Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Page 25
Þorsteinn Antonsson
Bréf um Steinar Sigurjónsson
Lokið á ísafírði 1. nóvember 1992
Sæll, Matthías.
Þá er kunningi fallinn frá og er það efni
bréfs míns að minnast hans. Mér finnst við
hæfi að senda þér línu af þessu tilefni enda
óvíst hvort nokkur annar hirðir um það sem
mér býr í brjósti og hann varðar. En ég held
þú gefir þessum línum stund af tíma þínum,
jafnvel kann að vera að hér finnir þú ósögð
orð um kunningja sem þér þyki betur sögð
en ósögð og það jafnvel þótt fullseint sé.
Ekkert varð úr því að annar hvor okkar
eða báðir skrifuðu um verk Steinars Sigur-
jónssonar meðan hann var á lífi þótt til hafi
staðið. Ég veit raunar ekki hvort það var
hægt svo sérsinna sem hann var og verk
hans samofin skapgerð hans og lífemi. Við
kynntumst Steinari báðir fyrir ekki mjög
löngu, ég og þú, sjö eða átta ámm, vegna
áhugamáls sem við þá áttum sameiginlegt,
að fjalla um utangarðsskáld í samfélagi
okkar, lífs og liðin. Fjalla um vandræða-
skáld. Finna þvílíku fólki stað ef engan ættu
og þótt ekki væri nema faglega, í sögulegu
samhengi. Koma orðum að einkennum
verka þeirra. Við könnuðumst eins og aðrir
við nokkra þvflíka úr þjóðarsögunni, nafn-
kunna menn, Birkiland og Bertel, Eirík
Laxdal, Gísla Guðmundsson sem skrifaði
merka dagbók en var ekki skáld, Jochum
Eggertsson og fleiri. Menn sem höfðu höf-
undarmetnað en urðu ráðgátur af einni eða
annarri ástæðu og voru sumir á leiðinni með
að verða að steinrunnum furðum utan al-
faraleiðar. Steinar, það er Steinar Sigur-
jónsson, Bugði Beygluson, Steinar á Sandi,
Sjóni Sands, var sprelllifandi þegar við fór-
um af stað að finna þessu áhugamáli okkar
jarðveg en hafði verið nógu lengi við plóg-
inn til að ljós væri skyldleikinn við fyrir-
rennara hans. Sá var þó munurinn á honum
og hinum að útgefendur höfðu, þótt með
tregðu væri, skapað honum skilyrði til
áhrifa sem utangarðsskáld fyrri tíma ekki
náðu að vekja. Eins og þú veist hafa mörg
yngri skáld öðlast innsýn í undirskilvitlegt
sálarlíf sjálfra sín fyrir tilstilli Steinars, á
tímabili þegar varla er hægt að afla sér
slíkrar sjálfsþekkingar öðru vísi en með
skáldskap, sínum eða annarra. Sjón ritar á
kápu síðustu sögu Steinars: ,,Ég veit að öll
ferðalög eiga sér stað í Djúpinu. Hvemig?
Steinar sagði mér!“
Þú varðst fyrstur til að kynna mig fyrir
manninum Steinari Sigurjónssyni. Um
TMM 1993:2
23