Morgunblaðið - 22.12.2014, Qupperneq 21
21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 2014
Mokstur Alexander var önnum kafinn við að moka snjó í Kópavogi. Hann lagði sitt á vogaskálarnar að halda götunum greiðfærum fyrir gangandi vegfarendur líkt og grafan sem er í baksýn.
Golli
Reglur Reykjavík-
urborgar frá 2011 sem
banna samstarf kirkju
og skóla hafa mjög
komið til álita að und-
anförnu vegna heim-
sókna skólabarna í
kirkjur borgarinnar á
aðventunni. Formaður
mannréttindaráðs
Reykjavíkur sá ástæðu
til að gagnrýna slíkar
heimsóknir og telur að þar fari fram
trúarinnræting sem sé börnum stór-
hættuleg. Gagnrýnin er að vísu
byggð á fáfræði eða trúarofstæki
formannsins sjálfs, hvaða nafni sem
það nefnist, því í þessum jólaföstu-
heimsóknum er börnum boðaður
kærleikur og sungin nokkur jólalög.
Það er nú öll hættan.
Heimsóknir skóla-
barna í kirkjur, kring-
um jól og páska eru
hluti af almennri
fræðslu enda hefur
kristin trú verið veiga-
mikill þáttur í sögu og
menningu þjóðarinnar
í meira en þúsund ár.
Stefnubreyting í að-
sigi
Hingað til hafa
borgaryfirvöld umbor-
ið heimsóknir af þessum toga og tal-
ið að þær rúmist innan þeirra reglna
og skorða sem yfirvöldin sjálf settu.
En nú virðist stefnubreyting í aðsigi,
enda stígur formaður skóla- og frí-
stundaráðs líka fram á sviðið og tel-
ur að heimsóknirnar séu á gráu
svæði. Hvaða gráa svæði er það? Er
hann að væna fagfólk í skólum borg-
arinnar um að fara ekki að settum
reglum, er leynitrúboð í gangi eða er
þessum óljósu athugasemdum og
dylgjum ætlað að þreyta skóla-
stjórnendur svo þeir hætti með öllu
slíkum vettvangsferðum þar sem
þær eru reglulega véfengdar af
borgarfulltrúum vinstrimeirihlut-
ans? Eru þessar síendurteknu at-
hugasemdir kannski liður í því
markmiði að banna alfarið slíkar
heimsóknir?
Misvísandi skilaboð
Reyndar eru skilaboð
borgarstjórnarmeirihlutans í þess-
um efnum mjög misvísandi. Það kom
greinilega í ljós á borgarstjórn-
arfundinum sl. þriðjudag þegar
meirihlutinn var inntur eftir afstöðu
sinni um samskipti kirkju og skóla.
Uppi varð fótur og fit og fátt um
skýr svör. Flestir borgarfulltrúar
meirihlutans fóru undan í flæmingi,
vitnuðu í kvartanir foreldra en höfðu
engar tölur á takteinum þar að lút-
andi. Ef borgaryfirvöldum er svona
umhugað um vilja foreldra í þessu
máli þá má velta því fyrir sér af
hverju þessum reglum um bann við
samskiptum skóla og kirkju var yf-
irhöfuð komið á í mikilli andstöðu við
borgarbúa og án nokkurs samráðs
við foreldra, skólastjórnendur eða
trúfélög.
Afléttum banninu
Við sjálfstæðismenn tókum ein-
dregna afstöðu gegn þessum reglum
sem fólu ekki bara í sér að takmarka
samskipti kirkju og skóla heldur líka
að takmarka samskipti skóla við
gamalgróin íþróttafélög, skátahreyf-
inguna og aðra aðila sem hafa kyn-
slóð fram af kynslóð, staðið fyrir
uppbyggilegu forvarnarstarfi með
þúsundum barna og unglinga í
Reykjavík.
Við eigum að aflétta þessu banni
sem fyrst. Foreldrar eiga að taka
ákvarðanir fyrir börnin sín og virða
ber sjálfstæði og valdsvið skóla-
stjórnenda til vettvangsferða.
Eftir Mörtu Guð-
jónsdóttur » Við eigum að afléttaþessu banni. For-
eldrar eiga að taka
ákvarðanir fyrir börnin
sín og virða ber sjálf-
stæði skólastjórnenda
til vettvangsferða.
