Morgunblaðið - 22.12.2014, Side 6

Morgunblaðið - 22.12.2014, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 2014 FRÉTTASKÝRING Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Meira en 500 grunn- og leik- skólabörn eru á biðlista eftir sál- fræðigreiningu á þjónustu- miðstöðvum Reykjavíkur og nokkur fjöldi til viðbótar bíður eft- ir greiningu talmeinafræðinga og annarra sérfræðinga. Biðin er mis- löng eftir hverfum, lengst er hún í Breiðholti þar sem hún getur verið meira en tvö ár, en styst í Vest- urbæ þar sem hámarksbiðtími er tveir mánuðir. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs borgarinnar segir þetta valda því að börnin fái ekki jafn markvissan stuðning í skólum og þau þurfi. Framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna segir þessa bið koma illa niður á mörgum börnum. Svokölluð frumgreining fyrir reykvísk börn vegna ýmissa rask- ana á borð við ADHD er gerð á þjónustumiðstöðvum borgarinnar sem eru sex talsins. Verkefnum þjónustumiðstöðvanna hefur fjölgað mikið undanfarin ár og í haust var svo komið að biðtími eftir greiningu á þjónustumiðstöðinni í Breiðholti var allt að 30 mánuðir, miklu lengri en annars staðar. Ástandið hefur varað lengi Ákveðið var að veita viðbót- arfjármagni þangað sem varð til þess að hámarksbiðtími í Breiðholti hefur styst og er nú 26 mánuðir. Þar er þó enn talsvert lengri bið en í öðrum hverfum borgarinnar, t.d. í Vesturbænum þar sem hámarks- biðtími er tveir mánuðir, sam- kvæmt upplýsingum frá Reykjavík- urborg, í miðborg og Hlíðum er hann þrír mánuðir og í Árbæ er há- marksbiðtími sex mánuðir. Ragnar Þorsteinsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs borgarinnar, segir að þessi mislanga bið valdi því að þjónustu við börn sé misskipt eftir hverfum. „Við eigum að gera þá kröfu að öll börn í borginni fái sömu þjón- ustu óháð því hvar þau búa,“ segir Ragnar, en löng bið eftir greiningu getur haft þau áhrif að börn og ungmenni fá ekki þá þjónustu sem þau þurfa. „Við fáum kvartanir frá foreldrum um að þetta gangi seint, en héldum að þetta væri tímabund- ið ástand sem myndi fljótlega lagast. Þetta hefur varað nokkuð lengi,“ segir Ragnar. Þurfa úrræði eftir greiningu Helgi Viborg sálfræðingur og deildarstjóri þjónustusviðs á Þjón- ustumiðstöðinni Miðgarði í Graf- arvogi segir þennan mikla fjölda barna á biðlista og skort á fagfólki gera það að verkum að lítið svig- rúm sé fyrir sálfræðinga og aðra sérfræðinga til að sinna öðrum mikilvægum þáttum á borð við ráð- gjöf, stuðning eða meðferð að greiningu lokinni. „Eins og staðan er núna þurfum við að setja allt í greiningarnar og getum því ekki sinnt öðrum verkefnum sem við teljum ekki síður mikilvæg. Það er ekki nóg að greina ef greiningin er ekki nýtt til þess að bæta stöðu barnsins.“ Bíða börn of lengi eftir grein- ingu? „Ég verð að segja já við því. Þau sem bíða lengst hjá okkur bíða meira en ár. Það er allt of langt,“ segir Helgi, sem segir Miðgarð m.a. bregðast við þessu með því að skima börnin þannig að þau fái að- stoð á meðan þau bíða eftir grein- ingu. Að sögn Helga er börnum á bið- lista skipt í þrjá hópa. Í forgangi eru börn þar sem grunur er t.d. um einhverfu eða aðrar alvarlegar raskanir. Í næsta hópi eru börn sem eiga í vanda sem ekki er tal- inn jafn aðkall- andi. Í þeim þriðja, þar sem biðin er lengst, eru m.a. börn sem þegar hafa fengið greiningu og hana þarf að endurskoða. Hann segir mismunandi eftir eðli vanda barnanna hvaða áhrif löng bið eftir greiningu hafi á líðan þeirra og gengi. „T.d. er mikilvægt að bætt sé úr málþroskavanda sem fyrst, áður en börnin byrja í skóla. Það er líka mikilvægt að 4-5 ára börn sem talið er að gæti gengið illa í lestri eða námi fái greiningu og að úr- ræði fylgi í kjölfarið.“ Grafalvarlegt mál „Okkar félagsmenn finna ótæpi- lega fyrir þessum löngu biðlistum og við fáum mörg erindi sem varða biðlistana í Reykjavík,“ segir Þröst- ur Emilsson, framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna. „Mér finnst grátlegt þegar sífellt er verið að segja að þetta sé tímabundinn vandi, þegar raunin er að svona hefur þetta verið í mörg ár og það sígur alltaf á ógæfuhliðina. Málið er grafalvarlegt og ég skil satt best að segja ekki hvers vegna menn vinna ekki á þessum biðlistum.“ „Hvað heldur fólk að það þýði fyrir 6, 7 eða 8 ára barn að bíða í marga mánuði, jafnvel nokkur ár eftir greiningu?