Morgunblaðið - 22.12.2014, Page 12

Morgunblaðið - 22.12.2014, Page 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 2014 Laugavegi 29 - sími 552 4320 www.brynja.is - brynja@brynja.is Áratuga þekking og reynsla Lykilverslun við Laugaveg síðan 1919 VICTORINOX HNÍFAR 995 kr 11.100 kr 22 cm 9.290 kr VERÐ 4.750 kr VERÐ 27.210 kr. 1.980 kr. 96 VERÐ FRÁ SVIÐSLJÓS Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Með skarpari forgangsröðun hefur á síðustu mánuðum tekist að stytta verulega biðtíma sjúklinga sem leita til bráðadeildar Landspítala í Foss- vogi. Árangur þessi hefur náðst með nýjum vinnubrögðum og fyrir- myndum sem fengnar eru úr sjúkra- húsrekstri til dæmis frá Kanada, Bandaríkjunum og Eyjaálfu. „Þetta fer vel af stað því starfsfólk hér er samtaka. Þjónustan hefur batnað og starfsumhverfið sömuleiðis,“ segir Hilmar Kjartansson, yfirlæknir bráðadeildar. Blæðandi, brjóstverkir og beinbrot Samkvæmt alþjóðlegum viðmiðun er fólki sem kemur á bráðadeild skipt í fimm flokka. Í hinum fyrsta eru algjör bráðamál, svo sem hjarta- eða öndunarstopp, fjöláverkar og slíkt. Þeim tilvikum er sinnt um leið og sjúkrabíll kemur í hús. Þá er allt að tíu manna hópur lækna, hjúkr- unarfræðinga og annarra starfs- manna tilbúinn á bráðastæði til að sinna sjúklingi. Í öðrum flokki er fólk sem er blæðandi eftir veruleg slys eða óhöpp eða er með brjóst- verki, öndunarerfiðleika, brátt yf- irlið, ljót beinbrot og svo framvegis. Í flokkum 3, 4 og 5 eru svo veiga- minni mál: beinbrot án aflögunar, sár, skeinur, umgangspestir og slíkt. „Í 1. flokki erum við í góðum mál- um og náum að sinna þeim hópi 100%. Reglan er sú að þegar tilvik í þeim flokki koma upp er allt annað sett til hliðar. Mannskapurinn vel þjálfaður og góður aðgangur er að sérgreinafólki af öðrum deildum sem kemur til aðstoðar ef eftir því er kallað. Við höfum því lagt áherslu á 2. flokk, enda sýndu mælingar að þar vær- um við undir gæða- viðmiðum. En það er mikið í húfi, enda getur fólk í þess- um hóp verið með undirliggj- andi alvarlega sjúkdóma sem kalla á tafarlaus inngrip,“ segir Hilmar. Umbótaáætlun og upplýsingar Á bráðadeildinni var í haust mynd- aður hópur starfs- fólks sem þróaði um- bótaáætlun. Í fyrstu var hvert þrep þjón- ustu sem sjúklingur fer um tíma- mælt. Skilgreint var hvort tíminn hefði verið virðisaukandi eða ekki, það er hvort meðferð hefði verið yf- irstandandi eða hvort sjúklingurinn hefði beðið án þess að nokkuð væri verið að aðhafast við frekari grein- ingu, rannsóknir eða meðferð. Þá þróuðu starfsmenn tölvudeildar Landspítalans upplýsingakerfi með skýrri framsetningu sem sýnir hvar sjúklingar eru staddir í kerfinu, bið- tími sést og hvort fólks hafi verið vitjað innan tímamarka. Einnig sést hver framvindan hefur verið á hverri vakt. Flestir þekkja hvernig gangurinn á bráðadeildinni í Fossvogi er. Fyrst koma sjúklingar til ritara í af- greiðslu sem skráir niður grunn- upplýsingar og vísar til sætis í bið- stofu. Sjálfsagt kemur hér upp í huga einhverra þekkt mynd: barns- grátur, hughreystandi orð eru hvísl- uð í eyra, einhver talar í síma og á borði liggja snjáð og kámug eintök af Séð og heyrt. Nú hefur sú breyt- ing verið gerð að leitast er við að hjúkrunarfræðingur sé með rit- urunum í afgreiðslu. Geta, meti þeir málavöxtu svo, tekið sjúkling strax inn á skoðunarherbergi eða flutt beint inn á meðferðarstæði. Skráð þar niður