Morgunblaðið - 22.12.2014, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.12.2014, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 2 2. D E S E M B E R 2 0 1 4 Stofnað 1913  299. tölublað  102. árgangur  FINNST SÉRLEGA RÓANDI AÐ PRJÓNA PEYSUR GENGIÐ GEGN RÓMANTÍSKRI TÚLKUN FINNST GAMAN AÐ TEIKNA KONUR, HÁR OG NEF SJÁLFSTÆTT FÓLK 34 LÓABORATORÍUM 36KRISTINN ÓMARSSON 10 dagar til jóla 2 Ketkrókur kemur í kvöld www.jolamjolk.is www.kaupumgull.is frá kl. 11.00 til 17.00. Nánar á bls.  Græddu águlli Kringlunni 3. hæð í dag Upplýsingar og tímapantanir: Sverrir s. 661-7000 Breyttar áherslur og ný forgangs- röðun hefur stytt biðtíma sjúklinga sem leita á bráðadeild Landspítalans í Fossvogi. Fyrirmynd breytinganna kemur frá hinum enskumælandi heimi, Bandaríkjunum, Kanada og Eyjaálfu. Hilmar Kjartansson, yfir- læknir bráðadeildar, segir nýtt fyr- irkomulag fara vel af stað og þjón- ustan hafi batnað enda starfsfólk spítalans samtaka. Dæmi eru um að biðtími hafi verið styttur úr 80 í 27 mínútur. Húsnæðisvandi spítalans er þó enn óleystur og breytingar á bráða- deild leysa ekki þann vanda. Hilmar segir fráflæðivandann enn vera til staðar en sökum þess að dagleg rúmanýting á spítalanum er vel yfir 100% eru sjúklingar látnir liggja í bráðastæðum sem ætluð eru alvar- lega slösuðum og veikum einstak- lingum sem t.d. hafa fengið hjarta- stopp eða koma lífshættulega slasaðir. Einungis þrjú bráðastæði eru á bráðamóttökunni. Á hverju ári leita um 70 þúsund manns á bráðadeildina í Fossvogi og í gegnum tíðina hefur verið nokkuð um að fólk komi þangað í annarlegu ástandi og komið hefur til ryskinga. Úr því hefur dregið eftir breytingu á opnunartíma veitingastaða að sögn Hilmars. »12 Sjúklingurinn sér lækninn fyrr  Biðtími á bráðamóttöku er nú styttri  „Ég bjóst ekki við því fyrirfram að við stæðum uppi sem sigurveg- arar í mótslok,“ sagði Þórir Her- geirsson, landsliðsþjálfari Noregs í handknattleik kvenna, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi eftir að norska landsliðið varð Evrópu- meistari undir hans stjórn í annað sinn. Norska landsliðið vann það spænska, 28:25, í úrslitaleik í Búda- pest. „Ég vissi að við gætum unnið öll lið í mótinu á góðum degi en að okkur tækist að halda stöðugleika og vinna alla leikina sem skiptu máli kom mér á óvart þar sem landsliðið hefur gengið í gegnum kynslóðaskipti á síðustu tveimur ár- um,“ sagði Þórir. » Íþróttir AFP Sigurvegari Þórir Hergeirsson stýrði norska landsliðinu til sigurs á EM. Sigurinn á EM kom Þóri þjálfara á óvart  „Það var lögð mikil áhersla, í tengslum við þessa samninga, á það að á móti töluverðri launa- hækkun kæmu hagræðing- armöguleikar með breyttum vinnutíma kenn- ara,“ segir Hall- dór Halldórsson, formaður Sam- bands íslenskra sveitarfélaga, um kjarasamninga grunnskólakenn- ara. Smærri sveitarfélög eiga erf- iðara með að ná hagræðingu með breyttu kennslufyrirkomulagi held- ur en stærri sveitarfélög. »2 Minni sveitarfélög finna fyrir kjörum Halldór Halldórsson Margt var um manninn á síðasta degi aðventu á Laugaveginum í gær enda styttist í jól og við- skiptin blómstra. Mikilvægt getur verið að fylgj- ast vel með því hvað upplýstir búðargluggarnir hafa upp á að bjóða svo rétta gjöfin fari ekki framhjá manni. Veðurspá gerir ráð fyrir hinu skaplegasta veðri á höfuðborgarsvæðinu fram að jólum og því gleðjast eflaust margir versl- unareigendur, sérstaklega þeir sem njóta ekki hlýju verslunarmiðstöðvanna. vidar@mbl.is Morgunblaðið/Golli Jólalýsingin fangar athyglina Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Börn í Reykjavík þurfa að bíða mislengi eftir grein- ingu sálfræðinga eða annarra sérfræðinga þegar grunur leikur á að um röskun sé að ræða. Slíkar greiningar eru gerðar á þjónustumiðstöðvum borg- arinnar, sem eru sex, og hefur biðtíminn um hríð verið langlengstur í Breiðholti. Í haust var svo komið að biðtíminn í Breiðholti var allt að 30 mán- uðir og þá var ákveðið að veita viðbótarfjármagn til þjónustumiðstöðvarinnar þar. Við það styttist bið- tíminn nokkuð og er nú allt að 26 mánuðir. Það er þó talsvert meira en í öðrum hverfum borgarinnar, þar sem biðin er gjarnan 3-12 mánuðir. Löng bið eftir greiningu getur haft slæm áhrif á ungt barn, að sögn Þrastar Emilssonar, fram- kvæmdastjóra ADHD-samtakanna, sem segir bið- ina koma niður á börnum með athyglisbrest og ofvirkni. Spurður hvort ekki sé hægt að gera grein- ingar annars staðar en á þjónustumiðstöðvunum segir hann það vera hægt, en því fylgi verulegur kostnaður, þar sem það sé yfirleitt ekki niðurgreitt af Sjúkratryggingum. Mörg hundruð börn bíða Rúmlega 500 börn eru á biðlista eftir sálfræði- greiningu á þjónustumiðstöðvum borgarinnar og að auki bíður talsverður fjöldi barna greiningar hjá talmeinafræðingum og öðrum sérfræðingum. Verk- efnum þjónustumiðstöðvanna hefur fjölgað mikið undanfarin ár og segir Helgi Viborg, sálfræðingur á þjónustumiðstöðinni Miðgarði í Grafarvogi, þenn- an mikla fjölda barna á biðlista og skort á fagfólki valda því að lítið ráðrúm gefist til að sinna öðrum mikilvægum þáttum, eins og t.d. ráðgjöf og stuðn- ingi eftir að greining liggur fyrir. „Það er ekki nóg að greina ef greiningin er ekki nýtt til að bæta stöðu barnsins,“ segir Helgi. Allt að 13- föld bið í Breiðholti  Börn bíða greiningar mislengi eftir búsetu MBörnin bíða í meira en tvö ár »6  Hópurinn Horft til framtíðar berst nú fyrir því að ferjan M/S Achaeos komi í stað Herjólfs í förum á milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja. Samgöngustofa og Vegagerðin gerðu báðar úttektir á hugmyndinni og eru niðurstöðurnar mjög ólíkar, að sögn Sigurmundar G. Einars- sonar, eins af meðlimum hópsins. Vegagerðin sló til að mynda hug- myndina út af borðinu en Sam- göngustofa segir að skipið geti full- nægt þeim kröfum sem gerðar eru til farþegaskips í förum á milli Vest- mannaeyja og Landeyjahafnar. Hópurinn hefur óskað eftir fundi með vegamálastjóra þar sem farið verður fram á skýringar. »16 Misvísandi úttektir á grísku ferjunni Gripur Skipið siglir undir grískum fána.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.