“ segir Þröstur og segist þekkja mörg dæmi um þau slæmu áhrif sem löng bið eftir greiningu og viðeigandi stuðningi í kjölfarið hafi á ung skólabörn. „Þetta eru mikilvæg mótunarár. Það er svo mikið unnið með því að meðhöndla þetta fyrr en seinna.“ Þröstur segir skólana alla af vilja gerða til að koma til móts við þarfir barnanna, þó formleg greining liggi ekki fyrir. „En það er bara svo margt sem þarf að takast á við í tengslum við ADHD og aðstoð í skólum er bara lítill hluti þess. T.d. eru kvíði og þunglyndi algengir fylgifiskar athyglisbrestsins, einnig ýmis hegðunarvandamál.Það eru svo margir þættir sem þarf að huga að.“ Mannréttindi að fá þjónustu Spurður um stöðu mála annars staðar á landinu en í Reykjavík segist Þröstur ekki hafa neinar töl- ur handbærar um lengd biðlista eða fjölda á þeim, en segir ekki ólíklegt að þar séu biðin enn lengri. „Það er nú einu sinni þannig að um leið og Reykjavík sleppir versnar geðheilbrigðisþjónustan á mörgum sviðum og þetta er engin und- antekning.“ Er ekki hægt að framkvæma greiningar sem þessar annars stað- ar en á þjónustumiðstöðvunum? Jú, hjá sjálfstætt starfandi sálfræð- ingum, sem fæstir hafa gert samn- ing við Sjúkratryggingar. Slíkar greiningar geta kostað 50-100.000 krónur og það er óviðunandi að for- eldrar séu settir í þá aðstöðu að þurfa að greiða slíkar fjárhæðir, sem eru ekki á allra færi.“ Þröstur segir þær tafir á grein- ingu, sem hljótist af löngum biðlist- um, of dýru verði keyptar. „Þetta er heilbrigðisþjónusta sem fólk á að geta fengið þegar það þarf á að halda; ekki látum við sykursjúka eða fótbrotna bíða mánuðum saman eftir greiningu og meðferð? Í því að fá viðunandi þjónustu felast ákveðin mannréttindi. Þegar upp er staðið er miklu dýrara að safna bið- listum svona upp.“ Börnin bíða í meira en tvö ár  Yfir 500 börn bíða eftir sálfræðigreiningu í borginni  Allt að 13 sinnum lengri bið eftir greiningu í Breiðholti en í öðrum hverfum borgarinnar  Biðin getur haft margvísleg áhrif  Of dýru verði keypt Morgunblaðið/Valdís Thor Skólabörn Á sjötta hundrað leik- og grunnskólabörn bíða nú eftir sál- fræðigreiningu í Reykjavík. Búseta ræður því hversu lengi þau bíða. Helgi Viborg Ragnar Þorsteinsson Þröstur Emilsson Kringlan 4-12 | s. 577-7040 • loccitane.com CHERRY BLOSSOM GJAFAKASSI Jólatilboð: 6.350 kr. Andvirði: 8.060 kr. Ilmsápa 50 g - 600 kr. | Sturtusápa 250 ml - 2.380 kr. Húðmjólk 250 ml - 3.830 kr. | Handkrem 30 ml - 1.250 kr. SVÍFÐU INN Í JÓLAHÁTÍÐINA Samningafundur Flugvirkjafélags Íslands og ríkisins hefst í dag klukkan eitt hjá ríkissáttasemjara. Lítið hefur komið út úr fyrri fund- um að sögn Maríusar Sigurjóns- sonar, formanns samninganefndar flugvirkja, en flugvirkjar hjá Land- helgisgæslu Íslands hafa boðað til ótímabundins verkfalls frá miðnætti 5. janúar, takist samningar ekki fyrir þann tíma. „Í raun má segja að viðræðurnar gangi afturábak því ekkert hefur verið rætt um launakjör eftir að lögð var fram krafa ríkisins um að aftengja laun við almennan markað en hingað til hefur það fyrirkomu- lag verið við lýði að miða kjör flug- virkja Gæslunnar við kjör flug- virkja hjá Icelandair.“ Ekki liggur fyrir hvaða áhrif verkfall flugvirkja Landhelgisgæsl- unnar mun hafa á starfsemi hennar. Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæsl- unnar, segir að þó komi til verkfalls verði öll neyðarþjónusta óbreytt. vilhjalmur@mbl.is Segja að viðræður „gangi afturábak“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Verkfall Óvíst er hvaða áhrif verkfall flugvirkja hefur á Gæsluna. Eldgosið í Holuhrauni heldur áfram með líkum hætti og verið hefur síð- ustu vikur. Merki eru um að hraunið flæði nú einkum í lokuðum rásum nema allra næst gígaröðinni. Þetta kemur fram á Facebooksíðu Jarðvís- indastofnunar Háskóla Íslands. Þar segir að ekkert lát sé á eldgosinu í Holuhrauni og í fyrradag hafi flat- armál hraunsins verið 79,9 ferkíló- metrar að stærð. Á síðu Jarðvísindastofnunar Há- skóla Íslands hefur verið birt nýtt kort sem byggist á mælingum lög- reglumanna og landvarða í Vatna- jökulsþjóðgarði á hraunjaðrinum norðanverðum. Flogið var yfir öskju Bárðarbungu á fimmtudag, 18. des- ember. Mælingar sýndu að sig öskj- unnar heldur áfram með líkum hætti og verið hefur. Askjan hefur sigið um 4-5 metra frá 4. desember. ash@mbl.is Ljósmynd/Jarðvísindastofnun HÍ Flatarmál Hraunið í Holuhrauni þekur nú 79,9 ferkílómetra. 80 ferkíló- metra svæði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.