helstu upplýsingar, mælt lífsmörk og annað oft að viðstöddum lækni sem hefur skoðun og annað. Er viðmiðið að þetta gerist innan 10 mínútna eftir að fólk kemur í hús. Bið í 2. flokki sjö mínútum skemmri „Úttekt á frammistöðu okkar sýndi að í flokki 2 liðu að meðaltali um 20 mínútur frá innskrift uns læknir hafði vitjað viðkomandi. Í haust settum við okkur það markmið að ná þeim gæðaviðmiðum sem við setjum okkur samkvæmt alþjóð- legum gæðastöðlum á bráða- móttökum, að sjá þennan sjúklinga- hóp innan 10 mínútna. Erum nú á fjórum mánuðum komin niður í 13 mínútur og því ekki langt frá settu marki. Í 3. flokki, þar sem biðin á ekki að vera lengri en 30 mínútur, höfum við svo farið úr 80 mínútum í 27,“ segir Hilmar sem kveðst ánægður með árangurinn. „Við þurfum þó að gera enn betur og þetta verkefni er í eðli sínu við- varandi til allrar framtíðar.“ Hilmar bætir við að flestir leiti á bráðadeildina síðdegis og þegar liðið er á kvöld. Fari fjöldi sjúklinga eða biðtími yfir ákveðin mörk sé auka- fólk kallað út. Starfsmannahald taki mið af þessum álagstoppum. Þegar mest er eru allt að 10 læknar við störf; þrír til fjórir sérfræðingar, sex deildarlæknar og kandídatar. Heild- stætt byggist starfsemin á sterkri teymisvinnu – og mönnun hjúkr- unarfræðinga, sjúkraliða, ritara og annarra starfsmanna deildarinnar er skipulagt út frá sömu forsendum. Strax í hjartaþræðingu Í umræðum um Landspítala að undanförnu – húsakost og aðstæður – hefur komið fram að í starfsemi sjúkrahússins er svonefndur frá- flæðisvandi ákveðinn tappi. Á bráða- móttökunni eru til að mynda þrjú bráðastæði, ætluð fólki sem hefur farið í til dæmis hjartastopp eða kemur eftir alvarleg slys með fjöl- áverka. Bagalegt þykir að þessi stæði séu oft og tíðum teppt af sjúk- lingum sem betur væru settir á legu- deild, en komast ekki annað sakir þess að hvert rúm þar er teppt. Kemur þar til að dagleg rúmanýting á spítalanum er vel yfir 100%. Veld- ur þetta oft töfum á bráðadeild, dregur afköst niður og lengir bið- tíma. Þá skapast vandræði sakir þess að starfsemi spítalans er á tveimur stöðum, í Fossvogi og við Hringbraut, sem kallar á stöðugar ferðir á milli. „Ef ástand sjúklings er metið svo að hann þurfi til að mynda hjarta- þræðingu gengur það strax eftir. Út- kallstími þræðingarteymis Land- spítalans er með því stysta sem þekkist. Frá því að haft er samband vegna sjúklings með bráða krans- æðastíflu hér líður sjaldan nema um hálftími þar til hann er kominn undir læknishendur á Hringbraut. Að und- anförnu hafa hins vegar komið tilvik, sem ratað hafa í fjölmiðla, sögur fólks með krabbamein sem hefur þurft að bíða hér klukkustundum saman. Því miður,“ segir Hilmar og heldur áfram: Hinn kaldi veruleiki „Sjúklingar þessir hafa gjarnan legið áður á krabbameinsdeildum, verið þar í erfiðri meðferð og mynd- að tengsl við starfsfólk þar. Því er best, sjúklinganna vegna, að þegar fyrstu þjónustu hér er lokið megi flytja þá á sína heimadeild. Sé allt fullt þar, sem er því miður hinn kaldi veruleiki, verður lendingin sú, oft eftir langa bið sem ræðst af for- gangsröðun hér, að viðkomandi sjúklingar eru nóttina hér á sér- útbúinni einangrunarstofu. Svo er vonast til þess að næsta morgun losni pláss á krabbameinsdeildinni. Annars er það svo að bráðamóttakan tekur við öllu, þá þarf oft að leita ráðgjafar eða hjálpar til að mynda frá kvensjúkdóma- eða geðlæknum. Þurfa ýmist læknar eða sjúklingar að fara á milli Hringbrautar og Fossvogs. Óþægindin af þessu öllu – að starfsemi og þjónusta bráðasviðs sé á tveimur stöðum – liggur því í augum uppi.