Morgunblaðið - 22.12.2014, Síða 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 2014
Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is
Þú finnur bílinn á bilo.is Auglýstir bílar eru á staðnum Skráðu bílinn á bilo.is
Við óskum landsmönnum öllum
gleðilegra jóla
og þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða
Árni Ágúst
Brynjólfsson
Indriði
Jónsson
SPORTÍS
MÖRKIN 6 108 REYKJAVÍK S:520-1000 SPORTIS.IS
Jólagjöfin í ár!
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Erill er í flestum verslunum núna
síðustu dagana fyrir jól en nú
streymir fólk í búðir til að kaupa
gjafir og aðrar vörur sem bæði nauð-
synlegt og gott er að eiga yfir jólahá-
tíðina. Aukinni verslun fylgir oft
aukinn þjófnaður og þótt sælla sé að
gefa en að þiggja vilja verslunareig-
endur og kaupmenn síður að fólk
grípi vörur og taki úr versluninni án
þess að greitt sé fyrir.
Lítill þjófnaður í Kringlunni
Sigurjón Örn Þórsson, fram-
kvæmdastjóri Kringlunnar, segir
þjófnaði á þessum árstíma ekki vera
meiri en aðra mánuði ársins. „Það
hefur dregið úr þjófnaði á undan-
förnum árum og við sjáum ekki leng-
ur skipulagðan þjófnað, sem var
nokkuð um á góðærisárunum fyrir
hrun.“ Í Kringluna koma að sögn
Sigurjóns 700 þúsund gestir frá 1. til
24. desember og hann segir eðlilegt
að einhver atvik verði. „Jólaversl-
unin hefur gengið ótrúlega vel í ár
og það er helst veðrið sem hefur
áhrif á verslun en engu að síður er
töluverð aukning frá í fyrra. Auðvit-
að koma alltaf upp einhver vandamál
og það kemur fyrir að vísa þarf fólki
út vegna ölvunar en ekki í meira
mæli en almennt yfir árið.“
Friðsælt og rólegt á Akureyri
Á Akureyri hefur það helst verið
veðrið sem hrellir kaupmenn en
mikill snjór er í bænum og erfitt get-
ur reynst að komast á milli. Það
stöðvar þó ekki jólaverslun Akur-
eyringa og segir Árni Steinsson,
framkvæmdastjóri Securitas á
Akureyri að það heyri til undantekn-
inga að starfsmenn hans þurfi að
hlaupa á eftir búðarhnuplurum. „Við
erum fyrst og fremst að þjónusta
stór fyrirtæki eins og Hagkaup,
Bónus og Rúmfatalagerinn og þar er
okkar fólk bæði til að fylgjast með
og aðstoða. Í nærri því öllum til-
vikum þegar öryggishlið fara að
væla hefur gleymst að taka þjófa-
merkingu af við afgreiðsluborðið.“
Verslunarmenn vinna saman
Alltaf er eitthvað um þjófnað í
verslunum og segir verslunarmaður
við Skólavörðustíg að þar hjálpist
verslunarmenn að og láti hvern ann-
an vita verði þeir varir við fingra-
langa einstaklinga. Sömu sögu segir
verslunareigandi við Laugaveginn
en á stórum verslunargötum getur
verið erfiðara að halda uppi eftirliti
en í stórri verslunarmiðstöð. „Ein-
staka vörur kunna að hverfa þegar
mikið er að gera,“ segir versl-
unarmaður við Laugaveg.
Hjálpast að gegn þjófnaði
Skipulagður þjófnaður á undanhaldi í Kringlunni
Snjórinn helsta hindrun verslunar á Akureyri
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Verslun Jólastemming er í versl-
unarmiðstöðum fyrir jól.
Davíð Már Stefánsson
davidmar@mbl.is
„Við teljum fulla þörf á þessu skipi
þar sem Herjólfur hefur verið of lítill
í mörg ár,“ segir Sigurmundur G.
Einarsson, meðlimur hópsins Horft
til framtíðar sem
er áhugamanna-
hópur í Vest-
mannaeyjum um
bættar sam-
göngur. Hann
berst nú fyrir því
að M/S Achaeos,
sem er 77 metra
ekjufarþegaskip
og siglir undir
grískum fána,
komi í stað Herj-
ólfs í förum á milli Landeyjahafnar
og Vestmannaeyja.
„Þetta skip tekur hátt í fjórum
sinnum meira af bílum og helmingi
fleiri farþega,“ segir hann.
Hafnað af Vegagerð
Samgöngustofa og Vegagerðin
gerðu bæði úttektir á hugmyndinni
en Sigurmundur segir þær ansi ólík-
ar.
„Það er mikill munur á úttekt
Samgöngustofu og Vegagerðarinn-
ar. Vegagerðin sló þetta bara út af
borðinu, sagði skipið ekki henta, sem
er bara tóm vitleysa,“ segir hann og
hafnar jafnframt þeirri niðurstöðu
Vegagerðar að skipið uppfylli ekki
kröfur.
„Það á að fara að byggja skip sem
er minna en Herjólfur fyrir allavega
fimm þúsund milljónir. Þetta gríska
skip sem við erum að tala um kostar
innan við tvo milljarða og við getum
fengið það leigt til tveggja ára til að
prufa það. Þar að auki tekur það
miklu meira af bílum og vörum en
skipið sem á að smíða. Við viljum fá
að prófa þetta skip. Það væri eðlileg
framþróun á samgöngum við Vest-
mannaeyjar,“ segir hann.
Búin að óska eftir fundi
„Við erum búin að óska eftir fundi
með vegamálastjóra þar sem við
munum óska eftir skýringum frá
honum og þeirri stofnun. Við hyggj-
umst hrekja þau rök sem þar verða
sett fram. Í framhaldi af því munum
við væntanlega óska eftir því að mál-
ið verði tekið upp aftur og klárað,“
segir Sigurmundur.
Þess má geta að smíði gríska
skipsins hófst árið 2004 og er vél-
arafl þess 4850 kW, ganghraði 16
hnútar og brúttóstærð 2257 BT sam-
kvæmt grískri mælingu. Skipið er
búið tveimur þilförum til að flytja
bifreiðar. Þetta er meðal þess sem
kemur fram í yfirlýsingu Samgöngu-
stofu. Þar kemur einnig fram að
Samgöngustofa telur sig geta dregið
þær ályktanir af þessu að skipið hafi
burði og getu til þess að það fullnægi
þeim kröfum sem gilda um farþega-
skip í flokki B og að þessu gefnu, að
skipið geti þar með fullnægt þeim
kröfum sem gerðar eru til farþega-
skips í förum á milli Vestmannaeyja
og Landeyjahafnar.
Vegagerðin áætlar hinsvegar að
gríska ferjan geti ekki notað Land-
eyjahöfn fjórða hvern dag að með-
altali vegna djúpristu og lengdar og
aðstæðna í og utan við höfnina. Til
samanburðar er þess getið að miðað
er við að frátafir nýs Herjólfs verði
10%. Vegagerðin taldi því ekki
ástæðu til að skoða frekar þennan
kost sem áhugamenn kynntu.
Ljósmynd/Sigurmundur G. Einarsson
Skip Hópurinn Horft til framtíðar vill frá gríska skipið hingað til lands.
Að sögn Sigurmundar er það ódýrari kostur en að smíða nýtt skip.
Segja úttekt Vega-
gerðar vitleysu
Vilja 77 metra skip í Landeyjarhöfn
Sigurmundur G.
Einarsson