Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Síða 25

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Síða 25
Þorsteinn Antonsson Bréf um Steinar Sigurjónsson Lokið á ísafírði 1. nóvember 1992 Sæll, Matthías. Þá er kunningi fallinn frá og er það efni bréfs míns að minnast hans. Mér finnst við hæfi að senda þér línu af þessu tilefni enda óvíst hvort nokkur annar hirðir um það sem mér býr í brjósti og hann varðar. En ég held þú gefir þessum línum stund af tíma þínum, jafnvel kann að vera að hér finnir þú ósögð orð um kunningja sem þér þyki betur sögð en ósögð og það jafnvel þótt fullseint sé. Ekkert varð úr því að annar hvor okkar eða báðir skrifuðu um verk Steinars Sigur- jónssonar meðan hann var á lífi þótt til hafi staðið. Ég veit raunar ekki hvort það var hægt svo sérsinna sem hann var og verk hans samofin skapgerð hans og lífemi. Við kynntumst Steinari báðir fyrir ekki mjög löngu, ég og þú, sjö eða átta ámm, vegna áhugamáls sem við þá áttum sameiginlegt, að fjalla um utangarðsskáld í samfélagi okkar, lífs og liðin. Fjalla um vandræða- skáld. Finna þvílíku fólki stað ef engan ættu og þótt ekki væri nema faglega, í sögulegu samhengi. Koma orðum að einkennum verka þeirra. Við könnuðumst eins og aðrir við nokkra þvflíka úr þjóðarsögunni, nafn- kunna menn, Birkiland og Bertel, Eirík Laxdal, Gísla Guðmundsson sem skrifaði merka dagbók en var ekki skáld, Jochum Eggertsson og fleiri. Menn sem höfðu höf- undarmetnað en urðu ráðgátur af einni eða annarri ástæðu og voru sumir á leiðinni með að verða að steinrunnum furðum utan al- faraleiðar. Steinar, það er Steinar Sigur- jónsson, Bugði Beygluson, Steinar á Sandi, Sjóni Sands, var sprelllifandi þegar við fór- um af stað að finna þessu áhugamáli okkar jarðveg en hafði verið nógu lengi við plóg- inn til að ljós væri skyldleikinn við fyrir- rennara hans. Sá var þó munurinn á honum og hinum að útgefendur höfðu, þótt með tregðu væri, skapað honum skilyrði til áhrifa sem utangarðsskáld fyrri tíma ekki náðu að vekja. Eins og þú veist hafa mörg yngri skáld öðlast innsýn í undirskilvitlegt sálarlíf sjálfra sín fyrir tilstilli Steinars, á tímabili þegar varla er hægt að afla sér slíkrar sjálfsþekkingar öðru vísi en með skáldskap, sínum eða annarra. Sjón ritar á kápu síðustu sögu Steinars: ,,Ég veit að öll ferðalög eiga sér stað í Djúpinu. Hvemig? Steinar sagði mér!“ Þú varðst fyrstur til að kynna mig fyrir manninum Steinari Sigurjónssyni. Um TMM 1993:2 23
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.