“ Hilmar Kjartansson nam bráða- lækningar á Nýja-Sjálandi og sneri heim árið 2011. Hefur síðan starfað á bráðadeild og var settur yfirlæknir fyrir um ári. Hefur sem slíkur unnið að ýmsum áherslubreytingum á deildinni og bryddað upp á nýj- ungum enda eru bráðalækningar í örri þróun. Þar sem hjartað slær „Ég er bæði í pappírsvinnu og í al- mennum læknisstörfum. Mér líkar það vel, starfið með sjúklingunum er skemmtilegt,“ segir Hilmar og bros- ir. „Raunar gæti ég ekki hugsað mér annað en vera í einhverjum mæli á gólfinu þar sem hjarta starfsem- innar slær. Og þar finn ég líka hvernig sett markmið um betri þjón- ustu hafa náðst á ótrúlega skömm- um tíma. Kemur þar til að sá tvö hundruð manna hópur sem starfar hér á deildinni er traustur, samheld- inn og hefur mikinn metnað.“ Ný vinnubrögð stytta biðtímann  Nýjar áherslur á bráðadeild LSH skila árangri  Sjúklingar í fimm flokkum samkvæmt alþjóð- legum viðmiðum  Bið í einum flokki úr 80 í 27 mínútur  100% rúmanýting er á legudeildum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Bráðavaktin Læknar Hrafnkell Stefánsson og Sigurlaug Bragadóttir læknar. Á skjá sést nákvæmlega hvar sjúklingurinn er staddur í kerfinu. Á ári hverju leita um sjötíu þúsund manns á bráðadeildina í Fossvogi; að jafnaði tvö hundruð manns á dag. Mikið af þessu er neyðartilvik en öðrum málum ætti undir eðli- legum kringumstæðum að sinna á heilsugæslustöðvum. Þar er hins vegar oft löng bið eftir tíma hjá læknum og viðbára sumra er, segir Hilmar Kjartansson, að bráða- deildin sé best. „Fólk sem hefur áhyggjur af eig- in heilsu eða sinna nánustu reynir auðvitað að finna greiðustu leiðina til læknis. Læknavaktin á Smára- torgi sinnir mörgum og stundum er fólki beint þaðan til okkar. Og hér er reynt að sinna öllu,“ segir Hilmar. „Ég stóð kvöld- vakt um daginn og þá komu til okkar níutíu sjúklingar og tuttugu þurfti að leggja inn. En hvert á fólk að fara þegar nýting legu- plássa er jafn- vel 100%? Við erum á bakinu á starfsfólki annarra deilda þegar og ef rúm losnar. Það er álag sem leiðir af sér lélegan starfsanda. Legu- rými á sjúkrahúsinu eru of fá, það er kjarni málsins.“ Átök og fólk út af sporinu Sú var tíð að stundum kom til ryskinga, til dæmis á biðstofu slysadeildar, þegar fólk í ann- arlegu ástandi fór út af sporinu. Slíkt hendir raunar enn en tilvik- unum hefur fækkað. Kemur þar til að yfir nóttina eru lögreglumenn alltaf á deildinni. Þá þykir lengdur afgreiðslutími veitingahúsa hafa haft áhrif til hins betra í þessu sambandi. „Þegar öllum skemmtistöðum bæjarins var lokað klukkan þrjú voru jafnvel fleiri hundruð manns í misjöfnu ástandi úti á götum á sama tíma. Sumir urðu fyrir hnjaski eða kom til átaka. Sumir þurftu þá að leita á slysadeild. Voru þá jafnvel eltir af mótherjum sínum á slysadeildina og gera átti út um mál hér á biðstofunni. Með því að skemmtistöðunum er lokað hverjum á sínum tíma hefur þetta lagast og álagið er jafnara. En margir ráða illa við áfengið, enda eru aðfaranætur laugardags og sunnudags álagstími hér,“ segir Hilmar. Fólk með áhyggjur finnur leið BIÐIN Í HEILSUGÆSLU FÆRIST YFIR Á BRÁÐADEILDINA Hilmar Kjartansson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.