Marta Guðjónsdóttir
Höfundur er varaborgarfulltrúi og er
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í skóla-
og frístundaráði Reykjavíkurborgar.
Félagsleg sótthreinsunarárátta forræðishyggjunnar
Til hamingju neyt-
endur. Með sam-
þykkt Alþings á lög-
um sem afnema
almenn vörugjöld í
heild sinni, hefur
unnist einn stærsti
sigur íslenskrar
verslunar um ára-
tugaskeið. Eins og
margoft hefur komið
fram hjá Samtökum verslunar og
þjónustu hefur þessi skattur alla
tíð verið mikill þyrnir í augum
verslunarinnar. Hann hefur skekkt
samkeppnisstöðu greinarinnar
verulega. Vörugjöldin hafa bæði
reynst ógagnsæ og óskilvirk skatt-
heimta sem hefur verið einstaklega
dýr í framkvæmd.
Það er enginn vafi á því að þessi
mikla breyting mun hafa jákvæð
áhrif fyrir verslunina í heild sinni.
Verðlag á þeim vörum sem hafa
borið gjöldin, hvort sem það eru
bílavarahlutir, byggingarefni eða
raftæki, mun lækka. Þá mun af-
nám vörugjalda á matvæli margs-
konar koma til framkvæmda á
sama tíma og virðisaukaskattur á
matvæli hækkar úr 7% í 11%. Auk
Eftir Andrés
Magnússon og
Margréti Sanders
»Neytendur munu því
fyrst og fremst njóta
góðs af þessari breyt-
ingu.
Andrés Magnússon
Andrés er framkvæmdastjóri SVÞ –
Samtaka verslunar og þjónustu, og
Margrét er fm SVÞ.
Skattkerfisbreytingar verða að veruleika
– vörugjöldin eru á útleið
Margrét Sanders
þess lækkar efra þrep virð-
isaukaskatts úr 25,5% í 24%. Neyt-
endur munu því fyrst og fremst
njóta góðs af þessari breytingu,
enda hefur verslunin hingað til
skilað því til neytenda þegar skatt-
ar á vörum hafa lækkað, það sýna
dæmin frá liðnum árum. Það sama
mun gerast nú, á því er ekki
minnsti vafi. Það er því fyllsta
ástæða til að fagna þessum tíma-
mótum sérstaklega, bæði innan
verslunarinnar sem atvinnugreinar
og hjá öllum almenningi í landinu.
Mörg verkefni framundan
Samtök verslunar og þjónustu
eru ákveðin í því að láta ekki deig-
an síga við að bæta þá aðstöðu
sem verslunin býr við. Þess munu
neytendur njóta, enda fátt mik-
ilvægara fyrir neytendur en að hér
á landi verði áfram öflug verslun
sem geti veitt fólki gott úrval af
vöru á samkeppnishæfu verði.
Verkefnin eru óþrjótandi enda af
mörgu að taka þegar kemur að því
að laga stöðu verslunarinnar í
þeirri alþjóðlegu samkeppni sem
greinin býr við. Samtökin munu á
því ári sem í hönd fer einbeita sér
að þeim greinum innan verslunar-
innar sem einkum hafa átt undir
högg að sækja eftir hrun. Má þar
nefna verslun með föt og skó. Það
mun bæta stöðu þeirrar verslunar
umtalsvert ef viðskipti með þessar
vörur yrðu færð niður í neðra þrep
virðisaukaskatts, þ.e. 11% eftir þá
breytingu sem gerð verður á kerfi
virðisaukaskatts um næstu áramót.
Gerð fríverslunarsamninga er
annað baráttumál verslunarinnar
en á þessu ári tók gildi
fríverslunarsamningur við Kína.
SVÞ mun leggja á það áherslu við
stjórnvöld að áfram verði unnið að
gerð fríverslunarsamninga. Eins er
mikilvægt að fara vel yfir þá
samninga sem þegar eru í gildi
þannig að tryggt verði að þeir nýt-
ist bæði verslun og neytendum til
fulls.
Við sem gætum hagsmuna fyrir
verslunina í landinu horfum því
björtum augum fram á veginn við
þessi tímamót. Það er engin
ástæða til að ætla annað en að ís-
lensk verslun muni áfram standa
öflug, þó að í breyttu umhverfi
verði og haldi áfram að gegna því
viðamikla hlutverki sem hún hefur
alla tíð gegnt fyrir íslenskt þjóð-
félag.