Morgunblaðið - 22.12.2014, Síða 17
FRÉTTIR 17Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 2014
NORDAHL
Lokkar 3.490
Hringur 3.990
Hálsmen 7.500
Bankastræti 6 – sími 551 8588 – gullbudin.is
er með jólagjöfina
FOSSIL
Armband m/leðri 7.200
Hálsmen 10.150
Pelasett 9.900NORDAHL
Hálsmen 17.500
Lokkar 8.500
LOVÍSA
Hálsmen 7.500
Lokkar 12.700
Armband 13.400
NORDAHL
Armband 6.700
Hálsmen 5.800
FOSSIL
Armband 8.200
FOSSIL
32.700
FOSSIL
37.500
FOSSIL
23.600
FOSSIL
25.900
Daniel Wellington
29.800
Daniel Wellington
29.800
Samkvæmt nýrri könnun Gallup
tapa Framsóknarflokkurinn og
Samfylkingin fylgi í Reykjavík-
urborg. Samfylkingin er áfram
stærsti flokkurinn en hún mældist
með tæp 29% og hefur fylgið
minnkað um þrjú prósentustig frá
síðustu kosningum. Framsókn og
flugvallarvinir hafa misst tæp 5%
og mælist flokkurinn nú með 6%.
Yrðu þetta úrslit kosninga myndi
Framsókn missa annan af tveimur
borgarfulltrúum sínum til Bjartrar
framtíðar.
RÚV sagði frá könnuninni í frétt-
um sínum í gær, en þar var fylgi
flokkanna í borgarstjórn kannað
dagana 17. nóvember til 17. desem-
ber. Sjálfstæðisflokkurinn mælist
með rúmlega 25% og stendur því
nokkurn veginn í stað en aðrir
flokkar bæta við sig fylgi. Björt
framtíð mælist með 18%, Píratar
11% og VG 10%. Úrtakið í könn-
uninni var rúmlega 4.100 og svar-
hlutfall rúm 60%. ash@mbl.is
Framsókn
tapar borg-
arfulltrúa
Samfylking tapar
fylgi en er enn stærst
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Fylgi Samfylking og Framsókn og
flugvallarvinir tapa fylgi.
Davíð Már Stefánsson
davidmar@mbl.is
„Umferð ferðamanna hefur aukist
gríðarlega á þessu svæði og þörf er
á umbótum,“ segir Dagbjört Jóns-
dóttir, sveitarstjóri Þingeyjarsveit-
ar, en þar eru ýmsar framkvæmdir
fyrirhugaðar við Goðafoss.
„Við munun breikka göngustíga,
þökuleggja með lyngþökum á
svæði sem eru illa farin, búa til
annað bílastæði og stýra umferð
gangandi fólks,“ segir hún.
„Sveitarfélagið á ekki landið við
fossinn heldur eru það þrjár jarð-
ir. Sveitarfélagið ákvað hinsvegar
að funda með landeigendunum og
athuga hvort þeir hefðu ekki
áhuga á að bæta aðgengi við foss-
inn og við yrðum þá í forsvari fyrir
þá og sæktum um styrki,“ segir
hún.
Deiliskipulag liggur fyrir
„Við höfum tvisvar sótt um í
Framkvæmdasjóð ferðamanna-
staða og fengið fjárveitingu í bæði
skiptin, fimm milljóna króna styrk
og fimmtán milljóna króna styrk,“
segir Dagbjört. „Við fórum af stað
með langtímasjónarmið og fyrsta
skrefið var að deiluskipuleggja
svæðið. Það hefur verið í vinnslu
undanfarið ár og nú liggur deili-
skipulagið fyrir. Nú fer það í aug-
lýsingaferli. Þessi framganga
sveitarfélagsins hefur fengið já-
kvæð viðbrögð, það er að segja
það að fara þá leið að vinna þetta
allt í sátt og samlyndi við landeig-
endur.“
20 milljónir í styrki
Morgunblaðið/Birkir Fanndal
Umbætur Göngustígar verða breikkaðir og nýtt bílastæði verður lagt.
Umbætur fyrirhugaðar á svæðinu í kringum Goðafoss
Yfirleitt liggja
allar flug-
samgöngur til og
frá landinu niðri á
jóladag, en í ár
verður Flugstöð
Leifs Eiríkssonar
opin á jóladag.
Þar mun ein vél
koma við, hún er
á vegum breska
flugfélagsins
easyJet og kemur frá Genf í Sviss.
Vélin mun lenda í Keflavík um kl. 16
og fara aftur um kl. 17.
Þetta kemur fram á vefsíðunni
Túristi.is. Þar segir að vegna þessa
þurfi að ræsa út starfsfólk flugvall-
arins og að sögn Isavia sé ætlast til
þess að verslanir séu opnar við allar
brottfarir.
Þá er þar tekið fram að Isavia hafi
ekki sóst eftir því að auka umferð
um flugstöðina á hátíðisdögum yfir
jól.
Opin á jóladag
vegna einnar
flugferðar
Leifsstöð Ein vél
kemur þar 25.12.