Morgunblaðið - 22.12.2014, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.12.2014, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Ómar Kiddi Fyrir utan Grund með peysur sem hann prjónaði, hreindýrapeysuna sem hann klæðist prjónaði hann líka. „Mér finnst gott að vinna á Grund og hér hef ég kynnst mörgu góðu fólki. Mér finnst mjög gaman að spjalla við gamla fólkið þegar ég er keyra það til læknis eða eitthvað annað, það segir mér frá fyrri tímum, hvar það bjó og hvernig lífi það lifði, alls- konar sögur. Mér finnst þetta mjög gefandi og skemmtilegt starf,“ segir Kiddi sem er afar vinsæll og vel lið- inn á vinnustaðnum sínum. „Það elska hann allir hérna. Hann er alltaf brosandi og bóngóð- ur, það er alveg sama hvað maður biður hann um, hann reddar öllu. Hann sér um að allir fái jólaljós í gluggann sinn hér á Grund, hann sér um það komi gleðileg jól á Grund með því að setja upp stóra skiltið með þeirri áletrum sem hér hefur verið sett upp á aðventunni í tugi ára, hann keyrir heilmilismenn til læknis, hann er í stjórn starfs- mannafélagsins, hann vinnur á lag- ernum, hann mokar snjóinn af stétt- unum. Hann er bara allt í öllu hérna og öllum þykir vænt um hann,“ segir Guðbjörg R. Guðmundsdóttir sam- skipta- og kynningarstjóri á Grund, og bætir við að Kiddi hafi meira að segja kynnst eiginkonu sinni á Grund. Kiddi gengst stoltur við því. „Hún starfar hér í eldhúsinu og hafði unnið hér í tvö ár þegar við byrjuðum saman árið 2006 á afmæl- isdeginum mínum 20. september. Síðan giftum við okkur árið 2011,“ segir hann og ljómar, greinilega ást- fanginn af konunni sinni. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 2014 Á köldum vetrarkvöldum þegar jólin nálgast getur verið huggulegt að rölta niður á Reykjavíkurhöfn. Þar ið- ar allt af lífi og sífellt fleiri opna þar áhugaverða staði. Einn af þeim stöðum sem notalegt er að kíkja við á og hefur skapað sér gott orð er kaffihúsið Kaffi Haítí, sem er í Verbúð 2 við Geirsgötu. Þar fæst undragott kaffi hjá henni Eldu sem á og rekur staðinn, en hún er fædd og uppalin á Haítí og lærði frá barnsaldri allt um kaffi, en faðir hennar ræktaði kaffi í garðinum heima. Elda flytur sjálf inn sínar Arabica-kaffibaunir frá æskuslóðunum og brennir þær og malar sjálf. Hjá Eldu er m.a hægt að fá rótsterka tyrkneska og arabíska kaffidrykki. Alltaf gaman fyrir Mör- landann að prófa nýja kaffidrykki og gæða sér á því matarkyns sem í boði er. Elda hefur verið dugleg við að fá tónlistarfólk til að halda tónleika á kaffihúsinu sínu, enda skapa nándin á staðnum og huggulegheitin ein- staka stemningu. Í kvöld kl. 21 verða sannkallaðir jólatónleikar á kaffihúsinu en þá ætl- ar Kristín Stefánsdóttir söngkona að stíga á pall og syngja en Helgi Már Hannesson píanóleikari verður með henni. Þau ætla að flytja sitt einstaka jólaprógramm og með þeim leikur Steinar Kristinsson á trompet. Vefsíðan www.cafehaiti.is Söngkona Kristín ætlar að skella sér í jólasönginn í kvöld ásamt félögum. Haítíkaffi og tónar við höfnina Ljósmynd/Magnús Andersen Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Jólatúlípanar komnir í blómaverslanir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.