Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Síða 8

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Síða 8
Þú skorar önnur og betri mörk, gamli minn, sagði hann. Nú ertu orðinn eineygur á báðum. Þeir ráku upp roknahlátur og hann hló líka. Gjallandi hláturinn hljómaði óeðlilega í eyrum hans. Hann kvaddi félaga sína leiður og fór heim til foreldra sinna. Komdu, sagði móðir hans. Hvað? Það blæðir úr þér. Hún bleytti fingur á tungubroddinum og strauk um sárið. Þetta er ekkert, sagði hún en hann vissi að það var ósatt. Þá sagði faðir hans: Eigum við ekki að skoða húsið sem þið fáið þegar þið farið að búa? Þeir gengu saman eftir veginum. Þetta var lítið timburhús sem afi hans og amma höfðu átt. Nú átti hann að flytja í það þegar konan kæmi með bamið. Þótt hann hefði aldrei átt heima í húsinu, bara komið þangað í heim- sókn var hann sleginn tómleik. Öll húsgögn voru komin á haugana. Faðir hans settist stirðlega á gólfið með bakið að veggnum í svefnherberginu. Hérna fæddist ég, sagði hann. Við þessu var ekkert að segja. Hann beið eftir að faðir hans segði eitthvað fleira, en hann sagði ekkert. Svo staulaðist hann á fætur. Þeir skoðuðu eldhúsið. Afi hans og amma virtust hafa gengið vel frá öllu áður en þau dóu. Að vísu hefði þurft að mála, liturinn var orðinn gamall og óþægilega gulur. Þeir voru komnir aftur inn í svefnherbergið og faðir hans hafði sest á gólfið á sama stað og sagði: Sérðu blettina á veggnum? Rúmið var þama. Þetta er eftir höfuðið á þeim. Svo þú verður að mála. Þú gerir það á morgun, málningin verður þá orðin þurr áður en konan kemur og engin málningarlykt. Hann svaraði engu. Það er dáldið skrýtið að koma í autt hús þar sem maður fæddist og foreldrar manns áttu heima, sagði faðir hans. Finnst þér það? spurði hann til að segja eitthvað. Einhvem tíma átt þú eftir að koma í húsið heima og segja það sama við son þinn, svaraði faðir hans. Við skulum vona það, sagði hann. Maður skilur bara eftir sig skít, hélt faðir hans áfram. Láttu þá strákinn mála í hólf og gólf eða gerðu það sjálfur áður en hann flytur inn. Þótt ekki væri nema ein lausleg yfirferð með hvítri málningu mundi það breyta öllu. 6 TMM 1993:2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.