Morgunblaðið - 22.12.2014, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 2014
Sjálfsævisögur þykja mörgumáhugaverðar bækur, hvort sem
höfundurinn er ljúflyndur kaup-
maður úr Sunnubúðinni eða
harðsnúinn hæstaréttarlögmaður
og síðar dómari, raunar sjálfur að
nokkru „ættaður“
úr búð í nágrenni
Óskars kaupmanns.
Bækurnar erubáðar eiguleg-
ar, en eins ólíkar og
tvær bækur geta
verið.
Jónsbók síðarihefur söguhetj-
una í miðju síns sól-
kerfis, eins og vera
ber í ævisögu.
En bók hans erjafnframt uppgjör, ekki að-
eins um liðinn tíma, heldur einnig
samtímann og snýr um leið að hluta
til að framtíðarskipan dómstóla
þjóðarinnar.
Bók Jóns fær prýðilega dómagagnrýnenda en fræðimenn úr
starfsgrein hans hafa haft hljótt um
sig, og kannski finnst þeim sumum
fátt um.
Í nýjasta hefti Þjóðmála birtistritdómur Björns Bjarnasonar,
fyrrverandi dómsmálaráðherra og
er umsögn hans eftirtektarverð.
Björn gefur bókinni lofsamlega um-
sögn, en veltir að auki upp sjón-
armiðum sem verðskulda nánari
skoðun, eins og varðandi það,
hvernig stóð á því, að nýta mátti að-
lögun að ESB, í tilefni misheppn-
aðrar aðildarumsóknar til að gera
breytingar á lagaumgjörð skipunar
dómara á Íslandi.
Þarna er ekki allt sem sýnist.
Björn
Bjarnason
Margt enn órætt
STAKSTEINAR
Jón Steinar
Gunnlaugsson
Skíða- og snób
rettapakkar
20%afsláttur
• Svigskíði
• Fjallaskíði
• Gönguskíði
• Snjóbretti
Tökum notaðan skíða- og
brettabúnað upp í nýjan
lÍs en ku
ALPARNIR
s
Faxafeni 8 // 108 Reykjavík
Sími 534 2727 // www.alparnir.is
www.alparnir.is Góða gæði
Betra verð
✓
✓
Gleðileg jól
Kimmidoll á Íslandi | Ármúla 38 | Sími 588 5011
AIRI „Adored”
My spirit is cherished
and loved.
Maxi doll 3,990.-
Bolli 2,590.-
Veður víða um heim 21.12., kl. 18.00
Reykjavík -4 skýjað
Bolungarvík 2 skýjað
Akureyri 0 snjókoma
Nuuk -12 léttskýjað
Þórshöfn 5 skýjað
Ósló -2 snjókoma
Kaupmannahöfn 6 skýjað
Stokkhólmur -1 heiðskírt
Helsinki 0 skýjað
Lúxemborg 5 súld
Brussel 7 súld
Dublin 12 skýjað
Glasgow 11 skúrir
London 11 alskýjað
París 7 alskýjað
Amsterdam 8 skýjað
Hamborg 6 skýjað
Berlín 6 skýjað
Vín 6 léttskýjað
Moskva 1 skýjað
Algarve 17 heiðskírt
Madríd 15 heiðskírt
Barcelona 13 heiðskírt
Mallorca 16 heiðskírt
Róm 13 léttskýjað
Aþena 12 léttskýjað
Winnipeg -1 alskýjað
Montreal -7 snjókoma
New York 0 alskýjað
Chicago 1 alskýjað
Orlando 22 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
22. desember Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 11:23 15:31
ÍSAFJÖRÐUR 12:10 14:53
SIGLUFJÖRÐUR 11:55 14:34
DJÚPIVOGUR 11:02 14:51
„Verkefnið Jól á götunni er fjáröfl-
unarverkefni til að opna þjónustu-
miðstöð og neyðarathvarf fyrir
ungmenni á aldrinum fimmtán til
tuttugu ára,“ segir Guðmundur Týr
Þórarinsson, betur þekktur sem
Mummi í Götusmiðjunni. Hann
vinnur nú að því að fá leyfi til þess
að starfrækja athvarf fyrir ung-
menni yngri en átján ára.
„Við höfum kynnt okkar starf-
semi fyrir sveitarfélögunum hérna
á Faxaflóasvæðinu,“ segir hann og
bætir við að formleg beiðni um að
fá að sinna ungmennunum fari á
borð velferðarráðuneytisins í dag.
„Það hefur aldrei verið hægt að
setja puttann á fjölda barna á göt-
unni. Það er ákveðið hlutfall af
þessum hópi sem kemur frá heim-
ilum þar sem ekkert er verið að
tilkynna það að þau séu týnd,“
segir hann og bætir við að mesta
þörfin sé á neyðarskýli fyrir þann
hóp.
„Við hugsum þetta þannig að
krakkar geti hringt í gjaldfrjálst
neyðarnúmer og séu tekin inn á
hvaða tíma sólarhringsins sem er,“
en hann segir að neyðarskýlið muni
rísa á Stórhöfðanum. Hægt er að
leggja málstaðnum lið með val-
greiðslum auk þess sem svokallaðir
verndarenglar fást á ýmsum stöð-
um. Allur ágóði af þeim rennur til
Götusmiðjunnar. davidmar@mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
Teymi Mummi, Elísabet Gísladóttir lýðheilsufræðingur og Sigrún Eva Rún-
arsdóttir félags- og afbrotafræðingur standa að Götusmiðjunni.
Opna neyðarskýli
fyrir ungmenni
Mummi safnar fé fyrir ungmenni
Tæplega tvö þúsund manns renndu
sér á skíðum í Bláfjöllum í gær, en
gott veður og skíðafæri lék við
skíðafólk. Einar Bjarnason, rekstr-
arstjóri Bláfjalla, sagði í samtali við
mbl.is að aðsóknin hefði verið fín
„miðað við að það sé korter í jól.“
Hann sagði þó ljóst að margir noti
síðustu dagana fyrir jól frekar í
jólagjafakaup heldur en að sækja í
fjöllin.
„Við skjótum á að í kringum
1.500 til 2.000 manns hafi rennt í
gegn í dag,“ sagði Einar, en diska-
lyftur á Suðursvæðinu, Kóngurinn,
barnalyftur og töfrateppin voru op-
in í gær. Í dag er gert ráð fyrir að
opið verði frá tvö til níu um kvöldið.
Næst verður svo opið annan í jólum.
Skíðasvæðið opnaði í fyrsta
skiptið á árinu á föstudaginn, en
það er rúmlega mánuði seinna en í
fyrra. Einar sagði að kortasala
hefði farið vel af stað og greinilegt
að margir væru spenntir fyrir
skíðatímabilinu.
Í gær var einnig lögð þriggja
kílómetra braut fyrir skíða-
göngufólk og stefnt er að því í dag
að leggja lengra spor upp á heiði.
Margir nutu skíðafæris í Bláfjöllum