opnað kl. 11.30 og
tónleikarnir hefjast kl. 12 og standa
yfir í um hálfa klukkustund. Að-
gangur er ókeypis.
Maríustund í Hafnar-
borg í hádeginu í dag
Söngkonan Hanna Þóra Guð-
brandsdóttir syngur í Hafnarborg.
Jón Ólafsson prófessor og Lára
Magnúsardóttir lektor flytja hádegis-
fyrirlestra undir yfirskriftinni:
„Söguskoðun, heimspeki og sam-
félag“ á vegum Sagnfræðingafélags
Íslands í fyrirlestrasal Þjóðminja-
safnsins í dag og hefjast þeir kl. 12:05.
Í fyrirlestri sínum notast Jón við
tvö nýleg dæmi úr kaldastríðs-
umræðu, eitt danskt og annað ís-
lenskt, til að velta vöngum yfir því
hvers vegna einstök atvik og persón-
ur kaldastríðsáranna halda áfram að
kynda undir pólitískum deilum sam-
tímans.
„Kirkjan í sögu vestrænna ríkja er
sambærileg við kommúnistaríki 20.
aldar að því leyti að þar er um að
ræða stofnun sem tilheyrir fortíðinni
og nokkuð almenn og nokkuð við-
tekin sýn ríkir um hlutverkið sem
hún lék. Á síðustu áratugum hefur
áhugi á stöðu trúarstofnana innan
ríkis aukist og mikilvægi þess að geta
tekið gagnlega afstöðu til hennar,“
segir m.a. um erindi Láru.
Fjalla um söguskoðun,
heimspeki og samfélag
Jón
Ólafsson
Lára
Magnúsardóttir