Morgunblaðið - 02.12.2014, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 02.12.2014, Qupperneq 36
ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 336. DAGUR ÁRSINS 2014 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Einstæð móðir komin á götuna 2. Káfaði á konu sem kastaði upp 3. Voru tilmælin beinlínis hættuleg? 4. Mannslíf minna virði en … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Fyrsta sýning á Jólakabarett Sirk- uss Íslands verður haldin á fimmtu- daginn kl. 20 í upphituðu sirkustjaldi í Hljómskálagarðinum. Næstu sýn- ingar verða 5., 6., 11., 12. og 13. des. Sirkusinn mun m.a. bjóða upp á jafn- vægislistir, loftfimleika, jólasveina, eld, legókubba og sundballett. Þar sem sýningin er gædd „örlitlum full- orðinshúmor“, eins og sirkusinn lýsir því, er hún bönnuð innan 18 ára. Morgunblaðið/Golli Jólakabarett í Hljóm- skálagarðinum  Aðventutón- leikar Blásara- kvintetts Reykja- víkur og félaga, Kvöldlokkur á jólaföstu, verða haldnir í kvöld kl. 20 í Fríkirkjunni í Reykjavík. Blásaraserenöður eftir J.C. Bach og W.A. Mozart verða leiknar, þ.á m. nokkur þekkt atriði úr óperu Mozarts, Don Giovanni. Blásaraserenöður á aðventutónleikum  Heiðurskvartett trompetleikarans og söngvarans Chet Baker leikur á djasskvöldi Kex hostels í kvöld kl. 20.30. Kvartettinn skipa Kristbjörn Helgason söngvari, Snorri Sigurðarson trompetleik- ari, Ásgeir Ásgeirsson gítarleikari og Gunnar Hrafnsson á kontrabassa. Leikin verða sígræn djasslög sem Bak- er flutti á ferli sínum. Leikið til heiðurs Chet Baker Á miðvikudag Suðvestlæg átt 10-15 m/s, en heldur hægari þegar líður á daginn. Úrkomulítið um landið norðaustanvert, annars él. Á fimmtudag Suðvestlæg átt 5-10 m/s og dálítil él sunnan- og vestantil, en bjartviðri um landið norðaustanvert. Frost 0 til 8 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan 13-20 m/s og rigning eða slydda sunnan- og vestantil fyrripart, hægari og úrkomulítið norðaustantil. VEÐUR Darrel Keith Lewis stal sen- unni þegar Tindastóll vann Grindavík 102:97 í Röstinni í jöfnum og spennandi leik í Dominos-deild karla í körfu- knattleik í gærkvöldi. Darrel, sem er íslenskur ríkisborgari og lék í þrjú ár með Grindavík, skoraði 45 stig í leiknum og var með 81% hittni innan teigs. Var það meira en Grindvíkingar réðu við. »2 Tæplega 39 ára senuþjófur Eygló Ósk Gústafsdóttir er líklegust til afreka af átta íslenskum sund- mönnum sem taka þátt í heimsmeist- aramótinu í 25 metra laug í Katar síðar í þessum mánuði. Eygló er með ellefta besta árangurinn í heiminum í 200 m bak- sundi á þessu ári og gæti því blandað sér í baráttuna um að komast í úrslitin á HM. »3 Eygló Ósk í baráttu um sæti í úrslitum á HM? Eiður Smári Guðjohnsen verður að öllum líkindum kynntur til leiks sem nýr leikmaður enska knattspyrnu- félagsins Bolton Wanderers í dag. Hann ætti því að geta spilað fyrsta mótsleik sinn fyrir félagið í 14 og hálft ár þegar það mætir Reading á laugardaginn í ensku B-deildinni. Eið- ur lék annan æfingaleik sinn fyrir lið- ið í gær og spilaði 90 mínútur. »1 Eiður Smári kynntur til leiks hjá Bolton í dag? ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Allt félagsstarf byggist fyrst og fremst á starfi sjálfboðaliða. Sófus Guðjónsson þekkir þetta manna best eftir að hafa sinnt sjálfboðaliðastarfi fyrir körfuknattleiksdeild KR í nær 30 ár. „Ég æfði og lék með KR frá því ég var sjö ára og fram yfir þrí- tugt, þáði bara þjónustu frá félaginu og eftir það var kominn tími til þess að skila einhverju til baka,“ segir hann. Sófus er sjálfboðaliði af guðs náð. Hann vill ekki vera í sviðsljósinu heldur vinna sín störf í kyrrþey. „Ég hef fundið mig ágætlega í því að hjálpa svolítið til í baklandinu,“ segir hann, hógvær og lítillátur að vanda. Hann lék körfubolta með KR á fyrsta gullaldarskeiði deildarinnar og hætti 1975. „Ég var svo heppinn að vera í margföldu meistaraliði en var bara uppfylling, því í 10 manna liði voru sjö landsliðsmenn. Hlutverk okkar yngri strákanna var því ekki stórt,“ segir hann. „En ég hef alltaf verið KR-ingur og hef notið þess að geta látið gott af mér leiða í störfum fyrir félagið,“ segir hann. Miðasali og dyravörður Eftir að leikferlinum lauk einbeitti Sófus sér að fjölskyldunni og uppeldi barnanna. Hann kom inn í stjórnina 1985 og var formaður í nokkur ár, en þegar hann hætti stjórnarstörfum tók hann að sér að hluta til umsjón með heimaleikjum meistaraflokks karla og hefur síðan verið innan handar í miðasölu, selt ársmiða og fleira. „Ég hef hangið við starf deild- arinnar eins og viðhengi. Ósk- astaðan er að formenn og fyrrver- andi stjórnarmenn hafi gott sæti í stúku á heimaleikjum en standi ekki við dyravörslu, en ekki verður á allt kosið.“ Sófus leggur áherslu á að ekki megi gera of mikið úr hans hlut, en því er ekki að neita að starf hans hef- ur vakið athygli. „Ég er kannski partur af umhverf- inu,“ viðurkennir hann og bætir við að nú virðist sem fólk hafi minni tíma í svona sjálfboðaliðastörf en áður. „Þetta utanumhald er á undanhaldi og ef heldur sem horfir vakna menn upp eftir 20 til 30 ár og botna ekkert í því að eitthvað vantar. En miklaðu ekki minn hlut í þessu sambandi.“ Ástríða fyrir íþróttinni hefur hald- ið Sófusi við efnið. „Við höfum verið með einstaklega vel mönnuð lið und- anfarin ár og leikirnir hafa verið skemmtilegir,“ segir hann. Hann bætir við að yngriflokkastarfið hafi verið öflugt og skilað sér reglulega í nýjum leikmönnum. Eins hafi deild- in treyst eigin mönnum til að stjórna og þjálfa og það hafi gefist vel. „Þetta er öðrum til eftirbreytni,“ segir hann. Hugsjónin að gefa af sér  Hefur verið sjálfboðaliði í bakland- inu utan sviðsljóss í um þrjá áratugi Morgunblaðið/Árni Sæberg Sjálfboðaliðinn Sófus Guðjónsson er alltaf tilbúinn að starfa fyrir félagið og hefur verið drjúgur í vinnu á heimaleikjum körfuboltaliðs karla í KR í áratugi. Alþjóðlegur dagur sjálfboðalið- ans er á föstudag, 5. desember. Þá er vakin athygli á óeigin- gjörnu og mikilvægu starfi sjálf- boðaliða. Innan Íþróttasambands Ís- lands og Ungmennafélags Ís- lands eru einstaklingar búnir undir sjálfboðaliðastörf. Sabína Steinunn Halldórsdóttir, lands- fulltrúi UMFÍ, segir að UMFÍ bjóði upp á um fjögurra tíma námskeið, þegar þess sé óskað. „Við komum á staðinn og leið- beinum fólki,“ segir hún. Sabína er nýkomin frá Hvanneyri og verður með námskeið á Vest- fjörðum eftir áramót. Bjóða upp á námskeið DAGUR SJÁLFBOÐALIÐANS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.