Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Side 19
dásamlega vafasamt og þau eru fjarri valda-
stólum en samt eru þau öllum merkari og
áhrifameiri. „Skáldin eru hinir óþekktu lög-
gjafar heimsins," segir Shelley. „Óþekktir“
löggjafar segir skáldið og leitar þar með
einna helst skyldleika við órannsakanlega
vegi guðs. (Annað mál er að þetta er upp-
gerðarhógværð hjá skáldinu — skáldið gerir
einmitt allt til að verða ódauðlegt, það er
sífellt að reisa sér minnisvarða sem er öllum
eirstyttum óbrotgjamari). Metnaðurinn og
sjálfstraustið láta öllum illum látum: skáld-
in vilja ekki aðeins taka sér vald til að segja
hvað er gott, fagurt og satt á jörðu niðri. Þau
taka það meira að segja að sér að hnika
gjörvallri heimsmyndinni — til dæmis með
því að gera Satan, tákn og ímynd hinnar
róttæku illsku heimsins, góðan öðrum
þræði. En hann verður á þessum tíma í
ýmsum skáldverkum ekki aðeins sá sem
vill hið illa, hann er öllu heldur orðinn
einskonar Prómeþeifur, uppreisnarandi
sem þorir að rísa gegn hinu æðsta valdi á
himni og jörðu og gefur mönnunum þar
með gott fordæmi.10
Björgum sálinni og þjóðinni
Þessi metnaður bókmenntanna lifir róman-
tíkina. Raunsæishöfundar taka að sönnu
ekki eins hátíðlega til orða og rómantískir
fyrirrennarar þeirra, en samt eru þeir áfram
„kennarar mannlífsins“, sem halda til
streitu eilífum sannindum og dýpri skiln-
ingi á tilverunni og samfélaginu en þeim
sem fæst í hvunndagslegu amstri manna.
Seint á nítjándu öld talarTolstoj um að listin
sé ekki skemmtun, ekki nautn og ekki hugg-
un, heldur það mikla og göfuga afl sem
ætlað sé að koma á friðsælu sambýli manna
með frjálsum hætti, án þvingana, lögreglu
og dómstóla. Listir og bókmenntir áttu að
hans ætlun að útrýma ofbeldi, rífa niður
múra milli manna (yfirstíga fírringuna,
mundi núna sagt) og ala menn upp í
náungakærleika. Með öðrum orðum:
Tolstoj gerir listina, bókmenntirnar, að
einskonar hliðstæðu við hina kristnu trú
eins og hann skilur hana, gott ef ekki að
einskonar kirkju sem stundar trúboð. Hann
segir í frægri ritgerð sinni, „Hvað er list?“:
Listin á að gera þær tilfinningar bræðralags
og náungakærleika, sem nú um stundir eru
aðeins innan seilingar bestu manna samfé-
lagsins, að venjulegum tilfínningum hvers
og eins, að sjálfsagðri eðlishvöt allra
manna.11
Bókmenntafræðingar voru oftar en ekki á
sömu buxum og rithöfundamir. Gott dæmi
um þetta má finna í lokakafla bókar Veng-
erovs, „Hetjueðli rússneskra bókmennta“,
en þar segir á þá leið, að meðan evrópskar
bókmenntir boði fagurkerahátt og einstak-
lingshyggju, geti rússneskar bókmenntir
ekki ímyndað sér neina gæfu nema í
sjálfsafneitun og þjónustu við náungann:
„Ekki ég, ekki ég, ekki ég“ — þetta er það
sem liggur til gmndvallar samanlögðum
yngri bókmenntum rússneskum. Eg byrjaði
yfirlit þetta á að vitna í vígorð mismunandi
tímaskeiða yngri bókmennta Rússa, allt frá
herópi Belínskíjs: „Afneitaðu sjálfum
þér!“ og til kröfu Andrejevs um að meira að
segja sjálfsvitund sögupersónunnar skuli
hafna öllum fríðindum . . . Og í þessari
takmarkalausu sjálfsfóm ereinmitt að finna
miðtaug hinna rússnesku bókmennta.12
Hér má að vísu greina þrengra sjónarmið en
kemur fram hjá Tolstoj — bókmenntir og
TMM 1993:2
17